Þjóðviljinn - 22.12.1973, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. desember 1973.
MÚBVIUINN
MALGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
KJÖRORÐ ÍHALDSINS: FYRST FLOKKURINN—SVO BORGARBÚAR
Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður
Alþýðubandalagsins, flutti ýtarlega ræðu
um fjárhagsmál Reykjavikurborgar við 2.
umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar.
1 ræðu sinni sýndi Sigurjón fram á það
með mörgum sláandi tölum og saman-
burði við fyrri ár að ihaldsmeirihlutinn i
borgarstjórninni notar sér aðstöðu sina i
borginni til þess að tryggja hagsmuni
Sjálfstæðisflokksins og undirbýr nú kosn-
ingar.
Geir Hallgrimsson, núverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, hélt þvi fram að
vinstristjórnin gerði ,,aðför að hagsmun-
um Reykvikinga”. Nýi borgarstjórinn ap-
ar þessar kenningar eftir, og nú er talað
um „pólitiskar ofsóknir” gegn Reykvik-
ingum.
En hverjir fara með pólitiskum ofsókn-
um á hendur Reykvikingum? Það er borg-
arstjórnarmeirihluti ihaldsins, sem
hyggst nú leggja meira á borgarbúa en
nokkru sinni fyrr. Við athugun fjárhags-
áætlunar borgarinnar fyrir næsta ár
kemur i Ijós að álögð útsvör eiga að hækka
um 2000 milj. kr. frá yfirstandandi ári eða
um 28,6% milli ára. Auk þessa gerir
meirihlutinn ráð fyrir 50% álagi á öll fast-
eignagjöldin, einnig á ibúðarhúsnæði!
Þannig er fjárhagsáætlunin yfirspennt, og
meirihlutinn segir samt að hann hafi ekki
nægilegt svigrúm til skattaalagningar.
Hvernig yrðu skattarnir ef meirihlutinn
yrði ekki að sæta ákveðnum lögbundnum
takmörkunum eins og önnur sveitarfé-
lög?!
Sigurjón Pétursson rifjaði siðan upp
hvernig fjárhagsáætlanirnar voru á
valdatima viðreisnarflokkanna og svo sið-
ustu ár til samanburðar.
1971, siðasta viðreisnarárið, var tekju-
afgangur til framkvæmda 296,9 milj. kr.
eða 16,4% af tekjum borgarinnar.
1972 höfðu tekið gildi ný Iög um tekju-
stofna sveitarfélaga. Þá hækkaði tekjuaf-
gangur i 587,9 milj. kr. eða um 98% milli
ára og þá var hægt að verja til fram-
kvæmda 27,7% af tekjum borgarinnar.
í áætlun ársins 1973 var gert ráð fyrir
770,7 milj. kr. tekjuafgangi til fram-
kvæmda, sem var liðlega 30% af tekjum
borgarinnar.
í áætlun fyrir árið 1974 hækkar þessi
tekjuafgangur enn i 1.087,1 milj. kr. eða
um 316,4 milj. kr. milli ára og er nú áætlað
að verja rúmlega 31% af tekjum borgar-
innar til framkvæmda.
Það er þannig ljóst að þau tekjustofna-
lög, sem núverandi rikisstjórn setti,
tryggja sveitarfélögunum fyllilega nægi-
legt f jármagn til framkvæmda og að borg-
arstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins
notar aðstöðu sina til hins itrasta vegna
þess að i hönd fer kosninga ár.
En samt er „kvartað sáran undan þvi að
vond rikisstjórn skuli standa i vegi fyrir
frekari skattheimtu. Það er svo til að kór-
óna tviskinnungsháttinn að flokksbræður
borgarstjórnarmeirihlutans á alþingi
leggja þar til að dregið verði stórlega úr
skattheimtu og sparnaður aukinn”, sagði
Sigurjón Pétursson ennfremur i ræðu
sinni. Hann sýndi ennfremur fram á, að
Endemisafstaða Bjarna Guðnasonar
þingflokks Frjálslynda flokksins að
undanförnu hlýtur að hafa vakið athygli
þar sem hann hefur verið auglýstur sam-
viskusamlega i öllum helstu fjölmiðlum
rétt eins og mannkynslausnari væri i
heiminn borinn svo sem fyrr hefur gerst i
desember. Stuðningsmenn rikisstjórnar-
innar og herstöðvaandstæðingar i öllum
flokkum fordæma framferði Bjarna, þar
sem hann stefni markmiðum stjórnar-
framkvæmdir eru áætlaðar svo miklar nú
vegna þess að nú — á kosninga ári —
brennur á ihaldinu vanræksla liðinna ára.
Auk þess ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að
neyta allra bragða til þess að halda velli i
Reykjavik, vitandi sem er að þar er sið-
asta vigið. Falli það er hruninn hornsteinn
undir völdum Sjálfstæðisflokksins. Þetta
vita vinstrimenn lika og einmitt þess
vegna er sérstaklega ánægjuleg samstaða
vinstrimanna í borgarstjórn allt það kjör-
timabil borgarstjórnar sem nú er senn á
enda runnið.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að kom-
ast áfallalitið yfir borgarstjórnarkosning-
arnar. Þess vegna hækkar hann útsvörin á
Reykvikingum um nærri 40%, þess vegna
á nú að reyna að bæta vanrækslusyndir
liðinna ára i framkvæmdum i borginni.
Flokkur sem þannig fer með fjármuni al-
mennings sannar með eigin verkum, að
honum er ekki trúandi til forustu i borg-
inni. Eftir 40 ár i valdastólunum i Reykja-
vik er spillingin orðin slik að útsvör eru
hækkuð um nærri 40% til þess að bjarga
andliti flokksins. Fyrst er það flokkurinn
— svo borgin. Er ekki fyllilega timabært
aðýta spillingaröflunum til hliðar og sam-
einast um það?
flokkanna i hættu með háttalagi sinu.
Einkum er þetta alvarlegt að þvi er her-
stöðvamálið varðar, Hins vegar kann
Bjarni að verða hinn þarfasti upphlaups-
maður ef hann hirðir — eins og nú bendir
margt til — fylgi af Sjálfstæðisflokknum,
en þessa dagana gengur varla hnifurinn á
milli Bjarna Guðnasonar og Geirs Hall-
grimssonar og menn spá þvi, að það verði
Bjarni, fyrr en Björn, sem sameinist
Gylfa.
PÓLITÍSKUR TRÚÐUR
Kosið í ráð og
nefndir á alþingi
A fundi Sameinaös alþingis i
gær var kosiö i allmörg ráö og
nefndir og fer hér á eftir yfirlit
yfir þær kosningar.
1. Kosning framkvæmdastjóra
Söfnunarsjóðs islandstil 6 ára.
Kosinn var Bjarni Guð-
mundsson fyrrum blaöa-
fulltrúi, aðrar tillögur komu
ekki fram.
2. Kosning 6 fulltrúa og jafn-
margra til var i Noröurlanda-
ráö. Kjörnir voru:
Af A-lista Jón Skaítason, Gils
Guömundsson og Hannibal
Valdimarsson.
Af B-lista Matthias A.
Mathiesen og Jóhann Hafstein.
Af C-lista Gylfi Þ. Gislason.
Og varamenn:
Af A-lista Asgeir Bjarnason,
Svava Jakobsdóttir og Karvel
Pálmason.
Af B-lista Gunnar Thor-
oddsen og Geir Hallgrimsson.
Af C-lista Eggert G.
Þorsteinsson.
3. Kosning þriggja manna i
Sildarútvegsnefnd og jafn
margra til vara til þriggja ára.
Kjörnir voru:
Af A-lista Jón Skaftason
Kópavogi og Ólafur
Gunnarsson Neskaupstað.
Af B-lista Jón L. Þórðarson,
forstjóri. A-listi fékk 31 atkvæði
og B-listi 22 atkvæði, en einnig
kom fram C-listi með nafni
Birgis Finnssonar og fékk 6 at-
kvæði en engan kjörinn.
Varamenn i sildarutvegs-
nefnd voru kjörnir af A-lista
Kristmann Jónsson Eskifirði
og Karl Sigurbergsson Kefla-
vik og af B-lista Guðfinnur
Einarsson útgerðarmaður.
4. Kosning þriggja manna i
stjórn Landshafnar Kefla-
vikurkaupstaðar og tveggja
endurskoðenda reikninga
hafnarinnar. Allt til fjögurra
ára. Kjörnir voru i stjórn:
Af A-lista Páll Jónsson og Odd-
bergur Eiriksson.
Af B-lista Alfreð Gislason
bæjarfógeti.
SINE-menn í Lundi:
Hvikið ekki frá settu
marki — herinn burt
Islenskir námsmenn i Lundi
skora á rikisstjórn Islands að
hvika hvergi frá settum mark-
miðum um brottför hersins fyrir
lok kjörtimabilsins. Við fögnum
skýlausri yfirlýsingu forsætisráð-
herra, að hafi samningar ekki
náðst fyrir 25. desember, verði
strax að loknu jólaleyfi lögð fyrir
Alþingi tillaga um heimild til
uppsagnar herstöðvarsamnings-
ins.
I þvi sambandi hvetjum við is-
lensku þjóðina að taka ekki mark
á ofstækisfullum skrifum morg-
unblaðsins um „fremstu viglinu
rússa” og öðrum þvilikum kalda-
striðsáróðri. Að baki þessum
skrifum liggja aðrar hvatir en
hollusta við islenskan málstað og
sjálfstæði tslands.
Samþ. á fundi i SlNE-deild
Lundar með 70% greiddra at-
kvæða). .
A-listi fékk 31 atkvæði og B-
listi 22 atkvæði, en einnig kom
fram C-listi með nafni Ólafs
Björnssonar Keflavik og fékk 6
atkvæði en náði ekki kjöri.
Endurskoðendur reikninga
hafnarinnar voru kjörnir
Valtýr Guðjónsson og Alex-
ander Magnusson, báðir i
Keflavik.
5. Kosning 7 manna og jafn
margra til vara i stjórn Lands-
hafnar i Þorlákshöfn til
fjögurra ára. Kjörnir voru: Af
A-lista Benedikt Thorarensen
Þorlákshöfn, Ólafur Ólafsson
Hvolsvelli, Asgeir Benedikts-
son Þorlákshöfn og Halldór
Hafsteinsson Selfossi.
Af B-lista Friðrik Friðriksson
Þorlákshöfn og Gisli Bjarnason
Selfossi.
Af C-lista Gunnar Markússon
Þorlákshöfn.
Og varamenn: Af A-lista:
Hjörtur Jóhannesson Hvera-
gerði, Þorsteinn Sigvaldason
Þorlákshöfn, Ketill
Kristjánsson Þorlákshöfn og
Sigurður Helgason Þorláks-
höfn. Af B-lista: Gunnar
Sigurðsson Seljatungu og Jón
Þorgilsson Hellu. Af C-lista:
Erlingur Ævar Jónsson
Þorlákshöfn.
6. Kosning 5 manna i stjórn
Sildarverksmiðju rikisins og
jafn margra varamanna, allra
til þriggja ára. Kjörnir voru:
Af A-lista Jón Kjartansson
forstjóri, Hannes Baldvinsson
Siglufirði og Páll Árnason
Raufarhöfn.
Af B-lista Sveinn Bene-
diktsson forstjóri og Þorsteinn
Gislason skipstjóri.
Framhald á 14. siðu
Gátan
um
uppruna
íslenskrar
þjóðar
Sögufélagið hefur gefið út
bókina Frá árdögum islenskrar
þjóðar eftir Arnór Sigurjónsson.
Bókin fjallar um hið gamalkunna
efni uppruna og rætur islenskrar
þjóðar og menningar, og
höfundur tekur efnið nokkuð
öðrum tökum en venjulega.
Arnór leggur áherslu á þá
skoðun sina að hér hafi ekki i
árdaga orðið neitt fornminjasafn
noröurgermanskra siða og sam-
félagshátta. heldur nýtt þjóðfélag
sem stoð rótum i fornum minnum
og menningu og nýrri reynslu.
Hingað fluttist um aldamótin 900
alls konar flóttafólk vestur-norskt
og irskt að ætt. stælt i harðræðum
og ósigrum á umbrotamikilli
byltingaöld. Úr þessu umróti óx
hér á landi þjóð sérstæðra lifs-
hátta. skipulags og menningar.