Þjóðviljinn - 25.05.1974, Síða 11
Laugardagur 25. mai 1974. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11
Umsvif rikisins eru of mikil, segir
hann, og á við að það þurfi að
draga úr bótum almannatrygg-
inga, draga úr framkvæmdum i
heilbrigðismálum, skólamálum,
húsnæðismálum og öðrum þátt-
um félagslegrar þjónustu. Og
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar
tryggt sér hina fullkomnustu nú-
timatækni i þeim átökum sem
framundan biða. Við sáum það
þegar hópur hrokafullra, hálaun-
aðra menntamanna, sem kölluðu
sig Varið land, tók sér fyrir hend-
ur að njósna um stjórnmálaskoð-
anir íslendinga, hvers einasta
manns. Þau gögn hafa nú verið
þaulunnin i tölvum, og Morgun-
blaðið viðurkenndi fyrir nokkrum
dögum, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði fengið niðurstöðurnar. Við
þurfum ekki heldur að draga i efa
að þær eru tiltækar i hinni svo-
kölluðu upplýsingaþjónustu
Bandarikjanna. Og þá þurfum við
ekki lengur að spyrja hvaðan
miljónirnar komu sem öll þessi
njósnastarfsemi kostaði. Það hef-
ur alltaf verið ljóst, að hinn óþjóð-
holli áhugi Sjálfstæðisforustunn-
ar á varanlegu hernámi hefur
ekki aðeins stafað af trúarlegri
undirgefni við bandarisk stjórn-
arvöld, ekki einvörðungu af þeim
hermangsgróða sem helstu leið-
togar Sjálfstæðisflokksins hirða,
heldur á hernámið að vera bak-
hjarl fyrir forréttindastéttirnar
islensku ef á þarf að halda.
Þetta og
þetta eitt
skiptir máli
Sumir kunna að spyrja hvers
vegna ég sé að ræða þessi mál
hér, aðeins tveimur dögum fyrir
kosningar i friðsælli borg við
sundin blá. Astæðan er sú, að ég
hef aldrei verið þeirrar skoðunar,
að kosningar snúist einvörðungu
um það hvaða einstaklingar eigi
að fara með völd i borgarstjórn
Reykjavikur og öðrum sveitar-
stjórnum, á alþingi og i rikis-
stjórn, og þegar það sé útkljáð
geti allt dottið i dúnalogn. Vissu-
lega skiptir það miklu máli hverj-
ir taka ákvarðanir i æðstu valda-
stofnunum þjóðfélagsins. Hitt
skiptir þó miklu meira máli, að i
kosningum erum við að tryggja
stjórnmálasamtökum okkar afl
til að halda á hagsmunamálum
okkar og baráttumálum, hvort
sem við erum innan valdastofn-
ana eða utan þeirra. Við gerum
okkur sek um háskalegt and
varaleysi ef við notum ekki ein-
mitt kosningarnar til þess að búa
okkur af fullri alvöru undir þær
hættur sem ég nefndi áðan. Ef
þær verða að veruleika munu
samtök launafólks þurfa að tak-
ast á við harðari kosti en þá að
halda sinum hlut i velmegunar
kapphlaupi eða velta vöngum yfir
þvi hvernig fara eigi með einhver
visitölustig. Ef kreppa steðjar að
mun Alþýðubandalagið þurfa að
takast á við önnur verkefni en þau
að stjórna landinu til aukins sjálf-
stæðis, atvinnuöryggis og betri
lifskjara en landsmenn hafa
nokkru sinni fyrr búið við, eins og
gerst hefur siðustu þrjú árin.
Við erum betur undir það búnir
en ýmsar nágrannaþjóðir okkar
að takast á við alvarleg vanda-
mál á sviði stjórnmála og efna-
hagsmála. t öllum framboðs-
glundroðanum er ein staðreynd,
ljósari en nokkru sinni fyrr. Við
eigum einn félagshyggjuflokk,
Alþýðubandalagið, sem er öflug-
ur, traustur og samhentur og hef-
ur að allra mati verið að auka
fylgi sitt verulega að undanförnu.
Glundroðinn hefur einmitt stuðl-
að að þvi að skýra linurnar i is-
lenskum stjórnmálum. Hinar
raunverulegu andstæður milli fé-
lagshyggju og gróðahyggju blasa
við hverjum manni; þeir valkostir
sem úrslitum ráða eru aðeins
tveir, Alþýðubandalagið eða
Sjálfstæðisflokkurinn; gengi
þeirra sker úr um stjórnmálaþró-
unina á næstunni. Þau átök i
kjaramálum sem ég óttast að
kunni að vera framundan gerast
ekki aðeins i borgarstjórn
Reykjavikur, á alþingi og i rikis-
stjórn, heldur i þjóðfélaginu öllu,
á hverjum vinnustað, i þvi samfé-
lagi okkar allra sem Morgunblað-
iðkallar með fyrirlitningu alþingi
götunnar. Þau átök fara ekki að-
eins fram i kosningum á fjögurra
ára fresti, heldur dag hvern. Al-
þýðubandalagið á allar rætur sin-
ar i þeirri verklyðshreyfingu sem
á hálfri öld hefur breytt Islandi úr
einu af fátæktarbælum Evrópu i
þriðju tekjuhæstu þjóð i heimi, og
framtiðarsýn Alþýðubandalags-
ins er skýr og ótviræð, sósialismi i
samræmi við islenskar aðstæð-
ur, þjóðfélag jafnréttis, öryggis
og félagshyggju. Það er þetta og
þetta eitt sem skiptir máli i kosn-
ingunum, að við eflum einingu
okkar og styrk, að við eigum
samtök sem geta gætt réttar okk-
ar og hagsmuna dag hvern, hvort
sem við lendum inni i valdastofn-
unum eða utan þeirra. Við kjós-
um um það á sunnudaginn kemur
og siðan 30asta júni, hvernig
valdahlutföllin verða i þjóðfélag-
inu næstu fjögur árin og þar með
hvernig við getum gætt afkomu,
öryggis og réttar alþýðuheimil-
anna á mjög viðsjárverðum
timum.
Arangur fæst ekki nú fremur en
endranær með þvi að mæna á ein-
hverja svokallaða forustumenn.
Það eruð þið sem skerið úr, ekki
með atkvæðaseðlinum einum,
heldur með starfi ykkar, áhuga
og samheldni. Ég hef lesið það i
Morgunblaðinu siðustu dagana að
ég hafi tekið mér alræðisvald á
Islandi. Það er þá best að ég beiti
þvi alræðisvaldi með þvi að gera
ykkur öll sem hér eruð að starfs-
mönnum Alþýðubandalagsins
næstu þrjá daga, þar til kjörstöð-
um hefur verið lokað á sunnudag-
inn kemur. í krafti þessa alræðis-
valds, sem Morgunblaðið hefur
úthlutað mér, legg ég fyrir ykkur
það verkefni að hafa samband við
skrifstofur Alþýðubandalagsins
um skipulag og vinnubrögð, en
umfram allt að gera heimili ykk-
ar og vinnustaði og kunningjahóp
að sjálfstæðum kosningaskrif-
stofum, beita eigin frumkvæði og
dómgreind. Ef við störfum þann-
ig, getum við á sunnudaginn náð
verulegum pólitiskum árangri
sem getur tryggt Alþýðubanda-
laginu hina mikilvægustu fótfestu
i stjórnmálaátökunum næstu
fjögur árin.
STOFNFUNDUR
íþróttafélags fatlaðra
verður haidinn i Vinnu og dvalarheimili Sjálfsbjargar,
Hátúni 12, 2. hæð, fimmtudaginn 30. mai kl. 20.30. — Að
stofnun félagsins standa félög og styrktarfélög öryrkja i
Reykjavik og Í.S.t.
A fundinum verður sýnd kvikmyndin „íþróttir fyrir fatl-
aða”.
Undirbúningsnefndin.
Nemendur Vogaskóla sömdu leikrit
Þórir Steingrimsson, leikstjórinn, i hópi leikenda
gengið
Höfum yið
til góðs...
Nemendur gagn-
fræðadeildar Vogaskóla
tóku sig til seint í vetur
og skrifuðu leikrit.
Upphaf lega stóð til að
sýna Lénharð fógeta
eftir Einar H. Kvaran á
vorsýningu skólans,
haldinni í tilefni 1100 ára
afmælis islandsbyggð-
ar, — en fallið var frá
því og leikstjórinn, Þórir
Steingrímsson, vann i
mánuð með nemendun-
um að samningu leik-
rits.
Leikritið nefndu nemend-
urnir „Höfum við gengið til
góðs...” og var sýnt tvisvar
sinnum i vor fyrir troðfullu
húsi.
Sýning á þessu verki nem-
endanna verður næst á laug-
ardagskvöldið i Vogaskóla og
alls taka um 30 nemendur þátt
i sýningunni.
Verk þetta verður vist vægi-
lega kallað snörp ádeila á um-
hverfi skólaæskunnar, upp-
eldismál, skólamál og fleira i
þeim dúr.
Leikstjórinn, Þórir Stein-
grimsson, tjáði Þjóðviljanum,
að útvarpið hefði verk nem-
endanna i athugun, og yrði það
hugsanlega flutt i útvarp i
haust.
Það mun glögglega hafa
komið i ljós við samningu
þessa verks nemendanna i
Vogaskóla, að þeir höfðu sitt-
hvað fram að færa og sitthvað
að athuga við stjórn fullorð-
inna á þeirra eigin málum —
kannski borgarstjórinn liti við
áður en hann leggur skóla
þeirra niður.
—GG
Það sem setur svip á utankjörfundarkosninguna:
Eyjagos og at-
vinnuaukning
Kosningu utankjör-
fundar lýkur á kjördag
sjálfan. Við síðustu
kosningar kusu alls um 3
þúsund manns utankjör-
fundar í Reykjavík, en
að þessu sinni virðist
kosningin verða miklu
meiri, því að á fimmtu-
dagskvöld höfðu 3.034
kjósendur neytt at-
kvæðisréttar sins utan-
kjörfundar í Reykjavík.
Rúmlega þriðjungur allra
þeirra sem hingað til hafa kos-
ið utankjörfundar i Reykjavik
eru utanbæjarmenn, sagði
Halldór Pétursson á kosninga-
skrifstofu Alþýðubandalags-
ins okkur. Það er fólk sem
dvelst i Reykjavik eða ná-
grenni og reiknar ekki með þvi
að komast heim til sin fyrir
kjördag, einnig fólk sem er á
leið til útlanda og þvi um likt,
og svo ekki sist sjómenn á
skipum sem koma hér til hafn-
ar.
— Nú hefur þú unnið i svona
kosningum áður, Halldór. Er
eitthvað nýstárlegt við þetta
núna?
— Það er tvennt sem ég vil
segja. Annars vegar bendi ég
á Vestmannaeyingana, sem —
eins og allir vita — þurftu að
flýja heimili sin i fyrra. Þeir
eru enn margir hverjir búsett-
ir hér uppi á landi enda þótt
þeir séu á skrá i Vestmanna-
eyjum og eigi að réttu lagi að
kjósa þar. Drjúgur hluti er
auðvitað hér i Reykjavik, og
mér sýnist að um 430 þeirra
hafi nú neytt atkvæðisréttar
sins utankjörfundar.
Hins vegar eru þeir tvi-
mælalaust færri sem nú kjósa
utankjörfundar úr hinum
dreifðu byggðum en var sið-
ast. Þetta er auðvitað að
þakka atvinnuuppbygging-
unni úti á landi, nú hefur fólkið
nóg að gera heima hjá sér og
þarf ekki að leita burt .
Eining vinstri iiianna