Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Herstöðvamálið leyst Nú mun loks búið að finna þá lausn herstöðvamálsins, sem flestir ættu að geta sætt sig við og fagnað, séu þeir ekki haldnir kremlarþröngsýni. En lausnin er reyndar bráðum þúsund ára gömul, nefnilega sú að gefa Norð- mönnum Grimsey, útsker það er liggur fyrir Eyjafirði, eða lána þeim hana a.m.k. til 99 ára. Það verða hvorteðer aldrei friðartim- ar, meðan hestar girnast hryssur, einsog Mángi Þórðar sagði. Það má i fyrsta lagi ekki minna vera á 1100 ára afmæli tslands- byggðar en við sýnum nokkra iðr- un fyrir þá grófu móðgun i garð okkar beztu frænda og vina, Norðmanna, þegar Alþingi á Þingvöllum hafnaði hóglátri beiðni Ólafs konungs digra i þessa átt kringum 1020. En það var allt gert að ótimabærri áeggjan Ein- ars nokkurs Eyjólfssonar Þver- æings, sem greinilega hefurver- ið maður þverúðarfullur og kremlarþröngsýnn. Reyndar hef- ur það aldrei verið rannsakað sem skyldi, hvort Einar stóð ekki i dularfullu sambandi við Vær- ingja i Miklagarði, en þeirra á meðal voru nokkrir íslendingar um svipað leyti, einsog t.d. Þor- steinn drómundur, sem enginn veit i rauninni hvað var að vilja þar. En frá Miklagarði er fremur skammt austur til Rússlands, einsog allir vita, sem það vilja vita. Guðmundur riki á Möðruvöll- um (þá var nú munur á Möðru- vellingum) fékk engu skynsam- legu ráðið fyrir ótimabærum á- róðursflaumi Einars bróður sins, og hafa skammarlegar dylgjur hins siðarnefnda um Noregskon- unga og konunga yfirleitt ætið siðan varpað skugga á sambúð móðurlandsins og dótturlandsins. Þvi hvað værum við án Norð- manna? Ekki neitt nema kannski irskir þrælar. Þetta er Norð- mönnum einkar ljóst, þótt þeir fari vel með. Það voru þeir Har- aldur hárfagri, Ólafur Tryggva- son og Ólafur digri, sem öðrum fremur gerðu okkur að íslending- um, (og það var kannski þeirra helzta yfirsjón). Hið fruntalega svar Einars Þveræings og nytsamlegra sak- leysingja hans særði arftaka Ólafs digra svo djúpt, að aldrei siðan hafa þeir komið sér að þvi að itreka þessa réttmætu bón. Einn þeirra, Guttormur skrá- veifa, sem hingað kom um dag- inn, varð t.d. allur sem á nálum, þegar komið var út fyrir lokaðan Varðbergsfundinn og ýjað við hann að öryggismálum i sjón- varpinu. Þessir stoltu afkomend- ur hölda og hersa munu ekki hætta á að fá i annað sinn ótima- bært hryggbrot frá misvitrum Is- lendingum. Þessvegna er það frændskylda Alþingis á þessu há- tiðarári að láta hina riku menn ráða meiru að þessu sinni en hina þverúðarfullu, leiðrétta þessi hryggilegu mistök hérna um árið og bjóða Grimsey fram að fyrra bragði. I Grimsey gætu okkar ættgöf- ugu Norðmenn komið upp þeirri Nató-varnarstöð, sem þá vanhag- ar svo mikið um og vilja ekki missa frá tslandi. Sumir hafa sagt, að hentugra væri fyrir þá að hafa slika stöð i Norður-Noregi, sem liggur mun nær hinum hættulegu landamærum Sovét- rikjanna en Island vestur i miðju Atlantshafi. En þetta er til marks um fáfræði. 1 Norður-Noregi búa helzt bændadurgar og fiskikallar blandaðir Löppum, sami lýðurinn og felldi ólaf konung digra á Stiklarstöðum árið 1030. Þessi rill er með afbrigðum þröngsýnn og þversinna, átti t.d. drýgstan þátt i þvi, að Norðmenn gengu ekki i Efnahagsbandalag Evrópu. Þá hafa þeir sifellt hampað ógætileg- ustu tiltektum tslendinga gegn sér meiri mönnum, einsog i and- stöðunni við Ólaf digra og hávær- um stuðningi við útfærslu land- helginnar i stað þess að sýna var- kárni gagnvart Bretum einsog hinir ættstóru i Osló og Ólafur Jóhannesson. Þessi hálftröll vilja enga erlenda herstöð þola nálægt sér, en Nató vill i lengstu lög forð- ast að þurfa að verja þá með valdi. öðru máli gegnir um Grimsey- inga. Þar hafa nýlega allir ibúar nema tveir lýst sig andviga þvi, að erlent herlið hyrfi frá Islandi. Þeim ætti þvi að vera kærkomið að ljá eyland sitt undir slikt þjóð- þrifafyrirtæki. Þessir tveir þver- höfðar yrðu barasta að biðja guð hefna sin einsog Guðmundur biskup, þegar hann var hrakinn frá Grimsey ,,þvi að ég má eigi, vesalingur minn”. Grimsey getur orðið hið mesta eyvirki. Þar baga hreggbarin fjöll ekki aðflugi úr neinni átt, og samgöngur fyrir nútima langskip eru hinar greiðfærustu nema i einstaka hafisárum. Eyjan er viða hömrum girt og mætti vafa- litið sprengja kjarnorkutraust kafbátalægi inn i klettana eins og ráðgert var um Þyril i Hvalfirði á sinum tima. Og þá loks fengju Grimseyingar viðhlitandi hafnar- garð. Með þessari lausn gætu Islend- ingar hætt að eyða orku i að rífast um herstöðvamálið, en snúið sér einhuga að þarfari verkefnum og uppbyggingu. Herstöðin hyrfi frá þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa, einsog þeir Sigurður Lindal og Valdimar Kristinsson töldu æski- legast I Morgunblaðinu á dögun- um. Þeir hugsuðu bara ekki lengra norður en i Kerlingar- hraun á Melrakkasléttu. Hvort sem við gæfum Norðmönnum Grimsey eða leigðum til 99 ára, mætti óefað möndla það svo, að hún teldist enn hluti Islands. Arás á Island væri þvi jafnframt árás á Grímsey. Varðandi væntanlega Natóher- stöð mættum við e.t.v. vera Norð- mönnum ráðhollir af reynslu okk- ar i þakklætisskyni fyrir alla hjálp og heilræði, sem þeir hafa veitt okkur gegnum aldirnar, einsog þegar Hallvarður gullskór hjálpaði okkur undir norsku krúnuna 1262. Eða þegar Loðinn leppur setti ofani við búkarla á Alþingi 1281, sem „geröu sig svo digra, að þeir hugðu að skipa lög- um i landi, þeim sem konungur einn saman átti að ráða”. Eða þegar Kristófer aðmiráll Hvitfeld (nafni hershöfðingjans, sem tal- aði á Varðbergsstefnunni um daginn) veitti ögmundi biskupi makleg málagjöld árið 1541. Það voru aðeins ráð Dana yfir Norð- mönnum, sem öldum saman meinuðu þeim að halda slikri að- stoð áfram. En strax 1949 kom Hallvarður langi til skjalanna og hjálpaði okkur inn i Nató. — Norðmenn eru sú þjóð, „sem okk- ur er nánust allra þjóða heims og vill okkur vel”, einsog Styrmir Gunnarsson segir á svo hugtækan hátt I Morgunblaðinu fyrir viku. Norðmenn gætu gert Grimsey að fyrirmynd fagurs hernaðar- mannlifs innan Atlantshafs- bandalagsins. Ekki ætti að hafa þar einvörðungu Bandarikja- menn, heldur hreyfanlega her- menn frá öllum rikjum banda- lagsins, ekki sizt frá Grikklandi, Portúgal og Þýzkalandi að ó- gleymdum Tyrkjum. Hættulegir fordómar hafa of oft rikt i garð þessara rikja og spillt innbyrðis einingu bandalagsins. Náin kynni og skoðanaskipti I glaðværum hópi ættu hinsvegar að eyða hvers kyns misskilningi og færa öllum heim sanninn um, að þrátt fyrir einstaka smávægileg mistök berjist allir þessir herir fyrir hinu dýrmætasta i lifinu: frelsi og lýð- ræði i hæfilegum mæli eftir þvi sem hverri þjóð hentar að beztu manna yfirsýn. Einar þveri hélt þvi fram á sin- um tima, að herstöð i Grimsey mundi gera mörgum kotbóndan - um þröngt fyrir dyrum. Þessi þröngsýni er auðvitað enn fráleit- ari nú en þá. Þvert á móti mundi rýmkast enn um hagi KEA- bænda, þvi að i Grimsey má „fæða her manns”, sem kunnugt er, en ekki endilega af sjófangi og fugli, heldur með ábatasömum viðskiptum milli lands og eyjar. Þetta hefur framkvæmdastjóri KEA visast séð af hyggjuviti sinu, þegar hann skrifaði sig á lista Farins lands. Væntanlega verður þvi Einar Ágústsson ekki jafn þver i utanrikismálum og nafni hans Eyjólfsson, þegar Knútur Frygðarlundur færir honum kveðju guðs og Norðmanna innan fárra daga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.