Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.05.1973, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. mai 1973 ÞJOOVILJINN — SIÐA 13 stað. En þær virtust langt komnar, svo að hann lét það ógert til að vekja ekki grunsemdir. Hann gat ekki staðið i gangin- um heldur, svo að hann fór inn um næstu dyr. Hann var svo niður- sokkin i áætlun sina að hann tók ekki eftir þvi undir eins að það var herbergi Drews og þar var annar fyrir. Lissa stóð álút við tóma vögguna. Hún sneri sér við, undrandi á svip. — 0, ert það þú. — Fyrirgeföu. Ég ætlaði ekki að trufla neitt. Honum fannst sem hún hefði verið að biðja og fylltist meðaumkun. I svipinn hafði hún mun minni ástæðu til að vera bjartsýn en hann. Lissa staðfesti hvorki ágizkun hans né endurgalt samúðina. Hún sagði kuldalega: — Ég var rétt að fara. Ég fer inn i bæ. Hún var i bláum göngubúningi. — Getégnokkuðgertfyrir þig? — Tæplega. Ég ætla að tala við einkalögreglufyrirtæki. Ég heföi átt að vera búin að þvi fyrir löngu. En nú veit ég að minnsta kosti, að einhver gerir eitthvað fyrir Drew. — Við fáum hann áreiðanlega aftur, Lissa, sagði hann ósjálf- rátt. — En róandi að heyra þig segja þetta. Hún fór út án þess að kveðja. Andy gekk þangað sem hún hafði staðið, að tómri Salon Gahlin — Við erum komnir svo langt i hagræðingu i okkar fyrirtæki að við getum fengið magasár á helmingi styttri tima en áður þurfti. vöggunni. Hún virtist svo skelfi- lega tóm. Það heyrðust ekki fleiri hljóð úr herbergi Hubs. Þegar hann at- hugaði málið, sá hann að ræstingafólkið hafði lokið störf- um. Hann leit aftur út að sund- 44 lauginni. Hub lá rennvotur á flisunum. Hann virtist móka. Andy beið ekki lengur. Hann fór inn i herbergi Hubs og lokaði á eftir sér. Þetta var i fyrsta sinn sem hann kom þarna inn og hann undraðist það sem hann sá. Hús- gögnin og allt innanstokks benti á löngun i munað, sem ekkert i fasi mannsins gaf til kynna. Veggurinn bakvið rúmið var hulinn dýrmætu frönsku teppi. Yfir rúminu var silkiteppi með sama mynstri. Andy átti erfitt með að hugsa sér Hub i þessu um- hverfi, en það sýndi aðeins hve litið hann þekkti hann. Smekkur Andys var látlaus i samanburði við þetta. Hann fór að leita án þess að vita hverju hann var að gá að, en hann var reiðubúinn að hirða hvað sem var. 1 skúffunum voru aðeins föt, mörg með fangamarki. Þarna var skartgripaskrin meö fjöl- mörgum ermahnöppum, bindis- nælum og nokkrum hingjum, einn með ósviknum safir. Fyrstu verð- laun úr skotkeppni innan lögreglunnar voru i sérstakri öskju. Þarna var ekkert sem máli skipti. Skrifborðið var autt að undan- teknum vindlakassa, en i skúffunni lágu persónulegir munir Hubs i hirðuleysislegri hrúgu. Úr, kveikjari, lykla- hringur, tékkhefti, peninga- veski...Andy þreif hið siðast nefnda með ákefð. Veski mannsins er liklegast til að inni- halda hluti sem eru einkennandi fyrir hann, rétt eins og taska konunnar. En hann fann ekki neitt. Auk ökuskirteinis, byssu- leyfis og nokkurra viðskiptakorta var ekkert i veskinu nema peningar. Engir miðar, heimilis- föng, simanúmer eða venjulega ljósmyndin sem flestir karlmenn bera á sér. t öllu herberginu fannst engin Ijósmynd eða neitt annað sem sýndi að Hub hefði samskipti við aðra en sjálfan sig. Það var engu likara en Hub lifði i tómarúmi og Andy taldi vist að það væri af ásettu ráði.Hub átti von á þvi að leitað yrði i herbergi hans — ef til vill ekki að Andy framkvæmdi þá leit — og hann var við öllu búinn. Fataskápurinn hafði að geyma marga vandaða alklæðnaði. Andy leitaði vandlega i öllum vösum. f einum fann hann kylfu. Svipað vopn hafði verið notað við morðið á Doree Ruick, eða svo hélt lögreglan. En ekki þessi kylfa. Hún virtist splunkuný. Hún sannaði ekkert annað en það, að Hub var ofsafenginn i skapi. Frekari staðfestingu fann hann i byssunni sem hékk i axlarhylki á krók aftast i skápnum. Aðeins baðherbergið var eftir. Snyrtiskápurinn gaf til kynna að Hub væri hégómlegur. Auk hinna venjulegu rakáhalda og hrein- lætisvara, var þar að finna mýkjandi áburð á hörundið, tannduft, munnskolvatn, kölnar- vatn og tvenns konar hárvatn. Engin lyf var þar að finna, að undanteknu aspirini i litlu hylki sem var óopnað. Hub þjáðist ekki af neinum verkjum eða hversdagslegum lasleika. Vonsvikinn gekk Andy inn i herbergið aftur. Hann hafði vænzt þess að finna eitthvað sem gæti orðið honum að liði. En hann var engu nær. Hann hnaut um svarta skó sem stóðu hjá rúminu og i gremju sinni sparkaði hann i annan þeirra. — Fjandinn hirði þig- Sár og gramur bjóst hann til að setja skóinn á sinn stað. Reiði hans hvarf eins og dögg fyrir sólu yfir þvi sem hann sá. Skórinn hafði oltið á hliðina og dálitill sandur komið á teppið. Andy kraup niður og athugaði sand- kornin, sem voru grá og i stærra lagi. Svo athugaði hann hinn skóinn. Það var lika sandur undir honum. Hub hafði notað þessa skó kvöldið áður. Einhvers staðar á leið sinni hafði hann gengið um sand — i eyöimörkinni, i árfar- vegi, við ströndina. Eyðimörkin var of langt i burtu, það voru engar ár i nágrenninu. ..en hringurinn, sem hann hafði dregið, náði yfir drjúgan spöl af sjávarströnd. Fyrsta hrifningin hjaðnaði þegar hann gerði sér ljóst, aö enn var um viðáttumikiö svæði að ræða. — Gerðu nú ekki of miklar kröfur, sagði hann við sjálfan sig. — Þú baðst bara um visbendingu. Hana hafði hann fengið og ef til vill væri með einhverju móti hægt að takmarka svæðið. Ef hann hefði rýmri tima... Hann hljóp að glugganum og leit að sundlauginni. Þar var enginn. Hub var farinn og ekkert sást nema vott farið eftir likama hans á flisunum. Hann var senni- lega á leiðinni upp i herbergið sitt. t æðislegum flýti setti Andy grófan sandinn i vasaklút sinn, vaföi hann saman og stakk hon- um varlega i vasann. Hann opnaði dyrnar fram á ganginn og hlustaði. Gangurinn var tómur. Hann flytti sér til herbergis sins, þar sem hann ætlaði aö athuga þennan fund sinn nánar. Ef til vill gæti hann áttað sig betur eftir kortinu...En aðrar ræstingakonur höfðu lagt undir sig herbergi hans. Hann mundi að hann var orðinn of seinn i morgunmat og þótt spennan hefði dregið úr matariyst hans, yrði timinn fljótari að liða ef hann fengi sér að borða. Bruno hafði lagt á borð fyrir Andy við borðsendann, en hann átti ekki að borða einn. Zitlau lögreglufulltrúi sat makindalega i einum stólnum. — Ég var á eftir- litsferð minni, þegar þjónninn yðar bauð mér upp á kaffibolla. Hann sagði að þér kæmuð eftir andartak. Andy leit á bréfahlaðann á borðinu. — Þér eruð enn á ferð með póstinn, eða hvaö? — Sérstök þjónusta af hálfu lögreglunnar, viðurkenndi Zitlau Ilann beið eftir þvi að Andy settist og hélt siðan áfram: — Ég sé að þér hafið keypt yður byssu, herra Paxton. — Hvað eigið þér við? spurði Andy undrandi. Zitlau rétti honum eitt af bréfunum. Það var frá járnvöru- búðinni þar sem hann hafði stolið byssunni, reikningur fyrir byssu af Smith & Wesson gerð, hlaup- vidd 0,32. Verzlunin hafði allan timann vitað um þjófnaðinn, en hafði tekið það ráð að senda reikning. Ferill hans á glæpa- brautinni var þá ekki blómiegri en þetta. Honum var skemmt. Föstudagur 25. maí 7.00 Morgunútvarp, Veðurfregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna ki. 8.45: Geir Christensen heldur áfram að lesa söguna „Veizlugesti" eftir' Kára Tryggvason (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Three Dog Night syngja og leika ög Clodagh Rodgers syngur. Fréttir kl. 11.00 Morguntón- leikar: Enska kammer- sveitin leikur Pianókonsert nr. 15 i B-dúr (K 450) eftir Mozart. Einleikari og stjórnandi: Daniel Barenboim./ Filharmóniu- sveitin i Berin leikur Sinfóniu nr. 7 i A-dúr op. 92 eftir Beethoven; Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Með slnu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 „Barnið og músin”, smásaga eftir II.C. Branner. Þýðandinn, Halldór Stefánsson, les. 15.Ö0 Miðdegistónleikar. John Ogdon leikur pianólög eftir Chopin. Strengjasveit úr Sinfóniuhljómsveitinni i Boston leikur Serenötu op. 48 eftir Tsjaikovski. Charles Munch stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.40 Garðyrkjuþáttur. Óli Valur Hansson ráðunautur flytur. 20.00 Lokatónleikar Sinfónlu- hljómsveitar tslands á þessu starfsári, haldnir i Háskólabiói kvöldið áður. Hljómsvcitarstjóri: Okku Kamu frá Finnlandi Einleikari á fiðlu: Szymon Goldberg frá Bretlandi. a. „Mauermusik” eftir Aulis Sallinen. b. Fiðlukonsert i D-dúr (K 218) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Rómansa i G-dúr op. 40 eftir Ludwig van Beet- hoven. d. „En Saga” eftir Jean Sibelius. e. Chaconna eftir Pál tsólfsson. 21.30 Útvarpssagan: „Músin, sem læöist” eftir Guðberg Bergsson.Nina Björk Arna- sóttir les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. 22.35 Létt inúsik á siðkvöldi. Mike Sammes-kórinn, Buckingham-banjóhljóm- sveitin, Stanley Black og hljómsveit og Monte Carlo sinfóniuhljómsveitin leika létt lög. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar i krapinu.Krafta- verkið i St. Maria. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Launahneyksli Suöur- Afriku, Brezk frétta- og fræðslumynd um tilraun svartra launþega i S.-Afriku til að rétta hlut sinn i kjara- málum með verkföllum og öðrum hliðstæðum aðgerðum. Þýðandi og þulur Jón Hákon Magnússon. 22.55 Frá Skiöamóti Islands. INDVEUSK UNDRAVERÖLD Nýkomið: inargar gerðir af fallegum útsaumuðum mussum úr indvcrskri bómull. Batik —efni I sumarkjóla. Nýtt úrval skrautmuna til tækifærisgjafa. Einnig reiykelsi og reykelsiskcr i miklu úrvali. JASMIN I Laugavegi 133 (við lllemmtorg) FÉLAG mim HUðMUSTARMM #útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar t<ekifæri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. U-17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.