Þjóðviljinn - 01.02.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1974.
Jón Ásgeirsson
F. 11.2. 1947 - D. 19.1. 1974
OAINN?
Oft vorar seint á okkar kalda landi,
andsvalir vindar fella veiku stráin,
vorperlan fagra frýs og liggur dáin,
flest virðist stefna beint að lifsins grandi.
Eins fer um mannheim dapur dauðans andi,
djúp verða sárin, mörgum vöknar bráin,
þegar við Iftum liðinn, fölvan náinn,
lifsins oss virðist slitið hinsta bandi.
Þó flytjumst vér við hvern einn hrföardag
og hélunótt, er aftur fer að morgna,
áfram til vorsins, einhver fáein spor.
Svo yrkir dauðinn sjálfur lffsins Iag
— þvi læt ég gjarnan sorgartárin þorna —
hann hefur flutt þig — inn í eilfft vor!
Þannig orti afi þinn Einar
Sveinn Frimann, og finnst mér
hæfa að láta það fylgja þessum
kveðjuorðum til þin, kæri frændi
og vinur. Hver hefur ráðið lifsins
gátu?
Kannski erum viö öll að reyna
það, ég veit með fullri vissu að
ekki sist þú lagðir hugann þar að.
Ég tel mig hafa þekkt þig nokk-
uö náið, þar sem ég var oft og tið-
um daglegur gestur á heimili for-
eldra þinna, Hildar Einarsdóttur
Frimann og Asgeirs Gislasonar,
sem einnig var heimili ömmu
þinnar, Brynhildar Jónsdóttur.
Ég hef þvi þekkt þig siðan þú
komst i þennan heim, sem þú nú
hefur kvatt. Það sem mér fannst
alltaf einkenna þig öðrum fremur
sem ég hef kynnst, það var hóg-
værð, rökhyggja og óvenju næm
tilfinning fyrir þvi sem lifði og
hrærðist i kringum þig. Vinnu-
semi var þér i blóð borin, ekki var
fyrr staðið upp af skólabekknum
en leitað var til annarra starfa.
Þú varst ekki hár i loftinu þegar
þú fórst að fylgja pabba þinum á
sjóinn. Ég man vel eftir einu at-
viki, sem við skemmtum okkur
við seinna, þótt nógu illa liti það
út i fyrstu fyrir ellefu ára snáða,
sem þegar var farinn að taka lifið
alvarlega og vildi láta taka sig
það lika. Þú hafðir fengið að fara
jólaferð með pabba þinum, sem
þá var skipstjóri á togaranum
Röðli frá Hafnarfirði; þið áttuð
þá heima þar. Svo bar til að kom-
ið var I höfn á gamlaárskvöld að
lokinni vel heppnaðri veiðiferð.
Ekki var litli sjómaðurinn að biða
eftir pabba sinum, sem ýmsu
þurfti aö sinna áðúr en farið var
frá borði, heldur tók sinn poka á
bakiö og ætlaði að hraða sér heim
til mömmu, ömmu og systkina.
En viti menn, verðir laganna hafa
Auglýsinga
síminn
er17500
glögg augu, og drengur með poka
á bakinu er meira en litið grun-
samlegur á gamlárskvöld. Hann
gat verið með óleyfilega hluti
meðferðis. En i poka þinum var-
ekkert saknæmt. Aðeins föt litils
sjómanns sem var að koma úr
sinni fyrstu veiðiferð. Ég hitti þig
þetta kvöld og þú sagðir mér frá
þessu. Þú varst mjög sár yfir
þeim órétti sem þér fannst þú
vera beittur. Tafinn á heimleið og
þó sérstaklega: grunaður um
græsku gagnvart samfélagi þinu.
Kæri frændi. Ég á margar kær-
ar minningar um þig frá uppvaxt-
arárum þinum i Hafnarfirði og
Kópavogi. Þeim verður ekki
gleymt, þótt ekki verði þær rifj-
aðar upp hér.
Hinn 28. janúar fylgdum viö,
aðstendur og vinir þér til hinstu
hvildar i Hafnarfjarðarkirkju-
garði. A fjögurra ára afmæli son-
ar þins. Það voru þung spor.
Ég og fjölskylda min vottum
konu þinni og börnum, foreldrum
og systkinum, Brynhildi ömmu
þinni, ásamt öllum öðrum að-
standendum og vinum, okkar
dýpstu samúð.
Þú ert kominn yfir hina miklu
móðu, kæri frændi, þó svo ungur
að árum. En ég veit þú ert fluttur
inn I eilift vor.
Jóhann Einarsson Frimann
/£22k Nýkomin indversk
bómullarefni og mussur i miklu
úrvali.
Jasmin Laugavegi 133
iBiBmmmmm
sjónvarp nœstu viku
SUNNUDAGUR
3. febrúar 1974
16.30 Endurtekið efni. Arekst-
urinn.Sænskt sjónvarpsleik
rit um umferðarmál eftir
Bengt Bratt og Lennart
Hjulström. Þýðandi Hólm-
friður Gunnarsdóttir.
Leikurinn lýsir umferðar-
slysi, aðdraganda þess og
afleiðingum. Aður á dag-
skrá 12. nóvember 1973.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
18.00 Stundin okkar. Sýnd
verður norsk mynd úr
flokknum „Þetta er reglu-
lega óréttlátt”;og þar á eftir
fer spurningaþáttur með
þátttöku barna úr Borgar-
firði, Skagafirði og frá Eyr-
arbakka. Einnig er i þættin-
um mynd um Róbert
bangsa, og loks syngja tiu
börn frá Tjarnarborg nokk-
ur lög. Umsjónarmenn Sig-
riður Margrét Guðmunds
dóttjr og Hermann Ragn-
ar Stefánsson.
18.50 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar,
20.25 Heyrðu manni! Spurn-
ingaþáttur. Bessi Bjarnason
leggur leið sina um Keflavik
og nágrenni og leitar svara
hjá fólki á förnum vegi.
20.50 Saga Krists frá sjónar-
hóli ungu kynslóðarinnar.
Breskur þáttur, þar sem
ungt fólk túlkar æviatriði
frelsárans i söng og dansi.
21.40 Lygn streymir Don.
Sovésk framhaldsmynd,
byggð á samnefndri skáld-
sögu eftir rússneska rithöf-
undinn Mikhail Sjólókov.
Þýðandi Hallveig Thorlaci-
us. Sagan gerist á fyrstu
áratugum þessarar aldar og
lýsir þátttöku Rússa i
heimsstyrjöldinni og mikl-
um umbrotum i þjóðfélags-
málum.
23.40 Að kvöldi dags. Séra
Þórir Stephensen flytur
hugvekju.
23.50 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
4. febrúar 1974
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Syngjum nú sönginn um
frelsið. Finnskur söngva-
þáttur, þar sem finnsk-
bólivisk fjölskylda flytur
suður-ameriska söngva og
byltingarljóð og segir frá
lifinu i Bóliviu, en þar bjó
þessi fjölskylda um árabil
og varð loks landflótta
vegna stjórnmálaskoðana.
Þýðaiídi Kristin MantylS.
(Nordvision — Finnska
sjónvarpið)
21.00 Fridagurinn. Breskt
sjónvarpsleikrit eftir Alan
Bennett. Leikstjóri Stephen
Frears. Aðalhlutverk David
Waller, John Norrington,
James Cossin og Philip
Locke. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Leikritið
gerist 17. mai árið 1911.
Hópur manna á öllum aldri
tekur sig saman og fer i eins
dags skemmtiferð á reið-
hjólum upp i sveit. Ferðin
verður viðburðarik i besta
lagi, og sumir lenda jafnvel
i minni háttar ástarævintýr-
um.
21.50 Þegar goðin reiðast.
Fræðslumynd frá BBC um
náttúruhamfarir og tilraun-
ir manna til að forðast tjón
af völdum þeirra. Sýnd eru
eldgos, jarðskjálftar, felli-
byljir og fall loftsteins til
jarðar. Einnig er i myndinni
rætt við jarðfræðinga og
aðra visindamenn. Þýðandi
Ellert Sigurbjörnsson.
22.40 Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
5. febrúar 1974
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og augtýsingar.
20.30 Skák. Stuttur, banda-
riskur skákþáttur. Þýðandi
og þulur Jón Thor Haralds-
son.
20.40 Bræðurnir. Bresk fram-
haldsmynd. 10. þáttur.
Mringurinn lokast. Þýðandi
Jón O. Edwald. Efni 9. þátt-
ar: Hafnarverkfallið lamar
alla starfsemi Hammond-
fyrirtækisins. Sir John
Borret Itrekar tilboð sitt um
fjárhagsaðstoð, gegn þvi að
fyrirtækin sameinist. Ed-
ward kallar saman stjórn-
arfund og eftir nokkrar um-
ræður er ákvörðun um til-
boð Borrets slegið á frest til
morguns. Ann, kona Brians,
flytur að heiman með börn-
in. Ekki virðist vera ann-
arra kosta völ, en ganga að
tilboði Barrets. Loks berast
þó fréttir um, að verkfallinu
sé lokið, og flutningarnir
hefjast að nýju.
21.25 Heimshorn. Fréttaskýr-
ingaþáttur um erlend mál-
efni. Umsjónarmaður Jón
Hákon Magnússon.
Durban. Bresk frétta-
mynd um kjör svertingja i
Durban I Suður-Afriku. I
myndinni er lýst bágborn-
um kjörum þessa fólks og
hugmyndum til úrbóta.
Jóga til heilsubótar.
Myndaflokkar með kennslu
f jógaæfingum. 9. þáttur.
Þýðandi og þulur Jón O. Ed-
wald.
Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
6. febrúar 1974
18.00 Maggi nærsýni.
Teiknimynd. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.05 Skippi. Astralskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
18.30 Svona eru börnin — I
Alsir. Norskur fræðslu-
myndaflokkur um börn i
ýmsum heimshlutum. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
18.45 Gitarskólinn. Gitar-
kennsla fyrir byrjendur. 1.
þáttur. Kennari er Eyþór
Þorláksson, og styðjast
þættirnir við samnefnda git-
arkennslubók eftir hann,
sem nýkomin er út og fæst I
bókaverslunum um land
allt.
19.25 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Lif og fjör I læknadeild.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
20.55 Krunkað á skjáinn.
Þáttur með blönduðu efni
varðandi fjölskyldu og
heimili. Meðal efnis i þætt-
inum er viðtal við krafta-
manninn Reyni örn Leós-
son. Umsjónarmaður
Magnús Bjarnfreðsson.
21.35 Spekingar spjalla.
Hringborðsumræður
Nóbelsverðlaunahafa i
raunvisindum árið 1973 um
vandamál samtlðar og
framtiðar. Þátttakendur
eru Lea Esaki og Ivar Gia-
ever, sem hlutu verðlaun i
eðlisfræði, Konrad Lorenz
og Nikolaas Tinbergen, sem
hlutu læknisfræðiverðlaun-
in, og Geoffrey Wilkinson og
Ernst Otto Fischer, sem
hlutu efnafræðiverðlaunin.
Umræðunum stýrir Bengt
Feldreich. Þýðandi Óskar
Ingimarsson. (Nordvision
— Sænska sjónvarpið)
22.30 Dagskrárlok.
FÖSTUDAGUR
8. febrúar 1974
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Að Heiðargarði. Banda-
riskur kúrekamyndaflokk-
ur. 2. þáttur. Sáttagjörð.
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son. Efni fyrsta þáttar:
John Cannon kaupir stóran
búgarð i Arizona og flyst
þangað með fjölskyldu
sinni. Þar um slóðir er stöð-
ugur ófriður við Indiána af
Apache-ættflokknum og við
það bætist, að vinnumenn
stórbóndans Montoya, sem
býr þar skammt frá, gera
árásir á menn Cannons og
ræna nautgripum, hvenær
sem færi gefst. Dag nokk-
urn, þegar allir vopnfærir
menn á Heiðargarði eru að
heiman, gera Indiánar árás
og ráða húsfreyjuna af dög-
um.
21.20 Landshorn. Fréttaskýr-
ingaþáttur um innlend mál-
efni. Umsjónarmaður Ólaf-
ur Ragnarsson.
22.00 Blóðsuga og Madonna.
Sænsk mynd um norska
málarann Edvard Munch og
æviferil hans. Jafnframt þvi
sem sagt er frá listamann-
A föstudagskvöld 8. febrúar
verður sýnd sænsk mynd um
norska málarann Edvard
Munch. Myndin hér að ofan er
af sjálfsmynd málarans.
inum, er brugðið upp mynd-
um af verkum hans og rakin
saga þeirra. Þýðandi og
þulur Gisli Sigurkarlsson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
22.30 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
9. febrúar 1974
17.00 Iþróttir. Meðal efnis i
þættinum er mynd frá
skiðamóti við Reykjavik og
mynd úr ensku knattspyrn-
unni. Umsjónarmaður óm-
ar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan. Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.25 Söngelska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Heba Júliusdóttir.
20.50 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir.
21.30 Alþýðulýðveldið Kina.
Breskur fræðslumynda-
flokkur um Kinaveldi nú-
timans. 5. þáttur. Skólamál.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
21.55 Upphefð og örvænting.
(Pathsof Glory). Bandarisk
biómynd frá árinu 1957,
byggð á sögu eftir Hump-
hrey Cobb. Leikstjóri Stan-
ley Kubrick. Aðalhlutverk
Kirk Douglas, Ralph Meek-
er, Adolphe Menjou og
George MacReady. Þýðandi
Karl Jóhannesson. Myndin
gerist við Verdun i Frakk-
landi i heimsstyrjöldinni
fyrri, og er i henni einkum
fjallab um innbyrðis átök i
franska hernum og fárán-
leika og mannúðarleysi
blinds heraga. Myndin er
alls ekki við hæfi barna.
23.25 Dagskrárlok,