Þjóðviljinn - 21.07.1974, Síða 14

Þjóðviljinn - 21.07.1974, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. júli 1974. Fiskveiðar í Suður- Ameríku Þar er að finna bestu bandamenn islendinga í landhelgisbaráttunni en þeir eiga í harðvítugri baráttu við bandaríkjamenn Perúmenn veiða manna mest af ansjósu, eða um io miljónir lesta árlega. Helstu bandamenn ís- lendinga í landhelgisbar- áttu þeirra eru þjóðir Suð- ur-Ameriku. Nokkrar þeirra hafa lýst yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu og standa fast við þá stefnu á hafréttarráðstefnunni sem nú stendur yfir í Caracas í erveiddur af kúbumönnum. Kúba hefur lagt mikið kapp á að efia fiskveiðar sfnar og hafa þær hart- nær sjöfaldast frá því byltingin var gerð árið 1959. Venesúela. Nýlega barst blaðinu grein frá kúbönsku fréttastof unni Prensa Latina þar sem greint er frá fiskveiðum ríkja Suð- ur-Ameriku og baráttu þeirra fyrir auknum yfir- ráðum yfir landgrunninu og fiskimiðum þess, bar- áttu sem einna helst beinist gegn bandarískum auð- valdshagsmunum. Árið 1972 drógu suðurameriskir sjómenn rúmlega 8 miljónir tonna af fiski úr sjó að þvi er segir i skýrslum Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuöu þjóðanna. Talan hefði orðið rúm- ar 13 miljónir tonna ef ekki hefði komið til aflabrestur I Perú sem nam meira en 50% af venjulegum ársafla landsins. Sama ár var hlutur Suður- Ameriku einn áttundi af heildar- afla jarðarbúa sem nam 65.6 mil- jónum tonna. Japanir voru feng- sælastir með 10.2 miljónir lesta, næstir komu sovétmenn með um 9 miljónir, þá perúmenn með 4 mil- jónir (þegar vel árar er ársafli þeirra um 10 miljónir tonna), norðmenn með 3 miljónir og bandarikjamenn með rúmar 2 miljónir. En það má lesa vanþróun fisk- iönaðar Suöur-Ameriku úr inn- flutningstölum landanna: árið 1972 þurftu þau að flytja inn fisk fyrir 127 miljónir dollara (rúm- lega miljarð isl. kr.). Baráttan hef$t Bak við þessar tölur felst harmleikur þjóða sem búa við strendur hafs sem er fullt fiski- miða sem annaðhvort eru ónýtt eða gernýtt af voldugum erlend- um fiskveiðiflotum. Af þessari ástæðu hefur meirihluti landa Suður-Ameriku staðiö fast á þvi að færa út efnahagslögsögu rikj- anna i 200 milur á haf út. Fiskveiðiflotar Bandarikjanna — einkum frá fyrirtækjunum Del Monte og Van Camp Sea Food Corporation i Kaliforniu — iöka mjög ólöglegar veiðar undan ströndum margra Suður- Amerikurikja. Arðrán heims- valdasinna á fiskimiðum Suður- Ameriku á sér langa sögu. Barátta Suður-Ameriku gegn þessu arðráni hófst með Santiagoyfirlýsingunni árið 1952 en þá lýstu Perú, Chile og Ekva- dor yfir 200 milna fiskveiðilög- sögu. Af ótta við svipaðar að- gerðir annarra rikja álfunnar settu bandarikjamenn lög i ágúst 1954 sem vernda fiskveiðiflota peirra. Samkvæmt þeim var fjár- málaráðuneytinu gert að greiða sektir þær sem þjóðir Suður- Ameriku kynnu að dæma banda- risk fiskiskip sem sek voru að landhelgisbrotum i. 1 nóvember 1954 færði land- heigisgæsla Perú fyrstu banda- risku fiskiskipin til hafnar i Perú, ásamt fimm hvalveiðibátum i eigu griska miljónamæringsins Aristotelesar Onassis. Floti þess siðarnefnda var sektaður um 3 miljónir dollara. Bandariskir fiskibátar héldu þó áfram að auka veiðar sinar i perúanskri landhelgi I ársbyrjun 1955. Ekvador tók til svipaðra varnaraðgerða vegna sinnar landhelgi og hefur á undanförn- jm 12 árum sektað bandarisk og japönsk fiskiskip um rúmar 20 miljónir dollara fyrir landhelgis- orot. Auga fyrir auga... — Ef þú gefur manni fisk hefur hann nóg I eina máltið, en ef þú kennir honum að veiða hefur hann nóg að éta þaö sem eftir er ævinnar. Þannig hljóðar kin- verskur málsháttur. Viö þetta verður þó að bæta að áöur en maður kennir manni að veiða verður að hreinsa fiskimið hans af sjóræningjum. A sjöunda áratugnum gerðu bandarikjamenn fjórar laga- breytingar til þess að vernda „réttindi” fiskibáta sem gerðu út frá San Diego I Kaliforniu. Arið 1961 gerði lagabreyting sem kvað á um að hægt væri að svipta hvert það land sem sektaði bandariskan fiskibát fyrir land- helgisbrot efnahagsaðstoð. Arið 1967 var samþykkt laga- breyting sem kvað á um aö hægt væri að afturkalla lán til Suður- Amerikurikja vegna skipasmiða ef bandarisk fiskiskip yrðu tekin I landhelgi og sektuð. Sama ár var samþykkt laga- breyting sem kvað á um að ef fiskiskip væri sektað gæti fjár- málaráöuneytið dregið sektina frá sjóðum sem ætlaðir væru til aðstoðar viö viökomandi land. Arið 1968 var enn gerð laga- breyting þess efnis að allri hernaöaraðstoð við lönd sem sektuðu bandarisk fiskiskip skyldi hætt. í október i fyrra hótaði Nixon að beita þessum lögum gegn lönd- um sem tekiö höfðu bandarlska fiskibáta I landhelgi og beindi hann spjótum slnum einkum gegn Perú og Ekvador. Undrafiskurinn ansjósa Perú er þaö land álfunnar sem skarar fram úr I aflamagni en þróun fiskveiðitækni er hins vegnar örust á Kúbu. Við strendur Perú þrifast fjölmargar fiskitegundir og eru þær merkast- ar túnfiskur og ansjósa. Ansjósan er um 15 sm að lengd og vegur 40 grömm að meðaltali. Hún veiöist eftir endilangri strönd landsins. Ansjósan er notuð i fiskimjöl og oliu og er 98% af heildarafla Perú. Perú og Chile veiða 90% af allri ansjósu sem veiðist á þessu svæði og 20% af heimsaflanum. Kaldur hafstraumur frá Suðurskautinu, Humboldt-straumurinn, liggur upp meö vesturströnd áífunnar og kælir hitabeltissjóinn við strendur Perú. Við það skapast lifsskilyrði fyrir þykkt lag af svifi sem er aðalfæöa ansjósunnar. En stundum gerist það að heit- ur straumur frá miðbaug berst suður til Perú og útrýmir svifinu. Við það foröar ansjósan sér. Þetta átti sér stað siöast I árs- byrjun 1972. Arið 1970 var Perú stærsti framleiöandi fiskimjöls og fram- leiddi 45% af heimsframleiðsl- unni, eða 2,25 miljónir lesta. Þetta færði landinu 38% af gjald- eyristekjum þess. 1 nóvember sl. hætti Perú allri sölu á fiskimjöli vegna aflabrestsins. Framleiösl- an var hafin að nýju I mars og voru þá framleidd 500 þúsund tonn, sem er aðeins fjórðungur meðalársframleiðslunnar árin 1968-71. 1 mai I fyrra þjóönýtti Perú- stjórn fiskiönað landsins og færði það landinu 15,3 miljónir I tekjur á ári. A einu ári hefur stjórnin greitt helming erlendra skulda einkafyrirtækjanna sem áður áttu fiskiðnaðinn, eða 263 mil- jónir dollara. Tæknina verður að efla Fiskveiðar verða eitt helsta máliö sem rætt verður á hafréttar ráðstefnunni I Caracas. Rányrkja bandariska fiskiskipaflotans á fiskimiðum rlkja Suður-Ameriku eykur efnahagslegt ósjálfstæði þeirra og gerirvandamál hungurs og fæðuskorts óviöráðanleg. Krafa þróunarlandanna um yfirráð yfir auðlindum land- grunns þeirra verður aðeins orðin tóm ef þau'eru ekki ákveðin I aö tryggja sjálfstæöa þróun fiskiðnaðar landanna. —ÞH Sunnudagsmynd

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.