Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.02.1974, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Fimmtudagur 14. febrúar 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Heykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi biaöamanna er 17504 eftir klukkan 20:0(1. Helgar-, kvöld- og næturþjónusta lyf jabúða i Reykjavik 8.—14. feb er i Vesturbæjar- og Háaleitisapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalanse er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Loðnuaflinn 9.490 tonn í gær Heildarloðnuaflinn var i gær orðinn tæplega 224 þúsund lestir. Aflinn sem á land barst frá þvi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags fram til klukkan hálfsjö i gær var 9.490lestiraf 3 skipum. Aflahæstu skipin voru Gisli Arni með 500 tonn, Guðmundur 750, Börkur 800, Reykjaborg 400 og Faxaborg með 600 lestir. Eina plássið sem nú er laust er á Austfjörðum 1 gær var farið að greiða flutningsstyrk til'Norður- landshafna. Veður var þá farið að lægja og von til þess að einhver skip færu þangað þó ekkert hefði enn tilkynnt för sina þangað. ÞH Jafntefli PALMA 13/2 — Elleftu skák þeirra Petrosjans og Portisch í einvíginu um réttinn til að skora Fischer á hólm lyktaði með jafn- tef li. Er staðan í einvíginu þannig að Petrosjan hefur hlotið tvo vinninga en Portisch einn. Nýtt flutningaskip Sl. þriðjudag kom nýtt flutningaskip til Reykjavíkur. Ber það nafnið „Suðurland” og er eign „Nes-skip” h/f. Skipið er 1780 rúmlestir að stærð, 11 manna áhöfn er á skipinu. Þorvaldur Jónsson skipamiðlari mun sjá um útgerð skipsins. Skipstjóri er Gunnar Magnússon. — Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn I gær. Vestra-slysið Röng hleðsla orsök sly ssins? Menn hafa verið með vangaveltur um hvað valdið hafi því að flutningaskipið Vestri sökk rétt fyrir utan Akranes i fyrradag i sæmileg- asta veðri. Leiðsögumaður skipsins, sem var á leið upp i Borgarnes, bórður Guð- mundsson fyrrum skipstjóri á Akraborg, hefur látið hafa eft- ir sér að um ranga hleðslu hafi verið að ræða, þar sem stór hluti farmsins hafi verið á brettum á dekki. Við höfðum samband við Hjálmar Bárðarson siglingar- málastjóra i gær og spurðum hann um hvort rannsókn hefði farið fram á hleðslu skipsins. Sagði Hjálmar svo ekki vera, og yrði ekkert gert uppiskátt i málinu fyrr en sjódómur fjallaði um það. Hjálmar sagði að hleðsla skips væri algerlega á ábyrgð skipstjóra og ef það sannaðist að hún hefði verið röng, þá gæti svo farið, eftir þvi hvað sjódórnstóli sýndist, að skip- stjóri missti réttindi sin. Tryggingafélag það sem skipið er tryggt hjá verður að greiða skaðann, hvort sem um handvömm skipstjóra er að ræða eða ekki; hitt er svo lög- fræðilegt atriði hvort tryggingafélagið á kröfu á hendur skipstjóra, reynist hann sannur að þeirri sök að hafa vanhlaðið skipið. —S.dór Olíuhringarnir hagrœða verði í milliríkjaviðskiptum til að græða og skjóta undan skatti! Fjölþjóðlegu oliuhringarnir hafa siðan i nóvember hagnýtt sér oliukreppuna til að bola þeim dreifingaraðilum burtu af oliu- markaðinum sem ckki eru i klóm hringavaldsins. Oliuhringarnir hafa heimtað ailt að tvöfalt verð af þcim miðað við það sem dótturfélögin fá. Þar að auki hafa oliuhringarnir hagrætt verði þannig i millirikjaviðskiptum að ágóða væri stungið undan skatt- lagningu. Vestur-þýska hringa- nefndin hefur flett ofan af braski oliuhringanna og sent skýrslu um það til stjórnarnefndar EBE i Brussel. 1 nóvember keypti þýska Shell af móðurfélaginu kyndingaroliu fyrir 218 mörk tonnið (um 6.900 Alþýðubandalagið í Reykjavík Undirbúningur kosninganna Alþýðubandalagsmenn i Borgarnesi halda i vetur fundi reglulega annan hvern laugardag, til undirbúnings þátttöku i sveitarstjórnar- kosningum i vor. Næsti fundur verður haldinn i Snorrabúð, Borgarnesi, laugardaginn 16. febr. n.k. kl. 14. Aðalefni fundarins verða fræðslumál og æskulýðsmál. Nefndir skila álitsgeröum. kr.), en aðrir þýskir innflytjendur neyddust til að greiða 352 til 480 mörk fyrir oliu ,,úr sama partii”. Þýska BP keypti oliu af hollenska dótturfélagi sama hrings á 218 mörk tonnið, en aðrir inn-flytjendur urðu að sæta verði sem lá á milli 350 og 397 mörk. Þýska Chevron greiddi 259 mörk og 80 fyrir tonnið, en verðið til innflytjenda utan hringsins var frá 331 og upp i 400 mörk. Verðblekking Sérfræðingar þýsku hringa- nefndarinnar vara við þvi að sú ályktun sé dregin, að hringarnir veiti dótturfélögum sinum alltaf miklar verðeftirgjafir. Bæði þýsku Esso og Mobil urðu að kaupa oliu af hollenskum dóttur- fyrirtækjum sömu hringa við verði sem var hærra en útsölu- verðið til neytenda innanlands. Þetta þykir staðfesta þann grun að oliuhringarnir hafi stungið undan gróða i útlöndum með þvi að „selja með tapi” innan þýsku landamæranna. Néfnd eru dæmi um það að þýska Esso hafi selt frá sér á 229 mörk tonnið það sem það hafði keypt frá skyldfyrirtæki i Hol- landi á 262 mörk. Verðmunurinn var ennþá meiri hjá Mobil Oil. Söluverðið i Þýska- landi er talið hafa verið 273 mörk, en innkaupsverðið frá Hollandi 351 mark á tonn. DN 9/2. Konur komnar í loðnuverk- smiðjurnar Konur sækja nú inn á æ fleiri svið atvinnulifsins, þarsem áður sáust aðeins karlmenn. Þannig eru nú 4 konur starf- andi i loðnuverksmiðjunni á Djúpavogi að þvi er fram kemur i viðtali við Má Karlsson á jafnréttissiðunni i dag, síðu 7. Rifist um EBE í Bretlandi LONDON 13/2. —■ Kosninga- baráttan er nú i algleymingi i Bretlandi. 1 dag snerust deilurnar einkum um aðild landsins að EBE og frétta- menn telja liklegt að það mál setji fullt eins mikil mörk á baráttuna eins og verkfall kolanámuverkamannanna. A blaðamannafundi i dag gagnrýndi Heath harðlega leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, Harold Wilson. Það sem einkum fór i taugarnar á honum var ræða sem Wilson hélt i gær i Luton. í ræðu sinni itrekaði Wilson loforð sitt um að taka upp á ný viðræður við ÉBE um nýja aðildarskilmála. Kvað hann þá skilmála sem ihalds- stjórnin náði hafa leitt alvar- lega erfiðleika yfir Breta. — Allar fjölskyldur i landinu hafa orðið að herða sultarólina og breyta lifnaðarháttum sinum vegna þessa, sagði Wilson. Þetta kvað Heath vera fjarri sannleikanum og ósamboðið reyndum stjórnmálamanni að halda þessu fram. Samið í V- Þýskalandi Bonn 13/2 — Samkomulag náðist i dag milli vestur-þýsku stjórnarinnar og opinberra starfsmanna sem voru i verk- falli. Sættust fulltrúar þeirra siðarnefndu á launahækkun sem nemur 11% eða 170 mörk að lágmarki. Rikisstjórnin féllst á þetta tilboð eftir að fylki og sveitar- félög höfðu samþykkt það. Ekki er þó bitið úr nálinni enn þvi eftir er að bera samkomu- lagið undir atkvæði i hinum einstöku félögum. Samninga- menn opinberra starfsmanna samþykkti að aflýsa verkfalli þar til endanleg úrslit lægju fyrirúratkvæðagreiðslunni en verkfallið hefur staðið siðan á mánudag. Siðasti fundur Alþýðubandalagsins I Reykjavik af fimm funda seriu um her- stöðvamálin verður haldinn i kvöld og hefst klukkan 20:30 að Grettisgötu 3. í þetta skipti flytur Jónas Arnason alþingismaður erindu um stöðuna I her- stöðvamálinu. Félagar ABR og aðrir herstöðvaand- stæðingar eru hvattir lil að fjölmenna á IFundinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.