Þjóðviljinn - 09.12.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.12.1973, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. desember 1973. Hreingrening nefnist þessi mynd eftir Hring Jóhannesson en hún er á sýningunni i Galleri SÚM. Ovenjuleg tíðindi á SÚM-sýningunni Fyrsta desember sýning i Galleri SÚM hefur nú staðið i viku og vakið athygli — hún er eitt af fáum dæmum um mjög pólitiska myndlistarsýningu hérlendis. Sýningin fer fram undir vig- orðunum tsland úr Nato, herinn burt. 1 vikunni gerðust þau tiðindi að sýnendum fækkaði um tvo. Guðmundur Sigurjónsson tók niður myndaflokk sinn og bar þvi við, að sýningin sýndi ekki rétti- lega móthverfurnar i islensku þjóðfélagi. Sigurður Þórir Sigurðsson hefur einnig tekið niður sinar myndir. 27 listamenn eiga þá verk á þessari sýningu, sem opin er kl. 4- 10 næstu daga. Enn við sama heygarðshornið Ekki verður séð að hjá forustu- mönnum islenskra útvegsmanna (Ltú), sem nýlega hafa lokið aðalfundi sinum, hafi orðin nein hugarfarsbreyting i garð sjómanna og þess fólks, er vinnur aö fiskiðnaði, þegar þeir setja fram hugmyndir sinar um lausn á fyrirstjánlegum vinnuaflsskorti við þessi störf á komandi vetrar- vertið. Kristjan Ragnarsson, form. Ltú lagði til i Morgunblaöinu i marsmánuði 1971, að vandi fólks- eklunnar á fiskiskipaflotanum væri leystur með þvi aö skipu- leggja atvinnuleysi i landvinnu með samdrætti þess opihbera við framkvæmdir i samgöngu- málum, byggingum o.fl. yfir vetrarvertiðina. Og nú nýlega kom hann fram i sjónvarpsviðtali með sömu úrræðin ásamt for- manni útvegsmanna i Vest- mannaeyjum, Birni Guðmunds- syni, sem ég kynntist þó sem ágætum samstarfsmanni i Atvinnumáladeild Suðurlands- kjördæmis fyrir nokkrum árum. Einnig kom fram i viðtalsþætti i sjónvarpinu fyrj'r nokkru fulltrúi af fiskiþingi, sem lét i ljósi sömu skoðanir til að leysa vandamál sjávarútvegsins varðandi fólks- ekluna. Loks kom svo sjálfur formaöur þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, Gunnar Thoroddsen, á Alþingi 3. þ.m. og tók undir kröfur útvegsmanna, sem m.a. eru þær að dregið skuli úr framkvæmdum rikisins og sveitarfélaga yfir vetrarvertiðina, að skólaung- lingar fái fri úr skólum til að vinna i frystihúsum og i þriðja & ÍS Segulhausar og demantsnálar fyrirliggjandi Nóatúni sími 23800 Klapparstíg sími 19800 Akureyri sími 21630 Björgvin Sigurösson, formaöur Bjarma, Stokkseyri Björgvin Sigurðsson lagikomi til innflutningur erlends vinnuafls. Allir ganga þessir menn fram hjá kjarna málsins, þeim höfuðatriðum sem er undirstaða þess að leysa vandann, en það er aö bæta þarf kjör þess fólks og aðbúnað, er við þessi þjóðhags- lega þýðingarmiklu störf vinnur. Það er furðuleg skammsýni að ætla með þvingunarráðstöfunum aö neyöa fólk tii vinnu í þessi störf fyrir laun, sem öllum, er af sann- girni vilja mæla er ljóst, að er langt undir þvi merki, sem nægja til lifsframfæris, nema með hóf- lausri vinnuþrælkun i lengd vinnutima. Stórhækkað kaup og bætt iifskjör sjómönnum til handa og þvi fólki er að fiskiðnaði vinnur er það eina sem vandann leysir. Aðalvinnuafl flestra frystihúsa á Suðvesturlandi s.l. sumar voru skólaunglingar og húsmæður sem ekki komust i aðra vinnu. t kjara- samningum i des. 1971 var 16 ára unglingum sýnd sú viðurkenning af atvinnurekenda hálfu fyrir störf sin, að kaup þeirra var lækkað niður i 95% af fullorðinna kaupi, sem þeir höfðu jafnan haft. Vissulega sérstæð verðlauna-' veiting.það, fyrir þann vinnu- kraft, sem viða bjargaði frysti- húsunum á s.l. sumri. Sjómannakjörin þarf að stór- bæta, svo þýðingarmiklu hlut- verki gegna þeir i okkar þjóð- félagi með starfi sinu aö bjarg- ræðisatvinnuvegi þjóðarinnar, sem undir méginhluta af gjald- eyrisöflun þjóðarinnar stendur. Algerlega fritt fæði sjómanna um borð er alger lágmarks- krafa.Slikt þykir sjálfsagt nú til dags um þá menn, sem i landi vinna fjarri heimilum sínum, og hvi skyldu sjómenn ekki sitja við sama borð? Allir sem til þekkja og af nokk- urri sanngirni vilja mæla, hljóta að viðurkenna að sjómanns- starfið er i algerri sérstöðu um aðstöðu og aðbúnað við önnur störf i okkar þjóðfélagi. Fjarri heimilum sinum, margir lang- timum saman, stunda þeir atvinnu sina. Öviss vinnutimi, fáar fyrirfram ákveðnar fri- stundir, takmörkuð aðstaða til að njóta með fjölskyldum sinum þess heimilislifs, er þeir er i landi vinna njóta daglega. Allt rennur þetta stoðum undir þá sanngirnis- kröfu að sjómenn eigi að njóta þeirra bestu launa, er þjóðfelagið hefur efni á að veita þegnum sinum. Það er ekki nóg að titla sjómenn ,,hetjur hafsins” á sjómannadaginn og við hátiðleg tækifæri. Það eru athafnirnar en ekki orðin ein sem gilda. Það mat eitt gildir i þeim efnum, sem kémur fram i afstöðu útgerðar- manna þegar um kjaramál sjómanna er fjallað. Með langvinnum verkföllum hafa sjómenn tiðum orðið að sækja smávægilegar kjarabætur sér til handa. Og með laga- setningu voru kjör sjómanna rýrð hvað eftir annað á stjórnar- timabili „viðreisnarinnar”. Það eru kveðjurnar sem „hetjur hafsins” hafa fengið, þegar búið er að loka sjómannadagsskjall- ræðurnar niður i skúffu og hið rétta andlit ihaldsseminnar er komið aftur i sinar eðlilegu stellingar. Allar kjarabætur sjómanna, sem náðst hafa i gegnum árin, hafa sannað aö það borgar sig fyrir útgerðina sjálfa að bæta kjör sjómanna. Þegar fyrstu togaravökulögin voru sett, var fullyrt af ihaldi og útgeröarmönnum þeirra tima, að vökulögin myndu riða íslenskri togaraútgerð að fullu. Og mátti þó merkileg skammsyni kallast, að útgerðarmenn þeirra tima skyldu ekki sjálfir koma auga á hve villimannleg vinnubrögð voru búin togarasjómönnum fyrstu ár togaraútgerðar á tslandi. Það virðist ganga grátlega seint að koma útgerðarmönnum i þessu landi i skilning um það, að bættur aðbúnaður sjómanna, aukið öryggi þeirra og bætt lifs- afkoma, eru atriði, sem hverri út- gerð er i flestum tilfellum miklu minni útgjaldaatriði, heldur en margt það, sem erlendir og inn- lendir auðhringar demba á út- gerðina i skefjalausri samkeppni um gróða og ábatavon i sambandi við það, sem útgerðin þarf á að halda til reksturisins, svo sem oliur, veiðarfæri, tryggingar o.fl. er snerta afkomu útgerðarinnar og ekki verður séð að út- gerðarmenn geri neitt til að fá i sinar hendur úr hendi auðhring- anna. Þeir virðast hafa fengið þá fáranlegu hugmynd i kollinn, að lágt kaup og lág prósenttala i hlutaskiptum til sjómanna sé það sem öllu máli skipti um rekstur útgerðarinnar. Það hefur gætt furðúlegrar skammsyni og þröngsýni i fram- komu fórustumanna Landssam- bands islenskra útgerðarmanna i samningum við sjómannafélögin á undanförnum árum. Vandamál fólkseklunnar á fiskiskipaflotanum og hjá frysti- húsunum verða ekki leyst nema með þvi að gera kaup og aðbúnað þess fólks, er að þessum störfum vinnur það góð að samanburð þoli við önnur störf i þjóðfélaginu, sem hægari eru og áhættuminni. Allar þvingunarráðstafanir til að neyða fólk til þessara starfa á lélegu kaupi og lágum hluta- skiptum munu algerlega missa marks. Það er forustumönnum Ltú hollt að hafa i huga i yfir- standandi kjarasamningum. KVIKMYNDIR SMIÐJAN S?Í,»a GF.Itl) TKKL’K Al) Sftll SMÆKIII <>G STÆHKI VKKKKKM A SVIDI KVIKM YNDAGKKD- All KVIK SMIÐJAN S>A Kinholti 9. Sími: 15361.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.