Þjóðviljinn - 25.05.1974, Síða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. mal 1974.
LEIF
NORMAN
ROSSE
GULL-
HANINN
an hatt? Ég sneri mér við og gekk
burt, en i portinu stansaði ég og
litaðist um.
Það var i þessari götu sem faðii
minn hafði fengið ör sem fylgdu
honum alla ævi, svona hafði hún
litið út siðan hann var barn. Ekki
eitt einasta nýtt hús hafði rofið
gömlu húsaröðina. Nú var gatan
deyjandi, riðandi uppstilling aí
hrörlegum öldungum með liflaus
augu og gapandi munna, en einu
sinni hafði þetta verið með öðrum
hætti. Ung og fersk voru húsin þá,
máluð i vinalegum litum. Lifandi
blóm ljómuðu bakvið gljáfægða
glugga.og frá bakaranum handan
við götuna kom fjörlegur hestur
og dró brauðvagninn á hverjum
morgni. Það var pabbi sem hafði
hirt hann.
Hestar hlutu að hafa sett svip
sinn á götuna i þá daga. Lúnir
áburðarjálkar sem drógu þunga
vagna, lystivagnar með luktir og
þak, glæsileg skrauteyki...
Hér festir hugurinn sig við
mynd, hún stendur kyrr andartak
og skin þarna skær og greinileg
eins og i kvikmynd, þar sést einn
af finu léttivögnunum sem rikis-
fólk notaði i lok fyrri aldar. Siðan
fer kvikmyndin af stað, það kem-
ur hreyfing á myndina og með
hægð rennur vagninn fyrir hornið
með þykkum gljábrúnum hestum
með tiguleg aktygi. Og nú stöðvar
ekillinn vagninn beint fyrir utan
portið, krakkar koma aðvifandi
úr öllum áttum og hópast saman i
óhreinum snjónum fyrir utan
vagninn til að sjá spegilglerhurð-
ina opnaða og konurnar tvær
stiga út, aðra fullorðna og hina
^2siNNUI
LENGRI LÝSIN
n
neOex
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartima)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf!
Bergstaðastr. 10A Slmi 16995
bráöunga. í fyrra komu þær á
sleöa, þessar finu konur, það gera
þær oftast, en um þessi jól er ekki
mikill snjór. Og allir krakkarnir
sem standa og dást að fina vagn-
inum og glæsibúnu konunum vita
nákvæmlega hvert þær eru að
fara. Þvi að þær eru vanar að
koma hingað á hverju aðfanga-
dagskvöldi með stóru körfuna
sina...
Aðfangadagur er undarlegui
dagur, þá verður fólkiö gott. Þeg-
ar Andreas sótti vörurnar i morg-
un, gaf kaupmaðurinn honum
stórt kramarhús með sykursúl-
um. Og samt hafði hann orðið að
biðja hann að „skrifa það”, þvi að
það er litið um reiðufé á þessum
tima árs, þegar mamma vinnur
sér hæstum ekkert inn. Og þar
sem Andreas situr við gluggann i
kamersinu, heyrir hann Blóð-
koppa-Mörtu i kjallaranum bjóða
föla klæðskeralærlingnum i jóla-
mat með öli og snafsi, þvi að hann
fær ekki leyfi til að sitja aleinn á
kvistinum á aðfangadagskvöldi,
segir Marta. Já, hún er alltaf væn
og góð. Og það heyrist létt fótatak
i portinu, það er ein af finu yfir-
stéttarfrúnum sem tiplar um
bakgarðinn með körfu á hand-
leggnum. Hann man eftir henni,
hún er vön að heimsækja Peder-
senfólkið i bakgarðinum. Þá liöur
vist ekki á löngu þangað til frúin
kemur, hugsar Andreas og and-
varpar.
Þvi að hann kviðir fyrir. En um
leið hlakkar hann til komu henn-
ar, jólin koma ekki i alvöru fyrr
en Frúin er búin að koma, og i ár
er það ekki aðeins karfan sem
hann er að hugsa um. Skólalokin
nálgast, og hvað tekur þá við?
Frúin hefur lofað að hann verði
kostaður til náms, ef hún er
ánægð með hann og hann artar
sig vel, það hlýtur að verða afráð-
ið núna.
— Og þú verður að tala fallega,
segir móðirin. — Og hneigja þig
kurteislega ef Frúin gefur þér
eitthvað og svara þvi sem hún
spyr þig um. Hefurðu skrubbað
hendurnar á þér almennilega?
Mamma er dálitið annarleg, hún
gengur eirðarlaus fram og aftur
um eldhúsið, tekur lokið af kaffi-
könnunni i sifellu og litur niður i
hana, leggur enn eina spýtu i ofn-
inn, hagræðir dúknum og færir til
bolla. Svo dettur henni dálitið i
hug, hún gengur að rúminu og
tekur niður myndina sem hangir
fyrir ofan það, af henni sjálfri i
fjaðraskrúði, og leggur hana i
neðstu kommóðuskúffuna. Þegar
hún kveikir á oliulampanum og
skinandi látúnið varpar hlýju
skini yfir hálfdimmt herbergið,
svo að glerkrónan i loftinu glóir,
tekur hún eftir visnu blöðunum á
pálmanum. Hún hefur verið önn-
um kafin allan daginn og ekki
tekið eftir þeim fyrr.
— Nú hefur Lotta notað krullu-
járniö enn einu sinni, hrópar hún.
Það hefur komið fyrir áður að
Charlotta hefur sett lampann á
spegilborðinu of nærri pálmanum
meðan hún skrýfir á sér hárið.
Satt að segja stóð krullujárnið
glóandi i lampaglasinu þegar
Andreas vaknaði i morgun.en það
er ástæðulaust að segja móður-
inni það. Lotta hafði farið eld-
snemma og hún þurfti að gera sitt
af hverju áður en hún færi i vinn-
una, hún ætlaði að máta hjá
Sauma-Bertu, það var ekki nema
eðlilegt að hún gleymdi krullu-
járninu. Og Andreas snýr sér aft-
ur að glugganum og horfir á
krakkana sem henda snjóboltum i
kamrana meðan móðirin þusar
yfir Lottu sem lærir aldrei af
reynslunni. Hugsunarlaus og
kærulaus er hún. Ög af hverjt
kemur hún ekki, Frúin vill að þai
séu öll heima þetta eina skipti á
árinu sem hún kemur i heimsókn
— Hann hlýtur að sleppa henn
snemma i dag, á sjálfan aðfanga
daginn, segir hún og á við smá
salann sem dóttirin vinnur hjá
Andreas vonar lika að Char
lotta komi bráðum, þvi að þá reka
þær áreiðanlega upp stór augu
bæði móðirin og Frúin. Hanr
brosir ibygginn þvi að hann og
Lotta veit ekki neitt, hún ætlar al
koma henni á óvart.
Charlotta er þrettán ára, i hálft
ár hefur hún unnið hjá gamla
smávörusalanum, lagt fyrir eftii
bestu getu til að kaupa sér föt. Nú
þarf hún ekki lengur að ganga i
fötum af öðrum, eins og hún hefui
gert alla ævi, nú þarf hún ekki að
koma heim á aðfangadagskvöld i
vinnukjól og með skýluklút og
sjal sem auglýsir fyrir öllum að
þarna sé fátæklingur á ferð.
Andreas biður i ofvæni, Lotta hef-
ur lýst nýju fötunum fyrir honum,
ögn hefur hann lika getað hjálpað
til og nú fá þær að sjá það. Nú fá
þær að sjá að Lotta er alveg eins
falleg og uppdubbaða bleiknefjan
sem móðirin kallar „ungfrú
Elisabetu” — dóttur Frúarinnar.
Já, miklu, miklu fallegri.
— Steikin! hrópar móðirin allt i
einu og hún þýtur fram i eldhúsið
og vefur svfnasteikina i dag-
blaðapappir og leggur hana inn i
neðstu hilluna i eldhússkápnum.
Þvi að Frúin má ekki sjá hana,
hún má ekki vita að þau eigi svo
dýran mat. Aldrei hefur Andreas
vitað hvers vegna, en það er alltaf
svo mikið pukur i sambandi við
Frúna. Ekki má hún vita að
mamma vinnur i Tivoli og ekki að
Andreas ber út blöð og ekki hvað
þau eiga að fá að borða á jólun-
um. Annars er það sjálfsagt alveg
rétt hjá mömmu að Frúin gæti
tekið upp á þvi að gægjast ofani
pottana hjá þeim, henni er trú-
andi til alls. Og i dag hafa þau
viðrað allt og mamma hefur sett i
sig vellyktandi og látið skúffurn-
ar með lavendilpokunum standa
opnar allan daginn, og lyktin er
svo sterk að óþefurinn af dauðu
rottunum sem liggja undir gólfinu
eöa einhvers staðar inni i veggn-
um finnast alls ekki.
Krakkar koma hlaupandi,
stansa fyrir utan gluggann, kinka
kolli og gefa merki. Mamma ris á
fætur og gengur i skyndi fram I
eldhúsið, það er heitt á könnunni,
ósvikið kaffi i dag. Og Andreas
tekur sér stöðu við dyrnar meðan
hann strýkur yfir vatnskembt
hárið. Svo er barið og mamma
opnar.
Og svo kemur Frúin. Lyftir
efnismiklu pilsinu og stigur
virðulega yfir þröskuldinn. —
Gleðileg jól og i guðsfriði, segir
hún og rennir augunum yfir rekk-
inn með blikkdiskunum á veggn-
um, sem Andreas sandskúraði
kvöldið áður, og siðan inn i kam-
ersið með nýfægðum ofninum og
jólatrénu og glerkrónunni sem
glóir eins og hún ætti lifið að leysa
i gustinum frá opnu dyrunum. Og
á eftir henni kemur dóttirin
Elisabet, á aldur við Charlottu, en
fullorðin stúlka. Hún lyftir lika
pilsinu virðulega yfir þröskuldinn
og brosir dauflega i kveðjuskyni.
— Snjókoman i nótt hefur dregið
fegrandi blæju yfir Vaterland,
segir Frúin. — Hér er næstum
fallegt i dag. Svo snýr hún sér við
og heilsar Andreasi og hann
hneigir sig djúpt og réttir henni
hönd sem er skrubbuð inn i bein
og lyktar af grænsápu.
Þá sér hún hann almennilega
og segir skelkuð:
— En hvaða ósköp eru að sjá
unga manninn? Hvað hefur kom-
ið fyrir? Og Andreas man að
móðir hans hefur áminnt hann
um að svara skilmerkilega öllu
þvi sem Frúin spyr um og byrjar
dálitið flaumósa:— Það var hest-
ur... lögregluþjónn með sverð...
eða svipu...
Frúin verður kuldaleg á svip-
inn: — Ætlarðu að segja mér að
þú hafir komist i kast við lögregl-
una? Hefurðu lent i áflogum?
Andreas reynir að útskýra
þettajfeynirað segja hið sanna um
það sem gerðist fyrir tveimur
mánuðum, en hann sér að Frúin
trúir honum ekki. — Það er
naumast, segir hún bara, og hin
fölleita Elisabet horfir með við-
bjóði á örið.
— Setjið körfuna þarna, Lúðvik,
segir Frúin við ekilinn sem stend-
ur frammi við dyr, — og biðið hjá
vagninum þangað til við komum.
Við verðum fljótar.
En nú býður mamma þeim að
setjast við borðið sem stendur
dúkað á miðju gólfi og hún er dá-
lítið skjálfhent meðan hún hellir i
bollana og réttir fram kökudisk-
ana. — Andreas gat ekki að þessu
gert, segir hún afsakandi. —
Hann er ekki þannig drengur. En
Frúin vill ekki heyra meira um
þetta, hún horfir I kringum sig og
tekur eftir þvi, að komin eru ný
gluggatjöld siðan siðast. — Þetta
er hlýleg stofa, ísabella, segir
hún alúðlega. — Og nýju glugga-
tjöldin eru falleg. Kviðafull á svip
lyftir hún bollanum og sýpur ör-
Iltinn sopa. — Og kaffið er mjög
gott, bætir hún við.
— En hvar er Charlotta dóttir
yðar? spyr hún allt i einu. — Við
erum með dálitið af fötum handa
henni, indæla dragt, brúna með
flauelspilsi. Elisabet notaði hana
LAUGARDAGUR 25. maí
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10 Morgunleikfimi kl.
7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Kjartan Ragnarsson
les fyrri hluta „Ævintýris af
Steini Bollasyni”. Morgun-
leikfimikl. 9.20. Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög á milli
liða. óskalög sjúklinga kl.
10.25/ Borghildur Thors
kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.30 Létt tónlist.a. Metropol-
hljómsveitin leikur: Dolf
van der Linden stj. b.
Hljómsveit Bobs Kaysers
leikur. c. Arne Dommnerus
leika á saxafón og Rune
Gustafsson á gitar.
14.30 íþróttir.
Jón Asgeirsson sér um þátt-
inn.
15.00 islenzkt mál Asgeir
Bl.Magnússon cand. mag.
flytur þáttinn.
15.20 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Þegar
fellibylurinn skall á” eftir
Ivan Southall. Attundi þátt-
ur. Þýðandi og leikstjóri:
Stefán Baldursson.
Persónur og leikendur:
Addi... Randver Þorláks-
son/ Krissi... Sigurður
Skúlason/ Fanney... Þórunn
Sigurðardóttir/ Palli... Þór-
hallur Sigurðsson/ Gurrý...
Sólveig Hauksdóttir/
Maja... Helga Jónsdóttir/
Hannes... Þórður Þórðar-
son/ Sögumaður... Jón
Júliusson.
16.00 Fréttir.
16.15 Veöurfregnir.
Tiu á toppnum örn Petersen
sér um dægurlagaþátt.
17.50 Frá Bretlandi. Agúst
Guðmundsson talar.
18.10 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 „Haugbúar”, smásaga
eftir Unni Eiriksdóttur.
Erlingur Gislason leikari
les.
19.55 Serenata i D-dúr op. 8
cftir Beethovcn. Jascha
Heifetz leikur á fiðlu,
William Primrose á lágfiðlu
og Gregor Pjatigorský á
selló.
20.20 i Ameriku: — ferðahug-
leiöingar nútimamanns.
Þorsteinn Guðjónsson flytur
fyrri þátt sinn.
20.40 Kvef.örn Bjarnason sér
um þáttinn.
21.00 Ljóð eftir Tóinas Guð-
mundsson. Elin Guðjóns-
dóttir les.
21.15 Hljómplöturabb.
Þorsteinn Hannesson
bregður plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Laugardagur 25. mai
16.00 Borgarmálefnin. Hring-
borðsumræður um málefni
Reykjavikurborgar I tilefni
af kosningunum næsta dag.
Umræðum stýrir Eiður
Guðnason.
17.30 tþróttir. Meðal efnis er
mynd frá Ensku knatt-
spyrnunni og myndir og
fréttir frá iþróttaviðburðum
innan lands og utan.
Umsjónarmaður ómar
Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Læknir á lausum kili.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Skipting útávið.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
20.50 <Jr kinversku fjölleika-
húsi. Myndasyrpa frá
sýningum fimleika- og fjöl-
listamanna i Kinverska al-
þýðulýðveldinu.
21.20 Kampavin fyrir Sesar
(Champagne for Caesar)
Bandarisk gamanmynd frá
árinu 1950. Aðalhlutverk
Ronald Colman og Celeste
Holm. Þýðandi Jón O.
Edwald. Aðalpersonan,
Bottomley, er greindur
náungi. Hann stendur þó
uppi atvinnulaus, en þegar
stórt sápufyrirtæki efnir til
spurningakeppni i
auglýsingaskyni, sér hann
sér leik á borði að vinna
verðlaunin og eignast
þannig mikið fé.
23.00 Dagskrárlok.
Æfigk Nýkomin indversk
bómullarefni og mussur i miklu
Jasmin Laugavegi 133
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
rFBÚNAÐARBANKINN
REYKJAVÍK