Þjóðviljinn - 27.01.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1973, Blaðsíða 9
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. janúar 1973 Laugardagur 27. janúar 19 þJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 brunnin Mörg hús sokkin og 15—20 Þaö er ys og þys viö höfnina. Þessi mynd er tekin þegar unniö er vift lestun á bilum, farangri,húsgögnum og ööru i Hekluna. (Mynd vh.) Vörubifreiöá kafif hrauni og vikri. (Mynd liMil) í vikur Þelta ercin af ólalmörgum ömurlegum myndum sem biasa viö augum leita scr aösamastaöá öörum hlutum þessa lands. — (Mynd vh.) i Vestmannaeyjum þessa dagana: brunnin hús og ónýt — og Eyjabúar ,Fólk á hraðri ferð með töskur, Vilborg Haröardóttir, fréttamaö- ur Þjóöviijans simaöi frá Vest- mannaeyjum kl. 3 i gær: Pompei var það orð, sem fyrstkom í huga mér, þegar ég gekk í morgun áleiðis að gosstöðvunum og virti fyrir mér þá hræðilegu eyðilegg- ingu, sem vikur- og ösku- fallið hafa valdið i nótt. Milli 15 og 20 hús hafa brunnið til grunna i nótt, þar á meðal Oddsstaðir og öll nýju húsin næst Kirkju- bæjarhverfinu. Stórt hverfi i suðausturhluta bæjarins er bókstaflega á kafi i vikurdyngjunum, tugir húsa alvegkomniri kaf, eöa rétt mæn- arnir standa upp úr og jafnvel hundruð húsa á kafi að hálfu. Engin orð lýsa þeim dapurleika og klökkva, sem þessi sjón vekur. Fram aö þessu höfum viö fylgzt með þvi, hvernig eitt og eitt hús hefur oröið eldinum að bráð en hér sjáum við, hve stórvirk nátt- úruöflin geta verið á einni svip- stundu. Rafmagnslinur og sima- linur hafa sligazt undan þungan- um og liggja nú viða beint ofan i jörðina. ófært er flestum bílum f tveim húsum, sem voru aö mestu leyti I kafi, hafði kviknað annaö hvort út frá heitum vikri eöa slitnum raflinum, og kom reykurinn upp úr vikrinum undan rjáfrum. Enginn veit úr hve mörgum þessara húsa búið var að bjarga húsmunum og öörum eig- um fólksins, en alls staðar annars Forseti tsiands, kr. Kristján Eldjárn, brá sér til Vestmannaeyja I fyrradag eins og greint var frá f blaðinu I gær. Þessa mynd tók vh. er forsetinn kom á flugvöllinn og bæjarstjórinn Magnús Magnússon tekur á móti forseta. poka og pinkla” staöar var fólk á hraðri ferð með töskur, poka og pinkla I höndun- um, þvi aö viðast er ófært fyrir bíla, aðra en þá, sem hafa drif á öllum hjólum. Mjög er misjafnt, hverju fólki tekst að bjarga. Sumir hafa getaö hlaðiö heilu bilfarmana, en abrir rétt náö I sængurfötin sin, eins og til dæmis Sigfús Kristjánsson, gamall maður, sem ég mætti. Hann tók það, sem hann gat boriö af sængurfötum, en sagðist ekki treysta sér aðra ferð. Það er langt Tveir ráöherrar brugöu sér til Eyja i gær. Myndina tók vh. Frá vinstri: Magnús Kjartansson, Hannibal Valdimarsson og svo Þorleifur Einarsson jaröfræöingur, sem segir ráðherrum tiöindi. i||§ ab ganga frá Friöarhöfn og austur I bæ, ekki sizt með byrðar. Engilbert, sonur Þorbjörns bónda i Kirkjubæ, var einnig að byrja aö bjarga úr húsi sinu. Þaö er að visu ekki mjög austarlega, en ef vikurfallið heldur áfram er aldrei að vita hvaö gerist. Hann byggði húsið sitt fyrir tveim árum og hafði engu bjargað enn, þvi að hann þurfti að aðstoða við björg- un frá Kirkjubæ og slátrun grip- anna hjá föður sinum og bróður. Heklan kom á ytri höfnina I nótt, en ekki inn á innri höfnina fyrr en I morgun vegna vikur- fallsins. Hún var að fara i land aftur rétt i þessu. Einnig mun Herjólfur koma með fólk og flytja þaö svo I land aftur siðdegis. öllum skipað i land nema hjálparsveitum Ollu fólki hefur verið fyrirskip- að að fara með skipinu i land og hafa lögregla og hjálparsveitir veriö á ferö hér um allar götur til aö reka á eftir þvi. Engir fá að vera eftir nema um 100 manns, en þaö eru þeir sem hér segir: sveit, sem sér um flutninga á innbúum úr húsum sem næst eru eldstöðv- unum, sveit sem sér um eftirlit Frh. á bls. 15 Um 100 Eyjamenn synjahluti sína Um kl. 14.30 í gær lögðu um 100 Vestmannaeyingar af stað frá Bifreiðastöð Is- lands til Þorlákshafnar og þaðan til Eyja. Ekki þykir ástæða né tími til að taka allt innbú úr húsunum heldur aðeins það helzta sem hver og einn á. Þeir menn sem eru í Eyjum munu sjá um að taka hús- gögn og aðra innanstokks- muni úr þeim húsum er kunna að vera í mestri hættu. Við tókum nokkra Eyja- menn tali i gær: Tek aðeins helztu smáhluti Karl Sighvatsson var að leggja af stað frá BSl I gær og sagðiist hann aðeins taka helzta smádót þar eö hús hans er enn ekki i telj- andi hættu þó þaö sé i austurhlut- anum. Hann býr i Brimnesi við Bakkastig og reiknar með að meö sama hraöa hraunstraumsins geti húsið ekki orðið undir á næst- unni. Karl hugðist sækja myndasafn sitt, sem er nokkuð stórt, og einn- ig ætlaði hann aö taka með sér þær bækur sem hann hefði pláss fyrir. Ef svo kynni að fara að hraunstraumurinn næði húsinu mundu björgunarmennirnir i Eyjum fjarlægja öll verðmæti úr þvi. Bróðir Karls, búsettur á Seltjarnarnesinu, hljóp undir bagga með honum og hýsir hann til bráðabirgða svo aö húsnæðis- vandræði herja hann ekki i bráð. Náði ekki einu sinni bleyjum á ungabarnið Una Eliasdóttir komst snemma burt frá Vestmannaeyjum eftir að gosið byrjaði, eða með öðrum bátnum sem lagði af stað þaðan. Báturinn kom til eyja um svipað leyti og Surtsey gaus og var skirður eftir henni, heitir Surtsey og er þvi öllu vanur. Una Eliasdóttir — ekki einu sinni bleyjur á ungabarnið komust meö. Una er fjögurra barna móðir, það yngsta er nokkurra mánaöa en hið elzta 14 ára. Svo mikill var flýtirinn niður að höfn aö ekki gafst henni timi til aö taka svo mikið sem bleyjur á yngsta barn- ið. Þó sagðist hún hafa náö með sér töluverðu magni af skjólföt- um, og hennar fjölskylda var þvi tiltölulega vel sett á leiöinni til lands. Þess má geta að kona nokkur hljóp út á nælonslopp einum klæða og lá þannig búin á dekki eins bátsins alla leið til Þorláks- hafnar, eða i um 5 tima. Að visu fékk hún ábreiðu yfir sig þó má imynda sér kuldann og vosbúðina hjá þvi fólki sem þannig stóö á fyrir. Búum okkur undir langa dvöl hér á meginlandinu Þannig fórust þeim Jóni ólafs- syni og Hrefnu Sighvatsdóttur orö, er þau hoppuðu inn i lang- ferðabil á BSI i bær. Þau búa i miðbænum og fá þess vegna ekki að hreinsa húsgögn út núna, enda ekki ástæöa til. Þau komu meö bát fljótlega eftir að gosiö byrj- aði, höfðu nægan tima til aö klæða sig vel og búa 3 börn sin undir vosbúðina sem framundan var. Ekki tóku þau þó teljandi smádót með sér þá, en hugðust sækja það nú. Þau búa hjá foreldrum Jóns um stundarsakir, en Jón, sem er lögfræðingur, er þegar farinn að leita sér að ibúð og vinnu og býr sig undir langa viöstöðu ,,á Islandi”. sækja nauð Jón Ólafsson og Hrefna Sighvatsdóttir — leita nú aö Ibúö og starfi og búast til langdvalar á ”islandi”. Karl Sighvatsson — tekur aöeins smæztu nauösynjahluti. Hjá honum stendur Sigurjón Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.