Þjóðviljinn - 24.03.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 24.03.1973, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. marz DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. ATHUGUN TIL FYRIRMYNDAR Ein hin stærsta rikisstofnun er Trygginga- stofnun rikisins. Þar er velt i gegn á ári hverju mörgum tugum miljóna og tugum aftur. Þessi stofnun hefur nú verið starf- andi um áratugaskeið og þvi ekki óeðlilegt að heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið tæki ákvörðun um að láta fram fara rannsókn á rekstri stofnunarinnar og hög- um hennar almennt. Er slík úttekt á þess háttar stofnun raunar til fyrirmyndar, og benda niðurstöðurnar i könnun á Trygg- ingastofnuninni mjög eindregið til að nauðsyn sé á hliðstæðum athugunum ann- ars staðar. Það kom fram i athugun á Trygginga- stofnuninni og rekstri hennar, að margt fer mjög miður i þessari stofnun. Til dæm- is kemur i ljós, að yfirvinna er óhóflega mikil; dæmi er þess að sami starfsmaður hafi tekið yfir hálfa miljón króna i greiðsl- ur fyrir yfirvinnu á fyrstu 10 mánuðum sl. árs! Þó kom þessi sami maður 3,4 vikum of seint til vinnu á árstimabili, en óstund- visi og fjarvistir eru ekki reiknaðar til frá- dráttar i þessari stofnun samkvæmt hinni athyglisverðu könnun Hagvangs h.f. á Tryggingastofnun rikisins. Það er og at- hyglisvert, að það eru yfirmennirnir sjálf- ir sem fá mestallar eftirvinnugreiðslurn- ar, fjarvistir eru 7—8% af heildardag- vinnutima,og7,2% reksturskostnaðar fara til þess að greiða yfirvinnukostnað. En undarlegt er það, með tilliti til hinnar miklu yfirvinnu, að þarna er ógjarnan fastráðið starfsfólk. Virðist mikið um hlaupafólk, sem er skamman tima, og veldur þetta aftur þvi, að skortur er á þjálfuðu starfsliði sem veitir bærilega þjónustu viðskiptavinum stofnunarinnar. Það var ennfremur athyglisvert að sam- kvæmt athugun Hagvangs tiðkast hin mestu fornaldarvinnubrögð á Trygginga- stofnuninni. Með þvi einu að taka upp tölvutækni i stað handavinnu má spara hvorki meira né minna en 10 miljónir króna. Og samkvæmt könnun Hagvangs á öðrum atriðum má tvimælalaust ætla að unnt sé að spara tugi miljóna með ein- faldri hagræðingu. Niðurstaðan er þvi i stuttu máli sú, að könnunin á rekstri Tryggingastofnunar- innar gefur tilefni til þess að krefjast könnunar á hliðstæðum stofnunum öðrum á vegum opinberra aðila. Athugunin á rekstri Tryggingastofnunar rikisins er til fyrirmyndar, og má furðulegt teljast að hér er um algert einsdæmi að ræða, en ætti að verða fordæmi öðrum aðilum. Af- staða heilbrigðis- og tryggingaráðherra i þessu efni er mjög til fyrirmyndar. Hér er um það að ræða að pólitiskir forustumenn taki sig fram um að endurgjalda þann trúnað sem þeim er sýndur með frum- kvæði til þess að rannsaka vandamál og hvort ekki megi fara betur með fé almennings en gert hefur verið. Þess má geta að sparnaður um hverjar tiu miljónir króna jafngildir tekjutryggingu til handa 40 hjónum eða 80 einstaklingum, og yfir- vinnugreiðslur þær til eins manns i tiu mánuði jafngilda riflega árs tekjutrygg- ingu tveggja viðskiptavina þessa sama manns i lifeyrisdeild Tryggingastofnunar rikisins. ÞAÐ ER FLEIRA I SKUFFUNUM Þegar núverandi rikisstjórn tók við völdum skoraði Þjóðviljinn á ráðherrana að sýna almenningi hvað leyndist i skúff- um þeirra manna sem á annan áratug höf ðu setið i ráðherrastólunum og margir horft i gegnum fingur við alls konar óþrifnað og séð illgresi spretta i skugga spillingarinnar. Smám saman hefur verið að koma i ljós eitt og annað sem gefur vissulega tilefni til að ætla að viðreisnar- ráðherrunum hafi ekki einasta verið ósýnt um stjórna af beinum pólitiskum ástæð- um; þeir hafi heldur ekki haft nauðsynleg- an heiðarleika til að vera trúnaðarmenn almennings. Má i þessu sambandi benda á Slippstöðvarhneykslið sem ákaflega glöggt dæmi um vafasama ráðsmennsku; og rannsóknin á högum Tryggingastofn- unarinnar gefur til kynna að enn sé þörf á athugunum. Það er fleira i skúffum við- reisnarráðherranna, sem enn á eftir að draga fram i dagsljósið. Óeðlilegur fjöldi lausráðinna: Þjálfun starfsfólks lítt eða ekki sinnt Óeðlilega hátt hlutfall starfsfólks Trygginga- stof nunarinnar er lausráðið og þjálfun starfsfólks er mjög ábótavant og kemur hvort tveggja niður á þjónustu stofnunarinnar auk kostnaðarauka vegna lélegra vinnubragða. Þetta kemur fram i athugun- inni, sem heilbrigöis- og tryggingaráðuneytið hefur látið gera á rekstri og skipulagi Tryggingastofnunarinnar, og er mjög athyglisverð, ekki sizt með tilliti til þess, að þetta er i fyrsta sinn sem slik könnun fer fram á rekstri opinberr.ar stofnunar hér á landi. Má ætla, að vfðar i rikis- kerfinu sé að finna svipuð dæmi þeim, sem Þjóðviljinn hefur rakið undanfarna daga og vakið hafa mikla athygli meðal almennings. 1 skýrslu Hagvangs hf., sem unnið hefur að könnuninni, segir ma. um starfsmannahaldið, sem heyrir undir skrifstofustjóra, að það sé i lausum skorðum og að þýðingarmiklum þáttum þess hafi ekki verið nægilega sinnt. Ekki reyndist mögulegt að fá tölur um fjölda starfsmanna á liðnum árum, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir i þá átt, segir i skýrslunni og sýnir sú staðreynd strax, að eitthvað er bogið við þennan þátt starfseminnar. En samkvæmt talningu 1. sept. 1972 var starfsmannafjöldi þá 89, og við skoðun launalista fyrir 1971 kom fram, að alls þáði 151 aðili laun hjá stofnuninni og sérsjóðum það ár. Af þessum fjölda voru fast- ráðnir starfsmenn 63, en laus- ráönir 61 og höfðu 6 þeirra unniö allt árið, en hinir 1 -47 vinnu- vikur. Er vakin athygli á, hve mikill hluti starfsfólks er lausráö- inn og vinnur skamman tima hjá stofnuninni. Vinna þess fer að verulegu leyti fram i sumarleyf- um og við aðrar afleysingar og talið eðlilegt, að þörf sé slfkra ráðninga að einhverju leyti, en á hinn bóginn er talið of langt gengið, þegar rúmlega þriðj- ungur vinnuvikna er unninn af lausráðnu fólki og geti það haft i för með sér rýrari þjónustu við almenning. Oft er bent á, hve sérhæfðu hlutverki Tryggingastofnunin gegni, og telja forsvarsmenn hennar, að alllangan tima taki fyrir nýjan starfsmann að setja sig inn i störf hennar og gang mála, segir ennfremur. En þegar litið er á allan þann fjölda laus- ráðinna starfsmanna, sem vinna þar lengri eða skemmri tima árs- ins, vaknar spurning um, hversu háttað sé starfsþjálfun og hvers konar færðslu nýir starfsmenn hljóti viö ráðningu. Hefur komið i ljós, að nýr starfsmaður fær enga kerfisbundna fræðslu af deildar- stjórum eða öðrum yfirmönnum við upphaf starfs. Sem afleiðingar af þessu nefnir skýrslan sem dæmi, að komið hefur fram i samtölum við starfs- fólkið, að það hafi varið talsverð- um tima fram eftir vetri i leið- réttingar á röngum færslum sumarstarfsfólks. Er lagt til, að nýir starfsmenn njóti ákveðinnar kerfisbundinnar starfsþjálfunar og fái almenna tilsögn i bótarétti og lögum almannatrygginga og upplýsingar um hlutverk stofnunarinnar i þvi sambandi. Jafnframt, að unnar séu starfs- lýsingar til að auðvelda nýju fólki að aðlaga sig starfinu. — v h Tregt hjá Keflvík- ingum Frekar tregur afli er hjá Kefla- vikurbátum þessa stundina. A fimmtudag var hæsti netabátur með 20 tonn, en aflinn fór niður i 3—4 tonn, að sögn Helga Jónsson- ar vigtarmanns i Keflavik. Aðeins einn bátur er á linu, Manni, og hefur hann fengið 5—8 tonn i siðustu þrem til fjórum róðrum. t gær landaði Náttfari ÞH 250 tonnum af loðnu i Keflavik, en að- eins tveir Keflavikurbátar eru á loðnu, Vonin og Keflvikingur. Leikfélag Yestmannaeyja tekið til starfa í landi Leiktélag Vestmannaeyja hefur nú hafið sýningar hér á meginlandinu og verða þær i Félagsheimilinu á Sel- tjárnarnesi, og sú fyrsta almenna verður á sunnudagskvöld, annað kvöld, klukkan 20:30. Leikurinn, Margt býr i þokunni, sem er sakamála- og gamanleikur, var sýndur i gærkvöldi á lokaðri sýningu fyrir hjálparsveitir Rauða krossins, sem unnu að mannbjörginni i Eyjum við úpphaf gossins. Ætlun Eyjamannanna er að sýna á Seltjarnar'nesi nokkrum sinnum i næstu viku, en fara siðan út um iand með verkið. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrimsdóttir. A myndinni eru talið frá vinstri, Unnur Guðjónsdóttir, Marta Björns- dóttir, Gunnar Sigurmundsson og Asta Bjartmars.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.