Þjóðviljinn - 25.05.1974, Side 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. mai 1974
Meginorsök hverrar byltingar
er sú, að rikjandi ástand er orðið
með öllu óviðunandi. Það er þvi ó-
neitanlega harður dómur, sem i-
haldið hefur nú fellt yfir sjálfu sér
og afrekum sinum i umhverfis-
málum, er það sér ekki aðra
lausn á en byltingu — eða græna
byltingu. Það mun almennt mál
manna — jafnt hægri sem vinstri
— að sjaldan hafi þeirherrar mætt
til leiks með lélegri grimu en þá,
sem þeir núna bera, þvi illa hafi
reynst að prenla með grænu yfir
malbikssvertuna.
Þvi skal sist haldið fram hér, að
ekki hafi verib þörf á byltingu i
umhverfismálum Reykjavikur.
En þær byltingar, er komið hafa
að frumkvæði ihaldsmanna, hafa
sjaldnast rist djúpt, og er hin s.k.
græna bylting þar engin undan-
tekning á. Eða hverjum skyldi
detta i hug að taka þessa menn al-
varlega, þegar þeir veifa græna
plagginu með annarri hendinni en
i hinni halda þeir á tilkynningu
frá lóðasjóði þess efnis, að nú
skuli veitt lán úr honum i formi
efnisúttektar, en þvi miður — að-
eins á malbiki og möl! Og á
dimmum og löngum vetrardög-
um dunda þeir hinir sömu við að
leggja hitapipur undir bilastæðin
sin við Borgartún á meðan
sjúkrabilar borgarinnar hafa
ekki undan að aka slösuðu fólki af
gangstéttum borgarinnar inná
á » ' -’s
k # i 'i f f-
. 1 i
|j§
». j - fsfesll
GRÆNA BYLTINGIN OG
HRAÐBRAUTAÓFRESKJAN
slysavarðstofu. Hvitu Benzarnir
ihaldsaðalsins skulu sko ekki
þurfa að standa i krapanum.
En hvernig skyldi standa á
þessum skyndilega áhuga ihalds-
ins á útivistarsvæðum, göngugöt-
um, hjólreiðastigum o.s.frv?
Ekki er langt siðan, að það af-
greiddi allar kröfur um mann-
sæmandi umhverfi, almennt um-
ferðaröryggi, takmarkanir á
bilaumferð og bætt strætisvagna-
kerfi með þvi, að þar væri um
skólakenningar að ræöa. En i dag
eru það einmitt örlög ihaldsins
að þurfa að verja það sem þeir
börðust gegn i gær — og vera
þannig alltaf einu skrefi á eftir.
Undanfarin ár hafa það einmitt
verið örlög þeirra að þurfa að
verja annað plagg, sem á sinum
tima var notað i sama tilgangi og
græna byltingin nú, — nefnilega
hið margfræga Aðalskipulag
Reykjavikur 1962—83, og þau úr-
eltu viðhorf, sem þvi liggja til
grundvallar: Reykjavik, sem hin
fullkomna bilaborg. Þar vantaði
ekki heldur litagleðina, þótt græni
liturinn væri ekki orðinn annar
eins popplitur og hann er núna.
Ekkert skyldi heldur sparað til að
hrinda þeim draumsýnum i fram-
kvæmd og skýjti þar ekki máli
þótt rifa þyrfti éinstaka húsaröð i
gamla bænum. En það var heldur
ekki fyrr en til framkvæmdanna
kom, að menn fóru að efast um
réttmæti þeirra hugmynda, er
hafðar voru að leiðarljósi, enda
hluti framkvæmdanna sá að mal-
bika yfir grænkuna I miðbænum.
Þá hljóp ihaldið i keng og sló fram
skólakenninga-kenningunni sinni,
enda sáu þeir af glöggskyggni
sinni, að vegið var að sjálfum
undirstöðum Aðalskipulagsins.
En óánægjuraddirnar mögnuðust
og þá var um að gera að fela sig
bak við blekskýið. Fyrst að stofna
nýja stofnun, sem að nafninu til
skyldi endurskoba Aðalskipulag-
ið, siðan að koma grænu áætlun-
inni af stað og loks loka Austur-
strætinu fyrir bilaumferð. Allt
þetta átti að gefa mynd af ungum
og framfarasinnuðum borgar-
stjóra með „djarfar hugmyndir”
(orðalag JK), en án þess þó að
brjóta i bága við meginhugmynd-
ir Aðalskipulagsins. Svo vel vildi
nefnilega til, að fyrir einhver ó-
skiljanleg mistök var i Aðalskipu-
laginu gert ráð fyrir þeim mögu-
leika, að Laugavegi og Austur-
stræti mætti loka fyrir óþarfa
umferð, þ.e. gegnumakstri. Þetta
hálmstrá var nú gripið fegins
hendi, enda ekki amalegt að geta
birst með fjölskyldunni á forsiðu
■