Þjóðviljinn - 11.03.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.03.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Bryndís Gísladóttir Minningarorð A morgun veröur gerö útför Bryndlsar Gisladóttur, Óöinsgötu 17. Hún andaöist I Landsspitalan- um siöla föstudaginn 2. marz. Bryndis var fædd i Reykjavik 26. janúar 1952, og eru foreldrar hennar hjónin Jóhanna ólafs- dóttir og GIsli Guðmundsson verzlunarmaður. Bryndis ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt tviburasystur sinni, Björk, og bróöur, Braga bór, sem er nokkrum árum eldri. Bryndis var mjög efnilegt barn og hvers manns hugljúfi. Þegar ég hugsa til bernskuára hennar, koma mér i hug þessar ljóðllnur Þorsteins Erlingssonar: „Menn fundu þaö aldrei eins ogþá, hvaö æskan er Ijúf og fögur”. En annaö skáld segir, aö sorgin gleymi engum, og sannarlega fékk þessi litla stúlka sinn skammt og þaö fyrr en varöi. Hún var ekki nema fimm ára gömul, þegar þess varö vart, að hún var miklum mun mæönari og þrek- minni i leik en jafnaldrar hennar, og viö rannsókn fannst lokugalli i hjarta. Ekki var þess neinn kost- ur að bæta mein Bryndisar litlu hér heima, heldur varð móöir hennar að fara meö hana til Ameriku, þar sem hjartaskurður var geröur I hinu mikla Mayo sjúkrahúsi. En þangaö komst hún til lækninga vegna fyrirgreiöslu Magnúsar Agústssonar læknis. Þetta var erfiö för fyrir sjö ára telpu og móöur hennar, og mér er enn i minni, aö ættingjar og vinir biöu milli vonar og ótta eftir frétt- um að vestan. En þær fóru ekki erindisleysu. Bryndis kom heim heil heilsu, og rómuðu þær mæög- ur mjög allt þaö, sem fyrir þær var gert þar vestra. Minnisstæö- ust úr þeirri för hygg ég, að þeim hafi oröiö einstök hjálpsemi og hlýja Guöjóns Lárussonar læknis og konu hans, en þau voru i Rochester um þessar mundir. Næstu árin lék allt i lyndi. Bryndís var heil heilsu og henni sóttist nám i skólum mjög vel. Þar eignaöist hún góöa vini og fé- laga. Ég man vel, hve kennari þeirra systra i barnaskóla, Stefán Jónsson rithöfundur, minntist þeirra hlýlega. Bryndis átti sér sumarland vestur við Djúp hjá góðri ömmu, Sigriöi Samúelsdótt- ur á Vonarlandi. Þar átti hún marga góöa stund i sólskini á sumardegi, og sá staöur mun hafa veriö henni kærastur allra staða. Strax og aldur og þroski leyfði, fór Bryndis aö vinna á sumrin, var viö gæzlu barna, verzlunarströf og i sildarvinnu. A þeim vettvangi eignaðist hún vini og félaga. Þannig liöu góöu árin hennar, og þau voru fljótt liðin hjá. Hún var oröin sextán ára og komin I Menntaskólann. Lffið virtist brosa viö þessari góöu og vel gefnu stúlku, gatan greiö til mennta og starfa. Þá skall ógæf- an yfir. Illkynjaöur sjúkdómur heltók likama hennar, svo aö nýr- un hættu að mestu aö starfa. I fyrstu lá Bryndis i Landakots- spitala og naut þar meöal annars umhyggju fornvinar sins Guöjóns læknis Lárussonar. Veröur hon- um seint fullþakkað þaö, sem hann gerði fyrir Bryndisi. Siöar, þegar sjúkdómurinn færöist i aukana, reyndist henni lifsnauö- syn aö vera i gervinýra tvisvar i viku og fluttist þá i Landsspital- ann. Var hún þar i umsjá Páls Ás- mundssonar yfirlæknis, sem geröi allt, er i mannlegu valdi stóö henni til bjargar. Bar Bryn- dis einlægan þakkarhug til hans og hjúkrunarliðsins á þeim staö. Það eru mikil og þungbær um- skipti að hverfa úr glöðum hópi vina og félaga á björtum morgni lifsins og vera fjötrúö i sjúkra- rúmi af ólæknandi sjúkdómi. Svo hörö og þungbær eru þau örlög, aö orö segja þar fátt af. Þá reynir meira á þrek og hugrekki en nokkru ungmenni er I rauninni ætlandi aö þola. Eflaust hefur Bryndis lifaö margar örvænting- arstundir á þeim fimm löngu ár- um, sem I hönd fóru, en okkur fannst hún vera hetja, og ég held, aö hún hafi aldrei gefið upp alla von. Og blik af hennar vonum lýstu hugi þeirra, sem næst henni stóöu, hvaö sem skynsemi og rök- um leið. Viö vonuðum, ef ekki legöist annaö til, aö upp kynni aö finnast meöal, sem aö gagni kæmi, áöur en þaö yröi um sein- an. Þótt sjúkdómslega Bryndisar væri löng og erfiö, grúföi þó ekki samfellt myrkur yfir henni. alla þá stund. Hvenær sem af henni bráöi, reyndi hún af veikum mætti aö taka einhvern þátt i eöli- legu lifi. Mestan huga haföi hún á náminu, las i rúminu, þegar hún var svo hress, og fór i Mennta- ’ skólann nokkrum sinnum. En þótt allt væri þar gert, sem unnt var, henni til hagræðis, kom sjúk- dómurinn I veg fyrir alla slika viöleitni. Oft var hún furðanlega glööog hress, og margs góös naut hún á sinn hátt, ástrikis og um- hyggju foreldra og systkina og einlægrar vináttu margra. Hugir manna og tilfinningar skirast i sorg likt og málmar i eldi, og þjáningin þokar fólki saman. Viö vorum mörg, sem kynntumst Bryndisi vel og náiö þessi löngu ár, og stundir þær, sem viö vorum I návist hennar, munu lifa lengi i hugum okkar, yljaðar i minningunni af hugrekki hennar og mannkostum. Foreldrum og systkinum Bryn- disar votta ég einlæga samúö. Blessuö sé minning hennar. Bryndís Gísladóttir Þú varst svo stór, svo sterk i þjáningunni, þvi strengir hjartans þoldu alla raun. i vonleysi bjó von í tjáningunni sú vissa hún er draumsins sigurlaun, að ofar hverju angri væri gleðin i yndislegri sýn hins bjarta dags. Þvi fylgdi lika þér á banabeðinn hið bezta skin, já, allt til sólarlags. Þú vissir, Bryndis, hve þér allir unnu, of aldrei gleymist þú, er varst svo kær. En æviþráð þinn örlög stuttan spunnu i innileik þú varst svo hverjum nær. Og leiðin þin á lifsins æðsta végi mun létt og fögur, gleði og blóinum stráð, Þú verður okkur vonarljós á degi, ég veit þú hefur sliku marki náð. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. Tilboð óskast i gerð byggingarmannvirkja virkjunar I Mjólká I Arnarfiröi — Mjólkár II. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð vorða opnuð miðvikudaginn 25. april 1973, kl. 11.00 f.h. INNKAUPÁSTOFNUN RÍKISINS o BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Viðskiptafræðingur Viljum ráða viðskiptafræðing nú þegar eða i vor. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. LANDSBANKI ÍSLANDS Auglýsing Atvinnueflingarsjóður Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til sérstakra rannsókna og athugana i nýjum greinum atvdnnurekstrar i Kópavogi. Nánari upplýsingar verða veittar hjá for- manni sjóðsins Álfhólsvegi 5, Kópavogi, simi 41570. Umsóknarfrestur til 1. júni 1973. Stjórn Atvinnueflingarsjóðs Kópavogs. Framkvæmdastjóri Stjórn Félags islenzkra bifreiðaeigenda, óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir félagið. Upplýsingar um starfið veita stjórnar- menn, eða Magnús H. Valdimarsson, á skrifstofu félagsins, Armúla 27. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni Félags islenzkra bifreiðaeigenda, Kjartani J. Jóhannssyni, á skrifstofu félagsins fyrir 31. marz n.k. Stjórn Félags islenzkra bifreiðaeigenda. Auglýsingasíminn er 17500 Gunnar Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.