Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 9
Fimmtudagur 14. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 bokmenntir Þroskasaga ungs manns og dínamít frá Kópavogi Þráinn Bertelsson — teikning Alfreðs Flóka. Þráinn Bertelsson. Kópa- maros. Skáldsaga um unninn sigur. Ilelgafell, Reykjavik MCMLXXII, 237 bls. Nýútkomin skáldsaga Þráins Bertelssonar er mikið einkenni- lega saman sett. Framan af er engu likara en Þráinn sé að fitja upp á itarlegri þroskasögu ungs manns, kannski i tveim bindum eða þrem. A hundrað siðum segir frá stærri og smærri tiðindum i veröld litils drengs, sem er að vaxa upp i heldur misheppnaðri smákaup- mannsfjölskyldu i Reykjavik. Þessum dreng, Snorri Sturluson er hann nefndur, er fylgt eftir i ein þrjú ár — frá þvi hann er fjög- urra ára þar til hann er sjö. Þessi byrjun á þroskasögu er ósköp eðlileg og haganlega gerð. Þar eru vel fram settar athuganir á atferli og viðbrögðum barna, sem reyndar koma ekki á óvart sem nýlunda. Furðumargir skáld- sagnahöfundar, sem á annað borð ná máli, eiga það sameiginlegt, að þeir standa hvað traustustum Heimskringla hefur gefið út safn Norrænna Ijóða frá tímabilinu 1939-1969, sem Hannes Sigfússon skáld hefur íslenzkað. Eru þar mætt'til leiks tíu skáld frá hverju landi, Noregi, Dan- mörku, Svlþjóð og( Finn- landi en enginn frá Fær- eyjum. I formála minnir Hannes Sig- fússon fyrst á tilkomu islenzks nútimaljóðs og á forsendur þess. Hann litur siðan til fyrri tima og annarra landa og segir: „Þannig virðist auðsætt, að náin tengsl eru á milli hrikalegra þjóðfélagsat- burða og stökkbreytinga i ljóðstil þeirra landa sem hlut eiga að máli”. Visar hann þá til breyt- inga á ljóðstil á Norðurlöndum upp úr siðari heimsstyrjöldinni og bætir við: „Tilgangur þessarar bókar er m.a. að bregða upp mynd af þróun ljóðlistarinnar á Norðurlöndum frá striðsbyrjun til þessa dags, ef verða mætti auð- veldara fyrir hérlenda ljóðvini að sjá þróun islenzkrar ljóðlistar i eðlilegu samhengi við nánasta umhverfi sitt.” Hannes Sigfússon segir siðan nokkuð frá frumkvöðlum nútima- ljóðs á Norðurlöndum á árunum milli heimsstyrjaldanna og rekur i stórum dráttum feril ljóða- gerðar á þeim tima, sem bókin spannar. Hann kveðst hafa valið höfundana með hliðsjón af þvi fótum i bernskulýsingum. A tið- indi þeirra daga er minni manna skarpast. En svo fellur tjaldið skyndi- lega, og þegar það er dregið upp aftur er söguhetjan komin undir tvitugt, langt komin með mennta- skóla. Honum og félögum hans er heldur betur uppsigað við skólann og þjóðfélagið og óréttlæti heims- ins yfirleitt. Og þar eð þeim finnst annað fólk sljótt á þessi mál ákveða þau, fimm talsins, að gera eitthvað sem um muni. Þau tala sig upp i það að stela sprengiefni úr geymslu i Kópavogi, i hálfkær- ingi eða alvöru fljúga fyrir hug- myndir um að ræna forsætisráð- herranúm eða þekktum heildsala, sprengja stjórnarráðið í loft upp , kalla sig Kópamaros i likingu við Tupamaros i Uruguay. Frá að draganda þessa atviks, innbrot- inu, og hlálegri og skjótri upp- ljóstrun þess segir svo i seinni hlutanum. Er fyrirmyndin aug- ljós öllum sem muna eftir svipuðu máli, sem blöð geisuðu mikið út af fyrir tveim árum — þá stálu nokkrir unglingar, sem höfðu rúmi, sem þeir skipa i bók- menntasögu, eða vitund helztu gagnrýnenda viðkomandi landa — en persónulegur smekkur þýð- andans hafi að mestu leyti ráðið þvi, hvaða Ijóð þessara höfunda völdust til bókarinnar. Menningarsjóður Norðurlanda hefur veitt styrk til þessa þýð- ingarstarfs. Meðal höfunda þessarar bókar eru Norðmennirnir Rolf Jacobsen og Georg Johannessen, Danirnir Ove Abilgaard, Ivan Malinovski og Klaus Rifbjerg, Sviarnir Karl Vennberg, Thomas Tranströmer og Göran Sonnevj, Finnarnir Helvi Juvonen og Pentti Saa- rikoski. Bókin er 324 bls. villzt á Bóliviu og Islandi, sprengiefni i þeim sama Kópa- vogi. Klofningur Aður en vikið verður að þeim kafla sérstaklega skulu bornar fram kvartanir þess efnis, að þessir tveir hlutar bókarinnar eru þaðólikiraðsagan dettur i tvennt, Höfundur gerir tilraun til þess að tengja þá saman með milliþætti,. þar sem Snorri Sturluson er sjálfur látinn gera grein fyrir þessari klofningu. Þar er látið i veðri vaka að höfundur, Þráinn Bertelsson, hafi viljað rekja þroskasögu Snorra allar götur til „Kópamarosmálsins”, en Snorri sjálfur ekki séð ástæðu til þess: „aftur á móti sé ég ástæðu til að lýsa fyrstu árum ævi minnar i stórum dráttum : árunum sem einstaklingurinn er að vakna til meðvitundar, þeim árum sem hann er gersamlega varnarlaus gegn umhverfi sinu og kúgandi áhrifum þess”. Auðvitað er það ekki verri kenning en hver önnur, aðþað semmenn læra áður en þeir eru sjö ára viki ekki frá þeim siðan, samt sem áður er milliþátturinn ekki sannfærandi. Saga drengsins er ekki með þeim hætti að hún sé umtals- verð skýring á þvi, hvers vegna einmitt Snorri Sturluson hefur frumkvæði um að storka samfé- laginu með dfnamiti: Kannski Þráinn Bertelsson hafa óbeint viljað koma þvi að, að það þurfi enga sérstaka forsendu i ævisög- una til þess arna, að allavega unglingum geti dottið eitthvað svipað i hug og Snorra. Má vera, en hvort sem væri, verður saga Snorra litla utangátta (eða þá Kópamarosmálið utangátta i sögu Snorra, eins og siðar skal vikið að). Það er sem höfundur hafi sjálfur kúvent i miðjum klið- um. Og ekki bætir það úr skák, að eftir þvi sem lengra dregur i seinni hlutanum og nær dregur úrslitum, þeim mun meira herðir höfundur á sér, rétt eins og honum liggi lifið á að koma frá sér þeirri súpu, sem hann byrjaði á að malla með allt að þvi rúss- neskri rósemi. Snorri og annað fólk t Stefnuinóti i Dublin sem út kom i fyrra sagði Þráinn Bertels- son ástarsgöu i nokkuð svo ein- angruðu rúmi. Að þessu sinni hefur hann verið heppnari með efnivið. „Uppreisn æskunnar” i ýmsum myndum hefur verið á dagskrá undanfarin misseri, enda þótt öldur hennar fari ekki eins hátt og 1968 — hér við bætist, að pólitiskar hræringar eiga sér oft annað timatal á tslandi en annarsstaðar. Það virðist þvi liggja vel við að nota dfnamitmál- ið fræga sem tilefni til að skoða islenzka uppreisnaræsku. En i rauninni verður minna úr þvi en efni standa til. Snorri er i daufara lagi innan um aðra Kópamarosa. Hinsvegar skorar höfundur mörk, þegar hann lýsir samskiptum Snorra við annað fólk. Atburðir eins og viðtal Snorra við rika góðgerðafrænku sina, Snorri passar börn hjá systur sinni, Snorri hittir for- Úrval norrænna nútímaljóða í þýðingu Hannesar Sigfússonar sætisráðherra i kokkteil hjá frænku sinni og manni hennar Ingimari hinum rika og fjöl- menntaða þetta eru lifandi sen- ur sem tala skýru máli um þá leikni, þá fagkunnáttu sem Þrá- inn hefur náð. Þessi atriði falla vel að „þroskasögunni” — ungur maður hefur orðið sér úti um ein- hvern „sinn” skilning á tilver- unni, og telur sig hafa ráð á að umgangast fullorðna og þeirra hversdagslega amstur með yfir- burðum fyrirlitningarinnar — um leið og honum finnst ekki taka þvi að segja þeim til syndanna, stæla við þá. i lausu lofti En þegar menntaskólaklikan kemur saman, þá er Snorri sem annar maður sýknt og heilagt messar hann gegn reglum þeim sem þjóðfélagið þvingar upp á hann og aðra, um vesældóm og heilaþvott i skólanum, um kúgun kerfisins og þar fram eftir götum — og það er hann sem er látinn eiga hugmyndina að þvi að stela sprengiefninu. Hin taka mjög undir þelta tal. Verður nú vigorðaflaumurinn nokkuð til- breytingarlaus og leiðigjarn til lengdar. En vist á hann sér nokkra stoð i veruleikanum. t tali klikunnar blandast saman á gamalkunnan hátt nokkurn veginn skynsamleg hugljómun, tengd við nýjan og „öðruvisi” skilning á þjóðfélaginu, og yfir- þyrmandi ást á sjálfvirkum frösum, sem koma i staðinn fyrir hugsun. (Til samanburðar visast til siöasta þings menntaskóla- nema.) En það er margt sem vantar. Þetta tal verður mjög almennt, og tengist ekki að ráði við persónuleg einkenni Kópamarosa, sem höfundur er reyndar mjög spar á. Það er helzt Jóhann, sá sem mest er utangarðs sem hann annast að þessu leyti. Auk þess nær þetta lal aldrei i umtalsvert samband við pólitisk- an veruleika i landinu, við það sem um er rætt, þrátt fyrir allt, þegar menn hafa lokið sér af með almennar messur gegn djöfuls kerfinu. Það er auðvitað vel til, að hávær pólitisk gagnrýni fari saman við raunverulega afneitun á pólitiskri starfsemi — en samt er of langt gengið i þeim efnum. Golt dæmi eru ummæli Snorra: „enginn maður veit út af hverju sú styrjöld (i Vietnam) er háð fremur en aðrar styrjaldir”. Það getur verið að höfundur vilji með þessu sýna, hve heimskir þeir menn séu sem stela dínamiti — en hvað sem þvi liður, þá fer þessi afneitun Snorra á möguleikum á þvi að skilja heiminn illa saman við þrumandi ræðu hans um nauðsyn á að breyta honum. Og fleiri dæmi mætti nefna i þá veru, að lýsing unglinganna fer ekki út fyrir nokkur almenn atriði sem við blasa. í Kópamaros sýnir Þráinn Bertelsson að sumu leyti betur en i fyrri bókum sinum, að hann kann ýmislegt til verka i þvi að smiða persónur, láta þær ræðast við, veiða andrúmsloft á mann- fundum. En um leið reynir hann af hyggindum sem i koll koma, að gera fleira i einu ,en við verður ráðið. Afleiðingin verður sú, að bæði verður þroskasaga ungs manns endaslepp og úttektin á þeim reiðu unglingum leysist upp i miðju kafi. Arni Bergmann. „Gáttir allar —” tslenzkir stúdentar minnt- ust myndarlega fullveldisins 1. desember, helguðu daginn baráttunni gegn hervaldi og- auðvaldi og höguðu dagskrár- atriðum svo, að einkar mál- efnalega var á öllu tekiö með hliðsjón af stöðu Islands i heiminum nú um stundir. Athygli vakti að þennan dag sendu Asatrúarmenn frá sér svohljóðandi hvatningu til landslýðsins: „t tilefni af full- veldisdegi tslendinga minnir Ásatrúarfélagið á baráttu liðins tima fyrir innlendri og sjálfstæðri þjóðmenningu. Við höfum varðveitt kjarna hins norræna menningararfs, og berum ábyrgð á framtið hans. Félagið hvetur alla tslendinga til fastari stefnu i þjóðernis- málum og telur að slikri stefnu verði bezt framgengt með tilstyrk Ásatrúarinnar. Hefjum til vegs fornan sið og forn menningarverðmæti”. — Segja má að hér sannist hið fornkveðna: dregur hver dám af sinum sessunaut. Það er verðugt rannsóknarefni, hvernig trúarsöfnuðir taka yfirleitt á öllu þvi er varðar þjóðmál. Hvatning Ásatrúar- manna gæti eins vel hafa verið samin á synodus, fyrir nú utan það að innihald hvatningar- innar er rembingur sem hver einasti ómerkilegur pólitikus gæti tekið sér i munn fyrir hönd flokks sins, hver svo sem sá flokkur væri. Ég býst við að Ásatrúarmenn ræki misjafn- lega vel sinar ritningar, eins og titt er innan trúarbragð- anna, en öllu dyggilegar gátu þeir ekki farið að varúðarheil- ræðum Hávamála: „Gáttir allar — áður gangi fram — of skyggnast skyli”. Þorsteinn frá Hamri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.