Þjóðviljinn - 27.11.1973, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 27. nóvember 1973." ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Chile: Andspyrna eykst
í?o 6
AO'.RQtA DK IHTOBHACIOHTB tmiLSNAB **ARAOCOM ^
stiiágá (AríiiCfö) 1?» 1» featnlla tifc.r»á» »1 11 'áo. Sep'tlftwfcr* #» 1» iftáttóit‘í
t'j4»yi íM»tro. tr6j»*a á#l y oknBW# fu» árrribado pey w.tilsæ*
tfjfo <ío X? pln»Aá 1» IVicrcA Aar** á# Cb.ilP* Kl tx? bst« «« llbro «»tre J/ ? 5/
<5 11 Á« r,«pt ? ln,n 20 hora# á©l 12 é« S»pt* Xné 2S hor»* á« oo»fe»i« laa tro
l|IS!l:«;t>se «»fri«rtín •*»»* á« un c»«♦«»»*• á« b»i»« y ou«»áo po»t*rlor«ís»t# jpttdlóí»»
ItatAr 1» i»áu#trié #alo t*»ííontr»ron «» e» iotoriox* un* áocro* Á» e<sá»r*r«» do 01'?
(é» '^fc--**íá,..4MtWð
r.:i
fK»~#
obrprf
I rklippn úr einu af fréttabréfi Araueo.
Þrátt fyrir múgmorð og
ógnarstjórn ,,múmíanna" i
Chile hefur þeim ekki
tekist að berja niður alla
andstöðu. í fyrstu virtist
að meginhluti vinstri
hreyf ingarinnar hefði
verið gripinn óforvarendis
og annað hvort myrtur eða
settur i fangelsi. En nýlega
bárust þær gleðilegu
fregnir með Information
að sósíalistar og verka-
lýður séu að skipuleggja
sig að nýju og eru þeir
farnir að gefa út leyniblöð
og heyja skæruhernað
gegn hernum.
Valdaræningjarnir vilja
eðlilega ekki viðurkenna að þeir
eigi enn við andspyrnu að etja.
,,Við höfum fulla stjórn á
málunum”, segja þeir og þræls-
lunduð préssan étur þetta upp
eftir þeim. En smátt og smátt er
ólögleg útgáfa að skjóta rótum.
Að visu er hún mjög frumstæð —
að mestu leyti fjölritaðir sneplar
sem oft eru ólæsilegir, engar
heimildir eru tilgreindar og
greinarnar eru skrifaðar i flýti og
i sifelldum ótta við hina blóðugu
kúgun.
Einn hluti þessarar ólöglegu út-
gáfu er fréttastofan Arauco en að
þvi er virðist standa að henni
sósialistar og félagar úr
byltingarsamtökunum MIR.
Nafnið er táknrænt: Arauco-
indjánarnir voru sá indjánakyn-
þáttur sem af mestri hörku allra
indjána i Suður-Ameríku börðust
gegn spænsku nýlenduherrunum.
Erjur innan hersins
Arauco fjallar einna mest um
ástandið innan hersins. t útgáfu
fréttastofunnar frá 2. október
segir að Cesar Mendoza, hers-
höfðingi og yfirmaður lögreglu-
hersins, hafi ásamt sendinefnd
lögregluforingja átt viðræður við
yfirmenn hinna þriggja deilda
hersins, flota,. flughers og
landhers. t þeim viðræðum er
Mendoza sagður hafa kvartað
yfir þvi að lögregluherinn hafi
meðan á valdaráninu stóð og alla
tið eftir það fengið i sinn hlut öll
„skitverkin” en ekki hlotið
pplitisk völd i hlutfalli við hinar
deildir hersins. Hafi hann farið
fram á að herforingjar hans fái
úthlutað jafnmörgum stöðum i
stjórn hins „endurreista” Chile
og aðrar herdeildir.
Þessar upplýsingar um sundur-
þykki meðal valdaræningjanna —
þ.e.a.s. lögregluherinn annars
vegar og hinir hershöfðingjarnir
hins vegar — sanna það sem
mikið var umrætt i Chile þegar i
septembermánuði: lögreglu-
herinn sem i eru um 10 þúsund
manns var af hinum deildum
hersins álitinn vera „vinsamleg-
astur” Allende, fyrst og fremst
vegna þess að hann Var „alþýð-
César Mendoza, yfirmaður
lögregluhersins: „Af hverju fæ
ég öll skitverkin i minn hlut?”
legastur”. Alþýðufylkingin hafði
laumað sinum mönnum inn i
raðir lögregluhermannanna,
sögðu hinar herdeildirnar, og
þess vegna voru þeir gerðir að
framvarðarsveit i útrýmingunni
á stuðningsmönnum Alþýðu-
fylkingarinnar.
Hvaða lag á að leika?
Eitt broslegt dæmi nefnir
Arauco um birtingarform
þessara deilna. Fullyrt er að
Mendoza hafi lýst vanþóknun
sinni við Pinochet á þvi að söngur
lögregluhersins — hver deild
hersins hefur sinn eigin'söng — sé
sjaldnar fluttur en söngvar
flotans. flughersins og land-
hersins.
Þetta hefur sina skýringu. Allar
útvarpsstöðvar i Chile eyða nú
miklu af útsendingartima sinum i
að leika hermarsa og -söngva.
Lögregluherinn er þvi hræddur
um að hann verði sniðgenginn á
áróðurssviðinu meðan hinir
„ekta” hershöfðingjar skipta
íandinu bróðurlega með sér.
Sjálfsmorð og aftökur
Frá öðrum deildum hersins
flytur Arauco einnig fréttir um
óánægju og visi að klofningi. Að
valdaráninu afstöðnu reis bylgja
af sjálfsmorðum og aftökum,
einkum meðal undirforingja og
óbreyttra hermanna sem neituðu
að taka þátt i ofsóknunum á
hendur alþýðunni. t þorpinu
Chillan voru teknir af lifi tiu
hermenn sem gegndu herskyldu
dagana 11.16. september þar sem
þeir höfðu neitað að hefja skot-
hrið á verkamenn. 3. október
framdi yfirmaður æfingahúða
fjallaherdeildanna i bænum Los
Andes sjálfsmorð i mólmæla-
skyni við skipanir sem hann hafði
fengið frá górillunum i Santiago.
Að sögn Arauco var þessi yfir-
maður fylgismaður svonefndrar
Schneiderkenningar sem krafðist
skilyrðislauss hlutleysis hersins i
stjórnmálum. Schneider sá sem
kenningin er kennd var myrtur af
hægriöfgamönnum áður en
Allende kom til valda i nóvember
1970. Hann var yfirmaður hersins
og var sýnt banatilræði sem bar
árangur vegna þess að öflin sem
lengst stóðu til hægri töldu hlut-
leysiskenningu haiis beinan
stuðning við Alþýðufylkinguna.
Baráttusveitir
alþýðunnar
Arauco skrifar einnig um svo-
nefndar Baráttusveitir alþýð-
unnar — Comandos Operativos
del Pueblo , skammstafað COP-
sem virðast standa að baki
meginhluta þeirra launsátra og
skæruhernaði sem herinn hefur
mátt glima við siðan i endaðan
september. t Curico—héraði er
starfandi stór slik sveil. Félagar i
henni eru bændur og liðhlaupar úr
hernum. ttenni veitir forystu
„háttsettur embættismaður úr
rikisstjórn Alþýðulylkingar-
innar”. Giskað er á að þar sé
um að ræða sósialistann Carlos
Altamirano. Hann var einn helsti
hugmyndafræðingur Alþýðu-
fylkingarinnar lengi framan af en
var kominn i andstöðu við hana
(frá vinstri) ) siðustu vikurnar
fyrir valdaránið.
Þá greinir Arauco frá þvi að
lögreglan i Valparaiso eigi i
miklum erfiðleikum með að hafa
stjórn á hinum geysistóru
fátækrahverfum borgarinnar.
Þrátt fyrir að margar af
fréttum Arauco séu byggðar á
óstaðfestum flugufregnum benda
nýlegar tilkynningar herforingja-
klikunnar um vopnaða andstöðu
til að andófið gegn valdaráninu sé
að eflast að styrkleika.
iÞH tók saman)
Orðhagir athugið
Stjórn Sambands islenskra
sveitarfélaga hefur ákveðið að
efna til samkeppni um nýyrði,
samheiti yfir hrepp og kaupstað,
er geti komið i stað orðsins
sveitarfélaga.
Þótt orðið sveitarfélag hafi
lengi verið notaö sem samheiti,
í.d. i löggjöf, hefur það engan
veginn unnið sér fasta hefð i
málinu aö þessu leyti og er auk
þess óþjált i samsetningum.
Stjórnin hefur ákveðið að heita
10 þús. króna verðlaunum fyrir þá
tillögu, sem best þykir að dómi
sérstakrar dómnefndar. Ef fleiri
tillögur en ein berast um sama
orð, verður dregiö um, hver verð-
launin skuli hljóta.
1 dómnefnd eiga sæti Hallgrim-
ur Dalberg, ráðuneytisstjóri, dr.
Jakob Benediktsson og Páll Lin-
dal, formaður Sambands is-
lenskra sveitarfélaga.
Tillögur, auökenndar með dul-
nefni.skulu hafa borist skrifstofu
Sambands islenskra sveitar-
félaga fyrir 1. febr. 1974, en nafn
höfundar fylgja með i lokuðu um-
slagi.
8600 far-
þegar komu
í október
8600 farþegar komu til landsins
i októbermánuði, þar af 4445 út-
lendingar en 4155 lslendingar.
Langflestir þessara ferðaianga
komu með flugvélum eða 8349, en
251 kom með skipum.
Klestir útlendinganna voru frá
Bandarikjunum að vanda — 2288,
frá Danmörku komu 332, V-
Þýskalandi 294, Sviþjóð 281, Bret-
iandi 281, Noregi 171, Sviss 133,
Krakklandi 116, Kanada 66, Hol-
landi 63, Kinnlandi 51, Belgiu 40,
ttaliu 35, trlandi 31, Austurriki 33,
Astraliu 22, Japan 18, Júgóslaviu
17,Póllandi 13, Sovét 13, Kina
11, Spáni 14, Nýja-Sjálandi 10,
Portúgal 10 og svo færri frá öðr-
um löndum.
Úr blaði Ungrajafnaðarmanna í Hafnarfiröi,Röddæskunnar:
Aö vera...ekki!
Okkur hér á Þjóðviljanum
hefur borist óvenju skemmtilegt
blað. Er þar blaðið Rödd
æskunnar, gefið út af ungum
„jafnarðarmönnum” i Hafnar-
firði.
t þessu skemmtilega blaði
kennir margra grasa. Eitt gras
er þó öðrum safameira, en þar
er yfirskriftin svofelld: Er Al-
þýðuflokkurinn alþýðuflokkur?
Þar segir svo á einum stað:-
„1 rúm. fimmtiu ár hefur
Alþýðuflokkurinn talið sig vera
vinstrisinnaðan verkalýðs-
flokk.”
Og aðeins siðar, sem nokkurs-
konar samlikingu, þegar
Alþýðuflokksmenn bjóða sig og
stefnu sina til trúnaðarstarfa,
eða hvernig bera að skilja það? :
„Enginn drekkur hálfs-
mánaðargamla mjólk, þó að
hún hafi verið góð einu sinni”.
Og orðrétt:
„Til þess að flokkur geti talist
verkalýðsflokkur, þarf hann að
njóta trausts verkalýðsins. Þvi
miður er langt um liðið siðan Al-
þýðuflokkurinn missti þetta
traust. Sifellt hafa gliðnaö
tengsl Alþýðuflokksins og
verkalýðsfélaganna, og fullvist
má telja, að i dag séu þau tengsl
engin”.
Efnilegur unglingur
syrgður
Þessu næst ræðir höfundur
greinarinnar um siðasta flokks-
þing Alþýðuflokksins og að þar
hafi rikt kjörorðið „Make love,
not war,” og þessu næst skýrt
frá þvi að svipur formannsins
lýsi „hreinleika maddonnu-
myndar” og látin fylgja eftir-
farandi umsögn um for-
manninn:
„Gylfi Þ. Gislason var að sögn
ákaflega efnilegur ungur maður
i þágu verkalýðsins, sósialism-
ans og Alþýðuflokksins, og virð-
ist þvi mörgum ákaflega sorg-
legt að hann skuli vera orðinn
fullorðinn”.
Og orðrétt:
„Fyrsta skrefið sem Alþýðu-
flokkurinn þarf að stiga til að
geta vakið traust launþega að
nýju, er að hafa formann sem
vakið getur traust þeirra sem
flokkurinn vill kenna sig við, og
verið þess trausts verðugur.
Það verður að vera brýnasta
verkefni Alþýðuflokksins i nán-
ustu framtið að endurnýja inn-
viði sina”.
Sérsfaöa Benedikts
Og rödd æskunnar hljómar
enn, og nú er það varafor-
maðurinn sem veginn er og létt-
vægur fundinn:
Fljótlega eftir að Gylfi var
farinn til náms til Danmerkur,
fyrir rúmu ári siðan, birtist
fyrirsögn i Alþýðublaðinu. „Við
stefnum til vinstri”. 1 fjarveru
Gylfa var Benedikt Gröndal
tekinn við stjórninni. Benedikt
hefur dálitla sérstöðu meðal
forustumanna Alþýðuflokksins.
Hann hefur þó nokkuð gott orð á
sér meðal iaunþega, og er það
orðin nokkuð sjaldgæfur eigin-
leiki innan forystusveitar Al-
þýðuflokksins. — Enda virkaði
sá timi, sem hann var i for-
mannssæti á flokkinn og mál-
flutning hans, eins og vorregn á
gróður.
En þvi miður var það aðeins
smá skúr.
Heföi Gylfi getaö oröið
skáld?
En aftur snýr greinarhöf-
undur sér að formanni sinum og
segir:
„Gylfi Þ. Gislason er mikils-
metinn fyrir margra hluta sak-
ir. Hann er greindur vel, og sem
tónskáld og jafnvel skáld hefði
frami hans getað oröiö mikill.
Doktorinn: Að vera.... ekki!
Varaformaöurinn: Hcfur nokk-
uö gott orð á sér!
En sem leiðtogi verkalýðsflokks
er hann misheppnaöur.
Mikill fjöldi manna segjast
myndu kjósa Alþýðuflokkinn, ef
það væri bara ekki Gylfi. Og
flokkur meö formann sem
Ungkratar
senda
formanni
sínum tóninn
verkafóik treystir ekki, getur
ekki verið verkamannaflokk-
ur”.
Aö vera,...ekki!
„Formenn stjórnmálaflokka
hljóta að vilja flokkum sinum
allt hið besta, og eflaust vill
Gylfi Alþýðuflokknum allt til
framdráttar. Það sem Gylfi
gæti gert Alþýðuflokknum helst
til framdráttar sem verkalýðs-
flokk, væri að taka undir orð
Hamlets, en breyta þeim örlit-
ið: „Að vera, eða vera ekki. Það
er ekkert vafamál, ég á ekki að
vera”.
Þessi kveöja er send Gylfa
af Lárusi Guðjónssyni.en hann
undirritar hana i blaðinu.
Hlýtur þetta ekki að teljast hið
ágætasta vegarnesti fyrir
doktorinn i sameiningarvið-
ræöum hans við Marbakkaætt-
flokkinn? —úþ