Þjóðviljinn - 27.11.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Iðn lánasjóður fœr
nýtt verkefni:
r
Uthlutar
lánum til
skipasmíða
Iönaöarráðuneytið hefur á-
kveðið að fela stjórn Iðnlána-
sjóðs að annast úthlutun og af-
greiöslu á 10% lánum vegna
skipasmiða innanlands, en af-
greiðsla þeirra lána var áður i
höndum Framkvæmdastofn-
unar. Þessum lánum er ætlað
að styrkja samkeppnisaðstöðu
islenskra skipasmiðastöðva
með þvi að veita hærri lán til
skipa sem smiðuð eru innan-
lands en þeirra, sem smiðuð
eru eða keypt erlendis. Mun
iðnaðarráðuneytið beita sér
fyrir þvi, að lögum um Iðn-
lánasjóð verði breytt þannig,
að þau nái til þessa nýja verk-
efnis og að tryggt verði fjár-
magn til þess.
(Frá iðnaðarráðuneytinu)
Fiskvinnsla
á Islandi ..
Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar hefur nýlega sent
frá sér bókina FISKVINNSLA
A ÍSLANDI — sem hefur að
geyma 7 erindi er voru flutt i
Rikisútvarpinu á vegum
Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins i byrjun árs 1973. Þórður
Þorbjarnarson fjallar um
fiskiðnaðinn og rannsókna-
stofnanir hans. Geir Arnesen
um salt og saltfisk. Páll Pét-
ursson um niðursuðu og niður-
lagningu sjávarafurða, Björn
Dagbjartsson um hraðfryst-
ingu og grystigeymslu, Páll
Ólafsson um framleiðslu og
notkun fiskimjöls og lýsis,
Jónas Bjarnason um næringa-
gildi sjávarafurða og Guð-
laugur Hannesson um gerla-
rannsóknir á freðfiski.
í bókinni hefur erindunum
ekkert verið breytt efnislega
frá flutningi þeirra i útvarp,
hins vegar hafa töflur verið
settar, þar sem þær eiga við,
og höfundar hafa tekið saman
skrár yfir heimildir sinar.
Einnig eru nokkrar skýringa-
myndir I bókinni.
Yfirborgar-
dómari hœttir
Forseti Islands hefur að til-
lögu dómsmálaráðherra veitt
Hákoni Guðmundssyni, yfir-
borgardómara.lausn frá em-
bætti'frá 1. janúar n.k. að
telja, samkvæmt eigin ósk.
(Frá dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu)
Sýning
Ragnars
Ragnar Páll Einarsson heldur
sýningu ánýjustuverkum sinum
i Bogasal Þjóðminjasafnsins
þessa vikuna. Sýningin var opn-
uð s.l. laugardag og verður opin
daglega kl. 14—22 til sunnudags-
kvölds 2. desember. Á þessari
sýningu eru 25 oliumálverk og 8
vatnslitamyndir, og eru 31 verk-
anna til sölu. Verö myndanna er
frá 10 til 80 þúsund krónur.
Myndirnar eru málaðar viða
um land á siðustu þremur árum,
m.a. á Snæfellsnesi, i Land-
mannalaugum. á Þingvöllum og
á Vestfjöröum. Þetta er
fimmta einkasýning listmálar-
ans, en hann hefur einnig tekið
þátt i mörgum samsýningum,
t.d. i Charlottenborg i Dan-
mörku 1971. Siðasta sjálfstæða
sýning Ragnars Páls var i Sýn-
ingarsalnum við Borgartún i
nóvember 1969.
Á myndinni að ofan er eitt af
málverkunum á sýningunni, og
heitir það ,,1 Djúpalóni”.
Samningar undirritaðir við Bandarikin:
Samvinna í hasniýtmffu
• XI 0^0
jarohita-
orkunnar
A föstudag var undirritaöur
samningur milli Kjarnorkumála-
nefndar Bandarikjanna og Orku-
stofnunar um upplýsingaskipti
varðandi hagnýtingu jarðhita-
orku. Samninginn undirritaði dr.
Dixie Lee Ray af hálfu Kjarn-
orkumálanefndarinnar og Jakob
Björnsson af hálfu Orkustofnun-
ar.
tslendingar hafa lengi nytjað
jarðhita og hafa öðlast mikla
reynslu i þvi efni. Jarðhitarann-
sóknir hafa einnig verið stundað-
ar hér um langt skeið á vegum
Orkustofnunar og fleiri aðila, og
eigum við orðið marga mjög færa
sérfræðinga á þvi sviði. Hafa
margir þeirra starfað fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar að slikum rann-
sóknum i mörgum löndum.
t Bandarikjunum hefur áhersla
á jarðhitarannsóknir og jarðhita-
nýtingu aukist mjög á siðustu ár-
um. Af hálfu Sambandsstjórnar-
innar hefur Kjarnorkumálanefnd
Bandarikjanna m.a. verið falið að
sjá um jarðhitarannsóknir þar i
landi.
Umræður
hófust i vor
Kjarnorkumálanefndin hefur
leitað eftir samvinnu við aðila
viðsvegar um -heim, þar sem
jarðhitarannsóknir eru stundað-
ar, þar á meðal við islenska aðila.
t mai sl. var Mr. Gerald Johnson,
forstöðumaður þessarar deildár
innan Kjarnorkumálanefndar-
innar sem sér um jarðhitarann-
sóknir, hér á ferð i einkaerindum,
og ræddi þá m.a. við Magnús
Kjartansson, iðnaðarráðherra,
um möguleika á samvinnu i jarð-
hitarannsóknum. Ráðherra tók
þeirri málaleitan vel. Hugmyndin
var frekar rædd þegar hingað
kom sendinefnd bandariskra
jarðhitasérfræðinga i júli 1973, er
feröaðist viðsvegar um Evrópu,
þar á meðal til Sovétrikjanna. I
framhaldi þessa er sá samningur
sem undirritaður var á föstudag-
inn.
Samningurinn fjallar um gagn-
kvæm skipti á upplýsingum á
sviði jarðhitafræða og jarðhita-
nýtingar. Gert er ráð fyrir bein-
um samskiptum sérfræðinga
hvors lands til þess að stuðla að
hugmynda- og gagnaskiptum og
örari framþróun i nýtingu jarð-
hita. Samningurinn er gerður til
fimm ára. Framkvæmd hans er
háð fjárveitingum hvers aðila um
sig til þeirra mála er hann fjallar
um. Hann er uppsegjanlegur með
uppsagnarbréfi af hálfu hvors að-
ila um sig með sex mánaða fyrir-
vara.
Hvað látum við?
Það, sem tsland mun einkum
leggja af mörkum i samvinnu
þessari, eru upplýsingar um :
1. Reynslu i hönnun og rekstri
mannvirkja ér nýta jarðhita til
iðnaðar.
2. Vinnslu raforku úr jarðhita,
þar á meðal hönnun og byggingu
stöðva og rekstur þeirra.
3. Jarðeðlisfræðilegar rann-
sóknir á jarðhitasvæðum, frá-
gang borhola, aðgerðir til að auka
afköst borhola og notkun djúp-
dæla.
Hvað fáum við?
Það, sem Island mun fá i sinn
hlut samkvæmt samningnum, eru
upplýsingar um:
1. Reynslu, sem fengist hefur af
rekstri jarðgufuaflstöðvanna á
Geysers-jarðhitasvæðum i Kali-
forniu, en þar er notuð þurr gufa.
2. Rannsóknir á sviði nýjunga i
jarðhitaleitartækniogá nýjum að-
ferðum til að meta orkuforða
jarðhitasvæða.
Jakob Björnsson orkumálastjóri og Dixie Lee Ray takast I hendur aö
lokinni undirritun samnings varðandi hagnýtingu jarðhitaorku
(Ljósm. A.K.) »
3. Athuganir á svonefndri ó-
beinni hitun meö jarðhita i kerf-
um með tvöfaldri hitarás, og þró-
un þessarar tækni.
4. Mat á hagnýtingu jarðhita-
kerfa til raforkuvinnslu.
5. Rannsóknir á möguleikum
þess að vinna orku úr heitu, þurru
bergi.
6. F’ramleiðslu á fersku vatni úr
söltu heitu vatni.
7. Athuganir á ávinningi og
kostnaði við mismunandi aðferðir
til hagnýtingar jarðhitaorku, og
kerfisgreiningu á þessum aðferð-
Sömu aðferðir —
sitthvort markmiðið
Eins og þessi upptalning ber
með sér er þess að vænta að upp-
lýsingaskipti samkvæmt samn-
ingi þessum geti orðið okkur m jög
gagnleg. Til dæmis má taka 7. lið-
Framhald á 14. siðu
Stangarveiðimenn skora á Alþingi:
Banna að leigja út-
lendingum veiðiár
Aðalfundur Landssambands
stangarveiðifélaga 1973 var hald-
inn i Iiafnarfirði sl. laugardag.
Fjölmargar tillögur og ályktan-
ir voru samþykktar, og voru
þessar helstar:
• Áskorun til Alþingis um að
afnema með öllu heimild laga
til þess aö leigja erlendum aö-
ilum veiðiár og vötn.
• Tilmæli til landbúnaðarráð-
herra um að hert verði mjög
eftirlit með því, að stangveiði-
menn sem notað hafa veiði-
tæki sin og búnað erlendis, láti
sótthreinsa þau áður en þau
eru notuð i islenskum ám eða
vötnum.
• Askorun til landbúnaðar-
nefnda Alþingis um að breyt-
ingar verði gerðar á lögum og
reglugerð um lax- og silungs-
veiði, þannig að:
• Veiðihús njóti sömu lánaað-
stoðar úr Stofnlánadeild land-
búnaðarins og önnur hús eða
tæki til reksturs landbúnaðar.
Bygging veiðihúsa og út-
setning fiskræktarseiða i ár og
vötn verði styrkhæf úr Fisk-
ræktarsjóði á sama hátt og
fiskvegir, klakhús og eldis-
stöðvar.
• Bönnuð verði öll netaveiði á
laxi i straumvötnum á tima-
bilinu frá 20. júni til 3, júli,
ennfremur öll netaveiði á laxi
á ósasvæðum ótfmabundið.
Vikulegur friðunartimi neta-
veiði á laxi i stóránum verði
iengdur upp i 108 stundir.
Fundurinn skorar á land-
búnaðarráðherra að nota sem
fyrst heimild laga um lax- og sil-
ungsveiði til að ráða sérfræðing i
fiskasjúkdómum við Tilraunastöð
Háskólans i meinafræði að Keld-
um, til aðstoðar og ráðuneytis
fisksjúkdómanefnd.
Fundurinn skorar á Alþingi að
samþykkja framkomið frumvarp
til breytinga á lögum um lax- og
siiungsveiði þar sem afnumdar
eru aliar undanþáguheimildir um
laxveiði i sjó, og jafnframt kveðið
svo á, að hert skuli eftirlit með
ýsu-og hrognkelsanetaveiðum og
ádrætti við strendur landsins.
Nokkrar fleiri tillögur voru
samþykktar um friðunar- og fisk-
ræktarmál og um félagsstarf
sambandsins.
Jón Finnsson, sem verið hefir
formaður sambandsins sl. þrjú
ár, gaf ekki kost á sér til endiir-
kjörs, og var Hákon Jóhannssop
kosinn formaður. I stjórn voru að
þessu sinni kosnir auk formanns
þeir Friðrik Sigfússon og Birgir
Jóhannsson. Aðrir i stjórn eru
Gunnar Bjarnason og Bergur
Arnbjörnsson.
Fulltrúi Landssambands
stangarveiðifélaga i veiðimála-
nefnd til fjögurra ára var kjörinn
Guðmundur J. Kristjánsson.