Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. desember 1972 „Stórvelta á Stokkseyri” heitir þessi mynd Steingríms, og er hún ein af 38 myndum sem hann sýnir frá deginum í dag til sunnudags. Steingrimur Sigurðsson list málari opnar i dag málverkasýn- ingu á Stokkseyri, þá fyrstu sem haldin hefur verið á þeim góða stað. Er sýningin haldin i Gimli á Stokkseyri. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 23, en hún stendur yfir i 4 daga. Alls sýnir Steingrimur þarna 38 oliumyndir, sem allar eru frá Stokkseyri og sýna brimið, húsin og fjöruna. Steingrimur er nú bú- settur á Stokkseyri og sagðist hann hafa flutt þangað til að mála betur og reyna að^ skrita betur. Pétur Hraunfjörð: Opið bréf til Margrét- ar Auðunsdóttur Strákarnir vilja leikja- og litateppi. Litliskógur SNORRABRAUT 22 simi 32(112 Félagi Margrét! Þá fyrst skynjaði ég hvað tim- arnir eru alvarlegir og allt er orðið breytt, siðan við vorum fé- lagar i gamla flokknum með langa nafninu, Sameiningarflokki alþýðu — sósialistaflokknum, þegar mér var sýnd eftirfarandi auglýsing til starfsfólksins á EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund: „Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki borgað út kaup fyrr en 3. janúar. Hægt verður að fá fyrir fram frá 19.—21. des.” Okkur var nefnilega kennt það i gamla daga, að þegar búið væri að þviriga atvinnurekendur til að undirrita samninga, þá ætti auð- vitað að sjá til þess að þeir brytu þá ekki. Og þegar eigandi Grund- ar, Gisli Sigurbjörnsson, ætlar sér að þverbrjóta það samnings- atriði, sem segir, að „kaupið skal greitt mánaðarlega eftir á”, og ekkert hljóð heyrist úr strokki þins ágæta félags, Starfsstúlkna- félagsins Sóknar, þá rekur mig i rogastanz. Erum við búin að gleyma undirstöðuatriðum kjara- baráttunnar? Eða erum við orðin svo sljó, að atvinnurekendur geti brotið samninga i trausti þess, að JÓN SKAGAN JÓN Sl<AQAN AXLASkípd atunqLínu MÍNNÍNQAROQ MyNÖÍR AXLASKIPTI Á TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því, oftast torskilin og yfir henni hvíiir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 við tökum ekki eftir þvi? Nú veit ég ekki, hversu mikinn skilning þú hefur á þvi, að stórat- vinnurekandi skuli sjá sér hag i að draga launagreiðslur fram yfir áramót. En ég vona innilega, að timarnir séu ekki svo breyttir, að þú sjáir ekki i hendi þér, hvilikt fordæmi gæti falizt i þvi, ef einum atvinnurekenda liðist að haga kaupgreiðslutima sinum eftir eigin geðþótta. Hitt þykist ég vita, að þú eigir ekki erfiðara með það en við hin, að sjá fyrir hugskots- sjónum þinum litil börn, sem hafa sinar langanir einmitt mestar i þessum mánuði og biða eftir mömmu sinni með von i augum: Ertu búin að fá útborgað mamma? Hvenær færðu pening- ana? Einhver kann að segja, að ég hefði alveg eins getað sagt þér þetta allt saman i sima eða i einkasamtali, félagi Margrét. En svo er ekki. Hér er blátt áfram ekki um einkamál mitt og þitt að ræða. Og hér er heldur ekki um að ræða einkamál Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar og Gisla Sigur- björnssonar, sem hefur fram- færslu sina af hinu lágt launaða starfsfólki Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar. Hér er um að ræða prinsipmái, sem kemur öllu verkafólki við, hvort sem það er i þinu félagi eða einhverju öðru. Þinn einlægur Pétur Ilraunfjörð Pétursson. Okkur vantar fólk til að bera út blaðið Blaðburðarfólk óskast i eftirtalin hverfi: Hjaröarhaga Skjól Seltjarnarnes 1 og 2 Miöbæ Sogamýri Nökkvavog DWÐVIUINN Jólin og landhelgin Við Islendingar teljum okkur friðsama þjóð og óherskáa, enda vopnabúnaður okkar af skornum skammti. Nú hafa atvikin samt hagað þvi svo, að við höfum lent i striði við voldugar og vel vopnaður þjóðir, einungis vegna þess, að við höfum talið okkur neydda til að standa vörð um lifshagsmuni okkar og tilverurétt. En er það ekki óhófleg bjart- sýni og algjörlega óraunsætt að gera ráð fyrir sigri i þessu striði án vopna? Vissulega er svo, en hvaða vopn eru okkur þá tiltæk? Að minum dómi eru þessi helzt: þolinmæði, þrautseigja, hófsemi, sparsemi og umfram allt vilja- þrek. Þessi vopn hafa á umliðnum öldum gefizt okkur bezt i baráttu við óblið náttúruöfl, hallæri,elda og isa, og við verðum að vona, að þau réynist ekki siður nothæf gegn skilningssljóum nátttröllum auðvalds og yfir- gangs. Við erum i orði sammála um, að okkur beri að standa saman sem einn maður i landhelgisdeil- unni, en við verðum að gera okkur ljóst, að athafnir verða að fylgja orðum. Fyrir nokkrum áratugum, þegar erfiðleikar steðjuðu að efnahag okkar og afkomu, urðu nokkrar umræður um nauðsyn á lifsvenjubrcytingum. Ég held að ekki væri úr vegi að endurvekja þær umræður. Það myndi sizt óvænlegra fyrir okkur að leita á vit einhverra þeirra fornu dyggða, sem að ofan eru nefndar, i stað þess að temja okkur fánýta eyðslusemi og flýja á náðir auk- innar áfnegisneyzlu eða annarra aðfluttra vimugjafa. Af þvi að ég minntist á lifsvenju- breytingu, langar mig til að hreyfa litilli hugmynd. Það hefur löngum verið venja okkar að gefa vinum og vandamönnum jóla- gjafir. Hefur sá góði siður i seinni tið hlotið allmikla örvun af hendi þeirra, sem helzt hafa hagnazt af þessari venju. Hafa jafnvel orðið svo mikil brögð að, að mörgum hefur fundizt hinn upprunalegi jólaboðskapur falla i skugga auglýsinga og framboðs á skrautvörum og öðrum misjafn- lega þörfum varningi. Hvernig væri að bindast sam- tökum um að gefa þær einar jóla- gjafir, að þessu sinni, sem sam- timis færðu Landhelgissjóði tekjur? 1 nafni vina og vandamanna gætum við fært Landhelgis- sjóðnum gjafir, stórareða smáar. Sömuleiðis gætum við gefið minnispeninga, jólakort eða merki, sem gefin hafa verið út i þágu Landhelgissjóðs o.s.frv. (Ef okkur sýndist svo, gætum við bundið framlög okkar skilyrðum eða gert þau timabundin, svo sem fordæmi eru fyrir). Mér er ljóst, að ef þessi tillaga kæmist i framkvæmd, væri hagur kaupmanna og fjölmargra annara aðila fyrir borð borinn, en það verður ekki við öllu séð. Þeirra tækifæri kemur vonandi siðar, a.m.k. þegar sigur er unninn i landhelgisdeilunni. 1/12 — 1972 J.G. Ódýr náttföt llorra. poplin kr. 395/- Drengja, poplin kr. 295/- Tclpnanáttföt Irá kr. 200/- Liíliskó^tir Snorrabruut 22, simi 32(142.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.