Þjóðviljinn - 25.11.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.11.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. nóvember 1972 ÞJOÐVILJINN StÐA — 13. © Alistair Mair: Það var sumar i Laugardagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.); 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfinii kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson heldur áfram lestri sög- unnar um „Þriðja bekk B” eftir Evi Bögenæs (6) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða Morgun- kaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða. dagskrána o.fl. Einnig sagt frá veðri og færð á vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Þskalög sjúklinga, Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 islen/.kt mál, Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag flytur þáttinn. 15.00 Hervernd Bandarikj- anna 1941. Baldur Guð- laugsson endursegir kafla úr meistaraprófsritgerð Þórs Whiteheads sagn- fræðings og leggur fyrir hann spurningarum nokkur atriði hennar. 16.00 Fréttir, 16.15 Veðurfregnir. Stanz, Árni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 á bóka m arkaðinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 17.40 útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Iljalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (15) 18.00 Létt lög. Tilkynningar,- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Við og fjölmiðlarnir. Einar Karl Haraldsson fréttamaður sér um þáttinn. 19.40 Bækur og bókmenntir, Halldór Ármann Sigurðsson stýrir umræðum um „Foldu” eftir Thor Vi 1- hjálmsson. Þátttakendur auk hans: Kristján Jóhann Jónsson og Baldur Sigurðs- son. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.55 Kramhaldsleikritið: „Landsins lukka” eftir Giinnar M. Magnúss.' Sjötti þáttur „Silfrið á Hóla- stað”. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur og leikendur: Skúli sýslu- maður, Sigurður Karlsson. Séra Narfi á Þöngla- bakka, Árni Tryggvason. Ludvig Harboe biskup, Jón Laxdal. Jón Þorkelsson, Steindór Hjörleifsson. Halldór Brynjólfsson biskup, Sigm. örn Arngrimsson. Steinunn sýslum annsfrú, Margrét Guðmundsdóttir. Þóra biskupsírú, Kristbjörg Kjeld. 21.30 Gömlu dansarnir, 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. llanslög. 23.55 P’réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. — Já, auðvitað. Hún brosti. — Yður finnst ég auðvitað afskipta- söm. — Alls ekki. — Og það er ekki vegna þess að við treystum yður ekki. — Ég þakka, sagði Peter þurr- lega. — Og hvað ætlið þér að segja Robin? — Það sem ég sagði konunni hans. Ég held það nægi i bili. — Já, sagði stúlkan ihugandi. — Ég held að þér hafið rétt fyrir yður. — Og ef þér viljið nú hafa mig afsakaðan — — Já, auðvitað. Hún rétti fram höndina. — Það var fallega gert af yður að koma. Hann lurðaði sig á styrk grannra fingra hennar, fann daufan ilm. Siðan lokuðust dyrnar milli þeirra og hann gekk niður stigann til Robins Carstairs sem beið hans i anddyrinu. Hann var mildur i máli við hann, uppörvandi en þó yarfærinn i orðum. — En auðvitað er ekki hægt að vera viss nema með nákvæmri rannsókn, blóðprufum og ef til vill röntgenmyndum — - Sem þér getið annazt. — Já, vissulega. Ég kem aftur á morgun. — Jæja, það er prýðilegt. Carstairs reyndi ekki að dylja létti sinn. — Ég er yður mjög þakklátur — — Það er ekkert að þakka. - Og hvað getum við gert i dag? - Ekki neitt, sagði Peter. — Látið hana vera i rúminu. Gefið henni það sem hún vill að borða:.. hvað sem er eða ekki neitt. Vökvun eins og vanalega nema ekkert áfengi. Það er bezt að láta þaö eiga sig i bili.Engin Iyf. Það er allt og sumt. En það er annað.. hve lengi búizt þér við að vera hér um kyrrt? Carstairs stanzaði hjá úti- dyrunum. — Tja, sagði hann, — þetta er dálitið snúin spurning. Strax og við erum búin að finna hús, förum við aftur til Glasgow, þangað til við getum fiutt inn. En okkur hefur ekkert orðið ágengt enn. Það hefur verið eitt einasta hús sem kemur til greina, Brackland húsið eins og það er kallað — — Húsið hennar Molly Smart, sagði Peter. — Ég kannast við það. — Já, það er af nokkurn veginn réttri stærð. En það þarf ósköpin öll að gera við það. Og það er skelfilegur raki i þvi. — Það hefur staðið autt, sagði Peter. — I nokkra mánuði að minnsta kosti. — Já, ég veit það. En ég er arkitekt og ég er næstum viss um að það er einhversstaðar þurrafúi þar. Eg hef að visu ekki fundið hann ennþá. En maður hefur sitt hugboð — — Það er annar möguleiki, sagöi Peter með hægð. — Það er ekki von að þér vitið um hann. Það er hús fyrrverandi félaga 1 mins. — Einmitt það? — Hann dó i vikunni sem leið. Ef það er ekki komið á söluskrá enn, þá verður þess ekki langt að biða. — Og stærðin? —- Það ér ekki litið. Álika stórt og Bracklandhúsið. Það er inni i bænum , stendur við Brekku- götuna. Og spjaldið hans er enn á hliðstólpanum. Þér sjáið það James McLean læknir. — Og ásigkomulagið? — Gott, sagði Peter. — Ef þér eruð hrifinn af brúnni málningu, þá þurfið þér ekkert að gera' við það. Carstairs hló og gekk út fyrir. — Við ráðum við brúna málningu, sagði hann. — Það er ekkert vandamál. En kærar þakkir fyrir ábendinguna. Ef hún kemur að gagni, þá verðum við eiliflega þakklát. Peter gekk á undan# niður þrepin á hótelinu og benti a rauða Porsche-bilinn — Egið þér þennan? — Anna á hann, sagði Carstairs. — Liður i ytra borði hennar. — Sem rithöfundur? — Sem skáldkona, sagði Carstairs. — Ef þér viljið striða henni, þá kallið hana skáldkonu. Hún fyrirgefur yöur aldrei. Peter brosti og settist undir stýri á Fordinum. — Það myndi ég ekki þora , sagði hann og þreifaði eftir lyklunum. — Hitti ég yður á morgun? — Ekki á morgun. Ég verð að fara á teiknistofuna. En Anna verður hér. — Ágætt, sagði Peter. Hann ók hægt niður akbrautina. Anna verður þar. Hjólin strukust notalega við mölina. Loftið sem lék um andlit hans var svalt og rakt og ilmaði af mold og föllnu laufi og haust- gróðri. Hádegi þessa dags var eins kyrrt og rólegt og morgunn- inn. Samt var dagurinn ekki eins, vegna þess að Anna hafði verið þar. Hann rifjaði allt upp en það var ótrúlega erfitt. Hún var grönn. Hún var hávaxin. Hárið var ljóst, upplitað af sól og ljósara en sólbrúnt hörundið. Leggirnir voru langir og liðlegir bakvið vel sniðnar sið- buxurnar. Hún var ung, stinn og sterk, þrungin lifsfjöri æskunnar. ()g augun i henni, svo undur róleg i breiðleitu andlitinu, augun voru öskugrá. En samt var þarna einhver ringulreiö. Það voru önnur aug, öskugrá augu, augu sem hann minntist frá fyrsta fundi þeirra. Þau augu átti Jacky. Hann ók hægt heimleiðis, gaf sér tima til að hugsa, en ringul- reiðin hélzt enn i huga hans eftir að heim kom. Næsta vika var fljót að liða, fyrsta vikan án skuggans af McLean. Það var mikið að gera en á þokkalegan og viðráðan- legan hátt. Engin neyðartilfelli trufluðu skipulagið hjá honum. Engar næturkvaðningar trufluðu svefn hans. Og mánudags- heimsókn hans til Jaqueline Carstairs gekk ágætlega. LAUGARDAGUR 17.00 Þý/.ka i sjónvarpi. 2. þáttur kennslumyndallokksins Guten Tag. Umsjónarmaður Baldur Ingólfsson. 17.30 Kkákkcnnsla. Kennari Friðrik ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson.. 18.30 iþróttir. Umsjónarmað- ur Omar Ragnarsson. Illé. 20.00 FréUir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 lleimurinn minn. Bandariskur gamanmyndallokkur, byggður á sögum og teikningum eftir James Thurber. Þýðandi Guðrún Jörundsdóltir. 20.55 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi s t u n d . Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson, Stel'án Baldursson, Vésteinn ólason og Þorkell Sigur- björnsson. 21.35 Lislahátið i llakar. Kvikmynd l'rá Sameinuðu þjóðunum, tekin á alþjóðlegri listahátið svertingja, sem haldin var i Dakar i Alriku árið 1966. Þýðandi og þulur llöskuldur Þráinsson. 21.55 Einkalif llenrýs. (The World of Henry Orient) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1964, byggð á sögu eftir Noru Johnson. Leik- stjóri George Ray Hill. Afialhlutverk Peter Sellers, Paula Prentiss og Angela Lansbury. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Tvær gáskafullar skólastúlkur eru að leik i skemmtigarði og rekast þar á pianó- leikaranna Ilenry Orient, þar sem hann er á ferli með vinkonu sinni. Ilonum verður starsýnt á stúlkurnar tvær, og þegar hann rekst á þær aftur og aftur næstu daga, (ekur hann að gruna sjálfan sig um ofskynjanir og imyndunarveiki. 23.35 Dagskrái'lok. GLENS öllu gleymirðu, — eða livað ætlarðu svo sem að gcra i tilefni silfurbrúðkaupsins okkar? BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÚSASTILLINGAR HJÖLASTILLINGAR NIOTORSTILLINGAR Látið stilla i tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. 13-100 Auglýsingasími ÞJÖÐVILJANS er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.