Þjóðviljinn - 11.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.07.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 11. jiíll 1974. íslenskar lækninga- og drykkjarjurtir eftir Björn L. Jónsson, lækni. Gagnleg og tímabær hand bók um íslenskt jurtalíf Nýlega er komið á bókamark- aðinn 13. rit Náttúrulækningafé- lags Islands, bók um íslenskar lækninga- og drykkjarjurtir. Rit Náttúrulækningafélagsins eiga það öll sammerkt að vera gagn- leg og stórfróðleg fyrir alla, sem í þau lita, enda samin af innlend- um og erlendum frömuðum um náttúrulega lifnaðarhætti. Má þar fyrstan telja Jónas Kristjánsson hinn landskunna lækni og braut- ryðjanda um heilbrigð lifsvið- horf. Bók þessi um islensku lækn- inga- og drykkjarjurtirnar er samin af Birni L. Jónssyni lækni heilsuhælisins i Hveragerði. Hún er ekki aðeins fróðleg um islenskt jurtalif, heldur greinir hún einnig Björn L. Jónsson frá nytsemi jurtanna og eiginleik- um þeirra til lækninga eða sem drykkjarjurta. Eftir lestur henn- ar skilur maður betur hvað það var, sem gerði forfeðrum okkar mögulegt að lifa i þessu landi um aldir, þegar samskipti Islendinga við umheiminn voru litil sem eng- in. — Margt hefur verið skrifað um þátt húsdýranna og þá eink- um sauðkindarinnar við fram- færslu þjóðarinnar, en minna um þátt gróðursins, jurtanna sem beint og óbeint voru notaðir til manneldis eða nytja sem lækn- ingajurtir. En það mun stað- reynd að fyrr á tímum var margt úr náttúrunnar riki notað til lifs- framfærslu, sem við nú teljum til einskis nýtt. Þennan fróðleik er gott að endurnýja, ekki sist á þeim tim- um þegar augu okkar „hinna við- förlu Islendinga” eru einmitt að opnast fyrir þvi, að þrátt fyrir allt er „ísland besta landið” og nátt- úra þess bæði stórbrotin og gjöful. I þessari bók er getið 64 jurta- tegunda, og fylgja þeim öllum góðar teikningar, þannig að auð- velt er að bera kennsl á jurtirnar við samanburð. I bókinni er einkar gagnlegur þáttur um söfnun jurtanna og annar um þurrkun og varðveislu þeirra. Þá er þarna einnig að finna þætti um notkun og verkanir hinna einstöku jurtaseyða, Framhald á 11. siðu. Af hverju gagnasöfnun? Eins og allir vita hefur formanni Sjálfstæðisflokksins nú verið falin stjórnarmyndun. Hefur hann tekið sér nokkra daga til gagnasöfnunar og mun ætla sér nokkra daga til þess enn. Gagnasöfnun i þessu tilviki mun yfirleitt þýða upplýsingar um fjárhagsstöðu hinna ýmsu sjóða rikisins, svo og um afkomu atvinnuvega landsmanna. Nú er kosningahriðin nýaf- staðin. Meðan hún enn stóð birti Morgunblaðið daglega, siðustu vikurnar fyrir kjördag, fréttir af hinni ægilegustu stöðu sjóða landsmanna og atvinnuveganna. Voru þá nefndar tölur upp á krónur og aura, svo ekkert virtist vanta upp á nákvæmni og áreiðanleik. Þetta stóð i það minnsta i Mogganum minum. En þó hef ég ekki þorað að minnastá þetta, vegna þess að ég hélt, að minn Moggi væri öðruvisi en annarra. En þegar annar les- andi Morgunblaðsins hafði samband viðokkurigær ogsagði frá þvi, að þetta hefði einnig staðið i sinum Mogga, sá ég i hendi mér, að sjálfsagt hefði þetta staðið i Mogganum hjá enn fleirum. Þess vegna er ekki nema eðli- legt að benda formanni Sjálf- stæðisflokksins, Geir Hallgrims- syni, á að leita i Mogganum sinum að þessum uggvænlegu upplýsingum og spara þannig bæði sjálfum sér og öðrum vinnu við þá gagnasöfnun, sem Morgunblaðið hefur þegar unnið. Ekki geta vist Moggafréttirnar verið rangar þar sem skýrt er frá þjóðarhag. Og formaður Sjálf- stæðisflokksins er formaður Arvakurs, sem gefur út Moggann minn og allra hinna,og gætir þess að blaðamennirnir fari ekki með neitt fleipur. Eftir að Geir hefur lesið þetta, ætti þvi að fara að styttast i að öll gögn séu komin á eina hendi, — nema orðið gagnasöfnun þýði hjá formanninum það að safna saman þeim þingmönnum og öðrum, sem að gagni mættu koma við stjórnarmyndun? —úþ sýn i r á Mokka kaffi Leó Árnason, Ljón norðursins, sýnir f jöru- tíu myndir á Mokka næstu þrjár vikurnar. í því tilefni er efnt til eftirfarandi viðtals við Leó og tvo listamenn aðra, Ingva Hrafn og Þránd Thoroddsen. — Hvar skal byrja, hvar skal standa? — Má ég ekki byrja með ljóði? spyr Leó, þvi hann er lika skáld. Þó það nú væri. — Af hverju skrifarðu texta á myndir þinar? — Myndin verður oft til gegnum kvæði, orðið er upp- haf alls. Tilveran er að minu viti i þrem þáttum: efnið, lin- an og andinn, af þessu má teygja alla hluti. Það er ekki hægt að kenna list. Hún býr i manni og þar verður maður að þjakast með henni aleinn og yfirgef- inn. Þar með er þó i engu rýrð- ur hlutur ágætra vina manns, sem lyfta manni upp. — Ef listin er þessi vanlið- an, af hverju býrðu til myndir? — Maður kemst ekki hjá þvi að búa til myndir, þær verða einungis til fyrir þjökun. — Hvað viltu helst mála? — Landslag — og svo fólk, skip kalla lika mikið. Og hver mynd þarf að eiga sitt andlit, svo hún sé góð. — Af hverju kallar þú þig Ljón norðursins? — Af þvi ég var skirður Leó, sem þýðir ljón,og ég er að norðan. Ég hefi notað þetta nafn i 30 ár i sambandi við myndir og ljóð og ég reyni að nota það þannig að það veröi mér til sem minnstrar skammar. — Hvernig er myndum þin- um tekið? — Leó er sérstæðasti is- lenski listamaður sem ég þekki, segir Ingvi Hrafn. — Hann hefur farið gegnum allt safniö, segir Leó, ég á um 500 myndir. Hann valdi um 40 þeirra á sýninguna. — Þarna eru 40 myndir, heldur Ingvi Hrafn áfram,og það er eins og 40 málarar haldi samsýningu. — Ég reyni satt aö segja að passa mig á þvi, að engin mynd sé lik annarri, segir Leó. Og þar með er viðtaliö búið, >nda margt ógert. Þrándur vill þó ekki gleyma þeirri staðhæfingu, að Leó Arnason sé besti húsasmiður á Islandi. — Þú sagðir það, bætti Ljón norðursins viö og hló. áb. Það er svona: Hvert er takmark þitt, maður, á nútimagöngu? Þú stigur fram fæti án þess aö ráða sporinu stað Þú tekur hönd að hiut og missir af taki Allt er þér kunnlaust Þú ert barn á óráða göngu þú ert nakinn og blindur á göngu I óruddri urð. AHt er þér fjarrænt og nýtt þú ert slitinn úr fortíð og fæddur I nútiö sem nýr En þín gráleitu öriög eru ómæld og ung. Gnýrinn þér geilur við eyra Þú vilt stökkva yfir fljótið og stytta þér leið án þess að stiga Elfan er þér ekki lengur kunn með bökkum Þú stekkur af öðrum án þess að hyggja að hinum og segir: Ég er nútíminn En þér skolar aftur að landi og þá ættir þú að huga að þvf að sporin eru þln f gömlum sandi. 25 25. Hófsóley (hófblaðka, iækja- sóley). Caltha minor eða C. paiu- stris. Blómgast I mai—júni. Vex i grunnu vatni og deigri jörð, við iæki og dý. Um allt land. Séu blöð- in lögð á sár, hreinsa þau og græða (sbr. lýsingu á verkunum brennisóieyjar á bls. 30). 26. Holtasóley (Hármey eða hár- brúða kallast blómið, er það breiðist út i sveip rétt fyrir aldin- varp (f júlf—ágúst), en blöðin eru köliuð rjúpnalauf.). Dryas octo- petala. Blómgast I maf. Vex i holtum og móum. Um allt land. Takist fyrir blómgun. Styrkjandi, barkandi. Góð við niðurgangi og blóðsótt. Af seyðinu takist 2 matsk. 4 sinnum á dag. Seyðið gefið kindum við skitu. Rjúpna- lauf til litunar: Brúnt, gult. 27 27. Horblaðka (Hveisugras, mýrakólfur, reiðingsgras, þrl- blað). Menyanthes trifoliata. Vex i tjörnum, keldudrögum og votum mýrum og flóum. Um allt land. Takist fyrir blómgun. Maga- styrkjandi, svita- og þvagauk- andi, vessaþynnandi, uppleys- andi, ormdrepandi og varnar rotnun I meltingarfærum. Góö viö skyrbjúgi, gulu, miltis- og lifrar- veiki, vatnssótt, tregum hægðum, liðagigt, fótaveiki, flogaveiki, kvefi og kveisu. Talin græða magasár. Af teinu drekkist 1 bolli 3svar á dag, af seyðinu hálfu minna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.