Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 12

Þjóðviljinn - 14.12.1972, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. desember 1972 þingsjá þjóðviljans Heilbrigðisþjónusta í Ólafsf. og N-Þing. heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn um málið Magnús Kjartansson, heilbrigöisráðherra, svar- aði í fyrirspurnatíma á al- þingi i gær eftirfarandi fyr- irspurn frá Stefáni Val- geirssyni um heilbrigðis- þjónustu í olafsfirði og N,- Þingeyjarsýslu: 1) Hvað hefur verið gert til að fá lækni til ólafsfjarðar i vetur? Er liklegt að læknir fáist þangað og þá hvenær? 2) Hvað hefur ver- iðgert til að bæta heilbrigðisþjón- ustuna i N.-Þingeyjarsýslu? 3) Hefur verið reynt að fá. lækni til Kópaskers eða Raufarhafnar yfir vetrarmánuðina? Magnús sagði 1 > að fastur lækn- ir hefði ekki verið i Ólafsfirði sið- an siðsumars 1971, en læknar úr Reykjavik hefðu gegnt héraðinu um 6—7 mánaða skeið á þessu timabili. Héraðslæknirinn á Dal- vik hefði veitt bráða þjónustu og yfirleitt farið þangað einu sinni i viku, og nú i haust hefði yfirlækn- irinn á skurðdeild Akureyrar- sjúkrahúss tekið að sér að fara þangað einu sinni til tvisvar i viku. Frá og með 1. des. og fram eftir vetri munu læknar úr Reykjavik gegna héraðinu, sagði Magnús. 2) Sem svar við þessar spurn- ingu kvað Magnús læknisþjónustu i N.-Þingeyjarsýslu nú betri en hún hefði veriö undanfarin ár. Á Þórshöfn hefði verið settur læknir siðan 1. okt. Úlfur Ragnarsson, sem áður var starfandi læknir i Reykjavik, og hann gegndi einnig Raufarhafnarhéraði. Það væri von heilbrigðisstjórnarinnar að Úifur yrði um kyrrt i héraöinu. 3) Magnús sagði, að auk þess sem fram hefði komið um læknis- þjónustu i Raufarhafnarhéraði væri þess að geta að ráðin hefði verið héraðshjúkrunarkona á staðinn. Lyfjaútsala væri þar frá lyfsalanum á Húsavik. — Varð- andi Kópasker, sagði Magnús, að læknir hefði ekki fengizt þar tii búsetu alllengi, en settur læknir i Kópaskershéraði sæti á Húsavik, svo sem áður hefði átt sér stað um Raufarhafnarlækni. Einnig sæti á Húsavik héraðslæknir i Breiðu- mýrarhéraði og væru nú þannig 3 héraðslæknar við læknamiðstöð á Húsavik. Heilbrigðisþjónustan á norð-austursvæðinu væri þannig i vetur betri en hún hefði verið um alllangt árabil. Eftir að Magnús hafði svarað fyrirspurninni vék hann að ástandi læknisþjónustunnar i öðr- um héruðum, og mun siðar hér i þingsjánni verða greint frá þeim upplýsingum, sem þar komu fram. Skúli Alexandersson: VEGAGERÐ Á VESTURLANDI llannibal Valdimarsson sam- gönguráðhcrra svaraði i gær á alþingi eftirfarandi fyrirspurnum frá Skúla Alexanderssyni um vegagerð á Vesturlandi: 1. Eru þeir vegarkaflar á Ólafsvikurvegi, sem lagðir hafa verið á siðustu árum t.d. vegurmn fram hjá Borg á Mýrum og vegurinn milli Grundar og Skjálgar i Kolbeinsstaðahreppi, undir- byggir þannig, að þeir beri varanlegt slitlag? 2. Eru einhverjir hlutar vegarins um Hvalfjörð undirbyggðir þannig, að þeir beri væntanlegt slitlag? 3. Hve langir eru þeir vegar- kaflar á Ólafsvikurvegi i Miklaholtshreppi og Staðar- sveit sem enn hafa ekki verið undirbyggðir, þ.e. eru ruðningsvegir eða troðningar? Liggur fyrirhvað gerð þessara vegarkafla mundi kosta og hvenær þeirra framkvæmda megi vænta? 4. Má vænta þess, að gerðar verði ráðstafanir til lagfæringa á vegi við Kálfá og Bláfeldará i Staðarsveit, svo að árnar stöðvi ekki umferð um Ólafsvikurveg, eins og gerzt hefur þráfaldlega i frostaköflum á undanförnum vetrum? Skúli Alexandersson fylgdi fyrirspurninni úr hlaði með nokkrum orðum og sagði m.a. að kostnaður við að halda ýmsum vegarköflum á Vesturlandi opn- um yfir veturinn myndi vera margfaldur á við þann kostnað sem leggja þyrfti i til að lagfæra verstu torfærurnar. Ekki mætti einblina svo á hraðbrautirnar þótt góðar væru að það gleymdist að viðhalda þjóðbrautunum. I svari Hannibals Valdimars- sonar, samgönguráðherra, við einstökum liðum fyrirspurnar- innar kom m.a. þetta fram: 1. Þeir vegarkaflar, sem hér um ræðir, eru lagðir með fullnægj- andi undirlagi fyrir oliumöl eða annað varanlegt slitlag. 2. Þeir kaflar i Hvalfirði, sem endurbættir hafa verið á undanförnum árum, eru þannig gerðir, að ofan á þá má leggja varanlegt slitlag. Sama gildir einnig um suma eldri vegar- kafla. 3. Samgönguráðherra sagði, að hér væri um að ræða 37 km. vegarkafla, og myndi heildar- kostnaður við undirbyggingu þeirra að frátöldum kostnaöi við brýr vera um 35 miljónir. 4. Ráðherra sagði, að i báðum þessum tilfellum hefðu land- eigendur lagzt gegn þvi, að ráðizt yrði i þær framkvæmdir, sem væru fljótlegastar og kostnaðarminnstar að áliti Vegagerðarinnar. Þannig þyrfti að hækka veginn á all- löngum kafla við báðar þessar ár, og kostnaður myndi nema um 2 miljónir samanlagt. Lesið ykkur til verðlauna Teiknið til verðlauna Sýnið leikni ykkar og hugmyndaflug Sérstæð barnabók í hinum stóra flokki íslenzkra barnabóka Bókin gefur unglingnum tækifæri til þess að tjá sig og hugmyndir sínar í myndum tengdum efni bókarinnar. Efni bókarinnar er auðugt myndaefni svo að það er auðvelt fyrir lesandann að grípa atburði frásagnarinnar. Teikniarkir fylgja með bókinni og auk þess gefur bókin tækifæri til þess að teikna beint í hana á hinar stóru eyður er til þess voru hugsaðar. Lesið vandlega bakhlið bókarinnar en hún segir það sem hér vantar. Lestur þessarar barnabókar verður leikur jafnframt því, sem hann hefur hagrænt gildi og á að gleðja barnið í eigin starfi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SÍMAR 13510, 26155 OG 17059 Gavin Lyall Hættulegasta bráðin Hættulegasta bróðin eftir Gavin Lyall er ^kemmti- saga í sérflokki, hvað spennu og hraðá at-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.