Þjóðviljinn - 27.01.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.01.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 HÉR ERU ENGIR INDJANAR EFTIR JUNE LEIVAS svo að þú ert að lítast um í stjórnskipuðum Indjánabyggðum dýrmæt myndavél þín hangir þér um háls og bálreið hádegissólin slær út svita á enni þínu sem þú hefir strokið miljón sínnum með vasaklút merktum upphafsstöfum á rykugum framkvæmdarstjórnarfundum þú hélzt þú mundir sleppa frá því öllu og sjá Indjána lifa þægindalifi en þú mætir þeim sem vilja ekki sitja fyrir í hungri vonleysi og sorg þeir eru þreyttir og daprir hjálparvana og sljóir — hér eru engir indjánar þeir eru aðeins tortryggnar sálir sem núa baki við hagnýtingu myndavélar þinnar og farðu þá með hana aftur til fundarherbergis framkvæmdastjórnar og taktu mynd af því þegar örlög þeirra eru ráðin. þú gengur inn í fundarherbergi ættf lokkaráðanna og stendur á plussteppunum umkringdur foringjum Indjánabyggða í jakkafötum og með bindi _[a þér tra aætlurú i á'ð þvi að draga úr idj^Öábyggð ' :teikni/igar af .y vni up| 3a se/n þið íleií sem við óttumst í borgunum mun heimta sinn skatt þegar þar að kemur og allt er það í nafni framfaranna... þarna eru engir Indjánar þeir eru aðeins brúður sem dingla i draumum um velgengni og hamingju sem þið hafið fest þá við menningarmiðstöð Indjána i háskóla fylkisins vísar þér að heimildum og efni i ársritgerð þína og leiðir þig á fund indjánastúdents sem þekkir allt frá fyrstu hendi síðhærður situr hann bak við skrifborðið í perlum og mokkasínum og talar um hve gott var að lifa áður en þið hvítir menn komuð og hvernig hann ætlar að snúa þangaðaftur hann trúir á hefðina sitjandi undir plakötum af leiðtogum Indjána augu Geronimos Ijúga ekki að þér og þú heldur að þetta sé einmitt það sem þú varst aðleitaað... en þarna situr ekki indjáni þetta er bara draumóramaður eindreginn í leit sinni að einhverju til að trúa á i trú á að gærdagurinn komi aftur til hans. þú gengur inn í mitt hús þar sem Angela Davis horfir á þig ofan af vegg og plakötin æpa vígorð byltingarinnar sem slá fastar en mín orð og ,,'lifi kynþátturinn" segir þér að bJóð mitt er blandað ég Sjt með krosslagða fætur ’á.gðlfinu i£ð. bók eftir Malcolm X gi þinn á Indjánum segir þér -það er engan Indjána hér að finna éreru engin Indjánaplaköt óg ég sé þig gegnum litil ferhyrnd gleraugu og augu mín endurspegla hugsanir þínar hér eru engir Indjánar hér er bara ég en ef þú skilur eftir firringu þína þjóðernishyggju og kynþáttarvitund mun ég leiða þig upp til fjalla til ómerktra grafreita timans handan við blaðsíður sögubókar utan fortiðarinnar og eftir að þú hefur séð allt þetta reyndu ef þú getur að horfast í augu við mig og seg ja mér að t hér sé enga Indjána að finna. Frelsi mannsins og kassar Skinners SKINNER HEITIR banda- riskur sálfræðingur, frægur fyrir rannsóknir sinar á atferli manna og dýra. Sumir kalla hann áhrifamesta sálfræðing samtimans. En það er tiltölu- lega stutt siðan að frægð hans flaug langt út fyrir hóp starfs- bræðra hans. Þar um hefur mest áhrif bók Skinners „Handan við frelsi og virðu- leika”. í henni gerir sálfræð- ingurinn grein fyrir þeirri kenningu sinni, að nú sé svo komið, að mannfólkið hafi ekki lengur ráð á frelsi. I stað þess verði að koma eftirlit með manneskjunni, skipulögö mótun hegðunar hennar. Fyrir nokkrum árum hefðu viðbrögðin orðið þau, að hér væri undir yfirskini visinda verið að lauma kommúnisma inn i bandariskt þjóðfélag, grafa undan því, gera alla eins og Stóri bróðir vill. Nú ber hins vegar svo við, að Skinner er popmenntamaöur vertiðar- innar, og það er farið mjög lof- samlegum orðum um hann i málgögnum hægrisinna þeirra sem hæst hafa um „law and order” — lög og reglu — og eiga sér Agnew varaforseta að andlegum föður. SKINNER BYGGIR á þvi, að maðurinn sé ekki annað en knippi hegðunarmynstra, að það sé hægt að spá i og stjórna viðbrögðum hans við heim- inum, eins og eins konar vél- mennis. En dæmigerð hegðun mannsins er — eins og hegðun annarra dýrategunda — rugl- ingsleg I reynd og full af þverstæðum, vegna þess að hún er mótuð af of marg- breytilegri og ruglandi reynslu. Þvi er sá einn kostur, segir Skinner, ef menn vilja komast hjá stjórnleysi i fram- tiðinni, að breyta heiminum i sálfræðilega tilraunastofu, þar sem með „hegðunar- tækni” er mótuð hin æskilega breytni manna. Skinner segir að þetta sé hægt og vitnar til langvarandi rannsókna sinna á rottum og öðrum kvikindum. Hann er ekki sérlega hrifinn af refs- ingum, segir að þær kenni fyrst og fremst að komast hjá straffi. Hins vegar sé þræl- skipulagt verðlaunakerfi hin virkasta aðferð til að kenna æskilega hegðun. Tilraunir i þessa átt fara fram úr svo- nefndum Skinnerkössum, lok- uðum hólfum þannig út- búnum, aö dýrin i þeim fái matarskammt að launum fyrir hverja rétta breytni eða framfarir. Skinner tekur reyndar fram, að „manneskjur eru ekki dýr” — engu að siður hefur hann búið Skinnerkassa fyrir mannabörn.og eru nú um 1000 i notkun. Sumt af fræðum sinum hefur hann hagnýtt til að búa til ýmis kennslutæki, sem hafa hlotið útbreiðslu. En er hann þegar árið 1948 skrif- aði staðleysuskáldsöguna Walden Two um sælulif kommúnu, þar sem menn lifa i friði og sæld vegna strangs sjálfsaga, hlaut hún slæmar móttökur og gleymdist fljótt. Aftur á móti er hún nú tizku- bók i Bandarikjunum, seld i fyrra I miljón eintaka. SKINNER TELUR, að sælu- rikið geti komið þegar menn sættast á að ljúka þvi skeiöi i þróun sinni sem kenna mætti við viljafrelsi. Hann segir aö frelsi viljans hafi haft sinu hlutverki að gegna meöan maöurinn þurfti aö berjast við kúgun harðstjóra, en nú sé þvi lokið. Þvi I iðnaðarsamfélagi samtimans getur einmitt þetta frelsi i mynd hinnar óheftu einstaklingshyggju af sér þverstæður og órétt: stórhættulega offjölgun, eyði- leggingu umhverfis og arðrán á þeím sem minni máttar eru. Skinner segir, að menn séu hvort sem er ófærir um að stjórna hegðun sinni með frjálsum vilja. „Við erum hvort sem er undir eftirliti — foreldra, kennara, auglýs- enda, og stjórnvalda — en eftirlit þetta er mjög handa- hófslegt”. Þess vegna telur hegðunartæknifræðingurinn, að það sé engin sérstök áhætta I þvi fólgin að menn i framtið- inni beygi sig undir alræði við- tækrar stjórnunar og eftirlits af hálfu samfélagsins. VINSÆLDIR slikra kenninga nú um stundir i sjálfu höfuö- vigi einstaklingshyggjunnar eru um margt skiljanlegar. Þær eru tengdar öryggisleysi og ótta stórborganna, hræðslu við offjölgun, ótta við að umhverfið deyi og margt fleira. I raun réttri er hér verið að fitja enn einu sinni upp á ýmsu, sem hefur verið á dagskrá allt frá vinstri til hægri i óratima: hve langt á að ganga i þvi að „skipu- leggja” lif hvers einstaklings. Fyrir rúmri öld réöist Dosto- éfski heiftarlega á sósialista sins tima, sakandi þá um að vilja búa til litlaust, ópersónu- legt og steingelt sæluriki. En sjálfur fylltist hann þeirri laugardags pösðffl skelfingu þegar hann kafaði niður i lygilegt hyldýpi mann- lifs, að hann stundi upp: Manneskjan er of rúmgóð. Ég mundi þrengja hana. Auðvitaö er margt til i kenn- ingum þeim sem Skinner boðar. Að sjálfsögðu eru menn i reynd ekki eins frjálsir og þeir telja sér trú um, eins og allir vita sem hnusað hafa af þvi hvernig skoðanir verða til. Auðvitað er þaö ljóst, að menn geta ekki endalaust leyft sér það „frelsi” að nauðga náttúr- unni eins og þeim sýnist. En við þessu eru til önnur svör en kassar Skinners. Bölvun þeirrar einstaklingshyggju, sem Skinner hamast gegn, er að mjög verulegu leyti tengd einkaeignarrétti á landi, auð- lindum og framleiðslu. Afnám hans er i sjálfu sér stórt skref til verndar umhverfis. Og það er með öllu óþarft að tengja eignarrétt þennan við frelsið göfuga, þvi hann táknar i reynd ófrelsi fyrir aðra. Ef peningamenn hafa frelsi til að kaupa stað eins og Þingvelli, þá þýðir það að við hinir erum á þeim stað ófrjálsir menn. Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.