Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. marz 1973 LITLI GLUGGINN Þessi mynd er frá Þrándi úlfarssyni. Hann er 5 ára. Við þökkum þér fyrir myndina, Þrándur. DRENGURINN Á HVERGI HEIMA Einu sinni var drengur, sem hét Stefán Bjarnason. Hann var 12 ára og var i heimsókn hjá frænku sinni. Frænka hans hét Margrét Geirsdóttir. Einn daginn fór Margrét út i búð til að kaupa i matinn. Stefán var aleinn inni og var að lesa i bók. Þá heyrir hann að barið er á dyrnar, og hann fer til dyra. Þar sér hann litinn dréng, sem var i fatalörfum einum klæða. Drengurinn spurði Stefán, hvort hann gæti gefið sér dálitinn matarbita. Biddu við, sagði Stefán. Skömmu siðar kom hann með kjötbita á diski og mjólkurglas. Gerðu svo vel, sagði Stefán. Takk fyrir, sagði drengurinn og byrjaði að borða. í sama mund kom Margrét inn og sá drenginn. Hvað er...? Þetta er drengur, sem kom áðan að biðja um mat. Og svo sagði Stefán alla söguna. Vesalingurinn, sagði Margrét. Hvað heitirðu vinurinn? Jósep, svaraði drengurinn dræmt og var feiminn. Við verðum að gefa honum góðan mat, svo að hann nærist eitthvað. Séruðu hvað hann er horaður? Við skulum lofa honum að sofa hjá okkur eina nótt ef ekki lengur. Það fer eftir þvi hvernig honum liður. Og drengnum leið svo vel hjá þeim, að þau lofuðu honum að vera hjá sér. Margrét var ekkja og hafði hún misst mann sinn i sjó. Hún er mjög góð við börn og hjálpaði þeim, ef eitthvað bjátaði á. Og hér lýkur sögunni um Stefán og Jósep. Ingólfur Bjarnason i. Þekkið þið þetta merki? Þarna standa 2 ensk orð, peace sem þýðir friður, og love sem þýðir ást. Það er Ingólfur Bjarna- son, sá sem samdi söguna, sem sendi okkur myndina. L? V ,,Myndin á bara að heita Litill fugl”, sagði hún Snæ- friður Jóhanna Þorsteins. Hún er 4 ára. Þetta er ósköp fallegur litill fugl, finnst ykkur ekki? VA 'r,') ; , / £ LDífi' Þessa mynd teiknaði Guðrún Hjálmtýsdóttir, Kópa- vogi. Eitthvað er sólin nú hugsi yfir þessum- ósköpum. \ J uJl ik: r~\ Q; - Q'-.. Q HAL LÐóM-TmsTADoTr/£Uu(rOft 7ar/\ Þessa mVd sendir 7 ára stúlka, Halldóra Traustadóttir, Laugum, S. Þing. Liztykkur ekki vel á höllina, krakkar? Og hér er smá þraut: Hvar er klukkan, og hvað er hún?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.