Þjóðviljinn - 24.03.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 24.03.1973, Page 7
Laugardagur 24. marx 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 SAGA ERIKS VON DA'NIKENS er hin fróðlegasta. Fyrir fimm árum var hann hótelhaldari i Sviss með nokkuð svo mislita for- tið. En þá, árið 1968, gaf hann út bók sem innan skamms færði honum heimsfrægð, og siðan hafa tvær bætzt við. Þessar bækur, Endurminningar um framtiðina, Aftur til stjarnanna og sú nýút- komna, Sáning og geimur, hafa komið út á 26 tungumálum i niu miljónum eintaka. Ekkert hefur getað stöðvað sigurför þessara bóka — og náttúrlega hefur ein þeirra komið út á islenzku. Dá'niken hefur á sjálfum frægðar- ferlinum verið dæmdur i tukthús fyrir svindl og falsanir, fræði- menn hafa varað við glæfralegum aðferðum hans og nú siðast komst það upp, að ferð sú, sem siðasta bókin byggir á, var aldrei farin. Engu að siður magnast frægð þessa manns eins og púki á fjós- bita, og bækur hans eru þýddar meira að segja á jafn varkárum stöðum i hugmyndafræðilegum efnum og Moskva og Peking. Eru það þó ekki neinir smámunir sem um er að ræða i bókunum: sjálft upphaf mannvits, sköpunar- sagan. DA'NIKEN HAFÐI HEPPNINA með sér þegar hann þeysti úr hlaði. Apolloferðir voru að hefjast, i desember 1968 sáu þjóðirnar fyrstu sjónvarps- myndirnar af mönnum á tunglinu. Geimrómantikin tók undirsig stórt stökk. Bandariskir og sovézkir visindamenn reyndu að reikna út likur á að sið- menningu væri að finna á all- mörgum hnöttum okkar vetrar- brautar. Alvarlegir visindamenn játuðu, að það væri hugsanlegur möguleiki, að geimfarar frá öðr- um hnöttum hefðu heimsótt jörðina i fyrndinni. Það er siðastnefnt atriði sem Daniken tekur sér fyrir hendur að Hellarista; á að vera af „æðri veru” I geimfarabúningi. Nazca-siéttan; þetta telur Daniken fornan geimferðaflugvöll. Ævintýri fyrir fullorðna vinna úr. Hér er um að ræða hug- mynd, sem auðvitað hefur marg- oft komið fyrir i visindaskáld- sögum svonefndum. En Dániken fer öðruvisi að. Hann safnar ýms- um útskýrðum eða vanskýrðum dæmum úr fornleifafræði — frá ólikum heimshornum og timum, ásamt dæmum úr bibliunni og sagnaforða gamalla menningar- þjóða og hleður öllu þessu safni undir þá grundvallarkenningu sina, að gestir frá öðrum hnöttum hafi skipt sköpum i sögu mannsins. Um aðferð hans og áhrif má vitna til þeirra orða Laxness, að sá, sem trúir á draug, finnur draug. I stuttu máli sagt: ef menn gefa sér fyrirfram trú á miklar og áhrifarikar heimsóknir ,,æðri vera” frá öðrum hnöttum, þá er hægur vandi að finna um þær „minjar” i gömlum hellaristum, einkennilegum fornum mann- virkjum, svo ekki sé talað um Bibliuna og helgisagnir, sem menn hafa öldum saman lesið út úr hvað sem er af ærnu hug- viti. Til að ná árangri á þessari braut þurfa menn varla annað en að útiloka af kappi allar aðrar skýringar á fyrirbærum en þær, sem forsendan gefur. Það getur t.d. verið freistandi að halda að ekki hafi verið hægt að reisa pýramida i Egyptalandi eða leggja grunn að Júpiterhofinu i Baalbek án þess að hafa haligræjur og aðra tækniaðstoð utan úr geimnum — ef menn kjósa að gleyma eða hlaupa yfir þær lýsingar og athuganir, sem til eru á byggingarafrekum forn- manna og sýnast fyllilega sjálf- um sér nógar. Ef menn endilega vilja trúa á komur geimfara i fornöld, þá er að sjálfsögðu upp- lagt að rekja til þeirra fornar sögur um guði og hetjur, sem riðu yfir himininn eða flugu á vængj- um — en hingað til hefur mann- fólki á jörðunni alveg verið trúað til að búa til annað eins úr náttúruskoðun og hugarflugi. Svo mætti lengi telja. DANIKEN ER EKKI FYRSTUR og ekki siðastur þeirra, sem búa til rokukenningar með þvi að stökkva af sviði þess, sem unnt er að sanna, yfir á svið trúar, sem felur sig undir eins- konar fræðimennsku. Þvi sannar- lega hafa áhangendur Danikens alveg nóg við sfna trúgirni að gera. Þeir þurfa til dæmis að gera ráð fyrir þvi, að fyrir um það bil tíu þúsund árum hafi ókunnar verur heimsótt jörðina, máske að loknu striði milli vetrarrbrauta. Þessir „synir stjarnanna” hafi búið til „skynsemi gæddan mann” með þvi að breyta erfða- stofnum þeirra mannapa, sem fyrir voru á jörðinni. Vegna frá- bærrar tækni gestanna hafi hið nýskapaða mannkyn tignað þá sem guði. Og eins og fyrr var á minnzt er gert ráð fyrir þvi, að gamlar hellaristur geti verið af þessum „guðum” með geim- ferðahjálma, að þeir hafi byggt ýmis forn mannvirki, og að „helgar bækur” geymi frásagnir af dvöl „guðanna” á jörðu hér. Samkvæmt þessu var t.d. sátt- málsörk Mósesar i raun og veru „walkie-talkie”, sem hann notaði tii-að hafa samband við guðdóm- legt geimskip. Eyðing Sódómu og Gómorru er rakin til atóm- spreningingar'sem guðirnir stóðu að. Og svo mætti lengi telja. Þetta er nokkrar þær kenningar sem nú fara viðast um heiminn. ÁÐUR EN LENGRA ER FARIÐ er vert að vikja nokkrum orðum að Daniken sjálfum. Hann játar það fúslega, að kenning sin sé ekki „bara” byggð á thugun ‘ fornra heimilda. Hann verður fyrir merkilegri reynslu, ekki siður en Sigfús heitinn Eliasson eða Múhameð. Hann kveðst hafa reynt það sem nefnt er ESP, eða utanskynfæra-skynjun. Þegar . hann er i slikum trans mætast i honum fortið, nútið og framtið (hann „veit” t.d. i hve stóru upp- lagi bækur hans munu seljast). Hann ferðast fram og aftur i timanum. Og það sem hann sér á þessum reisum er honum akkúrat eins raunverulegt og okkur efa- semdarskepnum soðin ýsa með kartöflum. Þetta er nauðsynlegt að hafa i huga: slikur maður hefur i raun og veru ekki nein þörf fyrir visindi, þótt hann telji sig vitna til þeirra. Heimurinn er blátt áfram eins og hann hugsar hann sjálfur. Að þessu leyti minnir Daniken á Helga á Hrafn- kelsstöðum og þá sem skrifa i blaðið Stéttabaráttan. Þetta er vert að muna i sam- bandi við siðustu tiðindi af Daniken. 1 siðustu bók sinni, Sáning og geimur, kveðst hann hafa farið i leiðangur ofan i hella- kerfi mikið undir Cordillierafjöll- um i Ecuador. Þar hafi sér leyft verið að koma i mikinn sal, gerðan af manna (eða guða) höndum. I sal þessum kveðst Daniken hafa séð mikið bókasafn, „nokkur þúsund millimeters- þunnar málmplötur”, sem „voldugar, óþekktar verur” rituðu á fyrir þúsundum ára „geimplanið” sjálft, hina sönnu sköpunarsögu mannsandans. Og er höfundur ekki i vafa um að bókasafn þetta muni hafa enda- skipti á heimsmynd bæði trúar- bragðanna og annarra hug- myndakerfa. SJALFUR MUN DSniken ekki efast um tilveru þessa „málm- bókasafnas” 240 metra undir Ecuadorfjöllum: heimurinn er eins og hann hugsar hann. Hitt er þegar vitað, að sjálfur hefur hann aldrei komið niður i hella þá, sem hann lýsir i bókinni. Og frásagnirnar um málmbóka- safnið eru allar komnar frá slóttugum ævintýramanni ung- verskar ættar, Juan Móricz, sem segir hverjum sem er gamal- kunnan reyfara, sem eins gæti verið eftir Edgar Rice Burroughs eða H. Rider Haggard: Hann kveðst hafa rekizt á „bjarteyga, hvita Indjána, æðri verur” sem gæti leyndardóma hellanna og leyfi engum að sleppa, sem þá hafi augum litið. En sér persónu- lega hafi þeir veitt undanþágu. Moricz þessi hefur raunar skoðað ýmsa hella i Ecuador, en um fræðimennsku hans er það m.a. að segja, að hann hefur komizt að þeirri merku niðurstöðu, að ung- verska hafi verið „móðurmál Ameriku!” Fræðimenn frá háskólum i landinu hafa um 25 ára skeið rannsakað kalkhellana i austanverðu Ecuador án þess að finna nein vegsummerki um mannaferðir, og Móricz hefur þverneitað að leggja þeim lið, þótt fyrir ærna borgun væri, og visa þeim á þá höggnu sali og fjársjóði sem hann kveðst hafa séð. Aftur á móti ætlar hann að senda lögfræðing á DSniken og rukka hann um hluta af tekjum þeim sem Svissarinn hefur fengið af áðurnefndri bók, sem Móricz telur sig meðhöfund að, sem von- legt er. SVO GÆTI VIRZT, sem upp- ljóstranir sem þær er nú berast frá Ecuador muni á skammri stundu gera frægðarferil Danikens að meiriháttar skrýtlu. En það er reyndar alls ekki lik- legt. Menn munu yppa öxlum og segja sem svo að það sé mannlegt að skjátlast. Og halda áfram að trúa. Ef ekki á Daniken sjálfan, þá á næsta granna hans. Af þvi þeir vilja það. Bækur sem þær er Daniken setur saman verða vinsælar. I fyrsta lagi vegna þess, að kenningarsmið um pýramida- smiði, fornar samgönguleiðir, sokkin meginlönd ofl. er blátt áfram skemmtileg lesning, tengd vissum endurminningum og speglasjónum úr bernsku manna. Þá er glæfraleg meðferð Danikens á fornleifafræði og goð- sögum miklu auðmeltari og gefur meira svigrúm imyndunarafli þeirra, sem ekki eiga kost á eða vilja til að setja sig inn í hlutina, heldur en raunveruleg visindarit, sem geyma þvi meira af fróðleik sem þau eru varkárari i stað- hæfingum. Svipað kemur út úr samanburði bóka Danikens við hin flóknu og itarlegu kerfi, sem höfundar alvarlegra visinda- skáldsagna hafa búið til. 1 þriðja lagi er hægt að nefna mýmörg dæmi um að menn kjósa heldur það, sem er furðulegt og ótrúlegt, en hafna þeirri kenningu sem hefur nærtækara jarðsam- band. Margir eru fúsir að trúa þvi, að þeir sem reistu Keops- pýramidann hafi læst þar niður i ýmislegum stærðarhlutföllum framtiðarsögu mannkynsins, en þeim hinum sömu getur það vel fundizt hin mesta fjarstæða að spáð sé endalokum kapitalism- ans. I fjórða lagi hefur visinda- hyggja samtimans skolazt á þann veg inn i marga menn, að þeim finnst þeir verða að verða sér úti Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.