Þjóðviljinn - 06.10.1974, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. október 1974.
SITTHVAÐ UM LANDIÐ
KENYA
OG MANNLÍFIÐ ÞAR
Kort af Kenya og næsta umhverfi
Kiambu, 19. sept. 74
Þegar dimma tekur og
kólna á norðurslóðum er
sumarsins loks að vænta
hérna í hálöndunum kring-
um Nairóbí eftir langan og
óvenjulega votan kulda-
tíma. Kaffibændurnir von-
ast til að sóiin fari nú loks
aðskína á kaffitrén þeirra
og baunirnar roðni og
þroskist vel svo að mann-
skapurinn norður í kuldan-
um geti hlýjað sér við góð-
an kaffisopa í vetur.
Kenya sem oft er kallað þró -
aðast af þróunarlöndunum, er á
austurströnd Afriku og liggur
miðbaugur yfir það. Landið sam-
einast af Indlandshafi að austan,
Sómalfu og Eþiópiu að norðan og
norðaustan, Uganda að vestan og
Tanzaniu að sunnanverðu. Fólks-
fjöldi var talinn rúmlega 12
miljónir árið 1972.
Sterkar andstæður
Hvert sem litið er, má sjá fjöl-
breytileika og ótrúlega sterkar
andstæður. Lítum t.d. á landslag
og gróöur og hefjum ferð i hafn-
arborginni Mombasa, sem er afar
austurlensk að yfirbragði. Landið
hækkar ört frá sjó og þegar blakt-
andi pálmatrén við ströndina eru
að baki taka við þurrar og
skrælnaöar, gular sléttur.
Baobabtréð teygir kræklótta fing-
ur sfna upp til fugla og flugna og
er eins og heilt sambýlishús með
aðskiljanlegustu ibúum, það er
stofngilt og laufvana, enda kvað
guö hafa snúið þvi öfugt, er hann
gróðursetti, og það eru þvi ræt-
urnar sem skjótast svona
skemmtilega og skipulagslaust út
i loftið. A þessu svæði lifa menn á
nautgriparækt en það er fleira
kvikt á ferli. Vegaskilti taka
mönnum vara á filum, sem eru
stundum á vakki á veginum, flla-
fjölskylda ein sat meira að segja
hin rólegasta fyrir myndasmið-
um, þegar ég var þarna á ferð-
inni.
Þegar nær dregur vatni,
grænkar grasið og trén laufgast
og moldarkofum með stráþökum
fjölgar. Húskofa með skika i
kring þar sem fjölskyldan ræktar
matjurtir til eigin nota aðallega
mals, nefna innbornir shamba.
Algengast er, að konan vinni
heima á shambanum og gæti
barnafjöldans, en karlmaðurinn
leiti sér að atvinnu annars staðar,
oft I Nairobi.
Nairobi byggðist vegna árinn-
ar, sem hún stendur viðvog þýöir
naivatn á máli Masaianna, sem
bjuggu á þessu svæði. Borgin
varð til, þegar járnbrautin mikla
frá strönd til Uganda var lögð á
árunum 1895—1901 en er nú orðin
glæsileg stórborg með öllu þvi
sem slikum fylgir og byggingum,
sem Ibúar rlku landanna gætu
verið hreyknir af.
Skammt norövestan við Nai-
robi opnast Skorudalurinn mikli
(Great Rift Vally). Þar eru eld-
fjöll, heitir hverir og vötn, krökk
af fugli. Strendur Nakuruvatns
eru meira að segja fagurbleikar
yfir að lita vegna hins gifurlega
fjölda rauðfættra flamingóá, sem
þar búa i kompanii við nær 400
aðrar tegundir fugla. Umhverfi
Nakuruvatns er þjóðgarður og
eru margir slikir i landinu. Það er
ánægjulegt að Kenyastjórn, sem
hefur sannarlega i mörg horn aö
lita skuli hafa slíkan skilning á
náttúruvernd.
Ljónin misstu af
morgunverði
t þjóðgörðunum lifa dýrin
óáreitt, i sinu eðlilega umhverfi
og er það hreinasta ævintýri fyrir
fólk á öllum aldri að fylgjast meö
lifi þeirra. 1 Meruþjóðgarðinum
varð ljónafjölskylda af morgun-
verðinum um daginn, þegar viö
ókum þar um. Gazelluhópur, sem
átti að vera á matseðlinum, rann I
dauöans ofboði yfir veginn fyrir
framan okkur, en ljónin sem voru
skammt frá i vigahug, hættu sér
ekki yfir veginn fyrir framan bil-
inn og drógu sig i hlé, en gazellun-
um var borgið. Við fullorðna fólk-
ið misstum af stórkostlegu sjón-
arspili, en börnin hrósuðu happi
þegar hinn minni máttar sigraði.
Stjórnmálin
í þessu fallega landi rikir fjöl-
breytilegt mannlif. Tugir þjóð-
flokka, sem fyrir svo ótrúlega
skömmu slðan voru svarnir óvin-
ir sumir hverjir skulu nú lifa i
sátt og samlyndi sem ein þjóð. Og
i forsæti situr Mzee (gamli mað-
urinn) Jomo Kenyatta, aldinn að
árum en hressilegur og röggsam-
ur. Hann hefur veriö formaður
KANU (Kenya African National
Union) frá 1947. Meðan á átökun-
um miklu stóð á árunum 1952—59
var hann um skeið i fangelsi —
talinn hafa starfað með Mau Mau
mönnum — en eftir að þeim átök-
um lauk og landið öðlaðist sjáif-
stæði árið 1963, varð hann forseti
lýðveldisins.
KANU er eini stjórnmálaflokk-
urinn, sem leyfður er i iandinu.
Nýlega sótti fyrrverandi formað-
ur K.P.U. (Kenya Peoples
Union), Oginga Odinga, um leyfi
til að bjóða menn fram til þings
undir merkjum KANU, en þing-
kosningar fara fram innan
skamms. Odinga var synjað um
heimiid til framboös á þeim for-
sendum að hann og félagar hans
hefðu ekki starfaö nógu lengi inn-
an KANU. Dagblööin, sem beðiö
höfðu spennt eftir svarinu, voru
fáorð um málið.
í raun og veru eru Kenyatta og
Odinga ekki einungis formenn
stjórnmálaflokka, heldur fyrst og
fremst fulltrúar tveggja stærstu
þjóðflokka landsins. Kenyatta er
Kikuyii, en sá þjóðflokkur byggir
landið kringum Kenyafjall, en
Odinga en Louo frá landsvæöinu
við Viktoríuvatniö. Odinga og
Kenyatta snéru bökum saman I
baráttunni fyrir sjálfstæði lands-
ins, en eftir að markinu var náð,
urðu Kikuyuar ofan á I valdabar-
áttunni og eru nú i flestum áhrifa-
miklum stöðum, en Odinga situr
eftir með sárt ennið, flokkur hans
bannaður og allar leiðir til valda i
pólitikinni lokaðar enn um hrlð.
Atvinnuleysi
Vandamálin virðast mörg og
stór, ef litið er á þau með augum
hinna háþróuðu. Verst er at-
vinnuleysið. Ræktað land er af
skornum skammti og menn
flykkjast þvi utan af landsbyggð-
inni til borganna i leit að atvinnu
en finna hana sjaldnast. Þótt aðal
framleiðslugreinarnar, kaffi, te,
mais og slsalrækt þurfi á miklu
vinnuafli að halda nægja þær eng-
an veginn til aö veita landsmönn-
um atvinnu og aragrúi atvinnu-
lausra mæla götur Nairobiborgar
i leit að lifibrauði.
Misskipting auðsins er geysi-
mikil. Þótt shambabændur eigi 1
sig og sina og enginn virðist liða
skort, eru flestir sárfátækir mið-
að við stórbokkana á Benzunum;
stroknir og gljáandi renna þeir
um breiöstræti Nairobiborgar og
þeim virðist ekkert ómögulegt
meðan landar þeirra ráfa um i
tötrum og þykjast hafa himin
höndum tekið ef þeir eignast skó.
Náttúrubörn
En þrátt fyrir vandamál og
misfellur rikir hér visst glað-
lyndi, menn lifa frá degi til dags,
standa berfættir á götuhornum,
tala hátt og hlæja, svo ganga þeir
af stað oft hönd i hönd, sveifla
handleggjunum og taka stór
skref. Þeir eiga sólskinið og
bjarga sér til næsta máls. Hvita
manninum hefur enn ekki tekist
að kenna þeim streituna, þeir
streitast ekki við neitt, flýta sér
ekki, æsa sig ekki upp. 1 þeim lifir
ennþá áhyggjulaust náttúrbarnið
i landi þar sem aldrei vetrar.
Og hvað segja má um yfirráð
Kikuyumanna og einn leyföan
stjórnmálaflokk, má hiklaust
telja það mikið afrek að halda
öllu þessu ólíka fólki saman sem
einni þjóð.
En þótt landsmenn séu óllkir og
finni e.t.v. litið til skyldleika, er
þó eitt, sem þeir eiga sameigin-
legt. Þeir skilja hvað átt er við og
taka fagnandi undir þegar Mzee
hvetur þá til dáða, veifar flugna-
visknum sínum og hrópar
„Harambee” — samtaka nú allir
sem einn i baráttunni fyrir vel-
ferð Kenya.
Eygló Eyjólfsdóttir
skrifar frá Kenya