Þjóðviljinn - 24.03.1973, Page 8

Þjóðviljinn - 24.03.1973, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. marz 1973 Laugardagur 24. marz 1973 Klaus Rifbjerg: drekkum vift allir einum of mikift? Einn sit ég yfir drykkju . . . Sá afkastamikli þúsund- þjalasmiður í ritmennsku, Klaus Rifbjerg, skemmtir sér við að f jalla um brenni- vín og drykkjusiði í eftir- farandi grein. Hann minnir á það, að landar hans, Danir, hafa nú stungið af frændur sína, Norðmenn og Svía, í drykkjuskap á hverf rautt nef. En það merkilega er, að enginn kannast við að taka þátt í að tortima þeim hafsjó af áfengi, sem á ári hverju streymir niður danskar kverkar. Það erekki ég sem drekk, segja menn. Og ekki þá konan mín heldur. Og það er meira að segja feluleikur með drykkju- skap í sjálfu málinu: menn fá séreinn lítinn, menn eru hífaðir, dálítið svona hátt uppi. Ekki fullir. Það er bara slys. Utan um þetta fléttar Rifbjerg hugleiðingar um drykkfelld skáld, endur- minningar um eigin frum- raunir í áfengismáíum, sem og um sígarettunnar heillandi umbúðir, fegurð flasknanna og bölvun timburmanna. Ný vandamál sækja að okkur i takt við aukna velmegun. Nú um stundir velta fleiri „venjulegar" manneskjur þvi fyrir sér en áður, hvort þeir séu að verða alkóhólistar. Eða hvort þeir séu það kannski þegar. 1 bókinni Games People Play talar Eric Berne um Martini- eða kokkteilleikinn. Hann er fólginn i heilmiklu helgisiðahaldi í kring- um selskabsdrykkju, og menn ganga i gegnum mismunandi stig af skrumi. áhyggjum, örvæntingu, kátinu, móðursýki og hugarflugi þegar menn tala um sérkenni timburmanna sinna, um það magn af gini sem menn lauma i sinn kokkteii og um ónýta lifur sem yfirvofandi banamein. Ellefu sjússar eða sex Það er alltaf eitthvað heillandi syndsamlegt við glasið, og eitt- hvað hættulegt. Til eru ýmsar skilgreiningar á áfengissýki og verða menn ekki á eitt sáttir i þeim efnum. Ég spurði einu sinni tryggingasala, sem var snyrti- lega rauðvfnslegur á hörund. Tja, sagði hann.engin hætta er á ferð- um á meðan maður fer ekki yfir ellefu sjússa á dag. Þetta fannst mér heldur mikið. En kannski var þetta hans skammtur. Aðrir halda þvi fram að sex sjússar séu nokkurnvegin það sem menn þola, ef þeir drekka þetta magn á.hverjum degi árum saman. Lika er til félagslegur mælikvarði: Sá sem ekki getur sinnt sinu starfi er fylliraftur. M.ö.o. ef maður getur ekki séð fjölskyldu sinni farboöa, haldið starfi osfrv. En landamærin eru mjög fljótandi — eins og áfengið. — Guð, sagði dama ein við mig i partýi þegar við vorum i sam- kvæmisleik Bernes án þess að vita af þvi. Ellefu sjússar, það er firnamikið. Ég glápti á hana. Þetta var við hádegisverðarborð og við vorum i rauðvininu. Fyrir mat höfðum við fengið ágætar blöndur úr vizkýi,gini og pernod. Ef magnið hefði verið reiknað i veitingahúsaskammta ( 2 senti- litrar), þá vorum við nú þegar búin að fá sex eða átta, og kannski tiu, áður en samkvæminu lauk. Og þetta var ekki drykkju- samkoma, þetta var „fint sam- kvæmi. Við héldum leiknum áfram, og hún staðhæfði að allavega næði hún aldrei sex sjússum á venju- legum degi. Hvað drakk hún? Jú, hún fékk sér drykk fyrir mat til að slappa af. Einn? Kannski hálfan annan eða tvo — ef of mikið var eftir i kokkteilhristinum. Og svo- sem eins og tvö vinglös með matnum. En aldrei meira. Reiknað i sjússum hefur þessi dama þar með fengið sér sex eða fleiri. Og hún er mjög hófsöm og greind kona, og getur fyllilega passað bæði vinnu sina og eigin- mann og er aldrei full. Að halda uppi hagskýrslum Ef menn lesa hagskýrslur sjá þeir, að oftast liða mánuðir á milli þess að menn fá sér neðan i þvi. Nokkrir fá sér bjór, en ekki svo margir. Við eigum semsagt að gera ráð fyrir þvi, að öll þau kynsturaf áfengi sem árlega fara niður danskar kverkar séu aðal- lega drukkin af vissum sam- félagshópum. Og á þessa hópa verðum við að lita sem alkóhólista. i hinum heiftúðugu herferðum gegn sigarettunni hverfur þessi sjúklingahópur i skuggann. Eða kannski þeir,sem drekka, mæti meira umburðar- lyndi. Það er vist ekki talið við- eigandi að menn mæti ölvaðir á kontórnum, eða þá það sé „Iykt" af þeim. Samt er það óhugsandi að drykkja sé takmörkuð við samkvæmislifiðog á fleiri stöðum til að ná skráðri neyzlu á hag- skýrslum. Auðvitað er drukkið annars- staðar og auðvitað mæta margir menn bæði með lykt og i kippnum og stundum með djöfuls látum til vinnu, án þess að menn kippi sér að ráði upp við það. Ég vil ekki stilla út neinum sérstökum hópi i þessu sambandi, en bæði lista- menn og blaðamenn, sem ég þekki nokkuð til, fá sér oft tár við þorstanum i friði og spekt. Og ef maður vil! þefa upp einstakan syndara á ritstjórnarskrifstofu til dæmis, þá mun frá flestum borð- um berast lifleg angan af blönduðum ávöxtum — allt frá alþýðlegu öli, til portvinsins dumbrauða og reykmettaðs viskis. Fallstykki andans Við skulum segja eins og er: við drekkum vist öll heldur meira en víð ættum að gera. En þar eð þessi grein er ekki i siðvæðingar- stil, þá skulum við ekki skæla út af þvi, heldur einbeina huganum kannski að meiriháttar fall- stykkjum andans, sem einnig voru drykkjumenn stifir. Sál- fræðingur einn tilkynnti mér ekki alls fyrir löngu, og var nokkuð svo hróðugur, að meiriháttar rit- höfundar okkar tima hefðu i óvenjurikum mæli verið drykkju- menn — þar á meðal nokkur Nóbelsskáld. Hér eru nöfnin: Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald, Sinclair Lewis, William Faulkner og Eugene O’Neill. Spurningin er sú, hvað maður á að gera við svona tilkynningu Auðvelt væri að bæta við heilli röð af norrænum listamönnum, allt frá Strindberg til Nils Petersens, frá Sophus Claussen til Hjalmars Söderbergs og Aksels Sandemose og Pentti Saarikoskis. En er hægt að draga nokkra niðurstöðu af þessari staðhæfingu? Heimildir segja að það hafi ekki verið undarlegt þótt mennirnir drykkju. Rithöfundar eru við- kvæmir og eiga erfitt með að laga sig að venjulegum lifnaðarhátt- um. Þeir hafa oft þörf fyrir þá út- vikkun hugmyndaflugsins (vikkun meðvitundarinnar heitir það þegar talað er um önnur „efni”) sem áfengi getur miðlað. Þvi að þeir eru alltaf að starfi, þeir fá ekki „fri” eins og aðrir menn þegar þeir leggja frá sér penna eða loka ritvélinni. En fær þessi útskýring staðizt, og er hún nægileg? Ég las fyrir skemmstu „Og sólin kemur upp" Heimingways og mig undraði hvilik kynstur Jake Barnes gat látið i sig, þessi blaðamaður sem þar er aðalpersóna. Að visu er hann særður þvi sári, að hann verður að halda þvi niðri með „deyfandi” meðulum, en þegar hann étur úti með sinni heitt- elskuðu Lady Brett drekkur hann ekki aðeins eina flösku af rauð- vini heldur tvær, þrjár eða fjórar auk alls annars, svo enda þótt hann hefði „getað” þegar þau koma i rúmið þá gæti hann ekkert hvort sem væri. Litil blaðra getur undrazt það,*að hann ekki pissaði i buxurnar, en hinn rómantiski realismi kærir sig kollóttann um þau tæknilegu smáatriði. Ævi- söguritari Hemingways, Hotchner, lýsir þvi og innvirðu- lega, hvernig hann á fyrsta fundi þeirra sá skáldið hesthúsa átta svokallaða Papa Dobles, tvöfalda rommkokkteila, án þess að það hefði sýnileg áhrif á hann. Neytandann meina ég. List og áfengi Manni getur dottið i hug, að það séu ekki listamennirnir sem eitt- hvað er bogið við heldur listin. Enn er haldið áfram að skrifa þetta á reikning einhverskonar ósigurs. Máske er þetta minna atriði nú en áður, en ef maður litur á listann yfir rithöfundana drykkfelldu, þá finnum við ekki meðal þeirra bjartsýnismenn. Lifssýn þeirra var harmsöguleg eins og ævi þeirra. Þegar þeir stundum sköpuðu eitthvað lifgefandi, jafnvel bjartsýnislegt, þá var það ekki i krafti bölsýni þeirra, heldur vegna þess að þeir unnu bug á henni með þvi að skrifa — og drekka. Við þetta má þvi bæta, að þessir menn voru ekki púritanar. Þrátt fyrir heimspekilega bölsýni og nihilisk einkenni i viðhorfum þeirra höfnuðu þeir ekki gæðum heimsins. Þeir hefndu sin á vikjandi veruleikatilfinningu með þvi að éta og drekka i sig per- sónuleika. Menn geta haft mikla eða litla drykkju hver öðrum til álösunar. Johannes V. Jensen kallaði Sophus Clausen „þann raka Lálending” — hinsvegar er hjá Hemingway alltaf verið að gera gys að mönnum sem „halda ekki sinu sprútti”. Helzt á maður að geta drukkið einhver ósköp án þess að þaðsjáist, og maður getur þá spurt: til hvers er þá verið að drekka yfir höfuð? Svipað gerist i daglegri sambúð manna. Hinn klassiski Jeppi á Fjalli er engin fyrirmyndarper- sóna. Þegar hann veltist um full- ur vekur hann hlátur og meðaumkun, máske einnig fyrir- litningu. Fullur maður úti á götu er aumkunarverður. Hinsvegar dást menn að herramanni i kjól og hvitu, kátum eins og tungl i fyllingu, þvi það er eitthvað fint aö vera hifaður, það er jafnvel stöðutákn. Flaskan friða Efnið er skelfilega umsvifa- mikið, þvi allir sturtum við hinu og þessu i okkur, hvað sem hag- skýrslur segja. Þegar ég var ungur tók ég þátt i að eyðileggja mikinn hluta af heilli ibúð vegna innibyrgðar löngunar til að verða fullorðinn og gera það sama og fullorðnir. Við brutum upp bar- skápinn og þegar þeir fullorðnu komu heim seinna þurfti að kalla á næturlækni og það var pumpað upp úr okkur og okkur gefnar sprautur. Við reyndum að sprengja okkur út úr þvi borgara- lega fargi sem á okkur hvildi með þeim aðferðum sem borgararnir létta sjálfir á þvi öðru hverju. Að- ferðin var hrikaleg, áhrifin stutt, en ógleymanleg. Einn af okkur var rétt dauður — það var einmitt hann sem mest var pindur heima fyrir. Siðan erum við allir orðnir framlenging af þvi sem Sviar kalla „groggkynslóðin”. Það er sama hve mörg hlöss af hassi okkur eru boðin — við þessir fertugu bregðum ekki hollustu við fallegt gler með miða á. Flöskurnar og miðarnir eru partur af útskýringu á þvi, hvers vegna menn elska áfengi jafn heitt og raun ber vitni. Vinflöskur eru snilldarverk mannsandans. Menn þurfa ekki að vera löngu hættir að skriða er þeir laðast að útliti þeirra og formi. Sumar flöskur eru gagnsæjar og má i gegnum glerið lfta tæra eða lit- prúða vökva, aðrar eru litaðar og dularfullar þegar við lyftum þeim upp i ljósið, sumar eru mjóar, en aðrar feitar og axlabreiðar, og hugsið ykkur bara Dimple-flöskuna með spékoppa á öllum hliðum. Jafnvel þótt menn aldrei fengju smekk fyrir inni- haldinu, þá væri þeim næstum þvi nóg að raða þessari dýrð allri i kringum.sig. En það gerist ekki: manneskjan yfirbugar altént andúð sina I þessum efnum, og þegar tappinn er i alvöru upp tekinn, þá er vegurinn til baka þröngur og torveldur. Beiskur ertu Frá laumudrykkju æskunnar man ég vel hve hábölvað áfengi eiginlega var á bragðið. Það gat gengið að hnusa af einhverju sætu, en styngi maður tungunni i glas þar sem brennivin hafði verið, þá fór um mann stór hryllingur. Þegar ég var átján ára fannst mér enn fúll reykjar- þefur af viskii. Eins var það með sigaretturnar — þær voru hreint enginn bragðbætir. En um það gilti Hið sama og flöskurnar: hið yrta útlit, hönnunin, var ekki siður freistandi en innihaldið. Þegar ég ýtti úr vör var það með egypzkar sigarettur, sem voru vinsælli og „finni” en blandaðar.Þarna var Theofani og Melachrino og Prince of Egypt — og flestum fannst þeir væru á flakki um fögur riki Austurlanda. En maður þarf ekki að ganga svo langt: það eitt gerði sigarettur aðlaðandi að þær lágu i pappa- kössum, vafðar silfurpappir og silkipappir. Já, það er ekki vafi á þvi að kynni af sigarettum eru tengd kynlffi, ekki aðeins vegna þess að menn „kyssa” þær þegar þeir reykja, heldur og vegna þess að af þeim er ilmur af svefnsal, silkisokkum, löngum fingrum og rauðum nöglum, einhverskonar frelsun og endurlausn. Þetta er karlkynsathugasemd að sjálf- sögðu, og nú tek ég eftir þvi hve furðú mikið af fortiðinni er geymt i sigarettuminningum minum.. Nú haldið þið sjálfsagt að ég sé fullur, en þar verð ég að valda ykkur vonbrigðum. Ég er i hópi þeirra ógæfusömu (eða gæfu- sömu) manna sem alls ekki getur sett tvö orð i samhengi eftir að hafa fengið sér „eitthvað hressandi”. Margir hafa notað áfengi til að koma sér af stað — áðurnefndir Fitzgerald, Nils Petersen, Strindberg — en ég get það ekki. Ég reyndi einu sinni ölvaður að skrifa leikdóm. Ég skrifaði i grið og erg, en þegar ég tók blaðið úr vélinni stóð þar ekki annað en xv32-%SJFAOKSEOG LJSHIRNÚ Ég hélt sjálfur að ég væri mjög innblásinn, en það fannst þeim brautum, sem áttu að skila áfram innblæstrinum, ber- sýnilega ekki. Ég get huggað þá, sem sjálfsagt hafa áhyggjur af þessu máli, með þvi, að þessi leikdómur átti ekki að fara i næsta morgunblað, ég hafði tima til að skrifa annan edrú. Mér fannst hann ekki nærri þvi eins innblásinn. Timburmenn Og þá erum við komnir að tim- burmönnunum, en án þeirra er ekki hægt að skrifa um áfengi. Ekki vegna þess að maður þurfi timburmenn til að skrifa — að þvi er mig varðar er það jafnslæmt og að reyna að skrifa ölvaður — heldur vegna þess að þetta er náttúruleg afleiðing af drykkju. Strindberg talar i sambandi við „daginn eftir” um sitt „fagra samvizkubit” og „endurleysandi tilfinningu sektar og iðrunar” og hann „nýtur þjáningar likamans meðan sálin svifur um eins og reykur”. Þetta er faliega sagt, en ekki liður öllum eins. Sjálfur viður- kenni ég langvinnan sálartitring á bak ölvun. En maður er ekki alltaf jafnheppinn. Til eru einnig þeir eitruðu timburmenn þegar helmingur höfuðsins er eins og járnfell, sem stöðugt er sprengt i sundur, og hjartað hagar sér eins og aðskotahlutur sem helzt vill forða sér. Ótti biður einnig þeirra, sem sleppa framan af sér beizlinu, og eigi ég að vera hrein- skilinn, þá er mér neitað um hið mikla, alltgleypandi fylliri vegna þess, hve skelfilega timburmenn ég fæ á eftir. Sá sem hefur lesið bók Malcolms Lowrys „Undir eldfjalli” veit hvað ég er að fara. En konsúllinn hjá Lowry er lengra leiddur, hann heldur áfram að drekka til að forðast þynnkuna. Hver og einn getur rétt imyndað sér hvað biður hans. örlög hans er gildra sem fellur hraðar og hraðar, og að lokum hverfur hann lika i djúpu gili i bókstaflegri merkingu. Ekki ég, ekki ég En allt er þetta um listamenn og villt fólk og bóhema. Og það erum við ekki, a.m.k. ekki það sem siðast var nefnt. Þvi er sú gáta óleyst, hver það sé, sem drekkur allt þetta áfengisflóð i Danmörku. Við erum fyrir löngu farin fram úr Noregi og Sviþjó i áfengisneyzlu á hvert (rautt)nef, en ef ég horfi á nágranna minn eða spyr hann beint, þá mun hann staðhæfa, að það sé allavega ekki hann sem drekkur. Jú, auðvitað segir hann ekki nei við einu glasi þegar hann er úti (kokteill, hvit- vin, rauðvin, portvin, sherry, koniak, likjör, viski, snaps og bjór ) og auðvitað fá hann og konan sér einn litinn annaðhvort fyrir matinn eða eltir, og eitthvað verður maður að drekka með matnum, og nú þegar Irma er með ágætt spænskt vin á aðeins 9,85..en að drekka, nei, það gerir hann ekki og ekki konan heldur. Guði sé lof fyrir allar um- skrifanir og almenna menntun — maður þarf þá ekki að tala beint um efnið. Menn „drekka ekki” heldur „fá sér einn iitinn”, menn eru ekki ölvaðir heldur „hifaðir” og „hátt uppi” ef mikið gengur á. Viö óhapp geta menn loks farið út fyrir menntun og orðið draug- fullir, sko þarna kom orðið, eða „slefandi”, „fullur eins og Svii” (og það er verst) eða þá „migandi lullur” eða „drullufullur”. Næsta dag eru menn með „timbur- menn” eða sorgir þeirra eru „þungar sem blý” og þá hafa menn nóg að tala um. „Timbur- mennirnir” eru lika leikur. Þeir skapa mönnum i vissum hópum álit og virðingu. Af þeim státa menn hver við annan. „Mikið djöfull var ég þunnur i morgun”. Eða: „Hausinn á mér! Eins og frystikista á hvolfi, maður . . . guðs.” En þetta alkóhólgrob heyrir vist til ákveðnum hópum. Oftast er það svo, aö maður vanmetur langanir sinar, drekkur eins og fara gerir, vaknar með timbur- menn og þjáist i kyrrð og ró eftir einstæðingsheimsókn á baðher- bergið. Skál. ☆ Aft loknum striftum degi . . . >W1* •-»». wJrtvhv Flöskurnar frfftu — snilldarverk mannsandans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.