Þjóðviljinn - 03.02.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. febrúar 1973 vegna skoðanakönnun væri Wr skref i væntanlegum aðgerðum VH í ibúðabvgg- ingamálum. Fyrir rúmri viku birtist grein um húsnæðismál, sem átti að vera I. grein af mörgum. Hugmyndin var sú að kynna ýmsar leiðir í þeim málum og heyra álit fólks á núverandi kerfi. Vegna atburðanna í Vest- mannaeyjum, sem hljóta að hafa mjög víðtæk áhrif á efnahagskerfi þjóðar- innar, og þá ekki sízt lánamáia, finnst mér að svo stöddu út í bláinn að halda áfram þessum greinaflokki. Við birtum því þá grein, sem búið var að skrifa áður en atburðirn- ir í Vestmannaeyjum gerð- ust, og f jallar hún að mestu um umræður á félagsfundi VR um þessi mál. Fyrri greinin birtist laugardag- inn 13. janúar. sj Sá sem keypti íbúð í ársbyrjun 1971 hjá Framkvæmdanefndinni fyrir 930 þúsund gat 6 mánuðum síöar selt hana á 60%hærraveröi og í dag á 100% hærra veröi Eftirspurn er meiri en fram- boð, sagði Guðmundur, og það hefur verið sagt, að eflaust fari eitthvað i milliliði. Það er alveg rétt, að mesti milliliðakostnaður inn er þegar sá sem kaupir fyrst seiur aftur og þarf ekki að kaupa sér aðra ibúð. Ef fólk þarf að kaupa sér aðra ibúð, þá er ekki hægt að lita svo á að um gróða sé að ræða, þvi eflaust getur viðkomandi ekki keypt fyrir sömu upphæð og hann seldi. En til að lýsa aðeins fyrir ykkur hve mikill vandinn er, get ég nefnt sem dæmi, að Breiðholt hf. byrjaði að selja ibúðir i Æsu- felli 6 — tveggja herbergja ibúðir á um 930 þúsund i ársbyrjun 1971. tbúðirnar voru afhentar 10 mán- uðum seinna, eða i desember 1971, og þá höfðu aðilar, sem fluttu inn i þessar ibúðir, greitt sem svaraði 330 þúsund krónum og fengið 6 hundruð þúsund króna húsnæðismálalán. Þessar sömu ibúðir gátu þeir selt eftir 6 mán- uði á 60% hærra verði, og i dag á 100% hærra verði, eða rúmum tveimur árum eftir að samn- ingurinn var fyrst gerður. Það kemur fyrir i nýjum hverf- um, að þegar búið er að ganga sæmilega frá húsum og lóðum hækka ibúðirnar. t byrjun eru slik hverfi óhrjáleg, langt i búðir, langt i skóla og fólk biður. Þetta getur verið ein ástæðan fyrir þvi að hækkun ibúðanna hefur verið svona ör. Ef við tökum verkamannalaun i júli 1970 og júli 1972, þá hafa. launin hækkað um 60% þegar vinnutimastyttingin er tekin með idæmiö, en i verkframkvæmdum virkar vinnutimastyttingin mikið meir heldur en útreikningur á kaupi, þar sem að dauður timi verður hlutfallslega meiri miðað við nýtanlegan tima, og það verð- ur að reiknast með. Þetta er að- eins smádæmi sem skeður á þess- um markaði. Þá er forsendan, sem ég tel fyrir þvi að félags- heildir reyni á einhvern hátt að leysa sin mái sameiginlega, fyrst og fremst spursmálið um fjár- mögnun. Vandamál einstaklings- ins i dag er að útvega sér fyrst ibúð og siðan peningana á eftir. Hlutfallið milli lána og kostnað- ar var nokkuð gott 1970. Þá voru lánaðar 600 þúsundir af ibúðum sem kostuðu 930 þúsund, en svo var haldið áfram að lána 600 þús- und en ibúðin kostaði i einu 1600 þúsund. Það hlaut að vera veru- Íega óraunhæft. Ibúð, hliðstæö þessari sem ég lýsti áðan, er i dag seid á 1750 þúsund til skilunar eftir tæpt ár með hálfri visitölu — hún gæti kostað 1900 þúsund krón- ur. Þetta eru aðeins tölulegar út- linur þessa vanda. Af hverju er ekki borgað oftar af lánum? Þá vék Guðmundur að lána- kerfi húsnæðismálastjórnar, og sagði það skoðun sina, og margra annarra, að rangt væri að láta fólk greiða af lánunum einu sinni á ári i stað t.d. mánaðarlega. Þetta kom skýrt fram i Breið- holti; þar byrjaði fólk á að leggja teppi ofan á parketgólf, og kaupa sjónvarp, en til þess að komast inn i ibúðirnar þurfti fólk að sýna að það ætti helzt ekki neitt og þyrfti verulega fyrirgreiðslu. Magnús L. Sveinsson, sem á sæti i úthlutunarnefnd á vegum framkvæmdabyggingaráætlun- arinnar, gerði að umtalsefni gagnrýni vissra aðila á þessum framkvæmdum, þar sem þvi var meðal annars haldið fram að þær myndu ekki tryggja lægra verð en gerist á frjálsum markaði. Það mun koma i ljós að þessar fram- kvæmdir áttu rétt á sér. Það er rétt að geta þess að nokkrir bygg- ingaraðilar hafa getað boðið ibúð- ir á svipuðu veröi og ibúðir á veg- um framkvæmdanefndarinnar. Þá lýsti Magnús þeim kjörum sem i boði eru, en fólk borgar 20% af andvirði ibúðanna á fyrstu þremur árunum. Til þess að kom- ast inn i þessar ibúðir i dag þarf viðkomandi að borga 226 þúsund fyrir 2ja herbergja ibúðir, 254 þúsund fyrir 3ja herbergja ibúð og 356 þúsund fyrir 4ra herbergja ibúð. Þau 80% sem eftir eru eru greidd á 30 árum. 400 um 90 íbúðir Magnús skýröi frá verði á ibúöum sem er verið að úthluta þessa dagana, en umsækjendur eru um 400 um aðeins 90 ibúðir. Þetta eru 2ja og 3ja herbergja ibúðir sem eiga aö vera tilbúnar um mitt ár. 2ja herbergja ibúðir eru áætlaðar á 1320 þúsund, hækkun frá siðasta ári 16,8%, og 3ja herbergja ibúðirnar eru áætl- aðar á 1640 þúsund og hafa hækk- að um 11,6%. Þetta er áætlað verð og reynslan er sú að áætlað verð hefur hækkað um 5%. Eftirspurn hefur verið gifurleg, og þegar við úthlutuðum 94 ibúðum á sl. ári voru umsækj- endur 545. 8500 ibúðir — fólksfjölgun 14 þúsund Þá benti Magnús á að margir undruðust hve eftirsj>urn eftir i- búðumværi mikil, þrátt fyrir mikl- ar byggingaframkvæmdir. A sið- ustu 10 árum hafa verið byggðar 8500 ibúðir i Reykjavik, en ibúa- fjölgun aðeins um 14 þúsund á sama tima. Þessu til skýringar má nefna, að töluvert hefur verið um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis, og siðan hefur verið mjög mikið um, og þá sérstaklega i miðbænum, að ibúðarhúsnæði hefur verið tekið undir atvinnu- rekstur. Þannig hverfur af mark- aðinum'mikill fjöldi ibúða. Magnús sagðist hafa kynnt sér, að 80% af fjölskyldum hér i Reykjavik búa i eigin ibúðum, og eru það athyglisverðar tölur. Á verðbólgan að fá að leika lausum hala? 1 umræðum á eftir kvaðst Böðvar Pétursson þvi fylgjandi að fá fram þær breytingar hjá lifeyrissjóðum almennt, að þeir gætu orðið virkari aðilar að ibúðabyggingum en þeir eru nú. Böðvar benti á, að það væri til litils að greiða 20-30 ár i lifeyris- sjóði, ef verðbólguþróunin heldur áfram eins og að undanförnu. Böðvar kvaðst fylgjandi þvi, að lifeyrissjóðir gætu byggt ibúðir og leigt sinum sjóðfélögum, þannig að tvær flugur væru slegnar i einu höggi — aðstoð við sjóðfélaga i sambandi við ibuðir og betri ávöxtun fjármagns lifeyrissjóð- anna. ibúöin í Noröurmýri 1 framhaldi af þessu benti Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur á ágætt dæmi um það af hverju sjóðir húsnæðismála- stjórnar minnka jafnt og þétt; eftir þvi sem hún lánar meira kemur hlutfalislega minna inn aftur. Maður byggði 3ja her- bergja ibúð i Norðurmýrinni 1936 og seldi hana á 9.500 krónur. 36 árum seinna var sama ibúð seld á 1 miljón og 450 þúsund, þrátt fyrir afskriftir. Ef 40 ára lán hefði hvilt á þessari ibúð, þá er siðasta greiðslan I60asti af þvi sem raun- verulega var látið i ibúðina i upp- hafi Verðbólgan á 36 árum var þessi, og þetta er skýringin á þvi, að það er nauðsynlegt að hafa ibúðabyggingar verðtryggðar. Minnzt var á, að ibúðir fram- kvæmdanefndarinnar eru ódýrar, og ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær — stærð rekstrareiningar- innar og þarmeð fjármögnun fyrirfram, og i öðru lagi, að sú fjárfesting, sem var gerð fyrir fimm árum i tækjum og efni, er búin að fara i gegnum þrjár gengisfellingar og þó að vinnu- laun hafi hækkað, þá standa tækin fyrirsinu. Böðvar benti á að fieiri lifeyrissjóðir athuguðu þetta mál, og ég held að það sé æskilegt af fleiri en einni ástæðu. Það er vandamál að taka eitt félag útúr og setja það niður á einn stað. Vandamálið i Breiðholti er t.d. að þar eru fáir háskólaborgarar. Þetta hefur áhrif á t.d. skólana i samanburði við aðra skóla, þegar verið er að bera saman einkunnir, og það ec álitið félagslegt vanda- mál að isortera of mikið eftir stéttum. Slikt mætti forðast með samstarfi við fleiri lifeyrissjóði, og þá kæmu fram fjölbreytilegri lausnir i ibúðabyggingum og eignarformi. Ef hugsað er stórt ... Guðmundur H. Garðarsson tók nú til umræðu hugsanlega getu sjóðsins, til framkvæmda og hvatti menn til að hugsa stórt, þvi sjóðurinn væri i rauninni mjög stór. Við skulum hugsa okkur að Dagsbrún og VR rugluðu saman reitum á þessu sviði, ásamt 3-5 smærri félögum, þá gætu þau saman sótt um stórt svæði, eins og t.d. i kringum Korpúlfsstaði, og byggt þar borgarhluta. Ef viö notuðum einn þriðja af okkar sjóði i slika framkvæmd, i stað þess að rikið fái það i sina sjóði, þá geta það orðið 100 miljónir. Eftir nokkur ár yrði Dagsbrún með svipaðan sjóð og við og gæti lagt fram aðra eins upphæð, eða 200 miljónir samtals. Ef nokkrir sjóðir gætu lagt fram árlega segjum 150 miljónir næstu fimm árin, þá eru komnar 750 miljónir, þannig að menn sjá aö hlutirnir myndu gerast mjög fljótt. Það riður á mestu að þetta sé vel undirbúið og öllum sé vel ljóst hvað er á ferðinni. Ef við getum ekki gert okkur fulla grein fyrir hvernig við eigum að nýta þetta fé sem bezt, þá koma bara aörir og segjast gera það fyrir okkur, og þá verðum viö að sækja þetta allt eitthvað annað. Það held ég að fæst okkar vilji. 1 næstu grein munum við heyra hljóðið i Óskari Jónssyni. sem er framkvæmdastjóri BSAB. Þegar íbúðin kostaði 930 þúsund voru þegar samskonar íbúð kostaði allt í einu 1600 þúsund, þá Laugardagur 3. febrúar 1973. ÞJöÐVILJINN - StÐA 9 3ja mánaða verk Að hreinsa Vestmannaeyjabœ með 50 vörubifreiðum, giska verkfrœðingar á Sem kunnugt er hefur Almennu verkfræðiskrif- stofunni verið falið að gera áætlun um hreinsun ösk- unnar I Vestmannaeyjabæ og hafa verkfræðingar skrifstofunnar þegar hafizt handa við þetta verk. Pétur Stefánsson verkfræð- ingur sagði okkur i gær, að þeir væru komnir nokkuð á veg með þessa áætlun, en henni yrði ekki lokið fyrr en á mánudag. Við báðum Pétur að gizka á hvað það tæki langan tima að Viðtækar rannsóknir standa nú yfir á gos- efnunum úr Heimaey. Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins vinnur að hagnýtum rannsóknum en svo er einnig unnið að rann- sóknum á gosefnum hjá jarðfræðingum og að því er Sveinn Jakobsson jarð- fræðingur sagði okkur í gær, er nokkuð langt i land með niðurstöður þessara ibúatala landsins 1. desember sl. var 210 þús- und samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar. Fjölgunin frá því í fyrra er 3,5 þúsund mannseða 1,7%. Bráðabirgðatala mannfjöldans á Islandi samkvæmt þjóðskrá 1. desember á liðnu ári var 210.352, en samsvarandi tala árið áður hafði verið 206.818. Af mannf jöldanum eiga 83.831 heima i Reykjavik, 144.964 I kaup- stöðum og 65.306 i sýslum, þ.m.t. kauptún i sýslum. 82 persónum hefur enn ekki tekizt að fá búsetu i neinu sveitarfél. Veröur það Það væri synd að segja, að hann bæri ekki útlit manna sinna fyrir brjósti, hann Rúnar slökkviliðs- stjóri. Ekkert skal til sparað, að þeir taki sig sem bezt út og þeir skulu fá þaö bezta fáanlega, hvað sem það kostar. I þetta sinn kostar tilhaldið okkur Reykvikinga um 60 þúsund krónur árlega. Fyrir utan ein- kennisbúninginn og hlifðargall- ann eiga slökkviliðsmenn nefni- lega nú að fá nýja vinnugalla. Til að spara einkennisbúninginn þeg- ar þeir eru bara að dudda á stöð- inni og til að vera i undir hlifðar- gallanum i útköllum. ryðja bæinn miöaö við ákveðinn vélafjölda. Hann svaraði þvi til að liklegt væri talið aö það myndi taka 3 mánuði að grófhreinsa bæinn með 50 stórum vörubifreiðum og 6 stórum -ámokstursvelum og mörgum aðstoðarvélum. Þó tók Pétur fram að það væri i raun of fljótt að segja til um þetta. Aðspurður um hvert þetta yrði flutt sagði Pétur, að það væri algerlega mál Vestmannaeyinga sjálfra, en sá staður sem þeir hefðugefið verkfræðingunum upp væri hraun vestarlega á Heima- ey, sem ku vera ætlað sem fram- tiðarbyggingasvæði bæjarins, og rannsókna, flestra en þó ekki allra. Til að mynda er vitað að hér er um svo kallað Havaiit-hraun að ræða, sem er frábrugðið öðrum hraunum hér að þvi leyti, að það er mjög seigt og rennur þvi hægt. Þá er vitað að mun minna flúor er i þessum gosefnum en til að mynda Heklugosinu 1970 og stafar búfénaði þvi mun minni hætta af öskufalli, en eins og menn muna, þá urðu menn fyrir búsifjum viða um land i siðasta lagfært þegar endanleg ibúatala verður gefin út, næsta sumar. Þá verður enn fremur bætt við þeim börnum sem fæddust i nóvember og fleiri lagfæringar gerðar. Má búast við að endanleg ibúatala nálgist ellefta þúsundið yfir 200 þús. 1 öllu landinu töldust karlar 2.200 fleiri en konur, en i Reykjavik einni er um 2.100 fleiri konur en karlar. 1 kaupstöðunum samanlagt var um 1.500 konum fleira en karlar. Þetta er i sam- hengi við hina miklu „kvenna- þurrð” sveitanna, en i sýslum landsins var um 3.700 körlum fleira en konur. Og ekkert illt um það, þeir þurfa sjálfsagt á að halda tvenn- um ókeypis vinnufatnaði árlega. En það er sko ekki sama, hvernig þessir gallar lita út. Gallar úr sama efni og verkamenn nota hljóta ekki náð fyrir vandlátum augum slökkviliösstjórans. Nei. Hann vill fá galla handa sinum mönnum samkvæmt sérstakri sænskri teikningu og úr sérstöku efni, sem heldur brotunum! Jafn- framt skulu þeir merktir slökkvi- liðinu. Gegn þessu tildri lagðist Sigur- jón Pétursson i borgarráði og fannst slökkviliðsmenn vel geta þar er áætlað að jafna 1,5 m lagi yfir hraunið, og yrði þá miklu léttara að byggja þar en eins og það er nú. Svo er annar staður i námunda við nýja hraunið sem komið hefur til greina aö flytja öskuna úr bænum á. Það mun vera um 1,4 miljónir rúmmetra af ösku sem áætlað er að flytja burt, en alls er talið að séu um 2 milj. rúmmetra af ösku á Heimaey og sumt af þvi er ekki fyrirhugað að hreyfa, heldur græða upp. Þess má geta að lokum að allir ráðamenn munu sammála um að hef jast handa við hreinsun sem allra fyrst. — S.dór. Heklugosi sökum eiturefna sem fuku vitt. Þá hafa farið fram hitarann- sóknir i gignum á Heimaey og er hitinn um 1140 gráður. Nokkrar fleiri rannsóknir standa yfir, svo sem jarðskjálftamælingar, rann- sóknir á loftefnum og fleira. En Sveinn sagði að i sumum tilfellum myndu liða mánuðir, þar til niðurstöður fengjust, en þeirra mætti vænta að styttri tima liðnum úr öðrum rannsóknum. í Vestmannaeyjum voru 1. desember sl. skráðir 5.273 ibúar samkvæmt bráðabirgðatölunum. Þar af voru 2.718 karlar og 2.555 konur. 1 yfirlitum þessum er ekki getið aldursskiptingar. Fámennasti hreppurinn á land- inu 1. des var Loömundarfjarðar- hreppur i N-Múlasýslu með einn ibúa, karlmann. Hreppurinn var um sl. áramót sameinaður Borgarfjarðarhreppi i sömu sýslu. A árinu 1971 var Flateyjar- hreppur i Suður-Þingeyjarsýslu sameinaður Hálshreppi (þ.e. Fnjóskadal, en hreppurinn nær einnig yfir eyðibyggðina i Fjörð- um). Þar voru siðast 5 manns á ibúaskrá 1. des. 1971. notað vinnufatnað úr sams konar efni og verkamenn, ekki sizt þar sem þeir fá annan ókeypis vinnu- fatnað árlega — einkennisbúning- inn —, og mætti merkja gallana úr hvaða efni sem þeir væru, þannig að ekki færi milli mála að þarna væru slökkviliðsmenn á ferð. En allt kom fyrir ekki. Það skulu vera brot i buxum vinnu- galla slökkviliðsins, var sam- þykkt með 3 atkv. gegn 2 og þar við situr. Kostnaðaraukinn er um eða yfir 1000 krónur á föt og reiknað er með 60 göllum á ári. 60 þúsund fyrir finheitin. —vh Dansk vœrft tilbyder I sland Arbejde, skolegang og bolig of hjVWlWé btttOKrs itœbrr ftn* eíe*i- defe til h4t??u'ú. Han r--?d ikktt, bvarná* ftan Aan wcnde tílbage &! tít íijew. ííffcþde? l'M ídsMííer /fa ám kat\%*tr'deramt& & Herttmwr :Skibstnetft. Bjóðast til að taka á móti 100 fjölskyldum frá Eyjum Danska blaðið Politiken segir frá þvi i áberandi forsiðufrétt sl. miðvikudag að skipasmiðastö in i Helsingör hafi boðizt til að taka á móti 100 fjölskyldum frá Vestmannaeyjum. Talsmaður stöðvarinnar, Tage Ronne, segir i viðtali við blaðið, að hér sé ekki eingöngu um góðgerðarstarfsemi að ræða. „Við litum á Islendinga sem gott og heilsteypt fólk . . . við höfum haft samband við islenzka ambassadorinn og kunngjört hon- um tilboð okkar. Við getum þegar á morgun tekið á móti 100 fjöl- skyldum, sem við höfum útvegað húsnæði, og skólaganga barnanna ætti ekki að valda vandræðum, þar sem islenzk börn læra dönsku i skólanum”. Talsmaðurinn segir að mest sé þörfin fyrir fagmenn, og störfin séu einkum hagkvæm fyrir fólk undir 50 ára aldri, en séu ein- hverjir eldri, þá er það i lagi, enda er lika mikil þörf fyrir ófag- lært fólk. Yfirstimplað frímerki ódýr fjáröflunar aðferð Maður nokkur hafði samband við blaðið og benti á ódýra og fljótlega fjáröflunarleið fyrir Vestmannaeyinga, og það er að yfirprenta t.d. landhelgisfri- merkið og lyfta þvi upp i 100 kr. verðgildi. Einkenna mætti þessi merki með yfirskriftinni Vest- mannaeyjahjálp, eða Eyja- söfnun. Ef t.d. 100 þúsund merki yrðu yfirprentuð á þennan hátt gæfi það 10 miljónir króna brúttó, og ef upplagið yrði svo tak- markað, myndu erlendir fri- merkjasafnanarar fá áhuga á þessum merkjum og styrkja þannig óbeint land og þjóð. Er þessari tillögu hér með komið á framfæri, en hún er svo sem ekki ný af nálinni, t.d. var isl. frimerki yfirstimplað Hollands- hjálp árið 1953, en þá urðu Hollendingar fyrir miklum búsifjum vegna flóða. Yíðtækar rannsóknir á gosefnum hafnar — S.dór. Islendingum fjölgar Mannfjöldinn kominn yfir 210 þúsund, fjölgunin þrjú og hálft þúsund á sl. ári 60 þús. kr. fyrir finheitin!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.