Þjóðviljinn - 05.11.1972, Page 13

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Page 13
Sunnudagur 5. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. 25 Alistair Mair: Það var sumar í Fyrsta barnið sem ég tók á móti. Ég hef svo sem oft séð hana og vissi vel að hún var ekkert ung- barn lengur. En ég hugsaði ekkert um það. Ég gat blekkt sjálfan mig þrátt fyrir það. En eftir þetta sem gerðist i kvöld er það ekki lengur hægt, ekki fremur en ég get lokað augunum fyrir Simoni og Susan. — Simoni og Susan. — Já, góða min. Börnunum okkar. Nema hvað þau eru ekki lengur nein börn. Og þú getur svo sem sagt mér að ég hefði átt að gera mér það ljóst fyrir löngu. Það er rétt. Og gerði að sumu leyti En i kvöld sé ég þau eins og þau eru i raun og veru. Uppkomið fólk, Elisabet. Uppkomið fólk i samkvæmisfötum, hlæjandi og masandi og þambandi kampavin með hinum. — Ég held þau hafi skemmt sér, sagði Elisabet vandræða- lega. — Já, það held ég lika. En það er ekki hægt að hugsa sér fráleit- ara tilefni til að halda veizlu. Tuttúgu og fimm ár af lifi sem er úr sögunni, og þú heldur veizlu. Þú ert ekki ungur lengur, og þvi slærðu upp veizlu vegna þess að eftirleiðis er allt niður i móti. Minnkandi starfsgeta, lúinn lik- ami, rýrnandi fegurð og það er haldin veizla! Það er fáránlegt! Hún forðaðist að lita i augu hans. — Ég vissi ekki að þú litir þannig á málið, sagði hún lágri röddu. — Ég gerði það ekki fyrr en til veizlunnar kom. Þá horfði ég á vini okkar, þessa ungu og glöðu vini. Hann hló hranalega. — Hópur af miðaldra körlum og konum sem þóttust vera að skemmta sér baki brotnu en gerðu sig bara að fiflum. — Þetta er ekki satt! — Það er nú samt satt, þótt þarna væru nokkrar heiðarlegar undantekningar. Ég skal játa að fáeinir virðast hafa dottið niður á einhverja galdraformúlu. Til að mynda Bill og Júlia Pearson. En þetta á við um obbann af fólkinu. Og þetta fólk, þessir karlmenn með hæruskotið hár og þreytuleg augu, mittislausar konur með slöpp brjóst, þetta eru jafnaldrar okkar. Það er dálitið erfitt að kyngja þvi. En það er staðreynd sem við verðum að horfast i augu við. En þú mátt ekki ætlast til að mér liki það vel. Og hamraðu ekki á þvi i guðs bænum. Elisabet horfði á fölt og þreytulegt andlit mannsins sem hún elskaði ennþá, og reyndi að láta ekki bliðukenndina veikja ákvörðun sina. — Fyrirgefðu, sagði hún, — Fyrirgefðu að ég skuli hafa hitt þig þar sem sársauki var fyrir. — Það skiptir ekki máli, sagði hann þreytulega. — Við skulum fara að hátta. — Ekki strax. Hann hætti við að standa upp. — Ég fer ekki i rúmið fyrr en við erum búin að tala út um þetta með nýjan félaga. Hann seig neðar i stólinn. — Fjandinn sjálfur! Hún hélt áfram: — Mér var alvara áðan, Peter. Hvortsem þú fellst á það eða ekki þá drepurðu þig á að halda áfram á sama hátt og hingað til. Og það finnst fleirum en mér. Þú sagðir það sjálfur. Allt i lagi, þér stendur kannski á sama. Allt þetta sem þú sagðir um ellimörkin kemur mér til að halda, að þú viljir heldur deyja en horfast i augu við það. —■ Hvernig dettur þér það i hug? — Tja, þú ættir að vita meira um sálfræði en ég. Þú ættir að vita að ef til vill er einhver dulin hvöt sem kýs þá útgönguleið — — En ég er ekkert hræddur við að verða gamall! Ég þarf bara dálitinn tima til að venjast til- hugsuninni um að glata æskunni, það er allt og sumt. — Allt i lagi, látum það liggja milli hluta. En hvort sem þér likar betur eða ver, þá stendur I mér ekki á sama. Mér stendur ekki á sama, vegna þess að ég vil ekki missa þig. En ég hef lika minar eigingjörnu ástæður, sem eru þér óviðkomandi. Festan i rödd hennar vakti at- hygli hans. — Hvað áttu við? spurði hann varfærnislega. — Ég á við það, að þegar ég giftist þér, þá gekk ég ekki að eiga læknispraksis. Jú,það skipti ekki máli fyrst i stað. Þegar þú starfaðir á sjúkrahúsinu, þá hafð- irðu þitt ákveðna starf og við átt- um okkar samlif og það var allt i bezta lagi. En i sautján ár hefur þetta dásamlega kerfi þitt haldið mér i gildru á sama hátt og þér. Starf þitt stjórnar lifi minu. Það ákveður hvenær við borðum og hvenær við háttum. Það ákveður hvenær við förum út, sem gerist varla nokkurn tima. Þegar þú ert i vitjunum, verð ég að vera við simann. Ég verð að sansa ósann- gjarna sjúklinga. Ég verð að veita hjálp i viðlögum. Ég get varla skroppið i búð nema á handahlaupum, ef ske kynni að siminn hringdi á meöan. Og draumurinn um dag i Glasgow eða kvöld i leikhúsinu ... nei, hann getur aldrei rætzt. — Nei, heyrðu mig nú — —Nei, ég er ekki búin. Ef þú ætlar að segja að svona gangi þetta til hjá venjulegum heimilis- lækni, þá fellst ég á það. Og ég héf sætt mig viö það i sautján ar. Ég hef verið skyldurækin eiginkona. Ég hef gert allt sem til var ætlazt af mér. En það er úr sögunni. I fyrsta skipti er nú hugsanlegt að gera á þessu breytingu. I kvöld, áður en við fórum til veizlunnar, sagðirðu að þetta væri upphafið að nýju lifi. Og það gæti orðið það. Ef þú færð þér felaga, ungan mann — — Hættu að tala um ungan mann. — Jæja þá, hvaða mann sem er, svo framarlega sem hann vinnur sanngjarnan hluta af starfinu. Það gæti breytt öllu fyrir okkur bæði. Ef þú gerir það, þá er allt i lagi. Þá held ég áfram að vinna með þér eins og hingað til. En ef þú gerir það ekki, Peter, þá er samvinnunni lokið. — En það er ekki hægt! — Vist er það hægt, sagði Elisabet einbeitt. — Ég myndi einfaldlega hætta að koma nálægt starfi þinu. Ef mig langar til að taka mér heilan fridag, þá geri ég það. Ég hangi eklíi lengur yfir simanum. Ég hleyp ekki eins og byssubrennd til dyra þegar bjöll- unni er hringt. Ég fer að lifa eins og venjuleg kona. Hann einblindi á hana eins og hún væri ókunnug manneskja. — Og þú myndir gera þetta? — Já, sagði hún og fann hve hjartað barðist. Hann tók sigarettu úr næstum tómum pakkanum og velti henni hugsi milli fingranna. Hún virti hann fyrir sér, vissi hversu mjög ringlaður hann var og óskaði þess eins að hann gæti skilið hana. En þó vissi hún, að það yrði langt i skilninginn, jafnvel þótt sam- komulag næðist i kvöld. Skiln- ingur útheimti viðsýni, og Peter var aldrei viðsýnn þegar hann var þreyttur. Þreytan þrengdi sjónhring hans, rigbatt hann við starfið og blindaði hann fyrir lif- inu utan þess. En ef samkomu- lag næðist, þá myndi skilningur- inn ef til vill koma með timanum og hvildinni. Ef tii vill næðist fyrirgefning lika. Og þess vegna beið hún og vonaði og hélt fast við ákvörðun sina. — Ég trúi þér ekki, sagði hann loks, — Þú ert of trygg. — Ég hef reynt að vera trygg, sagði hún. — En tryggö min er við þig, ekki við atvinnu þina. — En i þessu tilviki er þaö eitt og hið sama. — Þaðerekkirétt, Peter, sagði hún bliðlega. — Þetta er eins og hvert annað starf. Það krefst ekki mannfórna. — Stundum held ég það. — En það er ekki rétt. Hvað er unnið viö það að þú krossfestir þig fyrir sjúklingana? — Er það nú ekki fulldjúpt tekið i árinni? — Það er ég ekki viss um. Littu á mannalátin i læknablaðinu. Littu á meðalaldur hinna látnu. Brúðkaup Gefin voru saman i hjónaband i kirkjunni að Holti i önundarfirði af sr. Jóhannesi Pálmasyni ung- frú Bergljót Jónsdóttir og Asgeir Kristjánsson. Heimili þeirra er i Bolungavik i Holshreppi. Ljós- myndastofan Engjavegi 28, ísa- firði Þann 30. sept. sl. voru gefin saman i hjónaband i Hólskirkju i Bolungavik af sr. Sigurði Kristjánssyni ungfrú Björk Gunnarsdóttir og Matthias Krist- insson. Heimili þeirra verður að Grundargötu 4, Isafirði. brídge Röng slemmiisögn Góð spilamennska getur iðu- lega bætt fyrir hæpna lokasögn, eins og augljóst er, i þessari gjöf, þar sem Norður - Suður lentu i hálfslemmu i spaða, þótt hálf- slemma i laufi hefði verið miklu auðveldari viðureignar. norður sp. KD8 hj. D643 ti. G6 la. KG64 Vestur sp. 76 hj. 87 ti. A107543 la. 875 suður sp. AG1094 hj. AG5 ti. K la. AD103 Sagnir: Suður gefur. Enginn á hættunni. Suður Vcstur Norður Austur 1. sp. pass 2. hj. pass 3. la. pass 4. sp pass 6. sp. pass pass pass Vestur lét út hjartaáttu, sexan kom úr borði, þá tvisturinn frá Austri. Hvernig fór franski bridgemeistarinn Max Rénier að þvi að vinna þessa hálfslemmu i spaða, hvernig svo sem mótherj- arnir verjast? Svar: Suður gat getið sér til um skipt- inguna i hjarta, eftir útkomuna. Hann hóf þvi spilið með þvi að taka trompin, spilaði siðan laufi i þvi skyni að taka á öll svörtu spilin sin, koma siðan Austri inn á tigul, svo að hann neyddist til að láta út hjarta undan kónginum. En afköstin leiddu i ljós, að reikna mætti með þvi að Vestur ætti tigulásinn, og þá mátti virð- ast sem vonlaust væri að vinna slemmusögnina. En Rénier fann vinningsleiðina, þegar tekið hafði verið á hjarta- gosa, fjögur tromp og fjögur lauf, var staðan þessi: hj. D6 ti.G6 hj.7 ti.A107 hj.KlO ti. D9 sp.G hj.A5 ti.K Vestur kastar tigli i spaðagos- ann, hjarta kemur frá blindum og tigulnian frá Austri. Suður tekur þá á hjartaásinn, lætur siðan út tigulkóng, sem Vestur tekur með ásnum, en blönk drottning Austurs fellur i slaginn. Vestur neyðist til aö láta-aftur út tigul og tigulgosinn i blindum tryggir sagnhafa tólfta slaginn. — vannst samt Vandasamt val. Það er æði oft erfitt að gera sér grein fyrir þvi af sögnunum hvort fremur eigi að velja fyrir Ioka- sögn þrjú grönd eða fjóra i öðrum hvorum hálitnum. Hér er dæmi um eina slika gjöf: N sp. AG98 hj. K6 ti. A964 la. K76 V sp. 6532 hj. D3 ti. K1075 la. D109 S sp. D7 hj. Á8753 ti. D. la. A5432 Sagnir: Norður gefur. Norður- Suður á hættunni. Veslur Norður Austur Suður 1 gr pass 4hj.... Spil þetta var spilað á franska meistaramótinu fyrir nokkrum árum, og það var Boulenger sem tvinónaði ekki við að stökkva i fjögur hjörtu eftir grandopnun Svarcs i Suöri. Vestur lét út tigulsjöu og Boul- enger tók hana með ásnum i borði, enda hefði verið næsta hæpið að reyna að svina með drottninguna blanka. Hvernig spilaði hann siðan til að vinna fjögurra hjarta sögnina gegn beztu vörn? Við hitt borðið fóru sagnirnar á aðra leið Vestur Norður Austur Suður — 1 gr. pass 2 ti. pass 2 hj. pass 3 lauf pass 3 gr. pass pass Austur lét út tigultvistinn sem tekinn var á drottninguna i borði. Sagnhafinn , Zadouroff, vann sögnina. Athugasemd um sagnirn- ar: Einfaldar og fljótvirkar sagnir við fyrrnefnda borðið stinga i stúf við sagnirnar við hitt, þar sem tveir tiglar, (svonefnd ,,Texas-sögn”) er krafa til Norðurs eftir opnun hans á einu grandi að segja tvö hjörtu og jafnvel neyðast þá til að spila lokasögn i þeim lit. Þriggja láufa sögnin var hins vegar eðlileg upp- lýsingarsögn og lokasögnin þrjú grönd var þó fyllilega rökrétt. Við tvö önnur borð, þar sem sama gjöfin var spiluð, kom upp sami vandinn við val á lokasögn- inni, við annað varð hún fjögur hjörtu, við hitt þrjú grönd. Austur sp. 532 hj. K1092 ti. D982 la. 92 A sp. K104 hj. G1094 ti. G832 la. G8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.