Þjóðviljinn - 22.12.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1973, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Laugardagur 22. desember 1973 —38. árg. 295. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐVERZLA i KRON tPOTEK OPIÐ OLL KVOLD TIL KL. 7. NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2, SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Malbik °g súrefni i ræðu sinni á borgar- stjórnarfundi um fjárhags- áætlun Reykjavikur i fyrra- kvöld lýsti Sigurjón Pétursson þvi ma. á eftirminnilegan hátt, hvernig fyrrverandi borgarstjóri Geir Hallgrims- son reyndi að slá um sig geislabaug með malbikun og hvernig arftaki hans i sætinu Birgir 1. Gunnarsson reynir nú aö skapa sér nafn með tún- rækt, hvar sem við verður komið i kjölfar malbiksins, þótt hvorki sjáist þess merki, að túnskikar þessir séu nytj- aðir né heldur notaðir af bæjarbúum til eins eða neins. En einn flokksbróðir þeirra borgarstjóranna, Úlafar Þórðarson, kom með skýring- una: Gras myndar súrefni. — Það er semsagt með súrefnis- framleiðslu, sem Birgir t. ætlar að gera nafn sitt ódauð- legt, og veitir kannski ekki af eftir fnykinn frá tjörunni Ræða Sigurjóns Péturs- sonar er birt á 8.-9. siðu blaðsins i dag. Hækkar i strætó eftir áramótin Borgarstjórn staðfesti i fyrrakvöld samhljóða ákvörðun borgarráðs frá 18. des. um að gjaldskrárhækkun Strætisvagna Reykjavikur verði 53,3% frá 1. janúar nk. Er rekstrarhalli strætis- vagnanna nú slikur, að borgarráð taldi, að til að brúa hann næsta ár þyrfti hækkunin að vera 75,9%. Er áætlað 40 miljón króna framlag borgar- sjóðs til að mæta áætluðum rekstrarhalla SVR á næsta ári. ALLIR A ÞÖNUM. Umferð blla og manna hefur veriö mikil I borginni undanfarna daga cn þó aldrei eins mikil og I gær enda veöur gott. Allir voru aö flýta sér og margir voru hlaönir pinklum. (Ljósm. Sdór). Rikisstjórnin samþykkir: TOLLALÆKKANIR EKKI TIL FRAMK VÆMDA 1. JAN. Er þingrof framundan? | „En rikisstjórnin hefur tekið þá lákvörðun aö tollalækkun á inn- fluttum iönaöarvörum geti ekki komiö til framkvæmda fyrr en tollskráin hefur veriö samþykkt á i alþingi. Þaö veröur þvl ekkert af þeirri mismunun, sem stjórnar- andstööuflokkarnir stefndu aö, og miöaöi að því að skeröa sam- keppnisaöstööu innlends iönaöar gagnvart erlendum iönvarningi.” Þetta segir Magnús Kjartans- son, iðnaðarráðherra i viðtali viö Þjóðviljann, sem birtist á 4. slöu I dag. Magnús segir ennfremur I við- talinu i tilefni af þeirri stöðu, sem upp er komin á alþingi vegna bandalags Bjarna Guönasonar við stjórnarandstæðinga: „Siöan tel ég, aö rikisstjórnin eigi að ihuga hvort ekki sé óhjákvæmilegt að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga..... Ég tel, að þjóöin verði hér aö skera úr um tvær leiöir i kosningum áður en langt um lfður, og ég er ekki i neinum vafa um, hver niðurstaðan verður.” Maraþonfundur í borgarstjórn Reykjavíkur Fjárhagsáætlunin hækkaði um nærri 40% milli ára Maraþonf undi ársins íi borgarstjórn lauk um kl. 6 í gærmorgun með að sam- þykktar voru allar tillögur og breytingartillögur meirihlutans um fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar fyrir 1974, en tillögun minnihlutaf ulltrúanna felldar. Hefur f járhagsáætlun Reykjavíkur þarmeð hækkað um tæp 40% milli ára og er vissulega fróð- legt fyrir almenna kjós- endur að virða fyrir sér breytilega ásjónu Sjálf- stæðisflokksins, eftir því hvort hann situr í meiri- hluta í borgarstjórn eða stjórnarandstöðu á alþingi. Fundur borgarstjórnar hófst kl. 5 sd. á fimmtudag og stóð i 13 tima meðmiklum umræðum um fjárhagsáætlunina sjálfa og sam- eiginlegar ályktunartillögur vinstri fulltrúanna við gerð á- ætlunarinnar, sem áður hefur verið sagt frá i blaðinu. Báru meirihlutaíulltrúar upp og sam- þykktu breytingartillögur i stað þeirra allra nema tveggja, sem þeir komu sér hjá að afgreiöa með að visa þeim i ráð og nefndir. „Við viljum fara eins hóflega i álögur á bæjarbúa og mögulegt er”, hafði borgarstjóri við orð i ræðu sinni i fyrrakvöld, en við 2. umræðu höfðu rekstrargjöld fjár- hagsáætlunarinnar reyndar enn hækkað frá upphaflegri gerð hennar samkvæmt tillögu meiri- htutans og nemur hækkunin milli ára nú 39,6%,. Enda hafði borgar- stjóri við fyrri umræðuna haft fá orð um hófsemi, þvert á móti kvartaði hann sáran yfir aö fá ekki fyrir rikisstjórninni að hækka gjöld og álögur. Vöktu vinstri borgarfulltrúar i Framhald á 14. siðu SKILA - DAGUR Opið til kl. 23 í kvöld í dag verður tekið við skilum á tveimur stöðum: Að Grettisgötu 3 og Skólavörðustig 19. Opið til kl. 23. Gangið við og gerið skil! Gerið skil Gerið skil fyrir kvöldið DREGIÐ Á MORGUN Á Happdrætti Þjóöviljans 1973 f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.