Þjóðviljinn - 06.10.1974, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. október 1974.
Á FERÐ OG FLUGI
Villa Nóva
Frá Varmahlið ætlaði formað-
urinn til Skagastrandar. Ég ætl-
aði hins vegar til Sauðárkróks.
Þegar mér óaði við að fara út á
þjóðveginn og biðja mér fars á
Krókinn, sagði formaðurinn að
hann gerði þetta alla jafnan ef
hann væri á suðurleið, hvort
heldur hann flygi frá Sauðárkróki
eða Akureyri.
Þegar ég var i þann mund að
reka í mig kjarkinn og láta hegð-
an formannsins verða mér til
eftirbreytni, birtist þá allt i einu i
hálfköruðu húsi formannsins
fréttaritari Þjóðviljans á Sauðár-
króki, Hreinn Sigurðsson. Og
hann varð að taka á sig þann
kross að keyra mig inn á Krók.
Á leiðinni sagði Hreinn mér frá
þvi, að Alþyðubandalagið i
Skagafirði hefði fest kaup á hús-
eigninni Villa Nóva. Þetta er
merkilegt hús, fyrir þær sakir
hversu fallegt það er, og hversu
miklu fallegra það gæti orðið. Það
var kaupmaðurinn Kristján Popp
sem lét reisa það 1903 og var það
þá eitt veglegasta ibúðarhús á
öllu landinu.
Hreini var til efs, að kaup-
manninum likaði að vita af hinum
nýju eigendum, ef dauðir vita þá
nokkurn skapaðan hlut.
Húsnæðisvandræði
Nú er aflögð gisting i Villa
Nóva. Hótel Mælifell býður gesti
velkomna. Þetta er geðslegasta
hótel og þrifalegt. En maturinn
þar er bæði ólystugur og vondur.
A Sauðárkróki eru margir tugir
ibúöarhúsa i byggingu. Þar eru
lika margir tugir nýbyggðra
húsa. Samt sem áður segir mér
Stefán Guðmundsson, að húsnæð-
isleysi sé á staðnum. Helst vanti
leiguhúsnæði, þvi lóðir undir
ibúðabyggingar séu nægar. Ungt
fólk annars staðar frá af landinu,
sem kemur og reynir Krókinn,
vill gjarnan fá að dvelja þar i eitt
ár eða svo áður en það ákveður
hvort það skuli setjast þar að.
Þetta fólk er erfitt að hýsa.
Sauðárkrókur er þrifalegur
bær, og þar er ennþá tiltölulega
rólegt mannlif.
Einu sinni var þarna rekið Hótel Villa Nóva. Nú hefur Alþýðubandalag-
ið i Skagafirði fest kaup á húsinu, og þykir sumum nóg um veraldar-
hyggjuna.
Haukur Brynjólfsson, formaður kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra
Virkni félagsdeilda
skiptir höfuömáli
fyrir flokksstarfið
Haukur Brynjólfsson,
rafvirki f rá Sjávarborg við
Sauðárkrók, er formaður
kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins í Norður-
landskjördæmi vestra.
Haukur er einnig formaður
Alþýðubandalagsfélagsins
í Skagafirði og við spurð-
um hann að því fyrst yfir
hversu stórt félagssvæði
það félag spannar
— I þvi félagi eru félagarnir
bæði héðan úr Króknum og sveit-
unum I kring, sagði Haukur.
Tímagnægö
Svo virðist sem flestir hafi næg-
an tima til hvers sem sýnist á
Sauðárkróki. Þannig keyrði
Hreinn með mig um bæinn þver-
an og endilangan á mánudags-
morguninn. Og eftir hádegi eyddu
þeir öllum vinnudeginum i það að
færa mig á milli staða og ræða um
daginn og veginn, þeir Haukur
Brynjólfsson og Einar Helgason.
Það er mikill kostur við
mannabyggð, að timi sé til þess
að gera það sem manni dettur i
hug, þegar manni dettur það i
hug.
Þeir Einar og Haukur fóru með
mig fram á Sjávarborg. Þar býr
fræðaþulurinn Kristmundur
Bjarnason. Hann var i timaþröng
við að ljúka bókargerð um Jón
Ósmann. Samt sem áður hafði
hann tima til þess að spjalla og
drekka kaffi, sem hann reyndar
segir að sjaldan sé nógsamlega
mikið drukkið af, þvi það sé svo
hollt. Þrátt fyrir timahrakið lá
honum ekkert á.
Nýtnisögur
Þegar ég var kominn upp i
Fokkervél Flugfélags íslands,
sem er svo þétt sætuð, að leggja-
langir verða að geyma hnéskelj-
arnar uppi i sér meðan á flugferð
stendur, rifjuðust upp fyrir mér
tvær nýtnisögur, sem sannarlega
eiga erindi til hvers og eins i of-
spenntu neysluþjóðfélagi.
Báðar sögurnar eru af sama
manninum. Maðurinn á heima i
Skagafirði. Ég segi aldrei hvar né
hver hann er.
Eitt sinn, seint um kvöld, kom
maður þessi úr sveit sinni á Krók-
inn. Barði hann upp á hjá manni
þeim, sem hefur þann starfa hjá
kaupfélaginu aðtaka við innleggi.
Þetta var að haustlagi.
Komumaður sagðist vilja
leggja inn rjúpu. Þetta þótti
kaupfélagsmanninum með ólik-
indum, þar sem rjúpnaveiðitim-
inn var ekki hafinn fyrir neina al-
vöru, en lét þó til leiðast að fylgja
komumanni i pakkhúsið.
Þegar þangað kom bað kaupfé
lagsmaðúrinn um innleggið. Dró
þá komumaður fram eina rjúpu,
hauslausa, og fékk kaupfélags-
manninum með þeim orðum, að
hann hefði fundið hana fasta á
gaddavirsgirðingu, og hann sæi
enga ástæðu til þess að láta verð-
mæti fara til spillis úti I náttúr-
unni.
Hin sagan er mun merkilegri.
Maður þessi býr með bróður
slnum. Engar konur eru á búinu.
Það var fyrir nokkrum árum,
að húskofi þeirra var ekki lengur
hæfur til iveru hverjum ráðum
sem beitt var. Urðu þá bræður að
horfast i augu við þá staöreynd að
þurfa að byggja sér hús úr stein-
steypu. Og það gerðu þeir.
Þegar húsið var orðið fokhelt
Hofsósingar eru einnig I þessu fé-
lagi, en i lögum félagsins er gert
ráð fyrir að heimilt sé að stofna
sérstaka deild á Hofsósi. Ég .er
ekki frá þvi að það ætti að athuga
slika deildarstofnun þar einmitt
núna, þvi Alþýðubandalaginu þar
hefur áreiðanlega aukist veru-
lega fylgi þar.
— Nú virðist það þvi miður vera
staðreynd, að kratar eru nokkuð
sterkir pólitiskt hér á Sauðár-
króki. Kanntu einhverja skýringu
á þvi?
— Það er kannski hægt að kalla
það styrkleika, ef miðað er við út-
komu flokksins i heild. En ég
bendi á, að þeir voru með, upp á
atkvæði ef ég man rétt, sama
fylgi i bæjarstjórnarkosningun-
um i vor I kjördæminu og 1970, og
misstu landskjörinn þingmann
sinn I þingkosningunum I sumar.
— Eins og þú minntist á áðan er
félagssvæði Alþb. félags Skaga-
fjarðar geysistórt. Er ekki erfitt
af þeim sökum að halda uppi fé-
lagsstarfi?
— Það er það að visu. Samt er
stærsti hluti félagsmanna búsett-
ur á Sauðárkróki og næstu bæjum
við Krókinn. örðugleikarnir koma
Haukur Brynjólfsson
aðallega i ljós varðandi Hofsós-
ingana, en þeir sækja yfirleitt
ekki fundi hérna vegna fjarlægð-
ar.
Siglufjörður — Skagafjörður — Sauðárkrókur
Deyfð yfir
pólitísku
félagslífi
Söðlasmiöir eru orðnir
fáir í landinu. Undirritaður
hefur það fyrir satt, að
síðustu tuttugu ár hafi
aðeins einn íslendingur
lært söðlasmíði, Einar
Helgason, nú rafvirkja-
nemi á Sauðárkróki.
Undirritaður spurði
Einar hvort rétt væri f arið
með, og hann svaraði:
— Það er rétt að vissu marki.
Ég lærði söðlasmiði hjá afa
minum, Ég er þó ekki búinn að fá
réttindin enn, þvi hann dó hálfu
ári áður en námstiminn rann út,
og ég hef ekki komið þvi I verk aö
verða mér úti um réttindin.
— Sinnirðu eitthvað söðla-
smiði?
— Ég rak verkstæði I eitt ár
eftir lát afa mins, en svo fór ég út
i að læra rafvirkjun.
— Er þá ekki þörf fyrir söðla-
smið i fullu starfi i hestamanna-
byggðinni hér i Skagafirði?
— Ég held að óviða mundi vera
meiri grundvöllur fyrir starfi
söðlasmiðs en einmitt hér. Hins
vegar má gera ráð fyrir að
munaöur eins og hestamennska
er orðinn, dragist saman, ef
einhver samdráttur verður á
annað borð I þjóðlifinu, og þá er
gott að kunna eitthvað annað til
að bregða fyrir sig.
— Þú ert fæddur og uppalinn
Sauðkræklingur. Geturðu i stuttu
máli gert grein fyrir þvi hverju
mannlif hér á Sauðárkróki felst?
— Mannlif hér á Króknum
hefur verið, og er reyndar enn
nokkuð merkilegt. Menningarlif
hefur verið þokkalegt her, i það
minnsta framan af. Ég held að
heldur sé að draga úr þvi. Þó aö
leiklist þrifist hér mætavel enn,
þá var þó enn meiri þróttur i leik-
listinni hér fyrr á öldinni. Ein
ástæðan fyrir þvi menningarlifi
hefur hrakað hér er vafalaust
tilkoma sjónvarpsins, og bætt
atvinnuástand.
— Er sæmileg aðstaöa hér til
þess að stunda félagsstarfssemi?
— Að mörgu leyti er það.
Annars er ætlunin að byggja nýtt
félagsheimili I staðinn fyrir
Bifröst. Leikfélagsmenn halda
þvi meðal annars fram, að
leiksviðið i Bifröst sé of litið, og
hafi það meðal annars komið i
veg fyrir heimsóknir leikara
Þjóðleikhússins hingað.
— Hefur deyfð lagst jafnframt
yfir pólitiskt starf hér nyrðra?
— Ég held að pólitisk starfsemi
hér hafi verið meiri á árunum
milli stríöa, en hún er nú. Þá voru
til dæmis gefin út hér bæjarblöð,
og mætti þar nefna Kotung, sem
sósialistar gáfu út, og Helgi Hálf-
dánarson og Pétur Laxdal stóðu
hvað mest fyrir. Þetta var
merkilegt blað, sem áreiðanlega
hefur haft góð áhrif á sinni tið.
Núna finnst mér pólitiskt
félagslif fremur litið og minna en
það hefur oft áður verið, og á
þetta jafnt við um starfsemi allra
stjórnmálaflokka.
— Alþýðubandalagið tapaði
Einar I