Þjóðviljinn - 25.05.1974, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. mai 1974. Umhverfis vernd við Lagarfljót Á fundi stjórnar Náttúruvernd- arsamtaka Austurlands — NAUST þann 17. mars 1974 var á- kveðið að höfðu samráði við Nátt- úruverndarráð, að samtökin beittu sér fyrir stufnun sam- starfsnefndar heimaaðila til að fylgjast með þróun mála og vera til ráðuneytis um aðgerðir vegna fyrirhugaðrar Lagarfljótsmiðl- unar i tengslum við 2. áfanga Lagarfossvirkjunar. Er þetta gert í framhaldi af almennum fundi um Lagarfossvirkjun, sem haldinn var á Egilsstöðum 28. febrúar 1974 að tilhlutan sam- starfsnefndar þeirrar um orku- mál, sem Náttúruverndarráð og Iðnaðarráðuneytið standa sam- eiginlega að, en stjórn Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjör- dæmi stóð formlega fyrir þeim fundi. Stjórn NAUST sneri sér bréf- lega til 12 aðila með ósk um, að þeir tækju þátt i umræddu sam- starfi og tilnefndu einn fulltrúa hver i nefnd til að fjalla um þetta mál. Urðu allir aðilar við þeirri ósk, en þeir eru auk NAUST: Búnaðarsamband Austurlands, Veiðifélag Fljótsdalshéraðs, nátt- úruverndarnefndir Múlasýslna og sveitarstjórnir i Fljótsdals,- Egilsstaða-, Eiða-, Hjaltastaða-, Tungu- og Fellahrepps. Náttúru- verndarráð tilnefnir einnig full- trúa i nefndina. Lagarfljótsnefnd kom fyrst saman til fundar 27. april sl., en nefndin var fullskipuð. Voru þar samþykktar reglur um starfs- hætti og kjörnir trúnaðarmenn: Hjörleifur Guttormsson, formað- ur, Ingimar Sveinsson, varafor- maður og Guttormur V. Þormar, til- brigði Kosturinn viö Sadolin máln- ingu er m. a. hin nákvæma litablöndun, sem þér eigið völ á aö fá í 1130 litbrigöum. Sadolin er einasta máln- ingin, sem býöur yður þessa þjónustu í olíulakki og vatnsmálningu. Komiö meö litaprufu og látið okkur blanda fyrir yöur Sádolin liti eftir yöar eigin óskum. Sadolin Málningarverzlun Péturs Hjalte- sted, Suðurlandsbraut 12, Reykjavík. Verzlunin Málmur, Strandgata Strandgata 11, Hafnarfjöröur. Dropinn, Hafnargata 80, Keflavík. Neshúsgögn, Borgarnesi. Hafliði Jónsson, hf., Húsavík. ritari. Einnig var á þeim fundi gengið frá drögum að ályktunum um viðfangsefni nefndarinnar. Þær álitsgerðir voru siðan til um- ræðu hjá þeim félagseiningum, sem fulltrúa eiga i nefndinni. en siðan var gengið endanlega frá á- lyktunum á fundi nefndarinnar 6. mai 1974. Fylgja ályktanirnar hér með, en þær voru samþykktar einróma á 2. fundi nefndarinnar 2. mai s.l.: I Fundur haldinn i Lagarfljóts- nefnd (samstarfsnefnd heima- manna vegna Lagarfljótsmiðlun- ar) á Egilsstöðum 6. mai 1974, samþykkir að beina þeim tilmæl- um til Náttúruverndarráðs og orkumálayfirvalda, að við 2. virkjunaráfanga Lagarfossvirkj- unar verði þess gætt, að fyrirhug- uð vatnsmiðlun i Lagarfljóti valdi ekki landbroti eða öðrum skemmdum á nytjalandi. Nefndin telur, að hámarks- vatnsborðsstaða, sem til álita komi að miðla i á umræddu tima- bili, 1. október til 1. maí, miðað við vatnshæðarmæli á Lagar- fljótsbrú, sé 20,5 metra yfir sjáv- armál. Þó verði slík miðíunarhæð aðeins valin i tilraunaskyni og endurskoðuð innan árs frá þvi miðlun hefst, og vatnsborðshæð þá endurmetin i samráði við nefndina með hliðsjón af þeim umhverfisrannsóknum og reynslu, er þá liggur fyrir. Jafnframt verði gerðar ráð- stafanir varðandi rekstur miðlun- arinnar, er tryggi, að vatnavextir á miðlunartima valdi ekki meiri vatnsborðshækkun en verður við náttúrlegar aðstæður. Til að taka af vafa um hugsan- leg umhverfisáhrif vegna miðlun- arinnar, er tryggi, að vatnavextir á miðlunartima valdi ekki meiri vatnsborðshækkun en verður við náttúrlegar aðstæður. Til að taka af vafa um hugsan- leg umhverfisáhrif vegna miðlun- arinnar, telur nefndin nauðsyn- legt, að gerðar verði mælingar og vistfræðileg úttekt á helstu lág- lendissvæðum við fljótið, svo og lifriki þess með tilliti til veiði- hagsmuna, áður en til miðlunar kæmi, og veiti Náttúruverndar- ráð forsijgn um þær rannsóknir. Vegna þeirrar vatnsborðs- hækkunar, sem þegar er orðin við 1. áfanga, hvetur nefndin til að hraðað verði úttekt á landsspjöll- um og öðru tjóni og samið um bætur við landeigendur. Þá vill nefndin óska eftir þvi við orkuyfirvöld, að leitað verði ann- arra leiða til miðlunar I þágu Lagarfossvirkjunar en nú er stefnt að og jafnframt hraðað að- gerðum til úrlausnar á orkuþörf svæðisins til frambúðar. Um rekstartilhögun miðlunar- innar verði gerðir bindandi samningar milli réttra aðila til tryggingar ofangreindum um- hverfissjónarmiðum. II Fundur i Lagarfljótsnefnd, haldinn á Egilsstöðum 6. mai 1974, visar til staðhæfinga um, að mannvirkjagerð við 1. áfanga Lagarfossvirkjunar hafi nú þegar breytt verulega útrennsli fljóts- ins, þannig að vatnsborðsstaða i Lagarfljóti geti á flóðatimum orðið til muna hærri en fyrir mannvirkjagerðina. Æskir nefndin þess, að Raf- magnsveitur rikisins gefi skýrslu um mál þetta og jafnframt verði það tekið til athugunar I Sam- starfsnefnd Náttúruverndarráðs og Iðnaðarráðuneytisins um orkumál. óskar Lagarfljótsnefnd eftir því að fá við fyrstu hentug- leika greinargerð frá ofangreind- um aðilum. Ályktanir þessar eru sendar Iðn- aðarráðuneytinu, Náttúruvernd- arráði, Orkustofnun, Rafmagns- veitum rikisins, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, stjórn Sambands sveitarfélaga i Austur- landskjördæmi, svo og til fjöl- miðla. □ SKAMMTUR AF HREÐBIRNI Það er hálfpartinn eins og manni finnist eitthvað einstaklega mikið liggja í loftinu um þessar mundir. Engu líkara en kosningar séu í aðsigi. Allt hefur verið sett í gang. Blöðin verða skemmtilegri með degi hverjum. Fjölmiðlar út- og sjónvarpa gagn- merkum fagurgala frambjóðenda, að ekki sé nú talað um kosn- ingafundina, sem eru tvímælalaust eitthvert stórmerkasta fyrir- brigði hins siðmenntaða heims. Ég hitti góðvin minn á götu í gær og framboðs'- listahátíðir flokkanna í Laugardalshöll og Há- skólabíó bar á góma. Þá sagði hann mér þessa sögu: Svo bar við, hér f yrr á árum, að sjórekinn Norðmaður var jarð- settur á Seyðisfirði. Eins og vænta má á sjó- rekinn útlendingur hvorki vini né vanda- menn þar sem hann skolast á land. Þess vegna mun hafa verið fámennt, svo ekki sé meira sagt, við útför þessa sjómanns, en þó mætti þar ein kelling. Þegar búið var að husla manninn, gekk prestur til kellingar og spurði hverju það sætti að hún væri hér mætt við útför þessa framandi manns. ,,Ja, það er nú ekki svo oft að maður fær ó- keypis skemmtanir hér í fásinninu", svaraði kelling. • Það sem þó er tví- mælalaust skemmtileg- ast í dagblöðunum um þessar mundir eru eftir- miðdagsheimsóknir blaðamanna til hinna ýmsu f rambjóðenda, þar sem heimilishelgi viðkomandi er rofin og flennt út í myndum og máli á opnum dagblað- anna og kemur þá, eins og vænta má, eitt og annað skemmtilegt og hugljúft fyrir almenn- ingssjónir. Hundar og kettir, börn og jafnvel eiginkonur eru teknar með í spilið og hugljúfri heimilis- mynd stillt upp eins og agni fyrir hinn venju- lega kjósanda, sem er nýbúinn að sparka í köttinn sinn, berja börn- in og fleygja símanum í hausinn á kellingunni. En ekki tjóar annað en að tolla í tískunni, og þess vegna ríður nú á því að hafa viðtal við einhvern, sem er í fram- boði fyrir ,,okkur", og kynna lesendum heim- ilislíf ið. HREÐBJÖRN GELLIR ÁSLÁKSSON sóttur heim. „Ekki þarf að kynna Hreðbjörn Gelli hrepps- nefndaroddvita í Sólvík. Sólvíkingar hafa haft hann fyrir oddvita í fjögur ár, og nú gefst þeim kostur á að fá að hafa hann aftur í önnur fjögur. Við blaðamenn- irnir sem sóttum hann heim að höfuðbólinu Hundagerði í Sólvíkur- hreppi fengum það sannarlega staðfest að Hreðbjörn er atkvæða- maður og einstakur í sinni röð. Þegar við gengum upp traðirnar í Hundagerði hljóp svart- ur fressköttur í veg fyr- ir okkur, en Smáfríður oddvitafrú sem stóð í dyrunum kallaði á kött- inn-. „Sör!" „Sör!", en kisi svaraði ekki, heldur kastaði sér á lítinn and- arunga, sem vappaði í hlaðvarpanum og beit af honum hausinn. Nú kom Hreðbjörn út í dyragætt- ina með haglabyssu og skaut tveim skotum á köttinn en hitti ekki. Kötturinn hljóp eins og byssubrenndur fyrir fjóshornið og smeygði sér innum skemmu- gluggann. Bárður yngsti sonur oddvitans var að þvo heimaalningnum bak við eyrun í hlað- varpanum,og allt í einu lagði Hreðbjörn oddviti frá sér byssuna, tók í hárlubbann á Bárði og sagði: „Dreptu ekki andskotans lambkettl- inginn fyrr en hann er orðinn ætur", og orðum sínum til áherslu, rak hann Bárði vænan kinn- hest. Bárður hljóp emj- andi inn í skemmu til kattarins. Smáfríður gekk nú brosandi á móti okkur, en sagði við bónda sinn í leiðinni: „Stilltu þig nú, Hreð- björn minn,réttá meðan gestirnir eru hérna", en Hreðbjörn þreif í flétt- urnar á henni og sneri hana umsvifalaust nið- ur. „Það er best að það sé á hreinu hver það er sem ræður hér, piltar mínir", sagði hann svo við okkur blaðamenn- ina, en við tókum Smá- fríði, sem nú var á f jór- um fótum í polli á hlað- inu, tali. „Er ekki ákaf- lega erilssamt hérna á heimilinu, Smáfríður?" „Það er nú með rólegra móti núna, enda er Hreðbjörn algerlega úr- vinda eftir kosninga- slaginn. Á ég ekki ann- ars að spila fyrir ykkur fjórhent á rafmagns- píanó? Ég vona bara að Bárður litli og kötturinn þori útúr skemmunni". Hreðbjörn var nú búinn að hlaða haglabyssuna aftur og skaut skógar- þröst sem lá á eggjum í hreiðri sínu undir þak- skegginu að Hunda- gerði, og við gengum öll inn í bæinn. Listfengi, fegurðarskyn og smekk- vísi blasir hér við hvert sem litið er. En nú komu Bárður, kötturinn Sör, heimaalningurinn Mjólkurhít og tíkin Lúpa innúr dyrunum. Smá- friður settist við raf- magnspíanóið og Bárður við hliðina á henni og þau léku tokkötu og f úgu eftir Bach fjórhent og allt hitt heimilisfólkið tók undir fullum hálsi. Hér að Hundagerði í Sól- vík má með sanni segja að heimilishamingjan sé í f ullum blóma, og þegar við blaðamennirnir kvöddum þau hjónin Hreðbjörn og Smáfríði og gengum niður trað- irnar heyrðum við óm- inn af samsöng heim- i lisf ólksins: Hreðbjörn, elsku Hreðbjörn minn, heldurðu að þú komist inn, elsku Ijufi Ijúfurinn litii oddaviturinn. Flosi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.