Þjóðviljinn - 25.11.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.11.1972, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. nóvember 1972 Laugardagur 25. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ályktun ASÍ- þings KJARA- C )G ATVINNU MÁL 32. þing Alþýöusambands íslands samþykkti meö meginþorra atkvæða gegn tveimur þá tillögu um kjara- og atvinnumál sem hér fer á eftir. — Auk þessarar tillögu geröi þingið margar sérsam- þykktir um einstaka þætti kjara- og atvinnumála þará meðal um skattamal, húsnæðismál, og iðnþróun. Er siðasta þing ASt var haldið i nóvember 1968 hafði um skeið mjög horft til verri vegar i kjara- málum islen/.kra vinnustétta. 1 kjölfar veiðibrests og lækkaðs verðlags hafði gengi gjaldmiðils- ins á einu ári verið fellt tvivegis svo gifurlega, að verðlag gjald- eyris hafði nær tvöfaldazt, en verðlagshækkanir ekki fengizt bættar nema að takmörkuðu leyti. Samhliða gengisfellingunum höfðu svo óbeinir skattar og tollar hækkað sem næst i réttu hlutfalli við hana. Mikill samdráttur i atvinnulifinu var orðinn stað- reynd, og atvinnuleysi og minnkun yfirvinnu stórlækkuðu auk gengisbreytinganna al- mennar rauntekjur verkafólks. Þetta ástand setti svip sinn á ályktun 31. þingsins i kjaramál- um, en hún lagði sérstaka áherzlu á eftirfarandi: 1. að tryggt yrði lullt atvinnu- öryggi með skipulegri upp- byggingu atvinnuveganna. 2. að launakjör héldust óbreytt meðan beðið yrði lulls árangurs nýrrar eínahags- stefnu, er siðan tryggði batnandi lifskjör þegar árangur hennar færi að skila sér, 3. að lifeyrissjóði fyrir alla lands- menn yrði komið upp, 4. að skatta-, útsvars- og tryggingalöggjöf yrði endur- skoðuð i þeim tilgangi að bæta hag bótaþega almannatrygg- inga og hinna lægri launuðu stétta, 5. að þegar yrði gripið til gagngerðra bráðabirgðaráð- stafana lil útrýmingar atvinnu- leysi, ma. með erlendri lán- töku. II. Ljóster af ályktunum 31. þings- ins, að það reiknaöi með, aö fyrsta skeið slarfstimans til næsta þings yrði limabil varnar- baráttu gegn þvi kreppuástandi, sem skapazt hafði, og að ekki væri sóknar i launamálum að vænta fyrr en þar tæki að rofa til Þessi komandi varnarbarátta markaðist strax að þingi loknu með samningsviðræðum, sem upp voru teknar við rikisstjórnina um atvinnumálin og lyktaði með samkomulagi, m.a. um að úvegaðar yrðu 300 milj. kr. sérstaks fjármagns til úrbóta á brýnustu þörfum vegna atvinnu- leysis. Leikur ekki vafi á þvi, að þetla samkomulag og störf atvinnumálanefndar rikisins, sem i kjölfarið fylgdu, varð til mikils gagns og kom i veg fyrir neyðarástand viða um land. t annan stað hófst svo undir- búningur fyrir gerð nýrra kjara- samninga við hinar erfiðustu að- stæður, sem iyktaði með samningunum frá 1969. Með þeim samningum tókst ekki að ná að fullu fram kröfu 31. þingsins um fullar verðlagsbætur á laun, þótt þrautreynt væri, en i móti kom, að samningar náðust um lifey rissjóði verkalýðsfélaganna og sérstakar ráðstafanir til hjálpareldra fólki, sem eðli máls samkvæmt gat ekki orðið þeirra aðnjótandi. Frá og meö árinu 1969 tók staða útflutningsatvinnuveganna og sérstaklega útvegs og fiskvinnslu mjög að breytast lil batnaðar með hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum, og hefur sú þróun haldizt i aðalatriðum siðan, þólt verðlagshækkanir hafi ekki orðið jafn örar og áður hin siðustu misseri. Þessi þróun mála skap- aði verkalýðshreyfingunni mögu- leika til þeirrar miklu sóknar, sem hún hóf i vinnudeilunni og kjarasamningunum 1970 og herti enn á i samningunum frá 4. des. 1971. 1 fyrri sóknarlotunni 1970 náðist aftur að fullu fram krafan um óskertar verðlagsbætur á laun, auk mjög verulegra laun- hækkana, og i samningunum 1971 var öllum starfshópum innan ASl tryggðar 14% grunnlauna- hækkanir á 23ja mánaða timabili að viðbættum sérstökum hækkunum fyrir lægst launuðu hópana, og enn til viðbótar stygging vinnuvikunnar i 40 stundir og lengingú orlofs i 4 vikur. Eru samningarnir frá 4. des. 1971 óefað hinir mestu kjara- bótasamningar i samanlagðri sögu islenzkra verkalýðssam- taka, enda naut hún við þá samningsgerð stuðnings rikis- valdsins. III. Að undanförnu hefur sú þróun i verðlagsmálum útflutningsat- vinnuveganna og annarra þátta efnahagsmála, sem gerðu stór- sókn verkalýðssamtakanna i kjaramálum frá 1970, og siðan, mögulega, breytzt allmikið og eru nú á lofti ýmsar blikur, sem til þess benda, að nú gæti farið i hönd timabil, þar sem ekki verði til að dreifa likri aðstöðu og möguleikum, sem til staðar voru 1970 og 1971. Kemur þar m.a. þar til greina eftirfarandi: 1. Verðlagshækkanir út- flutningsins hafa orðið mjög miklu minni á þessu ári en undanfarin ár, og verulega minni en á næstliðnum tveimur árum. 2. Aflabrögð hafa reynzt lakari en áður, og heildarverðmæti út- flutningsframleiðslunnar hefur af þeim sökum lækkað, þrátt fyrir aukna sókn og stóraukinn tilkostnað innanlands. 3. Viðskiptakjör þjóðarinnar hafa farið versnandi m.a. vegna óhagstæðra breytinga á Evrópugjaldmiðli. 4. Aukning þjóðartekna hefur reynzt minni en ráð var fyrir gert. 5. Eftirspurn hefur vaxið meira en svarar til aukningar gjald- eyrisöflunarog þjóðartekna, of* hefur þetta leitt af sér sihrakandi viðskiptajöfnuð og' vaxandi verðbólgu. 6. Framangreindar ástæður hafa svo m.a. leitt til þess, að ýmsar greinar útflutningsatvinnu- veganna eru reknar með veru- legum halla, svo að sérstakar ráðstafanir þeim til styrktar virðast óumflýjanlegar. 7. Loks benda allar likur til, að ástand fiskstofna við landið sé nú slikt, að aukin sókn, svo sem vænta mætti, með mikilli ráð- gerðri og þegar ákveðinni aukningu togaraflotans, muni tæpastá næstunnifæra þjóðinni Stöku sinnum gat starfsfólk þingsins slappaðaf. Hér sjást þau Sigurður Guðgeirsson, Herdis Helgad. og Ólafur liannibalsson fá sér kaffisopa eftir eina törnina. Þessi mynd var tekin um 4 lcytið i fyrrinótt þegar þingfulltrúar greiddu atkvæði tillögu sem nokkrir þingfulltrúar báru fram um landhelgisinálið. nokkra verulega aukningu heildaraflamagns, sem að landi er dregið. 1 bráð er kjarni þess vanda, sem nú er staðið frammi fyrir, sá að skapa útflutningsatvinnu- vegunum viðunandi rekstrarskil- yrði með þvi að bæta tekjuhlutfall þeirra miðað við innlent kostnaðarverðlag, en til lengri tima að skapa á ný jafnvægi i utanrikisviðskiptum, sem jafnast aukningu þjóðartekna með skipu- legri uppbyggingu atvinnu- veganna og þá sérstaklega iðnaðargreina, sem mætt geti aukningu vinnuaflsins til fram- búðar. IV. Við lausn efnahagsvandans nú telur þingið algert grundvallar- atriði, að ekki verði hróflað við þeim heildarkjörum, sem ákveðin voru með frjálsum kjarasamningum og i gildi eru til 1. nóv. 1973. Þrátt fyrir harða sókn i launamálum telur þingið, að hlutur þess láglauna- og i bezta falli miðlungstekjufólks, sem skipa Alþýðusambandið, sé ekki slikur. að kjaraskerðing gagnvart þessu fólki verði réttlætt eða þoluð, án öflugs viðnáms sam- takanna. Sú aukning á tekjum þeirra atvinnugreina, sem nú eiga i erfiðleikum verður þvi ekki sótt i þess hendur. Þingið leggur þvi áherzlu á, að þær stjórnmála- legu ákvarðanir, sem fyrir liggur að taka á næstu vikum i efna- hagsmálum, verði að takast af fullri viðurkenningu á gerðum og gildandi kjarasamningum verka- lýðsfélaganna. 1 þessu sambandi bendir þingið á eftirfarandi: 1. Að við fjárlaga- og fram- kvæmdaáætlanagerð verði gætt fyllsta aðhalds varðandi alla þá kostnaðarliði, sem ekki er brýn þörf á, til að haldið verði fulltri atvinnu i landinu og nauðsynlegri félagslegri þjónustu. 2. Að framhald veröi á raunhæfu aðhaldi i verðlagsmálum og að virku verðlagseftirliti verði komið á. Jafnframt beiti miðstjórn A.S.Í. sér fyrir þvi að tekið verði upp verðlagseftirlit verkalýðshreyfingarinnar i samræmi við tillögu verðlags- nefndar frá árinu 1968. Hindruð verði óeðlileg fjárfesting verzlunarinnar, sem leiðir til hækkaðs verðlags. Þá verði stuðlaö að aukinni félags- verzlun fólksins sjálfs, þannig að það fái notið betri verzlunar- k jara. 3. Að skattaeftirlit verði hert og skattsvik hindruð. 4. Að heildarstjórn verði á fjár- festingarmálum, bæði með hyggilegum áætlunum og sam- ræmdri stefnu lánastofnana. 5. Að hugsanlegar aðgerðir beinist m.a. að þvi að bæta hlut undirstöðuatvinnugreinanna, en draga úr gróða og óþörfum milliliðum. Fjárveitingar úr opinberum sjóðum til upp- byggingar og reksturs fyrir- tækja eigi sér ekki stað án undangenginnar rannsóknar á rekstrarmöguleikum. 6. Að aðgerðirnar séu til þess fallnar að jafna raunveruleg launakjör i landinu, jafnframt þvi sem kjör láglauna- og miðlungstekjufólks séu vernduð. 7. Aðskattar á lágar og miðlungs- tekjur verði lækkaðir, eftir þvi sem frekast er unnt. V. Þingið itrekar afstöðu verka- lýðssamtakanna til þeirrar nauð- synjar, að tekin verði upp skipu- leg áætlunagerð um þróun islenzks atvinnulifs á næstu árum. Þingið telur stofnun Fram- kvæmdastofnunar rikisins spor i rétta átt, en álitur, að henni hafi enn tæpast verið veitt sú aðstaða til starfa og framkvæmda, að timamótum valdi um vinnubrögð i þessum efnum. Sérstaka áherzlu leggur þingið á, að svo fljótt sem nokkur kostur er á, verði full- unnin sú áætlun um iðnþróun, sem drög hafa þegar verið gerð að, þar sem það telur að stefna mjög örrar iðnþróunar sé hið eina, sem hugsanlega geti bjargað atvinnu- og efnahagslifi þjóðarinnar á næstu timum, miðað við hinar óvissu horfur, sem nú eru um þróun fisk- stofnanna á íslandsmiðum. Þingið telur einnig, að hraða beri þeirri áætlanagerð, sem hafin er varðandi atvinnulif einstakra landshluta, og telur hana eitt meginatriða heildaráætlana Þingið fagnar hinni formlegu útfærslu islenzkrar fiskiveiðilög- sögu i 50 sjómilur og heitir á alla tslendinga að standa saman i þvi lifshagsmunamáli, þar til fullur sigur þjóðarinnar er tryggður. Þingið leggur jafnframt áherzlu á, að þólt sigur vinnist i þessu lifshagsmunamáli, er þjóðinni mikill vandi á höndum um varð- veizlu og vernd þeirra auðæfa, sem landhelgin geymir. Þvi er það álit þingsins að efla verði mjög hverskonar rannsókna- og Frh. á bls. 15 Sigurður á Hvammstanga Sigurður Eiriksson er fulltrúi fyrir verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga, en komst ekki á A.S.Í.-þing fyrr en á fimmtudag vegna illrar færðar landleiðina suður. Óskapa snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi undanfarna daga, og hefur fólk þurft að grafa göng út úr húsum sinum á Hvamms- tanga. Þá hefur skeflt upp á þak á tveggja hæða húsum, svo að hægt hefur verið að ganga upp á húsin, sagði Sigurður. Skaflar eru viða 4ra metra háir i þorpinu. Atvinnuástand hefur verið gott á Hvammstanga núna i haust, sagði Sigurður. Hefur þurft að fá aðkomufólk til að sinna verkefn- um. Þar munar mest um þær hitaveituframkvæmdir er standa nú yfir. Búið er að leggja leiðslur inn i hús og aöallögnin komin frá Laugarbakka i Miðfirði. Eftir er að þrýstiprófa |eiðslur og ganga frá i dælustöð. Eitthvað tefur snjórinn þessar framkvæmdir, hélt Sigurður. Á Hvammstanga hefur verið stofnað hlutafélag um rækju- vinnslu. Byrjar rækjuvinnsla eftir áramótin þar nyrðra. Tveir 20 tonna bátar koma til með að stunda þessar veiðar og þá aðal- Sigurður Eiríksson lega á miðum innan Miðfjarðar á svonefndum Hrygg. Þá hefur verið starfrækt saumastofa fyrir kápusaum á Bandarikjamarkað. Vinna þar tiu konur að þessum saumaskap. En hér vantar meira af föstum iðnaði i plássið. Það hefur hins vegar gengið illa að koma honum upp svona i skugga embættisvaldsins á Blönduósi. Þannig þurfum við að leita eftir viðgerðarmönnum til Blönduóss um hvaðeina. 1 sláturtiðinni urðu 120manns verklausir af þvi að við þurftum að senda eftir rafvirkja til Blönduóss. Kostaði þessi töf i 3 til 4 tima um 100 þúsund kr. Jósep á Raufarhöfn Gæftaleysi hefur verið hjá dekkbátum nyrðra að undan- förnu. Var ég búinn að vera hálf- an mánuð i landi áður en ég fór suður á A.S.l,-þingið, sagði Jósep Kristjánsson, fulltrúi Verka- mannafélags Raufarhafnar. Fjórir dekkbátar hafa verið á snurvoð og fara að likum yfir á linu i nóvemberiok, þegar snur- voðsleyfið rennur út. Þáerutveir bátar á linu og hafa veitt sæmi- lega þegar gefur. Á næstu mánuðum verður at- vinnuleysi á Raufarhöfn meira og minna og þarf vissulega að efla atvinnulifið þar. Þetta hefur hins vegar gengið illa, og er hægt að nefna sem dæmi að hlutafé er um 4 miljónir kr. til að reka frystihús og standa undir kaupum á skut- togara. Serstök þriggja manna at- vinnumálanefnd er nú að koma suður til þess að útvegá fé-til frystihússins og skuttogarakaup- anna. Vegna fjárskorts er alltaf erfitt um uppgjör til verkafólks og sjó- manna á Raufarhöfn. Verkafólkið átti i sumar allt að fimm vikna kaupi inni hjá frystihúsinu og sjó- menn fá aðeins pening eftir hend- inni og fá ekki gert upp mánaðar- Jósep Kristjánsson lega. 1 sumar var stöðug vinna i frystihúsinu, og hafði frystihúsið stundum ekki undan að vinna afla frá bátunum. Þannig var unnið i tiu daga i landlegu úr frystum kola á Bandarikjamarkað. Hætt er við. að minna verði um verk- efni á næstunni, og sé ég ekki bet- ur en atvinnuleysi blasi við á næstu vikum. Þess vegna höfum við áhuga á að koma upp niðursuðuiðnaði á Raufarhöfn. Einkum er þar haft i huga að sjóða niður grásleppu- hrogn og skapa þannig atvinnu yfir vetrarmánuðina, sagði Jósep að lokum. Páll á Stöðvarfirði Þokkalegt atvinnuástand hefur verið á Stöðvarfirði i haust, sagði Páll Hannesson, formaður verka- lýðs- og sjómannafélags Stöðvar- fjaröar. Atvinnan er nokkuð einhæf og snýst i kringum frystihúsið og út- gerðina á staðnum. Senn byrjar Álftafellið linu- róðra eystra og ætti að muna um þann afla er báturinn leggur upp til vinnslu i frystihúsinu. Það hefur nú legið i slipp syðra til við- gerðar um 2ja mánaða skeiö vegna bilaðrar ljósavélar. Vélbáturinn Heimir hefur veriö á sildveiðum i Norðursjó i sumar og haust. Hefur hann veitt sæmi- lega og gert góðar sölur. Ahöfnin er að mestu frá Stöðvarfirði. Tveir litlir dekkbátar hafa róið i haust á linu frá Stöðvarfirði. Hafa gæftir verið heldur vondar i smástreymi. Þýðir ekki að leggja linu i stórstreymi á miðum eystra, sagði Páll. Bátarnir hafa verið með 16 til 24 bjóð og oft fengið 3 tonn i róðri. Stöðug vinna var samt i frysti- húsinu i september og fyrri h 1 uta október. en vinnan hefur dregizt saman að undanförnu, sagði Páll. Var ætlunin að skrá atvinnulausa um það leyti sem ég fór suður. Páll Ilanesson Einkum er það kvenfólk, sem unnið hefur i frystihúsinu i haust. Markús á Hellissandi Siðastliðin vertið var einkar hagstæð öllum verstöðvum á Snæfellsnesi. Komst mikill hugur i útgerðarmenn og frystihúsaeig- endur viða á nesinu. Þannig hafa verið'keyptir bátar til Hellissands og nýtt frystihús byggt, sagði Markús Þórðarson, formaður Aftureldingar á Hellis- sandi. Útgerðarfélagið Útnes hefur gert út tvo báta, Hamar og Sax- hamar. Nú hafa þeir selt Hamar og keypt stærri bát, Jökul frá Raufarhöfn, 260 tonn að stærð, ennfremur hafa þeir stækkað Saxhamar. Skúli Alexandersson hefur séð um útgerð á Hafrúnu, 55 tonna bát. Búið er að selja þann bát og gera út Gletting frá Stykkishólmi, 170 tonna bát á næstu vertið. Þá, er útgerð Sigurðar Ágústssonar i Rifi að festa kaup á aflaskipi Grindvikinga, Alberti, til sjó- sóknar á næstu vertið frá Rifi. Þá hefur Þorgeir Árnason reist nýtt frystihús og er unnið þar núna frá kl. 8 á morgnana til kl. 24 á kvöldin. Einnig er unnið þar um helgar, og er hér skortur á vinnu- afli, sagði Markús. 1 byggingu er niðursuöuverk- smiðja á vegum Kjartans Stein- Markús Þórðarson grimssonar. Þar er ráðgert að sjóða niöur lifur og hrogn. Verður þetta um 600 fermetra bygging, sagði Markús. Þá er farið að grafa fyrir grunni hótels i Rifi, og á vegum hreppsins er verið að endurbæta vatnsveituna i Rifi. Kemur það lika til góða fyrir Hellissand. Við erum bjartsýnir á næstu vertið og vantar þegar fólk núna i haust á Hellissandi. Hafnarframkvæmdir hafa verið á Hellissandi i sumar. Hefur norðurgarðurinn verið lengdur um 100 metra. Þá hefur verið gengið frá viðleguþili. Gunnar á Bíldudal Atvinna hefur verið næg fyrir verkafólk á Bildudal núna i haust, sagði Gunnar Valdimarsson full- trúi fyrir verkalýðsfélagið Vörn. Einkum hefur mikið verið að gera i rækjunni og i hörpudiski. Hefur verið unnið til kl. 11 á kvöldin i Rækjuveri og Matvæla- iðjunni vestra. I haust hafa 13 rækjubátar verið að og einn bátur á hörpu- diski. Hafa þeir skóflað upp skel- inni á miðum innanfjarðar i Arnarfirði. Þá eru þeir nýbúnir aö kaupa 170 tonna linubát að sunnan. Heitir hann Viðey og er byrjaður að róa vestra. Stöðug vinna hefur verið i frystihúsinu og vantar fólk á Bildudal. Ekki er mikið fannkyngi á Bildudal og skiptir um Arnarf jörð meö snjóalög. Er mikil fannkyngi á fjörðunum fyrir norðan, allt að 2ja mannhæða háir skaflar sögðu félagar minir á leið suður. Ekki er annað sjáanlegt en atvinnu- horfur séu góðar i vetur á Bildu- dal. Fólk vantar vestur, og ekki er hörgull á húsnæöi þar. Hefur ekkert verið byggt á þessu ári á Bildudal. 1 fyrra var aðeins eitt ibúðarhús byggt i plássinu. P'élagslíf verður með svipuðum Gunnar Valdimarsson hætti og áður. Þannig verður leik- félagið með sitthvað á efnisskrá að venju.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.