Þjóðviljinn - 21.07.1974, Side 8

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 21. júH 1974.' eins skuggalegasta tímabils í sögu íslensku þjóðarinnar Sögufélagið gefur út alþingis- bækur íslands. Nýlega kom út XIII bindi, og eru i þvi textar al- þingisbóka frá árunum 1741-1750. Auk þess hefur það að geyma ýmsar konunglegar tilskipanir frá þessum tima. Við útgáfuna hefur verið stuðst við bestu fáanlegu handrit, hvað viðkemur árunum 1741 og ’42, en árið 1773 var tekið að prenta al þingisbækur i prentsmiðjunni á Hólum, og eru þær endur- prentaðar i þessari útgáfu. Til skýringar skal þess getið, að alþingisbækur frá þessum tima eru að nokkru leyti sambærilegar við Alþingistiðindi nú á dögum. Þingskrifarar skráðu i bækurnar nokkúrs konar fundargerð al- þingis, eða ágrip þess er gerðist i lögréttu. En alþingi var þá annað en nú er. Það hafði misst allt lög- gjafarvald. Konungur gaf út til- skipanir og reglugerðir i krafti óskoraðs einveldis. A 18. öld var alþingi aðeins æðsti dómstóll i landinu. Þvi eru i alþingisbókum frá þeim tima fyrst og fremst dómar og vitnaleiðslur. Sem í skuggsjá Réttarskjöl frá 18. öld birta okkur tveggja alda gamalt mann- lif á Islandi sem i skuggsjá. Sá sem les alþingisbækurnar er i einu vetfangi horfinn úr daglegu amstri 20.-aldar neysluþjóð- félagsins. Hann gerist áhorfandi að stritandi mannlifi forfeðranna, oft ömulega dapurlegu en sfund- um þrungnu þeirri seiglu og harð- neskju, sem ein getur skýrt það, að Islendingar skuli ekki fyrir löngu hafa dáið út sem þjóð. 18. öldin, einkum siðari hluti hennar, er skuggalegasta timabil tslandssögunnar. Um miðja öldina eða 1743 fær Hörmangara- félagið alla verslun á Islandi i sin- ar hendur. Einokunarkaup- mennirnir voru tslendingum oft þungir i skauti. Verslun Hör- mangara tók þó út yfir allan þjófabálk. Árferði var oftast með eindæmum hart, svo að sumir sagnfræðingar tala um 17. og 18. öld sem „ísöld hina minni.” Um miðja 18. öld voru harðindin það mikil, að Jón ólafsson prestur á Refstað I Vopnafirði flosnaði upp, en áður voru nær öll sóknarbörn hans komin á vergang. Náttúruhamfarir og drepsóttir Hekla gaus miklu gosi 1766-68, og olli öskufallið þungum búsifj- um i Arnessýslu og á Norður- landi. Katla fór af stað tvisvar á 18. öld, 1721 og 1755. Bæina Hjör- leifshöfða og Höfðabrekku tók af I hlaupinu ’21. 1783 hófust svo Siðueldar eða gosið i Laka, eitthvert mesta eld- gos, sem sögur fara af. 1 kjölfar þess fylgdu jarðskjálftar á Suður- landi. öskufall spillti gróöri og fólk og fénaður hrundi niður. Er talið, að um 80% alls sauðfjár i landinu hafi fallið i Móðuharðind- unum. Drepsóttir herjuðu einnig á Is- lendinga á þessum tima. 1707 geisaði hér bólusótt, Stóra bóla. Er talið, að þriðji hver tslending- ur hafi dáið úr sóttinni. Bólusótt gekk svo aftur hér siðar á öldinni. Holdsveiki hafði lengi verið landlægur sjúkdómur, og ýmsar þær pestir, sem nútimamenn sigrast á með penesilini voru þungbær byrði á þjóðinni. Píetisminn A 17. öld upphófst á Englandi heittrúarstefna, sem kölluð hefur verið pietisminn. Upp úr alda- mótunum 1700 barst hún til Ðan- merkur og þaðan svo til Islands. Kenningar þessarar trúar- vakingar byggðust á þvi, að menn skyldu sýna trú sina i verki og stuðla að útbreiðslu fagnaðar- erindisins. Ludvig Harboe, einlægur pietisti, var sendur hingað af dönskum yfirvöldum til að rann- saka trúarlif og menntun lands- manna. Þótti honum hvoru- tveggja vera nokkuð ábótavant viðast hvar. Samkvæmt niður- stöðum hans virðist þriðji hver Islendingur þá hafa verið læs, og er það reyndar allhátt hlutfalí, ef litið er til Evrópu 18. aldar. En Harboe vildi enn auka lestrar- kunnáttuna, til að allir gætu lesið þann flaum af trúarlegum ritum, sem streymdu frá prentsmiðjunni á Hólum. Að undirlagi Harboes var sett ákvæði um lestrarkunnáttu i til skipun um undirbúning fermingarbarna. Skyldu prestar prófa börn i lestri, áður en þau fermdust. Vist er, að íslendingar eiga Harboe það að þakka, að allur almenningur á Islandi varð stautfær, fyrr en i nokkru öðru landi. Christian sá sjötti af Guðs náð etc. gerir kunnugt; Gluggað í tilskipanir einvaldskonungs 1 útgáfu Söguféiagsins af alþingisbókum 1741 — 50, er viðbætir, og hefur hann að geyma ýmsar tilskipanir konungs. A einveldistimanum höfðu tilskipanir eða forordn- ingar konungs lagalegt gildi. Lög og reglugerðir sýna siðari tíðar mönnum, hvar yfir- vöidunum hefur helst þótt umbóta þörf. Fléstar þessara tilskipana voru til þess ætlaðar að bæta mannlif þeirra voluðu þegna Danakonungs er bjuggu á tslandi. Það þurfti að hressa upp á kristilegt siðgæði, setja regiur um, hvernig börn og vinnulýður áttu að koma fram gagnvart fullorðnum, skikka fóik til að mæta regiulega til. kirkju og fleira I þeim dúr. Nöfnin á þessum tilskipunum segja sina sögu. Forordning um blóð-skammir, forordning um tilhlýðilegt helgihald sabbaths- ins (hvildardagsins), tilskipan um húsagann á Islandi, út- dráttur úr kónglegrar Maj- estetar allranáðugastrar bréfi, að prestar og aðrir haldi sig frá drykkjuskap. Úr forordning um blóðskammir Christian sá sjötti af Guðs náð, kongur til Danmerkur og Noregs, Vinda og Gauta, hertogi i Slésvik o.s.frv. Vor góövild til forna. Eftir þvi oss er allra undirdánugast til vitundar gefið, hversu sú stóra blóð-skammar synd fer mjög so i vöxt á voru landi Islandi, so aö nær þvi á hvörju ári eru nokkrir fyrir þessa sömu stóru synd dæmdir og liflátnir, og aö þvi- likra saka-persóna forsvar fyrir réttinum sé ætið, að þær ekki vissi það að hafa verið blóð- skömm, heldur alleinasta friðlulifi... ...Bróðir má ekki hafa sina systurdóttur eða bróðurdóttur að likamans losta, né heldur nokkurn þann, sem af þeim er kominn, hvað langt niður, sem þær kynkvislir kunna að ná. Einn kallmaður skal eins vel halda sér frá frændkonum sinnar kvinnu, sem frá sinum eigin frændkonum... ...Ekki heldur má nokkur kvenmannspersóna leggjast með sinnar stjúpmóður eftir- látnum ekkju-manni til að hafa holdlegt samræði með hönum. Þvi soddan striðir ekki einasta á móti almennilegri siðsemi, heldur er það og einninn i sjálfu sér mjög hneyxlislegt... ...Þegar þessi upplestur um forboðna liði er búinn, þá skal presturinn eftir þeim gáfum og andagift, sem hönum er af Guði lánuð, vara söfnuðinn við þvi alvarlega að drýgja ekki blóð- skömm með sér náskyldum eða mægðum persónum. Um tilhlýðilegt helgihald sabbathsins Prestunum er gjörð sú aðvörun og skipað alvariega hér með, nær þeir eru I kaup- stöðunum til að útvega sér lifs- björg, að hegða sér þannig sem hæfir verðugleika og vigtug- leika þeirra embættis.... Vanræki nokkur tvo sunnu- daga á sumar og á vetrartima þrjá sunnudaga I röð án lög- legra orsaka að koma til kirkju, þá skal sá gefa 4 mörk dönsk til fátækra ekkna i þeirri sókn, hvar hann dvaldi... Allt tafl, leikir, hlaup, spil, gárungahjal og skemmtan, ferðalög, sem ekki áhræra náungans uppbygging eður iðkun kristilegs kærleika, eður þær ferðir, sem gjörast til eigin ávinnings, ellegar þær, sem geymdar eru til að spara rúmhelga daga, til kaupstað- anna eður frá þeim, fyrirbjóöast alvarlega hér með öllum.... Forordning um húsvitjanir Fremur byrjar einum kenni- föður að láta sér vera umhugað um egta-fólks, húsfeðra og hús- mæðra samfélags umgengni og framferði, hvört þau lifa i kristilegri einingu hvört við annað, halda morgun og kvöld bænir i húsi sinu, kostgæfa hreinlifi og sparsemi i mat og drykk, vitja kostgæfilega opin- berrar Guðs-þjónustugjörðar og láta sér almennilega sannan Guös ótta vera umhugaöan i þeirra daglegu erfiði... Presturinn skal það alvarlega áminna heimilisfólkið að vakta sig fyrir ónytsamlegum sögum og óliklegum ævintýrum og uppdiktum, sem i landinu hafa veriö brúkanlegar, og öngvan- veginn liða, að þær séu lesnar eður kveðnar i þeirra húsum, so að börnin og þeir uppvaxandi villist ei þar af. So og skal hann tilhalda fólkinu, að þeir so vel sjálfir sem og lika þeirra undir- hafandi haldi sig frá öllum skaðlegum spilum og leikum.... Um að prestar haldi sig frá drykkjuskap Það er vér með sérdeilis mis- þokka höfum mátt áskynja verða, hvörninn drykkjuskapur, brennivins og annars . áfengs drykkjar misbrúkun, skal mjög so ganga I vana, so vel meðal nokkra af þeim geistlegu sem og sumra af almúganum á voru landi Islandi... Um húsagann Á sérhvörju heimili, hvar nokkur er læs, skal I hið allra minnsta einu sinni á degi, sérdeilis um vetur, lesast einn capituli eður tveir i Bibliunni og þvi Nýja testamenti... Fremji börn nokkuð ósæmi- legt, þá eiga foreldrarnir ekki eftir hingað til brúkanlegum siðvana aö láta of-mikið eftir þeim, heldur straffa þau með alvarlegum orðum (þó fyrir utan blót og ósæmileg illyrði) ellegar so með hendi og vendi eftir ásigkomulagi yfir- sjónarinnar... Mögli börnin eður láti sjá á sér fúlt reiðuglegt andlit, þá þeim er skipað nokkuð eða þá þau eru öguð, þá tyftist þau meö þvi meiri alvörugefni, þangað til þau læra að sýna sig ástúðleg og auðmjúk. (Ef) foreldrarnir eftir áminning prestsins vinna ekki bót þar á, þá skulu hrepp- stjórarnir taka börnin frá slikum foreldrum þá þau eru 10 til 12 ára gömul, og setja þau eitt ár eður lengur til skikkan- legs vinnusams bónda i sókn- inni.... En finnist þau þverbrotin, þá straffist þau eftir verðskuldan, og leyfist þeim öngvanveginn að gjöra eftir eigin þótta og sjálf- ræði. Dómur fellur á alþingi og skal því nefndur Jón hálshöggvast, en konan Sunnefa í vatni drekkjast Árið 1974 á aö halda upp á 11 alda afmæli þjóöarinnar á Þing- vöilum. Þingvellir eru aö flestra dómi tákn glæsilegrar fortlðar. Menn minnast alþingis á söguöld, þegar hetjur riðu um héruö: ,,Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héöinn og Njáll.” En á 18. öid haföi þinghald viÖ öxará misst allan glæsileik sögu- aldar. Satt aö segja var alþingi þá heidur ömurleg samkoma. Þang- aö komu æöstu embættismenn þjóöarinnar, sýslumenn, lög- réttumenn og þjónustuliö. Sýslu- menn báru þar fram mál saka- manna, sem búiö var aö dæma I héraði. Lögmemn voru æöstu dómarar á þingi. Hinir seku komu Hka tii þings til aö hlýöa dómi. Refingar voru strangar: Hýö- ing, höfuömissir, drekking. Stór hluti sakafólksins haföi gerst sek- ur um sklrlifisbrot, enda giltu þar um strangar reglur. En örmagna og voniaus saka- kona hefur ef til vili getaö komiö auga á þá miskunn, er bjó I Drekkingarhyl, einkum ef hart var I ári. 1740 er Han Wium sýslumaður i hluta Múlasýslu, og hafði fyrir skömmu tekið við þvi embætti af föður sinum. Þvi embætti fylgdi mál þeirra systkina Sunnefu og Jóns Jónsbarna úr Borgarfirði eystra, en þau eignuðust saman barn sumarið 1739, hann fjórtán ára,hún sextán. Voru þau dæmd heima f héraöi 1740, en málinu, likt og öðrum stórmálum, visaö til alþingis. Alþingisbókin 1740 greinir frá þvl, að Hans Wium framlagði „eina lögþingis réttarstefnu”. En sakakonan Sunnefa er ekki með i förinni. Leggur Wium fram skrif- legt vottorð um, „að hún treysti sér ekki fötum aö fylgja, auk heldur til alþingis að fara.” Sá formgalli er á vottorði Wi- ums, að hann getur ekki sannaö, hver þau vitni eru, sem hann tók aö orðum Sunnefu, og verður af nokkurt orðaskark. Magnús Gislason, lögmaöur sunnan og austan, telur, að það af sýslumanninum Hans Wium framfærða skrif um veikleika delinquentindens Sunnefu Jóns- dóttur, er skyldi hafa hindrað hana frá reisu til þessa lögþingis, kunni ei lögmætt að álitast. „Þvi kann ei að svo vöxnu þetta stór- mæli fyrir að takast fyrir þessum rétti, heldur uppsezt eftir laganna fyrirmælum til næstkomandi lög- þingis. ....1 miðlertið skal sýslumaður- inn Wium annast delinquenterne sem aðra fanga....” Málið tefst Ekkert gerist i málinu á þingi næstu tvö árin. En 1743 eru Sunn- efa og bróðir hennar Jón á Þing- völlum og hafa nú orðið mikil tlð- indi. Sunnefa hefur átt annað barn 1741, og vill sýslumaður Wi- um meina, að Jón sé einnig faðir þess, eða eins og stendur i alþing- isbókinni 1743: „Sýslumannsins Hans Wium innlegg af 29. júnl 1743 var og Framhald á 17. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.