Þjóðviljinn - 03.10.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. október 1973
uoimuinn
MALGAGN SÓStALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
ÓG ÞJÓÐFRELSIS.
Ótgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson (áb)
Augiýsingastjóri: Guörún
Steingrfmsdóttir.
Kréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöiuverö kr. 22.00
Prentun: Biaöaprent h.f.
HERSKIPIN ÚT í DAG
Breska rikisstjórnin hefur nú tilkynnt að
hún muni kalla herskip sin og dráttarbáta
úr islenskri landhelgi, fyrir klukkan 3 i
dag.
Þetta er mikill áfangasigur fyrir íslend-
inga, en Bretar hafa haft skömmina eina
af tilraun sinni til að kúga okkur með her-
skipavaldi til uppgjafar i landhelgismál-
inu, þar sem lifshagsmunir islensku þjóð-
arinnar eru i veði.
Nú eru það Bretar sem eru komnir á
undanhald, og hver er ástæðan?
Engum getur lengur blandast hugur
um, að það er aðeins fyrir óhvikula ein-
beitni islensku rikisstjórnarinnar og þá
afdráttarlausu hótun að slita stjórnmála-
samskiptum landanna nú, færu herskipin
ekki á brott, — að breska rikisstjórnin
hefur séð þann kost vænstan að hopa úr ó-
færunni.
En hér er vert að undirstrika alveg sér-
staklega, að það sem nú hefur komið i ljós
er, að það er aðeins fyllsta harka af okkar
hálfu, sem breska ihaldsstjórnin tekur
mark á.
Lengi vel var af tslands hálfu reynt að
ná friðsamlegu samkomulagi við Breta
um bráðabirgðalausn, og voru Bretum
boðnar undanþágur til veiða i islenskri
landhelgi um stuttan tima meðan togara-
menn þeirra væru að laga sig að nýjum
aðstæðum. Slikum boðum af okkar hálfu
svaraði Bretastjórn með herskipainnrás
og hefur siðan haldið uppi sifelldum til-
raunum til að gera varðskip okkar óvirk
með itrekuðum grófustu ásiglingum.
öll hófsamleg tilmæli sem margoft hafa
verið sett fram um að kalla herskipin út úr
landhelginni hafa þeir i London látið sem
vind um eyrun þjóta, en svarað hortug-
heitum einum.
Nú fyrst þegar settir hafa verið fram af
íslands hálfu úrslitakostir um stjórnmála-
slit, aðgerð sem fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins i utanrikismálanefnd létu bóka
að jafngilti „striðsyfirlýsingu” af okkar
hálfu, — þá fyrst telur breska ljónið sig til-
knúið að draga inn vigtennurnar. Þetta er
ákaflega lærdómsrik niðurstaða, ekki sist
fyrir þann örfámenna hóp hér innanlands,
sem dregið hefur i efa réttmæti ákvörðun-
ar islensku rkisstjórnarinnar um boðun
stjórnmálaslita, en um þá ákvörðun, sem
tekin var þann 11. september s.l. létu Geir
Hallgrimsson og aðrir fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins i utanrikismálanefnd al-
þingis bóka, að hún væri ,,ekki eingöngu
yfirborðsleg heldur og skaðleg”.
Sú „skaðsemi” liggur nú fyrir, vilji
menn nota orðalag Geirs Hallgrimssonar
og félaga hans.
Almennt munu íslendingar hins vegar
um það sammála, að sjaldan hafi islensk
rikisstjórn tekið réttari og sjálfsagðari
ákvörðun en einmitt þá, sem nú hefur knú-
ið breska ofbeldið á undanhald.
Þess vegna fagna íslendingar sigri i dag
og vita hvernig hann hefur unnist.
En nú er næsta lota framundan.
Bretar hóta að senda herskipin inn á ný,
ef löggæslu verði haldið uppi i islenskri
fiskveiðilandhelgi. Það ætti herra Heath,
forsætisráðherra Breta, þó að vera farinn
að vita, að þeim málum munum við fylgja
fram að islenskum lögum og rétti, en ekki
eftir tilskipunum frá London eða öðrum
miðstöðvum „vopnabræðranna” i NATO.
Timi smánarsamninganna frá 1961 er lið-
inn á íslandi.
Það er hins vegar mál bresku rikis-
stjórnarinnar, hvort hún stendur við hótun
sina um að senda herskipin hingað á ný til
ofbeldisverka. En komi til þess ættu Bret-
ar að minnsta kosti nú að vita, að þar með
væru þeir að framkalla slit á stjórnmála-
samskiptum landanna. Hótanir Breta
um nýja flotainnrás eru vissulega ekki til
þess fallnar að greiða fyrir neins konar
bráðabirgðasamkomulagi. Timinn vinnur
með okkur íslendingum. öll alþjóðleg þró-
un er okkur hagstæð. Þess vegna höfum
við enga ástæðu til að rasa að samningum
við Breta, — en heyra munum við hvað,
þeir hafa frekara fram að færa, ef eitt-
hvað er.
Ný námsbraut við HI
Hjúkrunarfræði
A þessu hausti tekur til starfa
viö Háskóla lslands ný náms-
braut i hjúkrunarfræöum.
Blaöiö haföi þvl tal af Ingi-
björgu H. Magnúsdóttur þar
sem hún svalaöi forvitni tilvon-
andi nemenda i þessari nýju
kennslugrein á mánudaginn.
Jóhann Axelsson prófessor sem
einnig sat fyrir svörum átti ann-
rikt, svo Ingibjörg varö fyrir
baröinu á blaöamanni.
Fulltrúar WHO
með í ráðum
Hún tjáöi okkur aö unnið hefði
veriðað stofnun þessarar náms-
brautar i nokkur ár og hafa ma.
komiö þrivegis hingað til lands
fulltrúar Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, til að
leggja á ráðin.
I sumar skipaði menntamála-
ráðherra 7 manna nefnd til að
semja drög að reglugerð um
nám I hjúkrunarfræðum innan
vébanda Hl. Einnig var nefnd-
inni faliö aö athuga á hvaöa hátt
væri unnt að meta nám hjúkr-
unarkvenna með stúdentspróf
til eininga innan nýju náms-
brautarinnar og leysa vanda
hjúkrunarkvenna sem ekki hafa
stútentspróf.
Ingibjörg átti sæti i þessari
nefnd og sagöi hún að mikið
hefði veriö unnið á vegum
hennar i sumar i samráði við
fulltrúa WHO. Geröi hún drög
að fjögurra ára námsskrá fyrir
námsbrautina. Að þvi námi
loknu útskrifast nemendur með
bachelorsgráðu. Veröur námið
alls 120 einingar og gert ráð
fyrir aö nemendur ljúki 30 ein-
ingum á ári. Námsárinu verður
skipt i tvær annir.
Helstu fög sem kennd veröa
viö hina nýju námsbraut eru
hjúkrunarfræði, liffæra- og
lifeðlisfræði, örverufræði,
félags- og sálarfræði, heimspeki
og lyfjafræði. Þau fög sem
þyngst vega verða hjúkrunar-
fræöi og heilbrigðisfræði. A siö-
asta námsári veröur kennd
kennslufræöi og stjórnunarfræði
og mikil áhersla lögð á heilsu-
vernd.
Nemendum veröur gert að .
skyldu að starfa einn mánuð á
ári hverju við sjúkrahús eða
aörar heilvrigðisstofnanir.
Hægt að verða
doktor i USA
Ingibjörg kvað þessa náms-
braut vera erfiða eins og aörar
d.eildir innan H1 . Námsbrautin
er sem stendur innan vébanda
læknadeildar, en ætlunin er aö
meö timanum verði hún sjálf-
stæö námsbraut.
Hvað varðar framhaldsnám
er ekki um slikt að ræða hér á
landi.Erlendis og þó einkum i
Bandarikjunum er hins vega-r
hægt aö stunda framhaldsnám
sem lýkur með masters- eða
doktorsgráðu.
Nemendur sem ljúka námi úr
námsbrautinni geta starfað að
almennri hjúkrun.en einnig eiga
þeir að vera færir um að taka að
sér stjórnun á heilbrigðistofn-
unum og hjúkrunarkennslu. .
Aðspurð sagði Ingibjörg að
þessi nýja námsbraut dragi á
engan hátt frá Hjúkrunarskóla
Islands og væri það stefna
stjórnvalda að efla hann.Þetta
nýja nám er annars eðlis að
vissu leyti, meira bóknám auk
þess sem áður hefur verið sagt
um stjórnun og kennslu.
Brýnt aö leysa vanda
hjúkrunarkvenna
Hvaö varöar þau verkefni
nefndarinnar sem, lúta að
þvi að leysa vanda þeirra
hjúkrunarkvenna sem lokiö
hafa hjúkrunarnámi sagði
Ingibjörg að tengslanefnd sem
starfar á vegum háskólans
myndi meta nám hjúkrunar-
kvenna með stúdentspróf til ein-
inga innan hinnar nýju náms-
brautar. En ekki hefur enn verið
fundin endanleg lausn á þvi
hvernig hjúkrunarkonur sem
stúdentspróf hafa geta ekki
gengið inn i þetta nám. Þetta
sagöi Ingibjörg að væri mjög
brýnt að leysa.
Ingibj. sagð; að hér væri um
merkan áfanga að ræða og að
með honum væri hægt að bjóða
upp á betri þjónustu á þessu
sviði. Hún gerði mikið úr hlut
menntamálaráðherra i þvi að
námsbrautin væri nú orðin að
veruleika og kvað hann hafa
sýnt málinu mikinn áhuga.
^r»kduin IíiimIm)
^ fe
BIJNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Þá vildi hún koma þvi á fram-
færi að þegar undirbúnings-
starfið var á lokastigi hafi
komið i ljós fjárhagsörðugleikar
þar sem svo seint er liðið á fjár-
hagsárið og ekki gert ráö fyrir
þessu á fjárlögum. Þá var það
að Rauði kross tslands hljóp
undir bagga og veitti 1.5
miljónir til námsbrautarinnar
og gerði það gæfumuninn um
það að hefja kennslu i haust.
nemendur.
—ÞH
DAUÐINN
ER EKKI ÞAÐ
VERSTA
NEYSLA ÁFENGIS
GETUR EYÐI U\GT LIF
ÞITT OG ANNARRA