Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1973, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 14. marz 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 5 Heppnari en margur Kona nokkur i Rvik fór eftir auglýsingu i blaði, þar sem auglýst var ibúð til leigu. Þegar til kom reyndist auðvelt fyrir konuna aö fá ibúöina og varö fyrir svörum ungur maö- ur. Sýndi hann konunni ibúö- ina og sagöi aö hún yrði aö borga hluta leigunnar fyrir- fram, sem og konan geröi, einar 30 þúsundir kr. Þegar svo til kom reyndist þessi maður engin umráö hafa yfir ibúöinni, heldur móöir nans. Og þegar i kauöa náöist haföi hann eytt þvi sem konan greiddi fyrirfram. En þaö var lán i óláni aö maöurinn haföi nýlega ráöiö sig til sjós, er til hans náðist,og greiddi útgeröin fyrir hann þaö sem hann haföi tekiö af konunni, þannig að hún slapp betur en á horföist. Rannsóknarlögreglan varar fólk viö svona mönnum. Þetta er nefnilega ekki eina tilfelliö sem menn reyna aö notfæra sér húsnæðisekluna i Reykja- vik og svikja fé útur fólki. — S.dór. Ljósmynd- arar greiða 50 til 90% toll af atvinnu- tœkjum Ljósmyndarar greiöa i dag 50 — 90% toll af atvinnu- tækjum sinum á sama tima og aðrar iöngreinar greiöa mun lægri tolla af sinum tækjum, segir I fréttatilkynningu frá Ljósmyndarafélagi tslands. Kom fram almenn óánægja fundarmanna á aöalfundi félagsins meö seinagang þess opinbera viö endurskoöun tollskrár i sambandi viö tolla á tækjum til atvinnuljós- myndara. Fundurinn var haldinn á Hótel Esju 28. febrúar sl. og voru mörg mál til umræðu, en hæst bar námsfyrirkomulag I ljósmyndun, skólamál, verö- skrá og tollmál. Stjórn félagsins skipa nú: Þórir H. Óskarsson, form., Mats Wibe Lund jr. vara- form., Guðmundur Erlends- son gjaldkeri, Heimir Stigsson ritari og Guðmundur Hannes- son meöstjórnandi. Allt er svo stórt í Ameríku Konuskipti Grænlendinga eru fræg um álfur og hafa valdiö miklum speglasjónum. Nú hafa tveir Amerikanar fetaö i fótspor þeirra,og einsog vænta mátti af þeim þjóö- flokki höföu þeir skrefiö stærra og skiptu um fjölskyld- ur. Hér er um aö ræöa tvo þekkta leikmenn úr beisboll- liöinu Yankees. Akváöu þeir skiptin I október s.l. Þeir segja þó hvor sina söguna af ágæti þessa nýja fyrirkomulags. Annaö pariö er hæstánægt og lifir i lukkunnar velstandi, en hitt sleit samskiptum eftir stutta sambúð. Mennirnir höföu verið mjög nánir vinir um langt skeiö áöur en til fjölskylduskiptanna kom. Núna virðist eitthvað hafa sletzt upp á vinskapinn og ganga hnútur á milli. Framkvæmdastjóri liösins þeirra segir að fyrst er hann hafi heyrt um skiptin hafi hann hugleitt að setja báða á söluskrá, en komizt að þeirri niðurstöðu að liklega hefði þetta litil áhrif á liösandann. Loðnuflokkun arvélin reynist afburða vel Fyrir forgöngu sjávarafuröa- deildar SIS voru i febrúarmánuöi sl. teknar i notkun 18 loönuflokk- unarvélar sem framleiddar voru i Danmörku og hafa þessar vélar reynzt sérstaklega vel og spara mikinn mannafla hjá frysti húsunum við loönufrystingu. En sem kunnugt er hefur frysting loönu til manneldis fariö ört vax- andi hér á landi á siöustu árum. Þaö eru Japanir sem kaupa frysta loönu af okkur. Japönsku kaupendurnir sækj- ast einkum eftir hrygnu (þ.e.a.s. kvenloönu), meö tilteknu hrogna- innihaldi. Hængurinn er tiUölu- lega verðlttill á japanska mark- aönum. Þegar seld er hrygna ein- göngu (100%), er söluveröið um helmingi hærra, en þegar hrygna er aðeins helmingur af þunga (50—60% hrygna). Aðalvanda- máliö viö vinnslu loönu hingaö til, hefur verið fólgiö i aö flokka hæng frá hrygnu. Handflokkun er bæöi vinnuaflsfrek og kostnaöarsöm. Af þessum orsökum var þvi augljós þörf vélvæöingar. 1 byrj- un yfirstandandi loðnuvertiöar haföi Sjávarafuröadeild Sam- bandsins spurnir af danskri flokkunarvél, sem veriö var aö reyna viö loönuflokkun i Noregi. Sjávarafuröadeild haföi áöur haft samband viö framleiöanda þess- arar vélar og lagöi áherzlu á, aö fá strax eina vél hingaö til lands til reynslu. Sú vél kom hingaö um miöjan janúar og þrátt fyrir tak- markaöa ipöguleika til tilrauna vegna óhentugs hráefnis á þeim tima, virtust kostir vélarinnar svo augljósir, aö allmargar pant- anir bárust strax frá fiskvinnslu- stöövunum. Þegar hér var komib, höföu Norömenn pantaö 60—70 vélar, en meö góöri samvinnu viö hinn danska framleiöanda tókst aö fá 18 vélar afgreiddar til Islands fyrir miöjan febrúar, eöa þegar Blaöinu hefur borizt athuga- semd um fyrirsögn sem samin var yfir ályktun frá skólastjórum gagnfræöaskóla um grunnskólafrumvarpiö og birtist hér i blaðinu á laugardag. 1 fyrirsögninni stóö aö skóla- stjórar ályktuðu: frumvarpiö „veröi endurskoöaö og lagt fyrir loönufrysting var almennt aö hefjast. Fleiri vélar var ekki hægt aö fá afgreiddar á þessari vertiö, þótt framleiöandi vélanna hafi gert sitt bezta, með þvi aö vinna að framleiðslu þeirra i eftirvinnu og um helgar. Fulltrúi frá framleiöanda véla þessara hefur dvaliö hér um viku- tima og athugað vinnslu þeirra. Er ráögert aö fyrir næstu loðnu- vertiö veröi geröar nokkrar endurbætur á vélinni til aö hún henti enn betur islenzkum aö- stæöum. næsta þing”. Er vakin athygli á þvi aö fundur skólastjóranna hafi lagt til aö frumvarpið kæmi endurskoöaö fyrir næsta þing „vinnist eigi timi til viöunandi afgreiðslu á alþingi er nú situr”. Endurskoöunar- krafan er þvi'viöbótartillaga sem fellur frá ef „viöunandi” af- greiösla fæst á þingi nú. Grunnskólafrumvarpið: Endurskoðunarkrafan er viðbótartillaga Kjarval rœkilega kynntur á menningar- vöku Héraðsbúa Austurland skýrir frá þvi nýlega aö á menningarvöku Héraösbúa, sem veröur haldin i aprilmánuöi, veröi kynning á verkum Kj^rvals. Björn Th. Björnsson, llstfræöingur, mun föstudaginn 6, april flytja erindi um listamanninn, og jafnframt verður opnuð sýning á verkum Kjarvals og nefnist hún „Kjarval á Austurlandi’V Daginn eftir verður dagskrá sem nefnist „Kynni min af-^jarval” og segja ýmsir menn frá kynnum sinum af listamaflninum. A sunnudaginn veröur lesið úr ritum Kjarvals. Næstu helgi á eftir mun Leikfélag Fljótsdalshéraös sýna leikritiö Hart I bak eftir Jökul Jakobsson, undir leik- stjórn Sigurgeirs Hilmars. Tónlistarfélag Fljótsdals- héraös sér um dagskrá eitt kvöld Formaöur Menningarsam- taka Héraösbúa er Skjöldur Eiriksson, skólástjóri. Leikfélag Akureyrar: Fjalla- Eyvindur næsta verkefni Næsta verkefni Leikféiags Akureyrar veröur Fjalla - Eyvindur eftir Jóhann Sigur- jónsson, og veröur frumsýning um miöjan marz. Magnús Jónsson er leikstjóri, en leik- tjöld gerir Magnús Pálsson. Kardemommubærinn var sýndur 19 sinnum og voru áhorfendur rúmlega fjögur þúsund. Leikfélagiö fær 2,3 miljónir króna i styrk frá riki og bæ, og er nú unnið markvisst aö koma upp atvinnuieikhúsi á Akureyri. Etmer tœkifœri til að eignast hlut í banka. Slík tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi! Nú eru aðeins um 15 milljónir óseldar af hlutafjiraukningu Samvinnubankans úr 16 í 100 millj. kr. Með því að gerast meðeigandi öðlast þú rétt til virkari þátttöku í starfsemi bankans og gerir jafnframt örugga fjárfestingu. Þeir samvinnumenn sem hafa áhuga á aö eignast hlut, snúi sér hið fyrsta til bankans, útibúa hans eða næsta kaupféíags. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK, SÍMI: 20700

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.