Þjóðviljinn - 25.05.1974, Blaðsíða 21
Laugardagur 25. mai 1974. |ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
Portúgal og Gínea-Bissá:
F riðarviðr æð
ur í London
LUNDÚNUM 24/5 — Mario
Soares, utanrikisráðherra
Portúgals, flaug i dag til
Lundúna, þar sem viðræður eru
ákveðnar milli hans og Aristide
Pereira, leiðtoga frelsis-
hreyfingarinnar i Gineu-Bissá.
Antonio de Aimeida Santos, ráð-
hcrra sá i Portúgalsstjórn sem
fer með málefni svæðanna
handan hafa, kemur einnig til
Lundúna um helgina til þess að
taka þátt i viðræðunum.
Soares og Pereira urðu sam-
mála um að taka upp þessar við-
ræður er þeir hittust i Senegal i
fyrri vikn. Soares sagði áður en
Glistrup, formaður svonefnds
Framfaraflokks i Danmörku,
hefur verið sakaður fyrir stórfeiid
skattsvik og hefur rikissak-
sóknari Danmerkur farið þess á
leit að hann verði sviptur þing-
heigi meðan mál hans er rann-
sakað. Glistup og flokkur hans
lita á þetta sem pólitiskar of-
sóknir.
Grettla á
þýsku
Ræðismenn íslands i Sam-
bandslýðveldinu býskalandi hafa
stofnað styrktarfélag til þess að
styrkja fjárhagslega útgáfu
nokkurra helstu Islendingasagna
á þýska tungu, svo sem Njálu,
Eglu, Grettlu og Laxdælu. Verður
sérlega vandað til þessarar út-
gáfu og sögurnar birtast i nýrri
þýðingu og með nýjum skýring-
artextum. Fyrstu sögurnar munu
koma út á þessu ári.
Ræðismennirnir vilja með
þessum hætti leggja fram sinn
skerf til að minnast 1100 ára af-
mælis Islandsbyggðar og jafn-
framt efla menningarsamskipti
tslands og sambandslýðveldisins.
Síldveiðar
stöðvast í
Norðursjó
tslenskir sildveiðibátar i Norð-
ursjó hafa nú fyllt veiðikvóta
þann, sem ákveðið hafði verið að
gilda skyldi til 15. júni n.k. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Lands-
sambandi isl. útvegsmanna,
nemur samanlagður afli þeirra
nú á þessu ári liðlega 2.700 tonn-
um. Samkvæmt kvóta þeim, sem
gildir til 15. júni máttu islensk
skip veiða 2.500 tonn á þessu
timabili og hefur sjávarútvegs-
ráðuneytið þvi tilkynnt um stöðv-
un veiðanna til þess tima.
hann lagði af stað i flugferðina af
að fyrsta takmarkið með við-
ræðunum yrði að koma á vopna-
hléi. Hann tók fram að stjórn sin
hyggði einnig á samningavið-
ræður við frelsishreyfingar
Angólu og Mósambik, og að fram-
tið nýlendnanna þriggja yrði
ákveðin með þjóðaratkvæða-
greiðslum. Portúgal hefði nú
viðurkennt rétt nýlendubúa til
þess að ákveða framtið sina sjálf-
ir, og væri þar um alger timamót
að ræða i sögu Portúgals. — Þau
timamót munu afla okkur
virðingar allra þjóða heims, sagði
Soares.
Þessi málshöfðun hefur þegar
haft þau áhrif, áð fylgi þessa sér-
kennilega lýðskrumara hefur
hrunið um þriðjung. En flokkur
hans er, að þvi er skoðana-
kannanir herma, enn sem fyrr
næststærsti flokkur danska þings-
ins, og einn af talsmönnum hans
komst svo að orði við blaðið
Information á dögunum, að
flokkurinn mundi þjarma að
minnihlutastjórn Hartlings ef ætti
að sækja Glistrup til saka i
alvöru. En stjórn Hartlings hefur
þvi aðeins komið i gegnum þingið
efnahagsaðgerðum, sem mjög
eru óvinsælar meðal launþega, að
Glistrup skrifaði upp á þær.
Orðrómur
Framhald af bls. 24
reyndar með þvi, að jafnan
sprýtti upp orðrómur, þegar
ákveðið fyrirtæki væri þannig
tekið til nákvæmrar athugunar,
og þvi er rétt að fullyrða ekki
neitt.
Þjóðviljanum hefur hins vegar
borist bréf frá starfsmanni
Áhaldahúss Reykjavikur, og
segir þar i, að rannsókn endur-
skoðenda beinist aðallega að
efniskaupum til viðhalds og
nýsmiði á skólahúsnæði borgar-
innar og öðrum húseignum.
Bréfritari segir, að margir
starfsmenn Ahaldahússins hafi
verið yfirheyrðir, en þó fari rann-
sóknin mjög leynt, enda borgar-
stjórnarkosningar á morgun.
Þá segir i bréfi til Þjóð
viljans frá starfsmanni Áhalda-
hússins: „Miklar birgðir af
timbri o.fl. fundust s.l. haust i
geymslu fyrir utan borgina.
Hafði þetta efni verið tekið út á
nokkuð löngum tima til ýmissa
framkvæmda borgarinnar og
skuldfært á þær.
Litið, eða aðeins hluti notað,
heldur flutt á geymslustað og
ekkert lengur bókfært um tilveru
þess þar..”
Þá spyr starfsmaður Ahalda-
hússins: Hvers vegna hefur
enginn yfirmaður verið settur frá
meðan á rannsókn stendur?
Hvers vegna hefur verið farið
svo leynt með málið þá fjóra
mánuði sem rannsóknin hefur nú
staðið?
—GG
Duke
látinn
NEW YORK 24/5 — Einn mesti
djasstónlistarmaður heims,
Edward „Dukc” Ellington, dó i
New York i dag, sjötiu og fimm
ára að aldri, eftir langa sjúk-
dómslegu. Banameinið var
lungnakrabbi. Dukc Ellington
iðkaði djass frá átján ára aldri og
varð bæði einn frægasti hljóm-
sveitarstjóri heims i þeirri grein
og auk þess gat hann sér frábær-
an orðstir sem tónsmiður og
pianóleikari.
Kín verj ar
fagna
Heath
PEKING 24/5 — Edward Heath,
leiðtogi íhaldsflokksins breska,
var fagnað eins og þjóðhöfðingja
er hann kom i heimsókn til
Peking i dag. Þykir það benda til
þess að Kinverjar reikni alveg
eins með þvi að Heath kunni aftur
að verða forsætisráðherra Bret-
lands, og einnig er þetta tekið
sem bending um að Kinastjórn
hafi nokkra velþóknun á stefnu
breska ihaldsins i alþjóðamálum.
Heath hefur sem kunnugt er oft-
sinnis látið i ljós ótrú á batnandi
sambúð við Sovétrikin og Austur-
Evrópu og flaggað rússagrýlunni
talsvert.
Reiðilestur
yfir Sarte
og Simone
de Beauvoir
Simone de Beauvoir og Jean-
Paul Sartre, rithöfundar ágætir,
sem hafa verið nokkru meira en
góðir vinir i 45 ár, fengu yfir sig
nokkurn reiðilestur á dögunum.
Þau höfðu safnað undirskriftum
meðal annarra áhrifamanna i
frönsku menntalifi urn að
Frakkar viðurkenndu bráða-
birgðabyltingarstjórn Suöur-
Vietnams og stjórn Sihanouks
prins og þjófrelsisfylkingar
Kambodju. Þessu svaraði tals-
maður Saigonstjórnarinnar með
svofelldum orðum: „Herra
Sartre og frú de Beauvoir hafa
ávallt haft á sér orð fyrir að krefj-
ast löghelgunar fyrir glæpi og
slæma hegðun. Sjálf hafa þau gef-
iðfordæmi með þvi að búa saman
utan hjónabands.
Dansskóli
fyrir kirkju
i Asparfelli
Blaðiö hefur haft spurnir af
þvi og fengið staðfcst hjá lóða-
úthlutun borgarinnar að
borgarráö hafi veitt Heiðari
Astvaldssyni, danskennara,
lcyfi til þess að byggja dans-
skóla við blokkina Asparfell 12
i Brciðholti. Þegar ibúðum var
úthlutað i Asparfelli hafði
hinsvegar verið ráð fyrir þvi
gcrt að þarna yrði byggð
kirkja.
Meðal ibúa blokkarinnar
rikir mikil gremja út af þessu
tiltæki ihaldsmeirihlutans i
borgarráði og þykir það koma
úr hörðustu átt að ihaldið, sem
allra flokka mest hefur
nuddað sér utan i Krist, skuli
nú rjúfa gefin heit um guðshús
og láta ofan i kaupin á fyrir-
heitinni lóð þess risa hús fyrir
dansmennt, iþrótt sem að
minnsta kosti annað veifið
hefur ekki verið talin eiga
samleið með sannkristinni
guðrækni.
dþ
Kýs ritsíminn
D-listann?
Er ritsiminn aðili að kosninga-
baráttu D-listans? Þannig spurði
lesandi blaðsins i gær og ekki að
ástæöulausu þar sem R- 14212,
sem er bilaleigubíll frá Fal og
leigður ritsimanum, var merktur
með X-D miðum er hann kom á
bensinafgrgiðslustöð eina i fyrra-
dag.
Stýrimannask.
Framhald af bls. 4
fræði. hinni fyrstu á islepsku.
Hana samdi Árni Thorlacius 1843.
Ingólfur Möller hafði orð fyrir
40 ára prófsveinum. Þeir færðu
skólanum fjárhæð i verðlauna- og
styrktarsjóð Páls Halldórssonar
skólastjóra. Er hún til minningar
um skólafélaga þeirra- Markús.
Finnboga Sigurjónsson.
Þórhallur Hálfdanarson talaði af
hálfu 25 ára skólasveina. Þeir
gáfu fjárhæð i styrktarsjóð nem-
enda. 20 ára prófsveinar gáfu
fjárupphæð til að kaupa veður-
kortamóttakara. Orð fyrir þeim
hafði Helgi Hallvarðsson. 10 ára
farmenn gáfu rafknúið sjóúr. Af
þeirra hálfu talaði Pétur
Sigurðsson. 10 ára fiskimenn gáfu
fjárhæð i tækjasjóð skólans.
Brautskráðir prófsveinar 3. stigs
gáfu fjárhæð i styrktarsjóð nem-
enda.
BANASLYS
Framhald af bls. 3
ferðarmiðstöðinni milli kl. 6 og 7
um nóttina og var þá annar mað-
ur i för með honum. Ekki hefur
tekist að hafa upp á honum en að
sögn lögreglunnar er það áriðandi
vegna rannsóknar málsins að
hann gefi sig fram hið fyrsta.
—ÞII
Pétur
Framhald af bls. 3.
stendur að minnsta kosti ekki á
miðanum.
— En ykkur grunar nú hverjir
gefa merkin út er það ekki?
— Jú, jú, en það hefur ekki ver-
ið gert. Við höfum ekki vald til að
stöðva þetta, en við teljum þetta
óheppilegt og mjög óæskilegt.
—S.dór.
Brýtur
Framhald af .3. siðu.
hins vegar væri ekki til neitt skýrt
ákvæði sem bannaði það.
Kvað hann embætti lögreglu-
stjóra ætla að hafa tal af Sjálf-
stæðisflokknum og fara þess á leit
að þeir létu af þessum ósóma.
Blaðamaður rifjaði upp það
atvik er maður var dæmdur fyrir
að kalla i hátalara á Austurvelli á
þeim örlagarika degi 30. mars
1949 er þjóðin var véluð til sam-
starfs við blóðugustu auðvalds-
riki heims innan vébanda NATÓ.
Þar sagði fulltrúinn að hefði
verið um að ræða dóm fyrir að
hvetja til óhæfuverka og þvi kæmi
þar til álita innihald þess sem úr
gjallarhorninu kom en ekki sjálf
notkun þess.
Þetta er eflaust hárrétt
lögfræðilegt mat.
En okkur kemur samt dálitið
einkennilega fyrir sjónir að menn
séu dæmdir fyrir að hvetja fólk til
að standa vörð um sjálfstæöi
þjóðarinnar annars vegar, en
hins vegar sé aðeins „farið þess á
leit’ við ihaldið að það láti af þvi
að hvetja menn til að styrkja
gróðaaðstöðu spilltasta hluta is-
lensks auðvlads — reykviska
verslunarauðvaldsins.
—ÞH
Albert
Framhald af 3. siðu.
flokknum er þó eitthvað óhress
yfir Guðfinnu og mun Sigurður
reyna að slá á þá strengi.
Þá er hermt að mikil gremja
riki nú meðal stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins á Suður-
nesjum, en þeim er ekki ætlað
neitt öruggt sæti á listanum
fremur en endranær. Fjölmargir
Suðurnesjamenn hafa atvinnu við
herstöðina, og er svo að sjá að
framámenn Sjálfstæðisflokksins
gangi útfrá þvi^að sú aðstaða hafi
dugað til að gera fylgismenn
flokksins þar að viljalausum
verkfærum um aldur og ævi,
þannig að þeir muni kjósa ihaldið
hversu mikla fyrirlitningu sem
það sýnir þeim. Frá þvi Ólaf
Thors leið hafa sjálfstæðismenn
á Suðurnesjum ekki haft i öruggu
sæti neinn, sem þeir hafa getað
kallaðsinn mann. Hafa þeir þolað
þetta með ótrúlegu langlundar-
geði, en nú er svo að heyra að upp
úr sé að sjóða. Undir þessa
gremju kyndir svo óánægja með
daufa og kraftlausa forustu
flokksins yfirleitt, og eru sjálf-
stæðismenn á Suðurnesjum siður
en svo einir um það.
—dþ-
Lisa
Framhald af bls. 7.
kveðið upp úr með það sjálf hver
er sekur og hver saklaus.
Blaðafulltrúinn svaraði: Ef að
þið heyrðuð spólurnar mundi það
aðeins sýna að þeir saklausu
væru sekir og að þeir seku væru
saklausir, og það yrði ekki til
neins annars en að rugla ykkur i
riminu. Auk þess er það, sem þið
munduð heyra, ekki það sama og
þið hafið lesið og það sem þið haf-
ið lesið er ekki það sem þið mund-
uð heyra, svo það er betra að
heyra ekki það sem ekki er hægt
að lesa. Er það ekki alveg ljóst?
— Mér finnst ég vera komin
aftur i geggjaða teboðið hjá hatt-
aranum, sagði Lisa.
— Nú ætla ég að segja ykkur
merkar fréttir, sagði ritarinn.
Þetta megið þið hafa eftir mér:
Umbrum-brumb og ambrum-
bramb og arkindæla. Skrjúfara
rjúfara skrokk i væla...
Allir skráðu þetta niður.
— llvaö var hann að segja,
spurði Lisa?
— Ekkert, sagöi hérinn. Hann
er bara aö láta timanna liða
þangað til hann kemst i mat.
V indlarnir
Framhald af bls. 7.
— Það er satt. Havanavindlar
eru of dýrir fyrir smekk Kanada-
manna. Auk þess kaupum við þá
ekki hér vegna þess að það er of
auðvelt aö ná i þá. En það er heil-
mikil upplifun fyrir Kana að ná i
ekta Havanavindil.
— Ef þetta er satt, þá er þetta
hneyksli. Mér finnst að Kanada-
menn standi i þeirri þakkarskuld
við okkur að neita að selja Banda-
rikjamönnum Kúbuvindla.
— Ef þið viljið rifast við Kúbu,
þá er það ykkar mál. En þú skalt
ekki segja okkur, hverjum við
eigum að selja vindla og hverjum
ekki.
— Þú munt minnast þessara
orða einhverntima þegar Castro
er að slást á strönd Nýfundna-
lands, sagði ég.
— Vel á minnst, langar þig til að
smygla nokkrum Kúbuvindlum
með þér heim? spurði hann.
— Hvað kosta þeir? spurði ég.
— Þeir ódýrustu af Monte
Christo kosta dollara stykkið.
— ókei. Ég tek nokkra heim
með mér bara til að sýna þeim i
Washington hverslags heybrækur
þessir vinir okkar i Kanada eru.
Orðsending til þeirra sem
fara burt úr bænum í dag
Þeir sem fara úr bænum i dag og ætla að vera
utanbæjar um helgina eru minntir á að kjósa utan-
kjörfundar, ef hætta er á að þeir nái ekki i bæinn
fyrir lokun kjörstaða annað kvöld.
Utan kjörfundar er kosið i Hafnarbúðum, en mið-
stöð Alþýðubandalagsins fyrir atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar er að Grettisgötu 3, simar 28124 og
28197.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, Pic-Up, sendi-
ferðabifreið og ógangfærar fólksbifreiðar,
er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðju-
daginn 28. mai kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sala varnarliðseigna
Glistrup lætur hart
mæta hörðu