Þjóðviljinn - 25.05.1974, Qupperneq 10
10 SIÐA — WÓÐVILJINN Laugardagur 25. mai 1974.
Ræða Magnúsar
Kj artanssonar,
ráðherra, á
fundi
Alþýðubanda -
lagsins í
Laugardalshöll
Sú ákvörðun rikisstjórnarinnar
að rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga hefur leitt til pólitiskra
keðjusprenginga. Fyrst varð
raunveruleg kjarnasprenging i
Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna, þannig að sjálfar öreindir
hans tættust sundur. Sá sem
fyrstur fiaug, Bjarni Guðnason,
komst á skömmum tima út fyrir
aðdráttarsvið hins pólitiska veru-
leika. Hannibal, Birni Jónssyni og
Karvel Pálmasyni virðist hins
vegar ætla að rigna yfir Gylfa Þ.
Gislason eins og geislavirku úr-
felli. Siöan varð önnur sprenging i
Framsóknarflokknum, að visu
nokkru minni. Einir 40 nafn-
greindir liðsmenn hans sneru
baki við flokksforustunni, m.a.
vegna þess að hún hefur leyft sér
að bjóða fram i annað sætið i
Reykjavik, hið raunverulega bar-
áttusæti flokksins i borgarstjórn-
arkosningunum, hernámssinna
og Varðbergsmann, fulltrúa
þeirra hægri afla sem vinna að
þvi að Framsókn taki Upp ihaids-
samvinnu eftir kosningar. Og enn
varð sprenging i Alþýðuflokkn-
um, fimm nafngreindir flokks-
menn, sem höfðu þjónað undir
Gylfa Þ. Gislason af ótrúlegri þol-
inmæði og natni, sumir áratugum
saman, hlupust nú á brott, lostnir
skelfingu þegar þeir sáu Hannibal
nálgast. Þessi brot úr Framsókn
og Alþýðuflokknum hafa siðan
stofnað einskonar hjálparsveit
skáta tii þess að reyna að bjarga
Magnúsi Torfa af hinum upphaf-
lega sprengistað, og ber vissulega
að meta þá mannúöarviðleitni að
verðleikum — þótt nú séu hafnar
um það illvigar deildur i f jölmiöl-
um hvort Bjarni Guðnason megi
vera með i skátaflokknum eða
ekki. Og sprengingarnar halda
áfram. Siðustu dagana hafa, ef ég
hef tekið rétt eftir, sprungið einir
þrir svokallaðir lýöræðisflokkar
út úr Sjálfstæðisflokknum, og
deila nú um það fyrir dómstólun-
um hver megi heita hvað.
Allt hefur þetta gerst eftir að
framboð voru ákveðin i borgar-
stjórnarkosningunum, og áhrifin
hljóta að verða ákaflega flókin.
Mér er t.a.m. spurn: Hvernig
ætla Alþýðuflokksmenn að kjósa
Steinunni Finnbogadóttur sem
allt i einu er orðin gersamlega
fráhverf allri frambúðarsam-
vinnu við Alþýðuflokkinn?
Hvernig ætla fyrri kjósendur
Samtakanna að velja Björgvin
Það eruð þi Ið sem
skerið úr m eð starfi
áhuga og samheldni
Guðmundsson, langþjálfaðan
töskubera Gylfa Þ. Gislasonar?
Skyldi þar ekki vera um að ræða
holundarsár sem ekki verður
grætt með einu saman pólitisku
joði?
Ekki séríslenskt
fyrirbæri
Hitt skiptir þó meira máli að
menn geri sér grein fyrir þvi
hvernig á þessum einkennilegu
sviptingum stendur. Hér er ekki
um neitt sérislenskt fyrirbæri að
ræða,- þannig hefur þróunin verið
i löndunum umhverfis okkur um
alllangt skeið að undanförnu. Um
allan hinn vestræna heim, i öllum
helstu viðskiptalöndum okkar,
eru nú mjög valtar rikisstjórnir,
viða minnihlutarikisstjórnir sem
styöjast við brot af þingmanna-
hópnum. Sumir þeir menn sem til
skamms tima voru mest metnir
hafa hrapaö úr valdastól i einu
vetfangi, aðrir righalda sér i hin
æðstu völd, þótt þeir séu rúnir
mannorði, uppvisir að skattsvik-
um, mútum og hverskyns lög-
brotum, eins og Nixon, átrúnað-
argoð Morgunblaðsins. Hvar-
vetna blasir við upplausn og
glundroði, og við þær aðstæður
hegða furðu margir sér eins og
börn i blindingsleik, fálma út I
loftið eftir einhverju trausti án
þess að vita hvert halda skal.
Hver er
undirrótin
Undirrót þessa er óvissa, uggur
um það að velmegunarskeiði
hinna iðnvæddu ríkja sé að ljúka
um sinn, en að framundan kunni
að biða efnahagsleg umbrot, al-
varleg kreppa. Þessi ótti er ekki
ástæðulaus. Hin iðnvæddu riki
fengu að kynnast þvi meðan oliu-
kreppan stóð hve velgengni
þeirra stendur völtum fótum, og
hliðstæðir atburðir kunna að end-
urtaka sig að þvi er varðar ýms
hráefni sem nú eru hremmd fyrir
litið endurgjald i fátækum þjóðfé-
lögum. Þegar sá meirihluti
mannkynsins sem nú býr á mörk-
um hungursins fer að heimta
hlutdeild sina i auðlegð iðnaðar-
veldanna munu þjóðfélög hinnar
gegndarlausu sóunar verða aö
breyta lifsháttum sinum. Það er
þessi grunur — það er þessi vissa
— sem mótar nú ástandið um-
hverfis okkur og er að berast
hingað til lands. Við slikar aö-
stæður harðna átökin I stéttaþjóð-
félögunum. Forréttindastéttir
reyna að halda sinum hlut á
kostnað launamanna, en verk-
lýðssamtök risa til varnar. Við
höfum séð forsmekkinn að þessu
ástandi i Danmörku að undan-
förnu. Þar kom upp alger flokka-
glundroði, milli 10 og 20 flokkar
buöu sig fram i siðustu kosning-
um, en siðan hafa hægri öflin
sameinast og tekið að fást við
efnahagsvandamálin meö þvi að
skerða lifskjör launafólks og
skera niður bætur almannatrygg-
inga, niðast á öldruöu fólki, ör-
yrkjum og öðrum þeim sem varn-
arminnstir eru i þjóöfélaginu.
Haldi efnahagsþróun af þessu
tagi áfram, eins og full ástæða er
til aö óttast, munu stjórnmála-
átökin harðna að sama skapi.
Fjölþjóðlegir auðhringir og aftur-
haldsflokkar munu þá svipta af
sér þeirri blæju lýðræðis og um-
burðarlyndis sem þeir báru með-
an allt lék i lyndi og koma sér upp
harðvitugum andlýðræðislegum
og andfélagslegum stjórnmála-
tækjum. Við þekkjum slika
stjórnmálaþróun frá heims-
kreppunni miklu fyrir rúmum
fjórum áratugum og vitum hvert
hún leiddi.
Þetta á Sjálf-
stæðisf lokkurinn við
Þetta ástand umhverfis okkur
ersá raunverulegi efnahagsvandi
sem við höfum ástæðu til að óttast
og búa okkur undir að mæta. Okk-
ar eigin heimatilbúni efnahags-
vandi er hérgóminn einber i þvi
sambandi, og við höfum alla
burði til þess að leysa hann án
þess að skerða lifskjör og rétt lág-
launafólks. Við getum til að
mynda þjarmað svolitið betur að
Félagi islenskra stórkaupmanna,
sem telur verðstöðvun okkar og
bindingu á fé verðbólgubraskara
jafngilda eignaupptöku og stjórn-
arskrárbroti, og notar fjölmiðla
— þará meðal rikisfjölmiðla — til
þess að reyna að stuðla að inn-
kaupaæöi og svartamarkaös-
braski með hótunum um stór-
fellda gengislækkun. A hinum
sérislensku vandamálum getum
við tekiö ef við tryggjum sjálfum
okkur, samtökum launafólks og
stjórnmálaflokki þeirra, Alþýöu-
bandalaginu, nægileg þjóðfélags-
leg völd. Hin raunverulega hætta
i efnahagsmálum er enn sem
komið er að mestu utan land-
steinanna, i helstu viðskiptalönd-
um okkar, þar sem kreppuboð-
arnir risa æ hærra. En afleiðing-
arnar eru byrjaðar að berast til
okkar með hrikalegum verð-
sveiflum og þær munu halda
áfram að móta svigrúm okkar,
svo gersamlega sem við erum
háðir viðskiptum við aðra. Og
Sjálfstæðisflokkurinn er þegar
farinn að búa sig undir hlutverk
sitt sem tæki forréttindastétt-
anna. Það er of mikil þensla i at-
vinnulifinu, segir hann, og á við
að það þurfi að koma á hæfilegu
atvinnuleysi. Það er gengið of
nærri atvinnurekstrinum, segir
hann, og á við að það þurfi að
lækka kaup láglaunafólks.
Afl gegn íhaldi