Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 12

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 SKILEV EFTIR . . . Teiknimyndasaga frá Kína 1. Chen Shih-mei frá Sung-keisaradæminu er námsmaður af fátæku fólki frá Chunchow. Hann leggur mikla rækt við námið þvi að hann bindur vonir við að ná góðum árangri i hinum keisaralegu prófum og öðlast þannig frægð og völd. •2. Foreldrar hans eru báðir á sjötugsaldri. Hann á unga konu, Chin Hsiang-lien, soninn Tung og dóttur að nafni Chun. Enda þótt lif þelrra sé fábrotið eru þau hamingjusöm. Hljómplötusafn 10 plötur á 3500 kr Sigild tónlist, þjóðlög, dægurlög Úrval úr þekktum verkum eftir: Chopin, Brahms, Bizet, Strauss, Gershwin, Foster og fl. Flutt af Fílharmoníuhljómsveitinni í London, hljómsveit ríkisóperunnar í Hamborg og fleirum. 10 hljómplötur með tónlist í 8 klukkustundir. Tónlist, sem allir þekkja. ÐREKK Á KLAPPARSTlG 26, SlMI 19800, RVK. OG ÐREKKUGÖTU 9, AKUREYRI, SlMI Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS er 17500 ____________________y LITLI (,Ll (,<,LY\ Faðir minn átti fagurt land í Sultum í Kelduhverfi var eitt sinn drengur, sem haföi þann starfa á hendi aö reka kýr þaðan og upp í Víkingavatn, sem er næsti bær. Skammt þaðan eru hagar, sem kýrnar ganga í. Svo er háttaö landslagi, aö með- fram veginum eru björg, sem liggja næstum óslitin eins og hlaðinn veggur milli bæjanna. Er það því álitlegur bústaður huldufólks, enda segja fornar sögur, að það eigi þar heima. Á einum stað óx framundan bjarginu rauðaviðarrunnur einn, mikill og fagur. Var það siður drengs að slíta hríslu úr runnanum, hvert sinn er hann fór þar hjá, þegar hann vantaði keyri á kýrnar. Liður nú fram sumarið, og hefur strákur hinn sama sið, og fer nú runnurinn að láta á sjá, unz hann eyðileggur. hann með öllu. En um haustið fer að bera á undarlegum veikindum í drengnum; visnaði fyrst höndin og hann hálfur, og siðan veslast hann upp og deyr um veturinn. En skömmu síðar var Oddur nokkur, er um sjötíu ár var fjármaður á Vikingavatni, staddur nærri björgum þessum. Heyrir hann þá kveðið inni i bjarginu: Faftir minn átti fagurt land, sem margur grætur, þvi ber ég hryggð i hjarta mér um daga og nætur. Var það ætlun manna, að runnur- inn, sem strákur reif upp, hafi verið skemmtilundur huldufólksins, og hafi það viljað launa drengnum lambið gráa og valdið vanheilindum hans. Ilvort verður það strákurinn eða stelpan, sem nær fyrst i isinn? Afmæliskveðja til æskuvinar míns, Sigurðar Þorsteinssonar, 65 ára Sigurður Þorsteinsson er fæddur á Bakkagerði i Borgar- firði eystra, 10. septemberl907, kominn af merkri skáldaætt á Austurlandi. Meðal annars er hann bróðir skáldkonunnar Erlu. Arið 1947 kaupir hann jörðina Teigasel á Jökuldal, talin heldur litil jörð. Gamalt ibúðarhús var á staðnum og léleg útihús, þegar Sigurður flutti þangað. Nú er Sigurður búinn að byggja eitt full- komnasta ibúðarhús, sem ég hef séð i sveit, eins eru öll útihús beztu byggingar. Túnið var tvær og hálf dagslátta en er nú yfir þrjátiu. Sigurður er kyrrlátur maður og kærir sig litið um oflof eða orður, þótt margur fái þær, sem siður ætti þær skilið. Sigurður hefur ekki setið auð- um höndum. Hann er búinn að koma niu börnum upp, stórglæsi- legum hóp. Kona hans er Margrét Stefánsdóttir frá Háreksstöðum i Jökuldalsheiði. Börn þeirra eru: Antonia, gift Benedikt Hjarðar, Hjarðargrund, eiga 4 börn, Sig- riður, gift Aðalsteini Aðalsteins- syni, Vaðbrekku, eiga 5 börn, Rannveig, gift Jóni Hallgrims- syni, Mælivöllum, eiga 4 börn, Asta, gift Vilhjálmi Þ. Snædal, Skjöldólfsstöðum, eiga 4 börn, Kolbrún, gift Karli Jakobssyni, Grund, eiga 3 börn, Þorvarður, giftur Guðrúnu Helgu Guðmunds- dóttur, Austurhóli, Hornafirði, eiga 2 börn, Þórhallur, trúlofaður Jóninu Þórhallsdóttur, Gisla- staðagerði, Völlum, Jón og Kjartan eru enn i föðurhúsum. 22 eru barnabörnin orðin, stór verður hópurinn áður en mörg ár liða. Sigurður er listamaður, gerir marga merkilega muni. Svo sendi ég honum og fjöl- skyldu hans beztu kveðju. Aðalsteinn Gunnarsson frá Fossvöllum RICHARD BECK SKRIFAR BÓK UM ÍSLAJNDSYINI Um þessar mundir gefur Al- menna bókafélagið út bókina Út- verðir islenzkrar menningar eftir dr. Richard Beck. t bókinni greinir höfundur frá nokkrum þeim mönnum úr hópi „andlegra höfðingja enskumælandi”, sem öðrum fremur hafa borið hróður tslands fyrir brjósti og eflt hver á sinu sviði þekkingu heimsins á sögu þjóðarinnar og menningu að fornu og nýju. Menn þessir eru George P. Marsh, bandariski fjöl- lræðingurinn og athafnamaður- inn, Henry W. Long- fellow, skáld, Bayard Taylor, rithöfundur og sendiherra, Willard Fiske, prófessor, Arthur M. Reeses, bókmenntamaður, Charles Venn Pilcher biskup i Astraliu og siðast en ekki sizt Vil- hjálmur Stefánsson, landkönnuð- ur. 1 stuttum formála að bókinni segir Tómas Guðmundsson skáld m.a.: „Ekki orkar það tvimælis, að það sé oss tslendingum sjálfsögð ræktarskylda að vita deili á þeim ágætismönnum, sem á ýmsum timum hafa borið hróður þjóðar vorrar fyrir brjósti og eflí hver á sinu sviði þekkingu heimsins á menningu hennar að fornu og nýju. Saga þeirra kemur oss öll- um við, og vér eigum þeim þökk að gjalda. En það ætla ég, að les- endum þessarar bókar muni ekki siður verða tiðhugsað til höfund- arins sjálfs, þess manns, sem flestum fremur á heima meðal þeirra útvarða þjóðar vorrar, er þar er sagt frá....” Bókin Útverðir islenzkrar nienningar er 198 bls. að stærð. Kichard Beck. Torfi Jónsson annaðist útlit bókarinnar, en setning, prentun og bókband fór fram i Prent- smiðjunni Eddu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.