Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 6

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN F’immtudagur 14. desember 1972 DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Kramkvæmdastj'óri: Eiftur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áT>.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. HLUTADÝRKUN - EÐA NÝTT VERÐMÆTAMAT Um siðustu helgi voru framin fleiri inn- brot i Reykjavik en dæmi eru um oft áður. Hér var einkum um að ræða afbrot ungra manna og unglinga, sem á ýmsan hátt hafa orðið úti i þjóðfélagi samtimans þrátt fyrir allan ytri glæsileik þess og velmeg - un. Þessi staðreynd beinir sjónum okkar að annarri staðreynd, sumsé, þeirri, að afbrotahneigð, óregla og það sem kallað er hegðunarvandkvæði unglinga eiga einkum rætur sinar að rekja til þeirra að- ferða og meginsjónarmiða, sem móta alla framkomu þjóðfélagsins i garð æskunnar Hér er átt við gróðasjónarmiðið sem er grundvallarviðhorf og drifkraftur valda- mikilla afla i samfélaginu. Æskan er si- fellt höfð að féþúfu; óprúttnir kaupsýslu- braskarar græða stórfé á þvi að framleiða dýra fatatizku handa unga fólkinu; kaupahéðnar reka veitingahús sem byggjast á þvi að sarga sem allra mest fé út úr ungu kynslóðinni,og þegar ungt fólk hyggst stofna til heimilishalds neyðist það til þess að beygja sig undir ofurvald gróðastefnunnar með þvi að basla i að byggja eða kaupa eða að búa i rándýru leiguhúsnæði. Það er sama hvar borið er niður, og svo er komið, að i vaxandi mæli hefur gróðasjónarmiðið tekið yfirhöndina yfir mannlegum sjónarmiðum og siðferði- legu mati. Viðleitni fólksins sjálfs — fórnardýranna — til þess að standa gegn ásókn gróðaaflanna hverfur siðan smám saman og fórnardýrin leggja sig fram um að ná tangarhaldi á öðru fólki, öðrum fórnardýrum. Græða, græða, græða sem mest er kjörorðið. Skitt með allt menningarlegt og siðferðislegt gildismat. Ein meginástæðan til þess hversu hratt þessi öfugþróun hefur gengið fyrir sig á íslandi á undanförnum árum er óstöðug- leiki efnahagsmála. Það að sölsa undir sig gróðafé á sem skemmstum tima hefur með árunum orðið viðurkennd lifsnauðsyn ef fólk ætlar að „bjarga sér og sfnum” undan verðbólgunni, gengisfellingunum og sifelldum árásum ihaldsstjórna á kjör launafólks. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra gerði þessi vandamál að umtalsefni i þingræðu á dögunum. Þar lagði hann áherzlu á þau efnahagslegu vandamál, sem hér hafa verið rikjandi, sem eina meginorsök þeirra sjúklegu til- hneiginga sem birtast i innbrotum og annarri afbrigðlegri hegðan. Þetta vanda- mál leysum við ekki með þvi að byggja miklu meira rými fyrir geðsjúka eða með öðrum hliðstæðum stofnunum. Þetta vandamál ristir miklu dýpra, sagði ráð- herrann. Þjóðfélag okkar hefur á fáum áratugum breytzt úr bændaþjóðfélagi i neyzluþjóðfélag með allt öðrum verðmæt- um og allt öðru gildismati en gerist i bændaþjóðfélögum. Viðhorf neyzlunnar hafa þrýst sér inn i alla þætti þjóðlífsins; hluturinn verður hið eftirsóknarverða, en siðferðislegt mat hverfur. Þjóðfélag án siðferðislegra verðmæta stendur ekki lengi, sagði Magnús Kjartansson, Ennfremur sagði Magnús: Á timanum eftir strið hefur allt verið hér á tjái og tundri. Gengislækkanir á gengislækkanir ofan. Krónan hefur haldið áfram að hrapa. öll þau efnahagslegu ein- kenni, sem menn bundu hugmyndir sinar við áður, hafa sundrazt fyrir augum manna. Fólk veit ekki við hvað það á að miða hegðun sina, og við skulum ekki undrast það þó að slikt ástand hafi áhrif á börn og unglinga. Þau heyra á heimilum sinum að mestu skipti að komast yfir sem mest af hlutum og þeim finnst sjálfsagt að þau hegði sér i samræmi við það. Ég held að okkar stóri vandi sé að gefa þjóðfélagi okkar einhver siðferðisleg markmið og við getum aldrei unnið bug á sjúklegum ein- kennum nema við komumst fyrir rætur þeirra og áttum okkur á þvi hvað sjúkdómnum veldur. — Þjóðviljinn vill þvi leggja áherzlu á að það dugar skammt að hneykslast og fárast yfir þvi sem aflaga fer nema við skiljum um leið af hverju það stafar og gerum ráðstafanir samkvæmt þvi. Við eigum ekki nema um tvennt að velja: Að stuðla að nýju verðmætamati — eða að halda áfram að blóta peningasjónarmiðin og ástunda hlutadýrkun. þíngsjá þjóðvíljans Um miljarður að láni til opinberra framkvæmda i gær var lagt fram á alþingi stjórnarfrumvarp um heimild fyrir rfkisstjórnina til aft taka lán vegna fra mkvæm daáætlunar fyrir árift 197:1. Verftur nú unnt aft afgreifta fjárlagafrumvarpift og framkvæmdaáætlun samhliöa, en þaft er í fyrsta sinn sem slíkt ger- ist. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að teknar verði að láni 918 milj. kr. vegna opinberra fram- kvæmda auk 100 milj. kr. sem 2 3/2% launaskattur Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp um að launaskattur skuli framvegis verða 2 1/2%. Er með þessu gert ráð fyrir að launaskatturinn verði fastur tekjustofn, en verði ekki aðeins ákveðinn til skamms tima i senn með bráðabirgðaráðstöfunum. Fyrning miðíst við nýja matið Fimm þingmenn úr öllum flokkum flytja i neðri deild frum- varp til laga um að atvinnufyrir- tækjum verði heimilt að miða gangi til Framkvæmdasjóðs af nýrri útgáfu spariskirteina eða samtals liðlega 1 miljarður króna. Fyrir utan þessar lántökur er gert ráð fyrir að taka þurfi 400 milj. kr. erlent lán vegna Sigöldur virkjunar og 60 milj. kr. tækja- kaupalán vegna Pósts og sima. Þær opinberar framkvæmdir sem um er rætt i frumvarpinu sérstaklega eru helztar sem hér segir: Til framkvæmda á vegum Rafmagnsveitna rikisins 236 milj. fyrningarverð fasteigna við nýja fasteignamatið, þó að fyrirtækin hafi ekki eignazt þær fyrr en á ár- unum 1969—1971. Breytingar- tillögur við fjárlaga- frumvarpið I gær komy fram á aiþingi breytingartillógur þær, sem fjár- veitinganefnd i heild gerir við fjárlagafrumvarpið eins og það var lagt fram i haust. kr., til Skeiðarársandvegar 230 milj. kr., til sveitarafvæðingar 70 milj kr., til vegaáætlunar 75 miij. kr., til Orkustofnunar vegna vatnsorkurannsóknar, jarðhita- rannsókna og jarðhitaleitar 53 milj. kr., til Hafnarfjarðarvegar um Kópavog 50 milj. kr. Þá má nefna, að ætluð er lántaka vegna lögreglustöðvarinnar i Rvik. 30 milj. kr. og til rannsóknarstofn- ana að Keldnaholti 9 milj. kr. Endurhæfinga- tæki til að eyða bjúg | A dögunum kom til landsins ! tæki ætlað til að eyða bjúg af út- .limum. Einkum er þetta tæki notað til endurhæfingar konum, sem hafa gengið undir róttækar skurð»aðgerðir vegna brjóst- krabbameins og vill bjúgur setj- ast i handleggi. Byggingarvöruverzlun Kópa- vogs hefur keypt þetta tæki og gefið Krabbameinsfélagi íslands i tilefni af 10 ára afmæli fyrir- tækisins. Ennfremur i minningu annars stofnanda fyrirtækisin^ Hjalta Bjarnasonar, sem lézt á árinu 1970 og hefði orðið 50 ára 3. júni 1972. Það hefur orðið að samkomu- lagi að hafa tækið i æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 hér i bæ. Nefnd sú sem skipuö var af menntamálaráöherra til aft annast upptökuheimili unglinga, leitafti til félagsmálastofnunar Iteykjavikurborgar um húsnæfti fyrir skammtimavistun unglinga og haffti nefndin augastað á skólagarðahúsi borgarinnar i Árbæjarhverfi. Borgaryfirvöld tóku þessu máli mjög vel, en þegar betur var aft gáft, þurfti þetta hús þaft mikillar lag- færingar við, aft horfift var frá þvi aö taka það undir þessa starf- semi. Nú hefur nefndin augastað á húsi einu i Kópavogi, sem það getur fengið svo til strax, og er aðeins beðið eftir leygi frá menntamálaráðuneytinu til að kaupa húsið. Ef af þessu’verður ætti heimili til skammvistunar unglinga að verða tilbúið i byrjun febrúar n.k. , en mjög brýn þörf er á heimili sem þessu. —S.dór. Dagskrá um Nordahl Grieg verður i Norræna húsinu föstudaginn 15. desember kl. 20.30 i tilefni af þvi að liðin eru 70 ár frá fæðingu skáldsins. Flytjendur dagskrárefnis: Árni Kristjánsson, Brynjólfur Jóhannes- son, Andrés Björnsson, Einsöngvarakór- inn, Svala Nielsen og Guðrún A. Kristins- dóttir. í anddyrinu verða til sýnis ljósmyndir og bækur um og eftir Nordahl Grieg. Norræna húsið. NORRÆNA HÚSIÐ ný Þingmál Húsnæði fyrir skammtímavistun unglinga á næsta leiti?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.