Þjóðviljinn - 14.12.1972, Side 11

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Side 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN fimmtudagur 14. desember 1972 Fimmtudagur 14. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 RÉTTLÆTISTIMBRIÐ REISTÁ NÝ Liigregluvörbur vií) fangelsiö þegar aftakan fór fram Hætt viö aö afnema dauða- refsingu í Frakklandi Aftaka dauðadæmdra franskra afbrotam. Buffet og BontempS/ sem leiddir voru undir fallöxína i dögun 29. nóvember, hefur vakið mjög mikið umtal bæði i Frakklandi sjálfu og utan þess. Mál þeirra var nefnilega orðið að próf- máli. Enginn glæpamaður hafði verið tekinn af lifi í Frakklandi i þrjú ár, vegna þess að Pompidou forseti, sem talinn var persónulega andvígur aftökum, hafði náðað alla dauðadæmda menn, og sagt var að hann hefði heitið þvi, þegar hann tók við völdum, að láta ekki taka neinn mann af lifi meðan hann væri for- seti. En enginn dauða- dómur hafði vakið almenn- ingsathygli, og náöanirnar ekki heldur. Þær höfðu þess vegna ekki náð að skapa fordæmi. Allt öðru máli gegndi um dauðadóminn yfir Buffet og Bon- temps. Blaðaskrifin um mál þeirra höfðu gert þaö að verkum, að þeir voru orðnir að e.k. imynd hinna fullkomnu og óforbetran- legu glæpamanna i augum fólks, og almenningur taldi að ætti dauðarefsing yfirleitt nokkurn rétt á sér, skyldi beita henni gagnvart mönnum eins og þeim. Með náðun þeirra hefði dauða- refsing þvi i raun og veru verið numin úr lögum i Frakklandi, eftir slikt fordæmi hefði aldrei verið hægt að rétta nokkurn mann. Aftaka þeirra staðfesti það hins vegar á ótviræðan hátt, að dauðarefsing er þar enn við lýði. Það eru þvi allar horfur á, að Frakkar verði enn um hriö eina þjóðin i Efnahagsbandalaginu, sem telur það réttlæti að brytja afbrotamenn sundur i vél, eða „réttlætistimbrinu” eins og fall- öxin er kölluð i frönsku lagamáli. Það er kannski þeirra einakmál. Hilt verður naumast talið franskt innanrikismál, að sú þjóð, sem vill verða forystuþjóð EBE , skipi sér þannig ótvirætt i flokk með Spáni Francos og Grikklandi her- foringjanna, einu rikjum Evrópu (ásamt austantjaldsrikjunum) sem hafa dauðarefsingu enn i lögum. Þess vegna er ekki ástæðulaust að rifja upp i fáum orðum aðdraganda aftökunnar 28. nóvember. Buffet og Bontemps voru báðir atvinnuglæpamenn, sem höfðu langan afbrotaferil að baki, en þrátt fyrir það voru þeir mjög ólikir. Buffet var samvizkulaus morðingi, sem fengið hafði þjálf- un sina i útlendingaherdeildinni, barizt i Indókina og Alsfr og siðan hafið fjölbreyttan glæpaferil i Frakklandi sjálfu viö heim- komuna. Bontemps hafði lent i kasti við lögregluna og farið i fangelsi fyrir að stela sælgæti, þegar hann var strákur, og siðan hafði hann leiðzt út á glæpabraut, en hann varö aldrei annað en meðalskussi i þeirri atvinnm grein, og þótt afbrot hans væru mörg, voru þau yfirleitt smá i sniðum. I júli 1971 kynntust þessir tveir menn i fangelsinu i Clair- vaux, þar sem Buffet var búinn að fá húsaskjól til æviloka fyrir morð, en Bontemps var að afplána nokkurra ára fangelsis- dóm fyrir þjófnaði og rán. Þeir höfðu áætlanir um að flýja saman, og tókst þeim einn dag að loka sig inni i slysavarðstofu fan- gelsisins með tvo gisla, hjúkr- unarkonu og fangavörð. Þeir hótuðu þvi að myrða gislana báða, nema þeim væri gefinn kostur á að sleppa burt. Yfir- stjórn fangelsisins lét strax gera árásá slysaverðstofuna, og fram- kvæmdi Buffet þá hótunina, en aldrei var sannað, að Bontemps hefði tekið nokkurn þátt i þvi. I réttarhöldunum, sem haldin voru i sumar yfir þessum tveimur mönnum, kom siðan ýmislegt athyglisvert i ljós. Sálfræðingar og læknar, sem störfuðu við fang- elsið i Clairvaux, skýrðu m.a. frá þvi að aðbúnaðurinn þar og meðferðin á föngunum væri svo fyrir neðan allar hellur, að undar- legt væri að slikir atburðir hefðu ekki gerzt fyrr. Svo komst það einnig upp, að fyrimaður fang- elsisiris hafði enga tilraun gert til að semja við fangana og hafnað öllum tilboðum um milligöngu. Eina lausnin, sem honum datt i hug, var að gera umsvifalaust árás á slysavarðstofuna, ,,þvi að þaö var eina leiðin til að bjarga lifi gislanna” eins og hann lýsti yfir. Loks var hegðun Buffet i réttarhöldunum með þeim hætti, að vafi gat leikið á þvi hvort hann væri með réttu ráði. Það eitt var augljóst, að hann gerði allt sem hann gat til þess að vera dæmdur til dauða og tekinn af lifi (hann hafði m.a. i hótunum um að hefj- ast aftur handa ef hann yrði náð- aður), og lögfræðingar hans töl- uðu um sjálfsmorðshvöt. Bontemps reyndi hins vegar að verja mál sitt sem bezt hann gat. En þessi atriði vöktu þó tiltölu- lega litla athygli og drukknuðu að mestu i griðarlegri áróðursher- ferð, sem hófst skömmu fyrir réttarhöldin i ýmsum stærstu fjölmiölum Frakklands og stefndi aö þvi að sverta afbrotamennina sem mest og nota mál þeirra sem röksemd fyrir dauðarefsingu. „Hver dirfist að mæla þessum ófreskjum bót?” stóð t.d. flenni- stóru letri á forsiðu útbreidds dagblaðs. Þessi áróðursherferð hélt áfram með ýmsum hætti eftir að réttarhöldunum var lokið. Stéttarfélög fangavarða birtu illa dulbúnar hótanir um að fanga- verðirnir kynnu að gripa til sinna eigin ráða ef Buffet og Bontemps væru náðaðir, og útbreiddustu dagblöðin birtu greinar um ágæti og nauðsyn dauðarefsingar. Hámark áróðursherferðarinnar var svo skoðanakönnun, sem gerð var og birt rétt fyrir aftökuna (þ.e.a.s. um sama leyti og forset- inn tók ákvörðun sina). Samkvæmt henni voru 63 af hundraði Frakka hlynntir dauða- refsingu. Við lestur þeirra spurninga, sem lagðar voru fyrir menn i skoðanakönnuninni, er erfitt að verjast þeirri hugsun, að þær hafi verið beinlinis orðaðar með það markmið fyrir augum aö fá sem hæsta hundraðstölu manna fylgj- „Kéttlætistimbrið” Lögfræðingar Bontemps morguninn sem aftakan fór fram andi dauöarefsingu. Og á sama hátt er erfitt að verjast þeirri hugsun, að þessi áróðursherferð fjölmiðlanna hafi á einhvern hátt verið skipulögð i þvi skyni að neyða Pompidou forseta til þess að falla frá stefnu sinni og hverfa aftur til hefðbundinna siða. Svo virðist nefnilega sem tals- verður hluti áhrifamanna i Frakklandi (m.a. dómara, lög- fræðinga og annarra embættis- manna) sé fylgjandi dauðarefs- ingu og beiti áhrifavaldi sinu óspart gegn afnámi hennar. t fljótu bragði er að visu erfitt að sjá hvers vegna; öll rök sem borin hafa verið fram með slikri refsingu (sérstaklega sú kenning að hún dragi úr afbrotum), voru rækilega afsönnuð, þegar hún var numin úr lögum i Englandi. „Stafar þessi afstaða þá einungis af fáfræði? Það er ekki eins vist. Ýmsir lögfræðingar og hugsuðir, sem tekið hafa til máls undan- farna daga i Frakklandi til að mótmæla aftökunum, hafa bent á að þessi refsing hafi vissu hlut- verki að gegna, þótt henni sé mjög sjaldan beitt. Hún gefur mönnum góða samvizku og forðar þeim frá þvi að þurfa að horfast i augu við ýmis önnur vandamál, sem eru kannski miklu alvarlegri: réttarfarið i landinu og ástandið i fangelsis- málum. Það skiptir nefnilega litlu máli i augum margra, þótt réttarfarið sé slæmt og farið sé illa með fanga, meðan dauðarefs- ing er enn i lögum: þá má alltaf segja að fangarnir hafi ekki undan neinu að kvarta, fyrst að þeir hafi þó sloppið við dauða- dóm. Fangarnir eiga að vera ánægðir þvi að þeim var sýnd sú mikla náð að drepa þá ekki. Dauðarefsing er þannig hinn mikli múr, sem forðar mönnum frá þeim miklu óþægindum að þurfa að hugsa vandamálin á nýjan leik. En auk þess er einnig talið, að ýmsir vilji hafa dauða- refsingu i- bakhöndinni ef „ástandið versnar i landinu.” Pompidou lét undan skoðun þessara manna. En flestir frétta- skýrendur telja að kosningahorf- urnar hafi verið þyngstar á met- unum, þegar hann tók loka- ákvörðun sina. I vor eiga að fara fram þingkosningar i Frakklandi eins og kunnugt er, og virðast Gaullistar nú standa furðutæpt. Bandalag kommunista og sósial- ista hefur hins vegar fengið mik- inn byr i seglin, Þessir frétta- skýrendur telja þvi að Pompidou hafi alls ekki viljað eiga á hættu að tapa dýrmætum atkvæðum með þvi að ganga i berhögg við vilja 63 af hundraði landsmanna. Það virðist jaðra við meiðyrði að ætla nokkrum manni slikan hugs- anagang, en hvernig sem það er, hefur Pompidou tekið skýra ákvörðun með þvi að stuðla að sjálfsmorði Buffet og láta taka Bontemps af lifi (þaö er i fyrsta skipti i óratima, sem tekinn er af lifi maður, sem ekki er morð- ingi): engar umbætur i fangelsis- málum, enga endurskoðun á réttarfarinu, bara afskorin höfuð. Þau frönsk blöð, sem túlka skoðanir vinstri manna og menntamanna, hafa gagnrýnt þessa ákvörðun einróma, og talið hana mikla afturför. Ýmis þýzk blöð hafa einnig látið svo um mælt, að Pompidou eigi nú öllu minna tilkall en áður til þess að vera talsmaður þess evrópska húmanisma, sem hljóti að vera grundvöllur allra evrópskar sam- einingarhreyfingar. En þau gleyma þvi að hingað til hafa önnur öfl mátt sin meira i upp- byggingu Efnahagsbandalagsins en „evrópskur húmanismi”, og það er ekki vist að hin skýra ákvörðun Pompidous forseta og það sem hún táknar sé i eins miklu ósamræmi við þau. emj. Dagvistunarheimili Myndin cr tckin i gær á dagvistunarheimili I Vesturbænum. — Mynd AK. Nú liggur fyrir á Alþingi frum- varp um þátttöku rikisins i byggingu og rekstri dagvistunar- heimila. Hér er um að ræða al- gjöra stefnubreytingu i þessum málum hér á landi. Af hálfu yfir- valda hefur litil rækt verið lögð við dagvistunarheimilin og þróun þeirra verið hæg, bæði hvað varðar fjölgun þeirra og rekstur. Á siðustu árum hefur athygli Imanna beinzt mjög að yngstu börnunum (0-7 ára), og umræður um dagvistunarstofnanir hafa fengið nýjan blæ. Það verður æ augljósara, að það umhverfi, bæði utan húss og innan, sem smábörnin alast upp i i borgun- um, er siður en svo þroskavæn- legt. Við höfum byggt mörg og trausl ibúðarhús, malbikað götur og keypt bila fyrir geysimikið fé. En þessi hús eru ekki byggð með þarfir smábarna fyrir augum. Börnum er yfirleitt ekki ætlað neitt sérstakt leikrými, og barna- herbergin eru oftast minnstu her- bergin i óbúðunum. Utan húss er aðstaða barna til leikja og annarra athafna sizt betri. Skrautgarðarnir umhverfis húsin eru sjaldnast hentug leiksvæði, og utan þeirra tekur við malbik og æðandi bilar. Heimilin hafa gjörbreytzt. Nú Ier aðeins eftir á heimilinu hin svokallaða kjarnafjölskylda, faðir, móðir og börn. Litlu börnin umgangast litið annað fólk og mótast þvi að mestu af einni manneskju, móðurinni. Þau eru einnig firrt tengslunum við at- vinnulifið. Fyrir fáeinum áratug- um ólust börn upp á íslandi, bæði til sjávar og sveita, i beinni snertingu við framleiðslustörfin, fyrst sem áhorfendur og siðan smám saman sem þátttakendur. Við verðum að hafa þessa stað- reynd i huga, þegar við ræðum uppeldi smábarna. Umhverfið veitir ekki lengur barninu skilyrði til alhliða þroska. Aðstæður eru gjörbreyttar, og það verður að bæta börnunum upp, það sem frá þeim hefur verið tekið. Það verður þó ekki gert með þvi að ætla móðurinni að vera ein heima með börnunum allan daginn. Opinberar skýrslur sýna þá þróun á allra siðustu árum, að æ fleiri giftar konur leita út á vinnu- markaðinn. Umræður hér á landi um dag- vistunarheim ili hafa oft einkennzt af tilfinningasemi, fáfræði og ihaldssemi. „Það er óhollt fyrir börn að vera allan daginn á stofnun”, heyrist oft. Samt vita allir, að það er stór hópur barna, sem verður að vera á dagheimilum 7-8 klukkustundir á dag, af þvi að þau eru svo ólánsöm að eiga aðeins annað foreldrið að. Þessi staðreynd ætti reyndar að vera nægileg ástæða til þess að lögð sé miklu meiri rækt við dagvistunarheimilin en gert er. En það heyrist ekkert um óhollustu dagheimila, þegar um þessi börn er að ræða. Aðrar lausnir fyrir einstæða foreldra eru þó vel hugsanlegar og tiðkast meira að segja i öðrum löndum. Að minu viti eru svona full- yrðingar gripnar úr lausu lofti, og ég held, að fólk gefi sér oft rangar forsendur i þessu efni. Það er auðvitað hugsanlegt, að barn geti haft illt af að dveljast allan daginn á dagvistunar- heimili. Börn eru mjög misjöfn að upplagi. En það ætti tæplega að geta gerzl, ef dagvistunar- heimilið er nægilega golt og sam- vinna milli foreldra og fóstranna náin. Það er lika hugsanlegt og reyndar bláköld staðreynd, að sum börn hafa illl af að dveljast á heimili foreldra sinna og hefðu gott af að vera á dagvistunar- heimili eða skóladagheimili. 1 þessu sambandi dettur mér i hug setning, sem ég sá i dagblaði i haust, höfð eftir afbrotapilli: „Pabbi hafði aldrei tima til að tala við mig fyrr en ég var orðinn afbrotapiltur, þá hafði hann allt i einu nógan tima.” I þessum ummælum piltsins felst ein alvar- legasta meinsemdin i islenzku þjóðfélagi, sem kemur ekki hvað sizt niður á börnum. Á ég hér við hinn óhóflega langa vinnulima. Flestir feður koma ekki heim úr vinnunni fyrr en klukkan 7-8 á kvöldin, um það bil sem minnstu börnin eru að fara I háttinn. Hve lengi barn dvelst á dag- vistunarheimili verður að -fara eftir aðstæðum. Á norræna fóstrumótinu, sem haldið var hér i sumar, var lögð sérstök áherzla á það i ályktuninni, sem þingið sendi frá sér til fjölmiðla, að dag- vistunarheim ili hefði sama uppeldislegt gildi, hvort sem það væri opið hálfan daginn eða allan daginn. Dagvístunarheimili geta, ef þau eru vel rekin, veitt heimilum mikilsverða aðstoð við uppeldi barna. Þar eru þeim búin þroska- skilyrði, sem nútima borgar- heimili getur ekki veitt. Á dag- vistunarheimilum eflist félags- þroski barna i samvistum við önnur börn og fullorðna. Þar hafa þau leikrými úti og inni, þroskandi leikföng og sér- menntað fólk til að leiðbeina þeim á jákvæðan hátt. Þau fara i skoðunarferðir um borgina, á söfn, vinnustaði o.s.frv. öll starf- semin á dagvistunarheimilum miðar að þvi að þroska og örva börnin, auk þess sem skapandi leikir og föndur hafa ómetanlegt geðverndargildi. Með frumvarpi rikisstjórnar- innar er stefnt að markvissri Guðrún Friðgeirsdótt ir menntaskólakennari er einnig fóstra að mennt og starfaði um árabil á barnaheimilum i Danmörku. Hún hefur ihugað dagvistunarmál barna mjög mikið og gert sér far um að fylgj- ast vel með á þvi sviði, bæði hér á íslandi og með nýjungum og til- raunum erlendis. Á fundi Rauðsokka i Nor- ræna húsinu nýlega reif- aði Guðrún þessi mál i tilefni þingfrumvarps um þátttöku rikisins i byggingu og rekstri dag- vistunarstofnana. 1 ljósi nýjustu umræðna á þessu sviði á þingi, þ.e. um fóstruskólann m.a. hefur Guðrún skrifað eftirfarandi grein fyrir Þjóðviljann. þróun dagvistunarheimila. Það er þvi alger nauðsyn, að rikið taki þált i rekstrarkostnaði og að öll dagvistunarheimili heyri undir sömu yfirstjórn svo að hægt sé að gera sömu kröl'ur um starfsemi og rekstur til allra þessara heimila ilandinu, annars er hætta á að þau nái ekki tilgangi sinum. Það gefur auga leið, að gjöld foreldra mega ekki verða hærri en um 30% af kostnaðinum, annars koma dagvistunar- heimilin ekki i reynd til að veita öllum börnum jafnan aðgang, en eitt meginhlutverk þeirra er ein- mitt að jafna uppeldisaðstööu barna áður en hin hefðbundna skólaganga hel'st. Lita ber á dagvistunarheimilin sem fyrsta skrefið i skólagöngu barnsins og i öllum grannlöndum okkar miðast stefna þessara mála við það. Alls staðar á Norðurlöndum, nema hér á landi, er kennsla 6 ára barna i höndum l'óstra. Hvers vegna höfum við þessa sérstöðu? Á alþingi er nú til umræðu frumvarp til laga um breytingu á Fóstruskólanum. Frumvarpiö gerir ráð fyrir, að fóstrumenntun verði þriggja ára nám og inntöku- fj skilyrði stúdentspróf, landspróf eða gagnfræðapróf með tveggja jj-. ára I ramhaldsnámi. Undan-g tekningar má þó gera frá þessum inntökuskilyrðum. Hinar furðulegustu hugmyndir hafa skotið upp kollinum i þessum umræðum. Ein þeirra er sú, að fóstruskólinn skuli hafa einhvers- konar námskeið fyrir stúlkur, — sem geti orðið aðstoðarstúlkur fóstranna á dagvistunarheimil- unum. Mér skilst, að hér séu höfð i huga til samanburðar störf á sjúkrahúsum. unnin af sjúkralið- um. Þessar hugmyndir sýna algj. : skilningsleysi og þekkingarleysi á slarfsemi og tilgangi dag- vistunarheimila. Ef slikar hug- myndir kæmu til framkvæmda myndi fóstruskorturinn verða jafnmikill, en skapast myndi enn einn láglaunahópur kvenna. Til þess aö fá nægilega margar vel menntaðar fóstrur verða fóstrunemar að geta fengið námslán yfir námstimann, mannsæmandi laun að námstima loknum og möguleika til fram- haldsnáms eftir að hafa verið i starfi nokkur ár. Það er löngu fullsannað, að fyrstu #iárin eru mikilvægust i uppeldinu og til lengdar borgar það sig ekki fyrir samfélagið að spara góðan aðbúnað fyrir yngstu þegna þess. Sú fjárfesting mun gefa góðan arð.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.