Þjóðviljinn - 25.08.1974, Síða 16
Sunnudagur 25. ágúst 1974.
laugardaga, kl. 9-12 f.h.
n v/um Almennar upplýsingar um lækna- Nætur-, kvöld- og helgarvarsla lyfja- þjónustu borgarinnar eru gefnar i búðanna I Reykjavik vikuna 23.-29. simsvara Læknafélags Reykja- ágúst er i Lyfjabúðinni Iðunni og vikur, slmi 18888. Garðsapóteki.
VOffl
„ „u . . ., . Tannlæknavakt fyrir skólabörn i Kvoldsfmi blaðamanna er 17504 Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni I
Slysavarðstofa Borgarspltalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstööinni. Simi
21230.
ARNARHREIÐUR
1880-19
Eitrun
1890
1880
Kort þetta er frá fuglaverndunarmönnum og sýna punktarnir hvar arnarhreiftur fundust á árunum 1880
og til 1910.
Arnarstofninum er mikil hætta búin af eitri þvi sem notaö er til út-
rýmingar flugvargi segja fuglaverndunarmenn.
Arnarstofninn er enn í stór hœttu:
Aðeins er vitað um
þrjá unga sem upp
komust nú í sumar
Arnarstofninn talinn vera á milli 70
Arnarstofninn á íslandi
hefur heldur rétt við sl. 12
ár eftir að fuglavernd-
unarmenn tóku til sinna
ráða og fóru að berjast fyr-
ir algerri friðun arnarins
þegar aðeins voru eftir í
landinu um 40 fuglar að því
er þá var talið. Nú er talið
að ernir séu milli 70 og 80
þannig að Ijóst er að starf
þeirra hefur borið allgóðan
árangur. En samt telja
Eftir að hafa rætt við
Gisla á Mýrum höfðum við
samband við Ævar Peter-
sen náttúrufræðing, en
hann hefur fylgst allnáið
með islenska arnarstofnin-
um.
— Mér þykir liklegt, að
ef á að fara að eitra aftur,
þá hljóti stofninn að
minnka. Ég skal hinsvegar
ekki fullyrða neitt um það
hvort stofninn sé enn í
mikilli hættu, miðað við að
á landinu séu milli 70 og 80
fuglar, en ég fullyrði hins-
fuglaverndunarmenn
stofninn enn vera í hættu.
Sem dæmi þessu til staðfest-
ingar má nefna, að einungis er
vitað um 3 unga sem komust úr
hreiðri á þessu ári. tJr einu
hreiðri komst einn ungi, úr öðru
komust tveir, en vitað var um
þriðja hreiðrið en ekki hvað
margir ungar komust úr þvi.
Fyrir utan þessi þrenn arnarhjón
gerðu 11 önnur tilraun til varps.
Egg sáust snemma vors i 7
hreiðrum, en við könnun siðar
höfðu eggin horfið. 1 tveimur
hreiðrum voru kaldegg, sem þó
voru frjóvguð. Við fjögur hreiður
vegar að hann var kominn í
mjög mikla hættu fyrir 12
árum þegar aðeins voru
um 40 fuglar á landinu og
fuglaverndunarmenn tóku
til við að vinna að verndun
arnarins.
— En hvernig telur þú þá
mögulegt að samræma sjónarmið
æðarbænda og fuglaverndunar-
manna?
— Ja, það er vægt sagt mjög
erfitt. Þarna standa tveir hópar
manna á öndverðum meiði. Ég
hef átt tal við marga. bændur og
þeir hafa sagt mér, sumir að
minnsta kosti, að þeim sé and-
skotans sama um það hvort það
og 80 fuglar
hefur ekki sést til fullorðnu fugl-
anna frá þvi snemma I vor. Einn
fullorðinn fugl hefur fundist dauð-
ur I sumar.
Þegar þetta er skoðað sést hve
viðkvæmur stofninn er og þá ekki
siður fyrir þá sök að talið er að
örn verði ekki kynþroska fyrr en
hann er 6 eða 7 ára. Nokkuð er um
það að ókynþroska fugl taki sam-
an við kynþroska fugl og auðvitað
verður þar engin viðkoma og
þegar þess er gætt að ernir halda
saman æfilangt, þá getur oft svo
farið að parið eigi aldrei saman
unga þótt það haldi saman nokkur
ár.
sé örn á Islandi eða ekki, þótt ég
viti einnig að margir æðarbænd-
ur, og þeir eru fleiri, vilji ekki út-
rýma erninum en halda stofnin-
um I lágmarki. Og ég veit að
fuglaverndunarmenn viðurkenna
að of mikið sé orðið af svartbak
og hrafni og hafa ekkert við það
að athuga að þessum fuglateg-
undum sé fækkað. Af þessu sést
að örninn fellur þarna á milli og
sýnist mér þvi mjög erfitt að
samræma þessi sjónarmið
manna ef vernda á örninn.
— Telur þú að mögulegt væri
að stunda fækkun svartbaks að
vetri til, meðan hann heldur sig
við verstöðvar, þannig að ernin-
um væri ekki hætta búin?
— Ég þori nú ekki að fullyrða
Fuglaverndunarmenn halda
þvi ákveðið fram, að arnarstofn-
inum sé mjög mikil hætta búin
vegna þeirrar ákvörðunar
menntamálaráðuneytisins 1973
að leyfa útburð eiturs, til út-
rýmingar á svartbaki og hrafni.
Benda þeir á að þau hreiður sem
misfórust hjá erninum 1973 hafi
verið á því svæði sem leyft var að
eitra. Og þeir bæta við og segja:
Ef ekki verður bannað að eitra er
það álit okkar að arnarstofninum
veröi útrýmt, enda var honúm
nær útrýmt við eiturherferð
Æðarræktarfélagsins (Varga-
félagsins) um og eftir 1880. Sendu
arnarvinir okkur meðfylgjandi
kort máli sinu til stuðnings.
Ekki vilja náttúrufræðingar
taka svona djúpt i árina og segja
að þótt eitrunin hafi eflaust haft
mikið að segja fyrir fækkun arn-
anna, þá geti margt fleira komið
þar til.
Og þá er það stóra spurningin —
hvernig er hægt að samræma
sjónarmið fuglaverndunarfélags-
ins, sem vill banna eitrun fyrir
varg, og æðarræktunarmanna
sem vilja fækka flugvargi eins og
hægt er, en viðurkenna þó felstir
að ekki megi útrýma erninum
enda miðar þeirra herferð fyrst
og fremst að fækkun á hrafni og
svartbak. Þessum fuglategund-
um, sem eru miklir vargar i
varpi, hefur fjölgað iskyggilega
mikið á siðustu áratugum.
Við leituðum álits tveggja
manna á þessu máli og fara svöri
þeirra hér á eftir.
neitt um það. Mér þykir sennilegt
að það væri gerlegt,en það myndi
kosta óhemjumikla peninga.
— Telur þú, að tölur um fækkun
arnarins eftir 1880 eftir að farið
var að eitra, sanni ekki þá full-
yrðingu manna að eitrunin sé á-
stæðan fyrir fækkun arnarins?
— Nei, þær sanna það i sjálfu
sér ekki, en hinsvegar eru þær
mjög sterk ábending. Það getur
nefnilega svo margt annað komið
til sem taka verður tillit til, alveg
eins og þegar æðarbændur eru að
fullyrða að svartbakur og hrafn
eigi alla sök á þvi að æðarvarp
hefur minnkað. Allt þetta þarf að
rannsaka mjög ýtarlega áður en
nokkuð er hægt að fullyrða.
—S.dór
Með skipu-
lagi og
eftirliti
vœri
arnarstofninum
engin hœtta búin
af eitrun,
sagði
Gisli Vagnsson
œðarbóndi
á Mýrum
— Það er fjarri okkur æðar-
bændum, að vilja útrýma ern-
inum, þótt við viljum hafa
fjölda hans i lágmarki, og ég
viðurkenni að af skipulags-
lausri eitrun er arnarstofnin-
um hætta búin. Ég hef marg-
oftbentá það, að nauðsyn beri
til að skipuleggja og hafa eft-
irlit með eitrun til útrýmingar
flugvargi, en á þessar rök-
semdarfærslur minar hefur
ekki verið hlustað, og ég er
einnig viss um að arnarstofn-
inum væri engin hætta búin ef
þannig væri farið að, sagði
Gisli Vagnsson æöarbóndi á
Mýrum I V-ísafjarðarsýslu er
við bárum undir hann fullyrð-
ingar fuglavina um þá hættu
sem arnarstofninum er búin
vegna eitrunar fyrir flugvarg,
en Gisli er stjórnarmaður I
Æðarræktunarfélagi íslands
og einn kunnasti baráttumað-
ur fyrir það félag.
Gisli bætti viö að sér fyridist
fuglaverndunarmenn ekkert
geta fullyrt um það að eitrun-
in væri orsök þess að arnar-
varp heföi misfarist á hlunn-
indasvæðum 1973, þar gæti svo
marg fleira komið til, enda
vissu allir hversu viðkvæmur
fugl örninn væri yfir varptim-
ann. Og hann bætti þvi við að
dauðir ernir hefðu ekki fundist
á þessu svæði i fyrra.
— En hvernig er þá hægt að
samræma þessi sjónarmið
Gisli?
— Með þvi að ráða ábyggi-
lega menn til að sjá um fækk-
un flugvargs,sem ganga þann-
ig frá hræjum flugvargsins, að
örninn komist ekki i þau. Ef
þetta væri gert, væri engin
hætta á ferðum. —S.dór.
Ýtarlegrar rannsóknar þört
Hún er mjög kostnaðarsöm og því ósennilegt að af
henni verði sagði Ævar Petersen náttúrufrœðingur