Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Blaðsíða 14
14. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN? Fimmtudagur 14. desember 1972 Auglýsing um kosningu til fulltrúaþings F.I.B. 9. grein laga félagsins: „Félagsmenn i hverju hinna 6 umdæma, sem talin eru i 3. grein, skulu kjósa full- trúa til fulltrúaþings F.I.B., sem hér segir: Umdæmi nr. I. Vesturland- 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa Umdæmi nr.íl. Norðurland 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa Umdæmi nr. III. Austurland 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa Umdæmi nr. IV. Suðurland 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa Umdæmi nr. V Reykjanes 6 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa Umdæmi nr. VI. Reykjavik og nágr. 20 aðalfulltrúa og 10 varafulltrúa. Alls 42 fulltrúar og 30 varafulltrúar. Kosningar til fulltrúaþings skulu haldnar annað hvert ár. Kjörtimabil fulltrúa er 4 ár og miðast við fulltrúaþing. Skal HELMINGUR fulltrúa kjörinn á 2ja ára fresti. Uppástungur um fulltrúa eða vara- fulltrúa, sem félagsmenn vilia bera fram. skulu hafa borizt félagsstjórninni fyrir 15. janúar það ár, sem kjósa skal. Kjörnir fulltrúar skulu alltaf vera i kjöri. Komi ekki fram uppástungur um fleiri en kjósa skal,verður ekki af kosningu. Með uppástungum um þingfulltrúa, sem kjósa skal i hverju umdæmi, skulu fylgja meðmæli eigi færri en 15 fullgildra félags- manna úr þvi umdæmi,en i VI. umdæmi skulu meðmælendur eigi vera færri en 30 fullgildir félagsmenn þar. I framangreindri tölu meðmælenda má telja þá, sem stungið hefur verið uppá sem þingfulltrúum. Berist eigi uppástungur úr einhverju eða einhverjum umdæmum skoðast fyrri full- trúar þar endurkjörnir, nema þeir hafi beðizt skriflega undan endurkjöri”. Samkvæmt þessu skulu uppástungur um IIELMING þeirrar fulltrúatölu, sem i 9. grein getur, hafa borizt aðalskrifstofu F.I.B., Ármúla 27, Reykjavik i ábyrgðar- bréfi fyrir 15. janúar 1973. Reykjavik 12. desember 1972. F.h. stjórnar Félags islenzkra bifreiðaeig- enda Magnús H. Valdimarsson. MINNING Guðmundur Magnússon F. 14.11. 1910 - Mánudaginn 30. október siðast- liðinn lézt i Landakotsspitala Guðmundur Magnússon, múrara- meistari, tæplega 62 ára að aldri, og fór jarðarför hans fram 8. nóv. Hann var fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Magnúsar Jóns- sonar og konu hans Halldóru Soffiu Arnadóttur. Voru þáu hjón bæði Eyfirðingar að ætt. Guðmundur ólst upp • meðal systkina sinna á Akureyri,;en alls voru börnin niu og var hann næst- yngstur þeirra Af systkinunum eru aðeins tvö á lifi, Helga, sem býr i Reykjavík, og Ólafur i Siglu firði. Eins og titt var um heimilis- feður i kaupstöðum og kaup- túnum á fyrri hluta þessarar aldar.stundaði Magnús faðir Guð mundar alla þá vinnu, sem til féll, en þó mun sjómennska hafa verið hans aðalstarf. Móðir Guð- mundar var mjög dugleg kona, góð móðir og vel skapi farin. Ég get imyndað mér að til hennar muni hann m.a. hafa sótt sina léttu lund og þann hæfileika að koma öllum i gott skap i kringum sig. Strax og Guðmundur hafði aldur til fór hannaðtaka til hend- inni og varð þá fyrst fyrir að fara i sveit. Var hann þá svo heppinn að komast á gott heimili, en það var að Finnastöðum i Sölvadal hjá hjónunum Jósef Jónassyni og Sigriði Jónsdóttur. Minntist hann verunnar þar af mikilli hlýju. Tæplega tvitugur að árum hóf svo Guðmundur ævistarf sitt, er hann gerðist nemi i múraraiðn, en i þeirri grein starfaði hann um 30 ára skeið, bæði sem sveinn og meistari. Iðn sina nam hann hjá Tryggva Jónatanssyni múrara- meistara á Akureyri og lauk prófi árið 1934. bað sama ár 29. ágúst giftist Guðmundur hinni glaðlyndu og vel gefnu konu Kristinu Magnúsdóttur frá Ólafs- firði, og var hún næstyngst átta systkina. Var mikið jafnræði með þeim hjónum. Hófu þau búskap á Akureyri og farnaðist vel, þó börnin yrðu mörg. Guðmundur var eftirsóttur tii starfa, enda hamhleypa ti! allra veka. A Akureyri bjuggu þau svo i nitjan ár eða til ársins 1953, er þau fluttu til Reykja- vikur. Þá höfðu þeim fæðzt 6 börn, sem öll eru á lifi, en þau eru: Magni, tæknifræðingur, kvæntur Valgerði Guðmunds- dóttur, Halla Soffia, húsfreyja, gift Halldóri Karlssyni, Viðar múrari, kvæntur Berglind Hálf- dánardóttur, Margrét Heiðdis, heitbundin Jóhanni Guðbjarts- syni, Oddný Guðfinna, heitbundin Herði Hallgrimssyni, Sigurgeir heitbundinn Guðbjörgu Eddu Björgvinsdóttur. Oll eru börnin mesta myndar- fólk, og öll búsett i Reykjavík nema Halla, sem býr á Akureyri Barnabörn þeirra Guðmundar og Kristínar eru nú þegar þetta er ritað orðin 14 talsins. Eins og áður sagði fluttust þau hjón Guðmundur og Kristín til Reykjavíkur haustið 1953 og hafa búið hér siðan. Fyrst bjuggu þau i Skipasundi 46, en þar bjuggum við hjónin þá á neðri hæð hússins ásamt fjórum elztu börnum okkar og þar hófust kynni sem staðið hafa óslitið siðan. Þvi skal ekki neitað að við kviðum þvi nokkuð að fá svo stóra fjölskyldu i húsið og vissulega óráðin gáta hversu til tækist um sambýlið. En það er skemmst frá að segja að allur var sá kviði ástæðulaus og þakkaði ég það ekki sizt glaðlyndi þeirra hjóna og einstakri tillitssemi, hver sem i hlut átti. Börn okkar og reyndar fjölskyldurnar bund- ust þá vináttuböndum sem ekki hafa raknað siðan. Oft á sið- kvöldum var skroppið i kaffi til Kristinar og rifjaði Guðmundur þá upp glaðar stundir frá Akur- eyri og minntist þá félaganna úr Karlakór Akureyrar, en Guð- mundur var einn af stofnendum kórsins. D. 30.10. 1972 Sumarið 1956 keyptu þau hjónin ibúð að Kambsvegi 22 og hafa búið þar siðan. Vafalaust hefur Guðmundur þá lagt harðar að sér en góðu hófi gegndi, þvi nokkru siðar fékk hann hjarta- áfall er hrjáði hann til dauðadags Varð hann þá að leggja frá sér múrskeiðina og taka upp léttara starf. Gerðist Guðmundur vakt- maður við Iðnaðarbankann árið 1962 og vann auk þess ýmis önnur störf við bankann. Efast ég ekki um að hann hefur verið góður liðsmaður .þar, eins og annars staðar þar sem hann lagði hönd á plóginn. Guðmundur var einarður maður i skoðunum og fór ekki i felur með álit sitt á mönnum eða málefnum og gat þá orðið hvass- yrtur. Engan vildi hann þó særa KVEÐJA Guðmundur Magnússon. Samúð hans var öll óskipt með þeim, sem stóðu höllum fæti i lifs- baráttunni. Það þurfti engum að koma á óvart, ,,þvi hartað var gott, sem undir sló”. Við minnumst Guðmundar Magnússonar þakklátum huga og sendum konu hans, börnum og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur. Sveinbjörn Markússon. til Guðmundar Magnússonar, múrarameistara. Meðan okkar lágu saman leiðir við leiki og starf. Voru okkar vegir allir greiðir, hver vandi hvarf. Er lengra varð á milli okkar Mundi, var munað, geymt. Og eftir það við alla endurfundi um aðra dreymt. Þó nú um tima verði vegir tepptir, far vel um sinn. Kæri vinur, unz ég kem á eftir þig aftur finn. Pall Fnðfinnsson byggingam. Akureyri. PIERPONT-URIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven-og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. KORNELIUS JONSSON úrsmiður Skólavörðustig. Simi 18588. Bankastræti 6. ÚTBOÐ Tilboð óskast i sölu á 600 stk. af þenslusiöngum úr ryð- friu stáli i ýmsum stærðum fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsskilmálar eru afhentir I skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 12. janúar 1973, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKÍJRBORGAR FríkirUjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.