Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 6

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 25. mai 1974. !IÚDVIUINN MÁ'LGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfuféíag Þjóöviljans • Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg'mann Jtitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson,. 'Ritstjórn, afgrelösia, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) (Prentun: Blaöaprent h.f. STARF OG AFTUR STARF Kosningafundur Alþýðubandalagsins i Laugardalshöll i fyrrakvöld er sögulegur atburður. Það var stærsti kosningafundur sem haldinn hefur verið hér á landi, og sannaði mannfjöldinn að Alþýðubanda- lagið er það afl gegn ihaldi sem dugar. öll sæti hússins voru skipuð, auk 1200 stóla á gólfi iþróttahússins, og hvarvetna skipaði fólksér standandi i raðir meðfram sætum, i göngum og á gólfi framan við sætaraðir. Talið er að hátt i sex þúsund manns hafi Þjóðviljinn minnir kjósendur á, að sið- ustu dagana hefur Morgunblaðið verið að boða samskonar efnahagsráðstafanir og að undanfömu hafa verið gerðar i Dan- mörku. Þar hefur sem kunnugt er verið ráðist á kjör aldraðra og öryrkja, dregið hefur verið úr framlögum til opinberra framkvæmda, svo sem skólamála, heil- brigðismála ogannarra þáttafélagsmála. 1 þeim keðjusprengingum sem leitt hafa af þingrofinu hafa menn af eðlilegum á- stæðum átt erfitt með að átta sig á póli- tiskum fregnum. Möðruvellingar hafa klofnað út úr Framsókn, flokkur hannibal- sótt þennan fund. Fundurinn i þessu stærsta samkomuhúsi landsins er til marks um pólitiskan styrk, vegna þess að sóknarhugur og baráttuvilji settu mark sitt á allan fundinn, undirtektir mann- fjöldans, ræður, söngva og leikþætti. Al- þýðubandalagið er i sókn. Það væri þó mikill misskilningur að ætla að þessi mikla fundarsókn nægi til sigurs á sunnudaginn. Fundurinn er fyrst og fremst til marks um að möguleikarnir eru Morgunblaðið hefur kvartað undan of miklum umsvifum rikisins og á þá við sams konar aðgerðir, að félagsleg þjón- usta skuli skert. Morgunblaðið hefur kvartað undan þenslu á vinnumarkaði og á þá við að hér verði að draga úr atvinnu og hér verði að vera atvinnuleysi. Morg- unblaðið kvartar undan þvi að verðlag landbúnaðarvara sé of lágt. Morgunblaðið ista hefur þriklofnað, Alþýðuflokkurinn er klofinn i frumeindir sinar. Tveir eða þrir lýðræðisflokkar hafa klofnað út úr Sjálf- stæðisflokknum. í slikri stöðu skiptir mestu máli að fólk geysimiklir, ef vel er starfað hvern ein- asta klukkutima þar til kjörstöðum verður lokað annað kvöld. Ef menn fylltust sjálfs- öryggi einasta við hinn glæsilega kosn- ingafund væru þeir að varpa frá sér sigri sem er innan seilingar. Alþýðubandalags- menn verða nú á þeim klukkustundum sem eftir eru að láta hendur standa fram úr ermum. Þeir munu gera hvern vinnu- stað og hvert heimili að baráttustöðvum fyrir Alþýðubandalagið. Aðeins með starfi, starfi og aftur starfi mun sá sigur vinnast sem kosningafundurinn i Laugar- dalshöllinni er fyrirboði um. kvartar undan þvi, að gengið hafi verið látið siga; Sjálfstæðisflokkurinn vill vera mun stórtækari og fella gengið. Kjósendur þurfa að veita þessum staðreyndum at- hygli og draga af þeim rétta lærdóma; þessari stefnu viðreisnarflokkanna verða vinstri menn að hafna með þvi að fylkja sér um Alþýðubandalagið á morgun. Kjörseðillinn er vopn gegn viðreisnar- hættunni. geri sér ljóst að eining er afl, og aðeins einn flokkur er sameinaður, Alþýðu- bandalagið. Einungis Alþýðubandalagið er fært um að leiða baráttu fólksins til sig- urs gegn ihaidi og afturhaldi. Einingin er afl vinstri manna. — X-G. KJÖRSEÐILLINN ER VOPN EININGIN ER AFL VINSTRI MANNA Gunnar Valdimarsson frá Teigi: Manst þú viðreisnarárin? — atvinnuleysið, ellilífeyrinn, landflóttann? Margur spyr sig þeirrar spurn- ingar hvort hann eigi að skipta sér af pólitik, eða yfirleitt að hugsa um þá híuti. Sumir komast að þeirri kynlegu niðurstöðu að slikt sé bara fyrir pólitikusa og útvalda, en almenningur eigi ekki að skita sig út á þvi að leiða hug- ann að þeim málum hvað þá meira, og i þeirra hugum er þá pólitik eitthvað óhreint, óheiðar- legt, óskiljanlegt. Samt telja um 90% atkvæðis- bærra manna sér skylt að greiða atkvæði við almennar kosningar og taka þar með pólitiska ákvörð- un án þess að leggja það á sig að fylgjast meö landsmálum eða heimsmálum að nokkru ráði. Aðrirtelja frumskyldu að fylgj- ast með og taka meiri eða minni þátt i stjórnmálum liðandi stund- ar þar sem ákveönar rikjandi stjórnmálastefnur ráði að veru- legu leyti kjörum manna og hafi örlög þeirra i hendi sér. Þetta með örlögin kann að þykja nokkuð fast að orði kveðið hérlendis, þó að það sé raunhæft hjá erlendum þjóðum þar sem ungir menn eru sendir á vigvelli til framandi landa og aðrir hljóta aö lifa eöa deyja undir sprengju- regni.af öllum þeim djöfullega upphugsuðu gerðum, sem heili vitfirringa hefur uppfundiö. Ég vil þó finna þessu stað i tvennum skilningi: A stjórnmálavettvangi okkar er tekist á um tvær stefnur i öryggismálum. önnur stefnan er hlutleysi, fordæming á hern- aðarofbeldi og hernaðarihlutun eitmar þjóðar gegn annarri og hugsanleg skrifieg viðurkenning hinna Sawieinuðu þjóða að þær allar sem ein virði þetta hlutleysi vopnlausrar þjóðar sem á frið fyrir fortið og vill að svo veröi um ókomin ár. Hins vegar er sú stefna að hafa herstöð eins blóðugasta og striðs- óðasta herveldis heimsins rétt við bæjardyr helmings þjóðarinnar, herveldis hvers valdhafar hafa lýst þvi yfir að listin sé sú að „dansa á ystu brún nýrrar heims- styrjaldar.” Hvert er nú mat þitt, hlutlausi borgari? Vilt þú fylgja helstefnu eða lifsstefnu? Styður þú Alþýðu- bandalagið eða hernámsflokk- ana? Á stríðsárunum kom það fyrir á fjörðunum austanlands að allt frá einu upp i 7—8 tundurdufl veltust i brimgarðinum og sprungu á óveðursnóttum. Miðað viö púðurtunnuna i bandarisku herstöðinni voru tundurduflin eins og brennisteinn á eldspýtu. í þjóðmálum og efnahagsmál- um er lika tekist á um auðskildar og nokkuð skýrar stefnur, stefnur sem vissulega skipta sköpum i lifi fólks — ráða örlögum þess. Þess- ar stefnur eru vinstri stjórn og svo viðreisn gamla (nafnið i öfug- mælavisnastil) þeirra Gylfa og i- haldsins. Samruni þeirra var þvi likur er hundur og tófa eðla sig; útkoman var skoffin. Þó er eins og köttur hafi verið með i spilinu þvi skuggabaldra eiga þeir næga, en nóg um það. Ég spyr til öryggis: Ert þú hlut- lausi kjósandi búinn að gleyma gömlu viðreisninni? Trúirðu þvi ekki að hún hafi stundum ráðið örlögum fólks? Manst þú ekki að þúsundir fólks flýðu land? Manst þú ekki að heil byggðarlög voru lögð i eyði? Manst þú ekki að i öðrum byggðarlögum og jafnvel heilum landshlutum var varla byggt eitt einasta hús þessi tæp 13 ár? Manst þú ekki hvað þvi var oft stunið i eyra þér hvað við værum fáir og smáir og atvinnuvegirnir einhæfir? Og manstu ráðin þeirra: að njörva landhelgina endanlega við 12 milur, að loka lánastofnunum fyrir öðru en verslunarbraski og prangi og setja atvinnutækin á nauðungar- uppboð, að ganga i Efnahags- bandalagið, að glata sjálfstæðinu til þess að halda þvi, að reisa 30 eiturspúandi verksmiður i eigu, erlendra auðhringa sem áttu að fá vinnuafl þitt á lægsta verði i skjóli atvinnuleysis. Manstu að krónan féll ekki um 4% eða 10%, heldur fór $ úr 16 krónum i 88? Manstu að læknar staðfestu að næringarskortur þjáði öryrkja og ellilifeyrisþega? Manstu að reyndur þingmaður kallaði viö- reisnina Móðuharðindi af manna- völdum? Manstu alla fyrirlitlegu lágkúruna i utanrikismálum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Manstu Gylfaginningu hina yngri? Hin stefnan, stefna Alþýðu- bandalagsins, stefna vinstri hreyfingar og sósialisma er lika einföld, skýr og auðskilin. Þessi stefna hefur verið borin fram til nokkurs sigurs i tveimur vinstri stjórnum og af Sósfalistaflokkn- um i Nýsköpunarstjórninni. I öll þessi skipti hefur þjóðleg at- vinnuuppbygging verið slik að skipt hefur sköpum um hag fólks og velmegun, þó þvi fari fjarri að allt hafi náðst fram. Vegurinn hefur samt verið varðaður svo rækilega að öllu hugsandi fólki ætti að vera vorkunnarlaust að rata að kjörborðinu I næstu tvennum kosningum til þess að kjósa gegn gömlu viðreisn, gegn atvinnuleysi, landflótta, Móðu- harðindum, skorti, gegn lágkúru, uppgjöf, landhelgissvikum, her- námi og samruna við stórveldi eða efnahagsheildir, gegn þvi að ibúðirnar ykkar fari undir ham- arinn hjá viðreisnarherrunum sem enn dreymir um atvinnuleysi og skort sem hagstjórnartæki. Muniö að þið greiðiö atkvæði um örlög ykkar, um það hvort á að verða lift i þessu landi. X-G við næstu kosningar og svo lengi sem sá flokkur berst fyrir þjóölegri reisn og sjálfstæði, auknu jafn- rétti og velmegun. Gunnar Valdimarsson Frá skólagörðum Reykjavíkur Innritun I Skóiagarðanafer fram sem hér segir: i Laugar- dalsgarðafimmtudaginn 30. mai kl. 9 til 11 fyrir börn bú- sett austan Kringlumýrarbrautar og norðan Miklubraut- ar. 1 Aldamótagarðasama dag kl. 1 til 3 fyrir börn búsett vestan Kringlumýrarbrautar. t Asendagarða föstudaginn 31. mai kl. 9 til 11 fyrir börn búsett sunnan Miklubrautar og austan Kringlumýrarbrautar ásamt Blesugróf. 1 Arbæjargaröa sama dag kl. 9 til 11 fyrir börn úr Arbæjarsókn. 1 Breiðholtsgarða v/Stekkjarbakka sama dag kl. 1 til 3. Ir.nrituö veröa börn fædd 1962 til 1965 að báð- um árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 1.000,oo greiöist við innritun. Skólagarðar Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.