Þjóðviljinn - 03.02.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. febrúar 1973. P.IÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Innflutningur jókst,
en útflutningur betur
fyrstu 9 mánuðum ársins 1972, en
var hagstæður um 1.458 millj. kr.
á sama timabili árið áður.
Á fyrstu 9 mánuðum ársins 1972
batnaði gjaldeyrisstaða bankanna
b'rh. á bls. 15
Frá Seðlabankanum hef-
ur borizt bráðabirgðayfirlit
yfir greiðslujöfnuð við út-
lönd fram til september-
loka 1972. Þar kemur fram,
að útflutningur fyrstu 9
mánuðina nam 12.536 milj.
kr. 1972,en 10.065 milj. 1971.
Á sama tima var innflutn-
ingurinn 13.670 milj. 1972,
en 12.010 milj. kr. árið áður.
Lántökurtil langstíma um-
fram afborganir jukust um
2.2 miljarða kr. 1972,en 1.5
milljarða 1971. Innstreymi
erlends einkafjármagns til
atvinnurekstrar (aðallega
álbræðslan) nam 425 milj.
kr. fyrstu 9 mánuðina 1972,
en hafði verið 1.365 milj. til
jafnlengdar 1972.
Yfirlitið sýnir, að i heild er vöru-
skiptajöfnuður á 3. ársfjórðungi
áætlaður óhagstæður um 244 millj.
kr., en var á sama timabili árið áð-
ur óhagstæður um 115 millj. kr., og
er þvi heildarvöruskiptajöfnuður-
inn á 3. ársfjórðungi tæpum 130
millj. kr. óhagstæðari nú en árið
áður. Sé hins vegar útflutningur á
álafurðum og innflutningur á veg-
um álbræðslunnar dreginn frá út-
og innflutningstölum 3. ársfjórð-
ungs bæði árin 1971 og 1972, kemur i
ljós að vöruskiptajöfnuður að frá-
dregnum áhrifum frá álbræðslunni
varð um 600 millj. kr. óhagstæðari
á 3. ársfjórðungi 1972 en á sama
timabili árið áður, enda jukust
birgðir af álafurðum á árinu 1971,
en hafa farið lækkandi á árinu 1972.
Þjónustujöfnuður, en til hans
teljast samgöngur, ferðalög, trygg-
ingar, vaxtagreiðslur o.fl., er
áætlaður hagstæður um 545 millj.
kr. á 3. ársfjórðungi 1972, á móti 355
millj. kr. árið áður, og verður þá
jöfnuður á vörum og þjónustu i
heild, viðskiptajöfnuðurinn, haf-
stæður um rúmlega 300 millj. kr.,
en var á sama timabili 1971 hag-
stæður um 240 millj. kr.
Af fjármagnshreyfingum eru
langar lántökur jafnan mikilvæg-
astar, er þá átt við samningsbundin
lán til eins árs eða lengri tima, og
afborgarnir af slikum lánum. Á 3.
ársfjórðungi 1972 námu innkomin
löng lán 1.526 millj. kr., en endur-
greiðslur námu 517 millj. kr. þann-
ig að skuldbindingar i formi fastra
lána jukust um 1.009 millj. kr., en á
sama timabili árið áður varð lækk-
un á löngum lánum um 27 millj. kr.
1 heild er fjármagnsjöfnuðurinn
áætlaður hagstæður um 1.098 millj.
kr. á 3. ársfjórðungi 1972, en 390
millj. kr. á sama timabili árið áður.
Vegna hins mikla fjármagnsinn-
streymis varð greiðslujöfnuðurinn
i heild, eins og hann kemur fram i
breytingu á gjaldeyrisstöðunni
hagstæður um 1.394 millj. kr. á 3.
ársfjórðungi 1972, en varð á sama
timabili árið áður hagstæður um
635 miilj. kr.
A framangreindu yfirliti er einn-
ig samandreginn greiðslujöfnuður
1.-3. ársfjórðungs. Sést þar, að
jöfnuður fyrir vörur og þjónustu,
viðskiptajöfnuðurinn, er áætlaður
óhagstæður um tæpar 670 millj. kr.
i janúar—september 1972, en varð
óhagstæður um 1.215 millj. kr. á
sama timabili árið áður.
1 heild varð greiðslujöfnuðurinn
hagstæður um 1.110 millj. kr. á
Guniiar Karlsson
Sagnfrœðirit eftir Gunnar Karlsson cand. mag.
Frá endurskoðiin til valtýsku
Hafin er útgáfa ritraðar, sem
nefnist Sagnfræðirannsóknir —
Studia historica.og stendur Sagn-
fræðistofnun Háskóla Islands að
henni, en Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs annast útgáfu og dreifingu.
Ritstjóri er Þórhallur Vilmundar-
son prófessor.
í ritröð þessari er ætlunin að
birta prófritgerðir frá Háskóla
Islands um sagnfræðileg efni,
sagnfræðirannsóknir, sem unnið
verður að á vegum Sagnfræði-
stofnunarinnar, og aðrar sagn-
fræðiritgerðir, sem sérstök
ástæða þykir til að gefa út.
Fyrsta bókin i ritröðinni Sagn-
fræðirannsóknir — Studia
historica — heitir Krá cndur-
skoðun til valtýsku og er eftir
Gunnar Karlsson cand. mag. Er
hún að stofni ritgerð til
kandidatsprófs i islenzkum fræð-
um við Háskóla Islands og mark-
mið hennar að skýra stefnu-
breytingu þá, sem varð i
stjórnarskrárbaráttu islendinga
á siðasta áratug 19. aldar. Er
einkum könnuð saga stjórnar-
skrármálsins á binei 1895, en
leitazt við að tengja hana atburð-
um fyrr og siðar og fjallað um
nokkur aðalatriði i stjórnar-
skrárbaráttunni allt frá 1885 til
1897 eða til þess tima, þegar
..benediskunni” lýkur og
„valtýskan” hefst, en þá er
skammt i heimastjórn tslendinga
1904.
Krá endurskoðun til valtýsku
skiptist i 10 meginkafla, og fylgir
úrdráttur efnisins á ensku,
þýddur af Jóhanni S. Hannessyni.
Bókin er 167 hlaðsiður að stærð,
vélrituð, en offsetprentuð i Odda.
Runebergs-
kvöld
í Norræna
húsinu
Finnska skáldið Jóhann Rune-
berg fæddist 5. febrúar, 1804. I
Finnlandi gera menn sér daga-
mun þennan dag. Þeir minnast
skáldsins, framlags hans til
menningarmála svo og annarra
menningarfrömuða. Að frum-
kvæði sr. Sigurjóns Guðjónssonar
fyrrv. prófasts i Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd hefur Finnlands-
vinafélagið Suomi - nú
um nokkurt skeið efnt til Rune-
bergs-vöku 5. febrúar ár hvert.
A mánudaginn kemur verður
Runebergs—kvöld félagsins i
Norræna húsinu, kl. 20,30. Hinn
nýi framkvæmdastjóri Norræna
hússins Maj Britt Imnander
flytur ávarp. Finnski sendi-
kennarinn Pekka Kaikumo
kynnir finnska skáldið Vajo Meri,
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs nú fyrir
skömmu. Magnús Jochumsson
fyrrverandi póstmeistari les
smásögu eftir skáldið, sem
Magnús hefur sjálfur þýtt úr
finnsku. Mun það sennilega ein
fyrsta bókmenntaþýðing
Islendings beint úr þvi máli.
Kristinn Hallsson óperu-
söngvari syngur við undirleik
Láru Rafnsdóttur. Valdimar
Helgason leikari les úr finnskum
bókmenntum. Loks verður sýnd
kvikmynd frá Finnlandi.
Aðgangur cr öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
,>■■■■' |
Áður flaug hiigurinn og farfuglarnir. Nú fljúgum við.
Suður,— í sfij og hvíld. Þangað sem hugurinn leitar í
skammdeglnurf leiiTog fleiri átta sig-*SÞive einstök
tækifæri bjóðást nú til að njóta sumarblíSuThress+ngar
og skemmtunar rneðan veturmn ríkir hér í noröri.
Eftir sex tíma þotuflug í hásuður erum við komin til
Kanaríeyja úti fyrir Afríkuströndum.
Við höfum þrjá íslenzká fararstjóra á Grán Canaría
ög sex mismUnaridTtfVárarstaði tfÞað velja um í 15
eða 22 dgga.. Flogið-er-tvisvar í mánuði tif íoka aprll
mánaðár, verS frá^l.OOO krónumk^
FARBANTANIR HJÁ SKRIFSTOFUM^LUGFÉLAGSINS
OG UMBOÐSMÖNNUM,