Þjóðviljinn - 25.05.1974, Blaðsíða 24
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi blaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Laugardagur 25. mai 1974.
NOÐVIUINN
Helgar-, kvöld- og næturvarsla
lyfjabúða i Reykjavik 17.-23. mai
er i Reykjavikur- og Borgar-
apóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Hörð kosningabarátta
í Kópavogi
Alþýðubandalagið á
nú tvo menn í bæjar-
stjórn Kópavogs/ og
góðar horfur eru á því
að þriðji maður nái
kjöri. Það sæti G-
listans skipar Björn
ólafsson, verkfræð-
ingur, sem er kunnur
fyrir störf sín hjá Vega-
gerð ríkisins og fleiri
aðilum, auk starfa sinna
að bæjarmálum f Kópa-
vogi. Hefur Björn setið
tvö kjörtímabil f skipu-
lagsnefnd bæjarins.
Væri mikill fengurað fá
hann til starfa í bæjar-
stjórn Kópavogs og að
því stefna stuðnings-
menn G-listans.
Kosningabaráttan i Kópa-
vogi hefur verið mjög hörð.
Útvarpsumræðurnar i fyrra-
kvöld voru harðar en yfirleitt
málefnalegar. Þar áttust við
tveir aðilar.Annars vegar voru
frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins, Framsóknar og
Hannibalista, en hins vegar
frambjóðendur Alþýðubanda-
lagsins og Alþýðuflokksins.
Þeir siðarnefndu deildu mjög
hart á stjórn meirihlutans á
bæjarmálunum sl. kjörtimabil
einkum þá spillingu sem
þróaðist i skjóli meirihlutans i
sambandi við bygginga- og
lóðamál. 1 upphafi kosninga-
Björn ólafsson
baráttunnar byrjaði
Sjálfstæðisflokkurinn á þvi að
guma mjög af góðri fjárhags-
stöðu bæjarins, en hann var
komin'n i vonlausa varnar-
stöðu i umræðunum i fyrra-
kvöld.
Það sem einkum vakti
athygli i útvarpsumræðunum
var alger samstaða bæjarfull-
trúa Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokksins og frjáls-
lyndra. Framsóknarmenn
tóku sér algerlega stöðu við
hliðina á Sjálfstæðisflokknum
og mæltu ekki eitt styggðar-
yrði i garð ihaldsins.
Frambjóðandi frjálslyndra,
Hulda Jakobsdóttir, sem
skipar 4. sæti I-listans, hafði
nú sem fyrr i frammi rætnari
málflutning en aðrir fram-
bjóðendur, en þegar henni var
svarað reyndi hún að höfða til
samúðar kjósenda vegna fyrri
starfa sinna á vegum bæjar-
félagsins. Siðasti ræðumaður
kvöldsins var Magnús Bjarn-
freðsson, efsti maður I-listans.
Hafi Framsóknarmenn i
Kópavogi gert sér vonir um ný
viðhorf i bæjarmálum með
tilkomu Magnúsar hafa þeir
áreiðanlega orðið fyrir
vonbrigðum, þvi ræða hans
var samfelld vörn fyrir
braskið og þar i milli illyrða-
flaumur gegn Alþýðubanda-
laginu.
Listinn á Suðurlandi
samþykktur
Garðar Sigurðsson í efsta sœti
Framboðslisti Alþýðubandalagsins á Suðurlandi
var samþykktur á kjördæmisráðsfundi á Selfossi á
fimmtudaginn. Listinn er þannig skipaður:
Visitala fram
fœrslukostnaðar:
19,1%
hækkun
febrúar-maí
Samkvœmt
bráðabirgðalögum
um viðnám gegn
verðbólgu helst
verðlagsuppbót
óbreytt, og á það
ekki að skerða
kaupmátt láglauna
Visitala framfærslukostnaðar
i maibyrjun reyndist 289 stig,
19,1% hærri nú hún var við
siðasta útreikning eða i febrúar-
byrjun. Kaupgreiðsluvisitala
reiknuð eftir gamla laginu hefði
verið frá 1. júni 121,64 stig, en
með þeim breytta útreikningi
sem bráðabirgðaiögin um við-
nám gegn verðbólgu tiltaka
reiknast kaupgreiðsluvisitalan
vera 110,74 stig. Er þá búið að
taka tillit til niðurgreiðslu á
vöruverði, en hún var aukin
fyrir nokkrum dögum, og hækk-
un á bifreiðarkostnaði er dregin
frá. Kaupgreiðsluvisitala frá 1.
mars var 106,18 stig og gildir
hún fram til ágústloka sam-
kvæmt ákvæðum bráðabirgða-
laganna, og kemur þvi ekki til
framkvæmda sú 4,56% hækkun
á verðlagsuppbót frá 1. júni,
sem ella hefði orðið.
Hefði ekkert verið að gert
fyrir 1. júni hefðu landbúnaðar-
vörur hækkað strax þann dag
um sem svarar 4 vísitölustigum
á umræddu timabili — til 31.
ágúst — og talið er að hækkanir
annarra vörutegunda hefðu
orðið um 3,5 stig á timabilinu.
Þessar hækkanir um 7,5 visi-
tölustig væru bein afleiðing þess
ef greidd yrði full visitöluuppbót
eftir gamla laginu, þ.e. 21,64%,
frá 1. júni. Lita má svo á, að
liðurinn „eigin bifreið” i út-
gjaldagrundvelli framfærslu-
visitölunnar taki litt eða ekki til
þeirra er við knöppust kjör búa.
Þeirhinir sömu njóta hins vegar
best hlunninda niðurgreiðsln-
anna á matvæli, en þær vega 8%
verðlagsuppbót.
Með ráðstöfunum bráða
birgðalaganna er þvi verið að
taka af láglaunafólkinu 4,5%
verðlagsuppbót, en hins vegar
er verið að forða þvi frá að
missa þegar i stað 7,5% launa
sinna i enp aukna verðdólgu.
(Byggtá fréttatilkynningu Hag
stofu)
A valdi óttans:
í gærkvöld var lesin tilkynning i
fréttum útvarps og sjónvarps
sem er til marks um það, að
glundroðinn hjá „sameiningar-
mönnunum” hefur aukist mjög
verulega siðustu dagana. i til-
kynningu þessari kom fram, að
Magnús Torfi, Samtök jafnaðar-
manna og Möðruvellingar munu
styðja J-listann í Reykjavik.
Vitað er að visu að þessi til-
kynning mun að engu höfð og allir
róttækir vinstrimenn munu
styðja G-listann i kosningunum á
morgun. En augljóslega eru
1. Garðar Sigurðsson, fyrrv.
alþingismaður, Vestmanna-
eyjum.
Endurskoðunardeild
Reykjavíkurborgar
þessir menn á valdi óttans og vita
ekkert i hvorn fótinn þeir eiga að
stiga. Litið lagðist fyrir kappana
að reyna með þessum hætti á
siðustu stundu að bjarga Gylfa og
Hannibal af strandstaðnum.
Eins og kunnugt er höfðu
Möðruvellingar áður lýst þvi yfir
að þeir mundu ekki taka afstöðu
til einstakra lista i borgar-
stjórnarkosningunum i Reykja-
vik, — en hafa nú söðlað um og
má heita að glundroðinn sé alger i
þeirra röðum eftir þá tilkynningu
sem að ofan er getið.
2. Þór Vigfússon, menntaskóla-
kennari, Reykjavik.
3. Sigurður Björgvinsson, bóndi,
kannar nú gaumgæfilega
allt reikningshald Áhalda-
húss Reykjavíkur.
Helgi V. Jónsson, for-
stöðumaður endurskoð-
unardeildarinnar tjáði
Þjóðviljanum í gær, að
annað slagið væru fyrir-
tæki borgarinnar tekin til
nákvæmari rannsóknar en
jafnan er, en hins vegar
hefði endurskoðendum enn
ekki þótt vera ástæða til að
leggja niðurstöður fyrir
borgarráð.
„Ef eitthvað misjafnt kemur i
ljós, þá tilkynnum við það
borgarráði”, sagði Helgi V.
Jónsson.
Og Helgi tók fram, að hingað til
hefði endurskoðendum ekki þótt
vera ástæða til að tilkynna
borgarráði um „eitthvað mis-
jafnt” hjá Ahaldahúsinu og
myndi endurskoðun væntanlega
verða lokið fyrir júnilok.
Auk endurskoðunardeildar
Reykjavikurborgar fara kjörnir
endurskoðunarfulltrúar yfir
reikninga borgarinnar, en hinir
Neistastöðum.
4. óttar Proppé, kennari,
Reykjavik.
5. Björgvin Salómonsson, skóla-
stjóri, Ketiisstöðum, Mýrdai.
6. Guðrún Haraldsdóttir, hús-
freyja, Hcllu.
7. Gisii Sigmarsson, skipstjóri,
Vestmannaeyjum.
9. Frimann Sigurðsson,
varðstjóri, Stokkseyri.
10. Ingþór Friðriksson, læknir,
Kirkjubæjarklaustri.
11. Þröstur Þorsteinsson, skip-
stjóri Þorlákshöfn.
12. Jónas Magnússon, bóndi,
Strandarhöfði.
kjörnu fulltrúar eru Bjarni
Bjarnason fyrir meirihlutann og
Björn Þ. Guðmundsson fyrir
minnihlutann.
Þótt borgarendurskoðandinn
hafi sagt að ekkert misjafnt hafi
Garðar Sigurðsson.
komið fram við þessa nákvæmu
endurskoðun á reikningum og
skilum Ahaldahússins, þá er orð-
rómurinn annar.
Helgi V. Jónsson reiknaði
Framhald á 21. siðu.
Kópavogsbúar
Alþýðubandalagið i Kópavogi lætur fólkið i
friði á kjördag. Við treystum á áhuga og dóm-
greind kjósenda.
Kosningaskrifstofan að Álfhólsveg 11 er
opin allan dáginn og veitir upplýsingar um
kjörskrá og hefur bila fyrir þá sem þess óska.
Upplýsingar og bilasimar á kjördag: Vestur-
bær simi 43-3-96 — Austurbær simi 41-7-46.
Kaffiveitingar i veitingasalnum allan daginn
á kjördag.
Alþýðubandalagið i Kópavogi
Segjast nú
styðja joð!
Orðrómur um fjármála
misferli hjá borginni