Þjóðviljinn - 06.10.1974, Blaðsíða 16
UÚmiUINN
Sunnudagur 6. október 1974.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldsimi blaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
4.—10. okt. i Garðsapóteki og Lyfja-
búðinni Iðunni.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Hermengun á Suðurnesjum
Þeir voru mikið að æfa sig að fljúga kanarnir i Keflavik um daginn, þegar Þjóðviljamenn heimsóttu þá.
Þarna er flugvél útbúin til að finna kafbáta, og slikar vélar eru margar I Keflavik.
Tveir blaðamenn Þjóð-
viljans eyddu nýlega
nokkrum dögum í Kef lavík
og á Kef lavíkurvelli og
ræddu við ýmsa menn.
Hermengun var það orð/
sem festist í huga okkar að
þessari könnun lokinni, en
svo er að vita hvort lesend-
ur fá svipaða tilfinningu
eftir lestur greinanna og
viðtalanna sem birtast í
dag og næstu daga.
Herinn setur mikið merki á um-
hverfi Keflavikur og mannlif, en
þar er doliarakapphlaupið hvað
ljótastur blettur á. Þeir sem
hagnast vilja á hersetunni, reyna
að eiga viðskipti við amerikana
og stunda siðan spákaupmennsku
með dollara. Húsaleigan híAlpar
mönnum til þessa, og nú óttast
margir, að þegar byggðastefna
framsóknar hin nýja kemur til
framkvæmda, sjö miljarðar i
framkvæmdir á vellinum, hefjist
nýtt gullgrafaraskeið i Keflavik,
þegar hver sagga- og rottukjall-
arinn á fætur öðrum verður leigð-
ur fyrir morðfjár.
Reyndar mun ekki erfitt að
leigja amerikönum hús i Kefla-
vik, þeir eru meira að segja farn-
ir að leigja könum eitt og eitt við-
lagasjóðshús i svokallaðri Eyja-
byggð. Þau voru vist ætluð Vest-
mannaeyingum i raunum þeirra,
og eftir gosið i Eyjum héldu
margir að nauðum löndum yrði
leyft að kaupa Viðlagasjóðshús
fyrir sannvirði, eins og reyndar
var gert að einhverju marki, en
nú eru komnir kanar þangað lika.
Gert útá kanann
Keflavik ber þess miklu fremur
merki, að i næsta nágrenni við
bæinn er fjölmenn amerikana-
byggð, fremur en að útgerðin
setji sinn blæ á staðinn, sagði
ungur keflvikingur, sem Þjóð-
viljamaður ræddi nýlega við.
Og það virðist ljóst, að herliðið
á vellinum hefur viðtæk áhrif á
allt lif ibúa i Keflavik og Njarð-
vikum.
Sennilega búa um 1000 ameri-
kanar utan vallarins, flestir i
Keflavik og Njarðvikum, en
nokkrir munu búa i Hafnarfirði
og i Reykjavik.
Vera hersins hefur að þvi er
sýnist, ekki valdið bæjarbúum
neinum sálrænum erfiðleikum.
Þvert á móti. Sennilega taka
menn herliðinu sem góðum gesti,
reyna að hafa gott af honum með-
an hann dvelur. Vona að hann
dveljist sem lengst.
Þeir sem leigja út hús eða ibúð-
ir, vilja gjarna leigja hermönn-
um, vegna þess að þeir greiða
húsaleiguna með dollurum og
gjalda einnig hærri leigu heldur
en tslendingur láta bjóða sér.
Við ræddum við ung islensk
hjón, aðflutt til Keflavikur, sem
nú eru að byggja þar hús.
Þessi hjón eru hernámsand-
stæðingar og forðast samneyti við
hermenn. Þau kváðust ekki verða
vör við herinn nema að þvi leyti,
að jo eða vl merktir bilar eru
margir i Keflavik. Það sem ein-
kennir amerikanahús er álpappi
eða tjöld, sem limd eru fyrir alla
glugga, þannig að sólarljós
sleppur ekki inn. Könum mun oft
vera ami að sólbirtunni, einkum
yfir sumarið þegar nætur eru
bjartar.
Við spurðum hjónin hvernig
þeim hefði gengið að fá leigt I
Keflavik.
Þau sögðu að það hefði gengið
vonum framar, þar eð þau gátu
gert sér að góðu húsnæði, sem
enginn kani leit við.
Um skeið bjuggu þau i götu,
þar sem allir ibúarnir voru
ameriskir utan þau sjálf og tvenn
önnur hjón.
Brennivín og kalkún
Samskipti islendinga og her-
manna munu hafa verið til muna
meiri hér á árum áður, heldur en
nú tiðkast. Einn ungur viðmæl-
andi okkar, sem sjálfur vill hafa
herinn hér og hefur gott af herlið-
inu að eigin sögn, skýrir þróunina
þannig: tslendingar sem setja sig
I samband við kana, vilja bara
græða á þeim samskiptum.
Kanar vilja ekki láta hafa sig að
féþúfu. Þeir hafa dregið sig meira
i hlé eftir þvi sem þeir urðu meira
VELKOMIN
VARNARLIÐ ISLANDS
Þetta er merki varnarliðsins og
við einkennum greinarfiokkinn
frá Keflavikurflugvelli með þessu
merki.
varir við gróðafiknina. Menn
vilja fá bjór og brennivin fyrir lit-
ið, dekk undir bilinn, kalkún á
jólaborðið og fleira, sem hægt er
með nokkurri lipurð að fá fyrir
litið af vellinum, hafi maður sam-
bönd.
Hvað með skemmtanalifið?
Fara islendingar hópum saman
að skemmta sér á vellinum?
Þetta gýs upp annað
veifið. Einhverjir taka að venja
komur sinar á bari þarna og hald-
in eru einkasamkvæmi hjá is-
lendingum eða könum þar sem
drykkja stendur oft lengi. En svo
hjaðnar þetta aftur. Hér i Kefla-
vik þykir það ekki lengur fint að
þekkja kana og drekka út á þann
kunningsskap. Það ber núorðið
meira á að fólk úr Reykjavik sé
að laumast kringum þessa klúbba
þeirra.... —GG
Alþýöubandalagiö
Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik,
verður haldinn n.k. fimmtudagskvöld kl. 8.30 I Lindarbæ, niðri. Til-
lögur kjörnefndar liggja frammi á skrifstofunni.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðaifundarstörf.
2. Almennar stjórnmáiaumræður og starfið I vetur.
3. önnur mál.
Stjórnin.
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins
eru vinsamlega minntir á að greiða árlegt framlag sitt til flokksins.
Notið giróseðlana og leggið inn á reikning flokksins i Alþýðubankanum.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagsins í Vestur-
Kjördæmisráðsfundur
landskjördæmi
verður haldinn sunnudaginn 13. október i Snorrabúð, Borgarnesi
Fundurinn hefst kl. 2.
Jón Einvarðsson, bœjarstjóri, Keflavík
Ameríkanar 10%
af íbúum Keflavíkur
Jóhann Einvarðsson var
bæjarstjóri I Keflavik siðast-
Iiðið kjörtimabil. Hann var
siðan endurráðinn eftir
kosningarnar I vor. Jóhann
var áður bæjarstjóri á isafiri,
og þvi hefur hann nokkurn
samanburð, þegar hann
svarar tveim spurningum
fréttamanns.
Fyrri spurningin var:
Hvaða áhrif hefur vera
Amerikana i Keflavík á
rekstur bæjarins?
Jóhann svaraði: „Raun-
verulega verður litið vart við
veru Amerikananna hér i
bænum. Helst verður maður
var við þá i verslunum og i
umferðinni.
í rekstri bæjarfélagsins
verður þess að sjálfsögðu
vart, að hér búa 5-500
Amerikanar i um það bil 170
Ibúðum, og þá i þeirri þjónustu
sem þessum Ibúum er látin i té
án þess að nokkuð komi I aðra
hönd, eins og af öðrum ibúum
bæjarins, þvi að sjálfsögðu fá-
um við ekki útsvarsgreiðslur
frá þessum Ibúum né heldur
aðrar greiðslur.
Þá má geta þess, að viðskipti
þeirra Amerikumanna, sem
búa i herstöðinni valda gtý.fur-
legri umferð hér i bænúm, og
þar af leiðandi mun meira sliti
á götum, en bæjarfélög af
þessari stærðargráðu eiga að
venjast.
Tekjuáhrifin af þessum
ibúum koma aðallega fram i
Jóhann Einvarðsson
verslunum bæjarins, en þeir
hafa mikil viðskipti hér. Þá
greiða þeir háa húsaleigu, án
þess að ég ætli að fella dóm á
það hversu vel þær greiðslur
skila sér i bæjarsjóð i auknum
tekjum leigusala.
Raunverulega finnst mér
timabært, að við fengjum
greitt aðstöðugjald af þessum
erlendu ibúum þvi þeir eru þó
alltaf 10% af ibúafjölda bæjar-
ins.”
Siðari spurningin var:
Hvaða jákvæð áhrif hefur ná-
lægð herstöðvarinnar á
byggðiria hér?
Jóhann svaraði: „Rekstrar-
lega séð nýtur bærinn ekki
neins af veru hersins. Aftur á
móti kemur nærvera her-
stöðvarinnar niðri á rekstri
atvinnufyrirtækja hér i bæn-
um. Þau þurfa vegna þessa að
keppa við herinn um vinuafl,
og það hefur ekki gengið of vel
að manna fiskvinnsluna fyrir
vikið.
Hins vegar má svo segja, að
fólk fái vinnu hjá hernum,
vinnu sem það ætti annars
ekki kost á, en það er vegna
skorts á léttum iðnaði i bæn-
um. Þetta á sérstaklega við
um fullorðið fólk.
Að öðru leyti en þvi, sem ég
hef hér nefnt, verður maður
litið var við nálægð her-
stöðvarinnar i þvi starfi sem
ég gegni. Hitt er annað hvort
lögregluyfirvöld verði að
sinna einhverri aukavinnu
fyrir bragðið.” —úþ