Þjóðviljinn - 03.10.1973, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miövikudagur 3..október 1973
23. starfsár Sinfóniuhljómsveitar hafið
40 tónleikar og
nær 100 tónverk
Aðalhljómsveitar-
stjóri Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar á þvi
starfsári sem nú er að
hefjast, þvi 23. i röðinni,
er Karsten Andersen frá
Björgvin i Noregi, en i
þvi starfi hefur enginn
verið fastráðinn siðan
Bohdan Wodiczko starf-
aði hér við sinn frábæra
orðstir. Aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri verður i
vetur eins og i fyrra Páll
P. Pálsson. Hljóm-
sveitin heldur i vetur
áskriftartónleika á hálfs
mánaðar fresti, alls 16,
auk margra annarra
tónleika.
A fundi meö fréttamönnum
sögöust þeir Gunnar Guömunds-
son framkvæmdastjóri hljóm-
sveitarinnarog Arni Kristjánsson
tónlistarstjóri útvarpsins hyggja
gott til vetrarins. Þaö væri tvi-
mælalaust kostur aö hafa fast-
ráöinn aðalhljómsveitarstjóra, en
Karsten Andersen hefur nú veriö
ráöinn til 2ja ára. Fengist hefur
heimild til að bæta nokkrum
strengjum viö hljómsveitina og
styrkja hana þannig. Mikils og
gleðilegs áhuga gætir fyrir hljóm-
sveitinni, og er greinilegt aö
yngra fólk sækir áskriftar-
tónleika i rikari mæli nú en áöur.
Kennir þar árangurs af skóla- og
unglingatónleikum undanfarandi
ára.
Auk áskriftartónleikanna veröa
haldnir tvennir tónleikar þar sem
ungir listamenn munu leika meö
hljómsveitinni, og aðrir tvennir
tónleikar þar sem flutt verður létt
klassisk tónlist við flestra hæfi.
Þá verða þrennir fjöslskyldutón-
leikar ætlaðir börnum i fylgd meö
foreldrum. Fimm tónleikar veröa
haldnir fyrir nemendur fram-
haldsskóla, svo og tónleikar fyrir
6 ára börn næsta vor. Utan
Reykjavlkur mun hljómsveitin
leika i Garðahreppi, á Borg i
Grimsnesi, á Akranesi, i Kefla-
vik, á Selfossi, i Hlégarði, á Loga-
landi I Borgarfirði, á Akureyri og
vföar. Hljómsveitin mun flytja
ýmis verk til hljóðritunar fyrir
Rikisútvarpið.
Karsten Andersen stjórnar 8
tónleikum I vetur og Páll P.
Pálsson einum. Bohdan Wodiczko
kemur i apríl og stjórnar
tvennum tónleikum. Þá kemur
Askenazy um miöjan vetur og
stjórnar einum tónleikum svipað
og I fyrra. Aðrir hljómsveitar-
stjórar i vetur verða þeir Róbert
A. Ottósson, Jean-Paul
Jacquillat, Okko Kamu og Jussi
Jalas. Þetta eru allt áskriftartón-
leikar.
Stærsta verkiðsem flutt verður
i vetur er óratóriið Messias eftir
HSndel, 29. nóvember. Það er Fil-
harmóniukórinn sem syngur og
einsöngvararnir Hanna Bjarna-
dóttir, Ruth L. Magnússon,
Sigurður Björnsson og Kristinn
Hallsson. Á öðrum tónleikum
syngur Guðrún A. Simonar
einsöng. Islenskir einleikarar
verða I vetur þeir Björn ólafsson,
Gisli Magnússon og Gunnar
Kvaran. Erlendir einleikarar
verða: Erling Blöndal Bengtsson,
celló, Kjell Bækkelund pianó,
Walter Trampler vióla, John
Williams gitar, Arve Tellefsen
fiðla, László Simon pianó, Leon
Goossens óbó og Ann Schein
pianó. Auk þess koma fram
söngvararnir Jennifer Vyvyan,
Kim Borg, Taru Valjakka og M.
Mesplé.
Fjögur islensk verk verða
frumflutt I vetur: Eru það
Ljómur eftir Leif Þórarinsson,
Haflög eftir Þorkel Sigurbjörns-
son og ónefnd verk eftir Pál P.
Pálsson og Jón Nordal. 011 þessi
verk eru á dagskrá áskriftartón-
leikanna á siðara misseri.
Sinfóniuhljómsveitin hefur
mikil verkefni fyrir Rikisútvarpið
sjálft. 1 vetur verða m.a. þessi
islensku verk hljóðrituð, auk
margra erlendra verka:
Háskólakantata eftir Pál Isólfs-
son, Endurskin úr norðri og
Rlmnadansar eftir Jón Leifs,
Sjöstrengjaljóð og Lilja eftir Jón
Asgeirsson og ónefnt hljóm-
sveitarverk eftir Sigurð E.
Garðarsson.
Siðasta starfsár
Þá voru 16 áskriftartónleikar,
en einnig voru endurteknir
tónleikar og aukatónleikar
fjórum sinnum. Fjölskyldu-,
skóla- og barnatónleikar voru
fimm. Þá má nefna þátt hljóm-
sveitarinnar I norrænni pianó-
keppni og loks tónleika vegna
fundar Alþjóðasamtaka um
nútima tónlist i Reykjavik á
Hinn mikli tónlistarfrömuður
og orgelleikari Páll Isólfsson
verður áttræður 12. þm. Páll er
ágætt tónskáld, og verða verk
eftir hann flutt I útvarp á af-
mælisdaginn og siðar á tónleikum
Sinfónfuhljómsveitarinnar.
Páll starfaði sem kunnugt er
lengi að tónlistarmálum hjá
Rikisútvárpinu, og verður hann
heiðraður I dagskrá á afmælis-
daginn. Hið mikla verk hans
Karsten Andersen hljómsveitar-
stjóri.
siðast liðnu vori. Óvenjumargar
tónleikaferðir voru farnar viðs-
vegar um land. Lék hljómsveitin
á 13 stöðum utan Reykjavikur.
Sýndi það sig að viða var hljóm-
sveitin aufúsugestur, 0g er hægt
að tilfæra mörg skemmtileg
atvik. 1 bliðu veðri 24. september i
fyrrahaust ; lék sinfónían t.d. á
bryggju i Neskaupstað fyrir
þakkláta áheyrendur.
Samtals voru haldnir 40 tón-
leikar á starfsárinu 1972/73.
Hljómsveitin flutti þá 97 tónverk
eftir 56 tónskáld, þar af 13 tónverk
eftir 9 islensk tónskáld, tvö þeirra
voru frumflutt. Hljóðrituð voru
fyrir Rikisútvarpið sjö tónverk
eftir jafn mörg islensk tónskáld
og 32 erlend tónverk.
Háskólakantata við ljóð Þor-
steins Gislasonar verður þá flutt i
útvarpið. Flytjendur eru Sin-
fóniuhljómsveitin og Þjóðleikhús-
kórinn ásamt Guðmundi Jónssyni
einsöngvara, en Atli Heimir
Sveinsson stjórnar. Verkið hefur
þegar verið hljóðritað.
A 2. áskriftartónleikum
Sinfóniuhljómsveitarinnar sem
Karsten Andersen stjórnar 18.
okt. verður m.a. flutt Passacaglia
eftir Pál Isólfsson.
Sinfóniuhljómsveit tslands.
Tónleikar i Háskólabiói
fimmtudaginn 4. október kl. 20,30.
Stjórnandi: J.P. Jacquillat.
Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson, cellóleikari.
EFNISSKRA:
Siðdegi fánsins eftir Debussy.
Cellókonsert eftir Elgar.
Sinfónia nr. 4 eftir Beethoven.
Aðgöngumiðasala i bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustig 2, og i bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,
Auturstræti.
Hans og Gréta
Straulri sæiifíurveraseit ungDartia-,
barna-ofí í'ullorðinsstæröir. Fallefí náttföt
ofí náttkjólar. Heklu drengjaúlpur — loð-
fóðraðar. Mjöfí ódýrar úlpur á 2-10 ára.
Peysur á X-12 ára. Kventrey.jur, út-
sautnaðir telpnakjólar o.fl. Aðeins þessa
viku.
HANS OG GRÉTA Laugavegi 32.
HÁSKÓLAKANTATA
OG PASSACAGLIA
eftir Pál Isólfsson, flutt i lilefni af
áttrœðisafmœli hans
ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR
VETRARSTARF
1973 — 1974
Félagsstörf og tómstundavinna fyrir ungt fólk
FRiKlRKJUVEGUR 11.
1. Klúbbur 71.
2. Leikflokkur unga fólksins.
3. Vélhjólaklúbburinn Elding.
4. Kvikmyndun:
Námskeið hefst 4. október.
Aldur: Fædd 1958 og eldri.
Þátttökugjald: 500 krónur.
TÓMSTUNDASTARF
I SKÓLUM.
I eftirtöldum framhaldsskólum
starfa flokkar í tómstundavinnu:
Álftamýrarskóla Árbæjarskóla
Austurbæjarskóla Breiöholtsskóla
Gagnfrsk. Austurb. Fellaskóla
Hagaskóla Hlíðarskóla
Hvassaleitisskóla Kvenna
skólanum
Langholtsskóla Laugalækjarskóla
Réttarholtsskóla Vogaskóla.
í hverjum skóla er nánar auglýst
um innritun, tómstundagreinar
og tíma.
Þátttökugjald er 200 kr.
BREIÐHOLTSSKÓLI.
Opið húsá föstudögum kl. 20—23.
Aldursmark: Fædd 1960 og eldri.
Klúbbgjald: 200 krónur.
Starfið hefst 12. október.
Innritun á staðnum.
iTÓNABÆR.
Laugardagar: Dansleikir kl.
21—01.
Fædd 1958 og eldri.
Sunnudagar: Skemmtikvöld kl.
20—24.
Fædd 1958 og eldri.
SIGLINGAR OG SJÓVINNA.
1. Bátasmiði í Nauthólsvík.
Hefst 8. október.
Aldur: Fædd 1961 og eldri.
Efnisgjald: 10.000 kr.
Þátttökugjald: 200 kr.
2. Námskeið í meðferð seglbáta.
Hefst 10. október.
Aldur: Fædd 1961 og eldri.
Námskeiðsgjald: 200 kr.
KVIKMYNDASÝNINGAR
FYRIR BÖRN I ARBÆ.
Hús Framfarafélagsins.
Sunnudagur kl. 2 og 4.
Hef jast 7. október.
Þ JÓNUSTA VID FÉLÖG
OG SAMTÖK.
Húsnæði:
Að Fríkirkjuvegi ll ér aðstaða
fyrir félög til fundahalda, náms-
keiða og annarrar starfsemi.
i Saltvík á Kjalarnesi er aðstaða
fyrir hópa úr félögum til gisting-
ar, útiveru og funda.
Tækjaþjónusta.
Diskótek fyrir félög og skóla.
Leigð með starfsmanni. Leiga:
2.500 kr.
Sé ekki á annað minnst, fer inn-
ritun í námskeið og bókun þjón-
ustubeiðna fram í skrifstofu ráðs-
ins. Þar eru og veittar allar nán-
ari upplýsingar. Skrifátofan er að
Fríkirkjuvegi 11, opin kl.
8.20—16.15. Simi 15937.
ÆSKULÝÐSRÁÐ
REYKJAVÍKUR