Þjóðviljinn - 06.10.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 06.10.1974, Qupperneq 9
Sunnudagur 6. október 1974. ÞJóÐVH.JINN — SÍÐA 9 Sjávarborg; upp á Borginni er ibúbarhús Kristmundar Bjarnasonar. Þvl var trúa, meöan mennirnir töldu sig vita af álfum og huldufólki, aö huldufólk byggi i Borginni. Allar Sauöárkróksmyndir, svo og mannamyndir þaöan, tók Guöbrandur Magnússon. lögöu þeir saman kostnaðar- reikninga fyrir bygginguna. Þótti þeim niðurstöðutölurnar ægileg- ar, enda ekki verið ódýrt á íslandi aö býggja yfir sig. Nú fengu eðliskostir bræðranna að njóta sin. Til þess að stöðva óráðsiu þá sem húsbygging er, eða stemma stigu við frekari óráðsiu, brugðu þeir á það ráð, að fullgera aðeins eitt herbergi i húsinu, og láta þar við sitja. Þannig búa þeir nú i einu herbergi, sem þá jafnt er svefnstofa og eldahús, en eftir stendur meginhluti hússins, hálf- karaður, með gapandi tómar gluggatóftir. Hvað höfðu þeir lika að gera með heilt hús? Þeir voru nú einusinni bara tveir. Ofaníát og afsakamir Ég skal glaður éta það ofani mig, sem ég sagði áðan um, að ég mundi aldrei segja hver hann er sá nýtni skagfirðingur. Einum manni skal ég segja það, ef sá lof- ar að nota sér eðliskosti skagfirð- ingsins. Ég skal segja Matta Matt, fjármálaráðherra, hver þetta er. Og kannski litur þá efna- hagslif landsmanna aðra daga og bjartari. En ég ætlaði að biðjast afsökun- ar á einu: Að hafa ekki tekið við- töl við kvenmenn. Astæðunni er þannig farið, að hún verður ekki gerð Iýðum ljós. Rauðsokkar gera þá bara athugasemd i blaðinu, sins og eftir Norðfjarðarferð mina i fyrra. Þá eru þau mál leyst. Hins vegar ætla ég ekki að biðja fleiri afsökunar, og alls ekki þá sem hér eru nafngreindir. Þeir skulu bara læra af þessu og haga sér betur næst þegar ég kem aorður. —úþ — Nú spannar kjördæmisráð yfir enn stærra félagssvæöi en fé- lagið hér i Skagafirði. Er nokkur vegur til þess að hægt sé að reka blómlegt félagsstarf af kjör- dæmisráðinu vegna þessa? — Það var tekið upp það ný- mæli á kjördæmisfundinum núna, að kjósa alla stjórn kjördæmis- ráðsins af einum stað. Hún er nú, öll úr Skagafirði. Þetta er að sjálfsögðu gert með það fyrir augum að auðveldara sé fyrir stjórnina að starfa. Til þessa hef- ur stjórnin verið skipuð mönnum úr Húnavatnssýslum, Skagafirði og frá Siglufirði, og fundir stjórnarinnar þvi nánast farið fram i gegnum sima. Þetta ný- mæli gefur möguleika á breyttum starfsaðferðum. — Sýnist þér nokkur vanþörf á þvi, að Alþýðubandalagið endur- meti stöðu sina sem sósialiskur flokkur? — Nei. Þvert á móti tel ég brýna nauðsyn bera til þess aö það verði gert, og jafnframt að það sé sifellt verið að endurmeta stöðu flokksins. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að flokkurinn, eða flokksmenn vitandi eða óafvit- andi verði ásáttir við það þjóðfé- lagskerfi sem við búum við, og það er að sjálfsögðu stórhætta fyrir sósíallskan flokk. Það er tekið skýrt fram i drög- um að stefnuskrá fyrir Alþýðu- bandalagið að það sé sósíalískur flokkur og hans markmið séu sósialisk, og að við ætlum aö vinna að þessum markmiðum eft- ir þingræðisleið. Þetta á þó ekki að skilja þannig, að við eigum að sætta okkur við það stjórnkerfi sem við berjumst i, heldur verð- um við að gera okkur vankanta þess ljósa og vara okkur á þvi að ánetjast þvi ekki. Til þess að það megi takast, að sifellt sé verið að endurmeta stefnu okkar i ljósi sósialiskra viðhorfa, þurfa flokksdeildirnar úti á landi að vera mun virkari en þær eru nú. Mér finnst að þær eigi alls ekki nægjanlegan þátt i stefnumótun flokksins og i ákvarðanatöku, en það hlýtur að vera eitt grundvallaratriði sósial- isks flokks, að félagsdeildirnar séu sem virkastar og taki beinan þátt I stefnumótun flokksins. Maður tekur vel eftir þessu þegar maður kemur suður til fundasetu i flokknum. Þá er gjarnan búið að ákveða svo til alla hluti og slikir fundir má segja að séu eins og settir á svið til þess að fá málin formlega af- greidd. Ég ætla ekki að segja að þetta sé eingöngu sök svokallaðrar flokksforystu. Það er að sjálf- sögðu okkar úti i deildunum að vera virk og láta til okkar taka. Þvi held ég, til þess að gera starf flokksins bæði meira lifandi og árangursrikara, þurfi að senda deildunum úti um land mál til umræðu og umsagnar áður en þau eru endanlega afgreidd. Ég tel til dæmis enga goðgá, að þing- flokkur Alþýðubandalagsins hleypi ýmsum málum með bréfi eða öðrum hætti út til deildanna til umsagnar. Þetta á þá við um mál, sem nokkur timi gefst til að velta fyrir sér áður en þörf er á að taka ákvarðanir um þau, og þannig er er um flest stærri mál. Ég kann þvi ákaflega illa að heyra fyrst af málum þegar ég les um þau, afgreidd af flokknum, á siðum blaðsins. A þessu þurfum við vissulega að ráða bót. —úþ lelgason 4. HLUTI Spjallaö við Einar Helgason, iönnema, Sauðárkróki bæjarfulltrúa sinum vorið 1970. Hafið þið von i að ná kjörnum bæjarfulltrúa áður en mörg kjörtimabil eru liðin? — Við höfum von i þvi. Ég held að ef við hefðum boðið fram sérstakan lista I vor hefðu verið töluverðar likur til þess, að við hefðum fengið mann kjörinn, en þá buðum við fram meö Fram- sóknarflokknum, en áttum hins vegar ekki mann fyrr en i fjórða sæti á listanum, og þrir náðu kjöri i bæjarstjórnina. Við höfum verið að auka starf- semi okkar og ég held að allt bendi til þess að við fáum mann kjörinn i næstu bæjarstjorn. — Er erfitt að skilja á milli krata og sósialista i þessari byggð? — Ég held að það sé mjög erfitt að mörgu leyti. Til dæmis eru hér margir kratar, sem' eru i raun sósialistar i hugsun, og einnig eru til menn i Alþýðubandalaginu sem hafa svo skringilegar skoðanir að þeir ættu hvergi heima nema Alþýðuflokknum. —úþ Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri, Sauðárkróki: 200 miljón kr. sláturhús notaö í —6 vikur a ari Kaupfélagsstjóri Kaup- félags Skagfirðinga er Helgi Rafn Traustason, en kaupfélagið er mikill at- vinnurekandi á Sauðár- króki, Við spurðum kaup- félagsstjórann nokkurra spurninga viðvíkjandi rekstri kaupfélagsins þeg- ar við áttum leið um Krók- inn á dögunum. / — Kaupfélagið rekur aðallega verslunarþjónustu, sagði Helgi Rafn. Verslunin er rekin á þrem- ur stöðum, hér á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlið. Að auki er- um við með mjólkursamlag og sláturhús. Kaupfélagiö á aö mestu leyti Fiskiðju Sauðár- króks, þó hún sé rekin i hlutafé- lagsformi. Þá má nefna að við erum með bifreiöa- og vélaverk- stæði og varahlutaverslun i sam- bandi við verkstæðin svo og smurstöð. Við erum með fóður- blöndunarstöð og einnig rekum við kjötiðnaðarstöð. Þá er kaup- félagið hluthafi i Útgerðarfél. Skagfirðinga og Steypustöð Skagafjarðar og á og rekur saumastofu á Hofsósi. Auk þessa höfum við með að gera skipaafgreiðslu og ýmsa aðra þjónustu. — Hvað vinna margir hjá kaup- félaginu? — Fastráðnir starfsmenn voru eitthvað um 160 á árinu 1973, en á launaskrá komust 724 það ár, og það ár greiddi kaupfélagið i laun og fyrir þjónustu 170 miljónir króna. Heildarvelta félagsins það ár varð 1 miljarður og 49 miljónir. — Hvaða starfssvið af þeim sem þú nefndir er fólkfrekast? — Fólkfrekast er timabundna vinnan, eins og til dæmis vinnan i sláturhúsinu. Þar þurfum við að hafa 130-140 manns starfandi á meðan á slátrun stendur, en það eru ekki nema 5 eða 6 vikur á ári. Einnig er mikið af lausafólki við skipavinnu. Af fastarekstrinum vinna um 30 manns i mjólkursamlaginu og um 40 manns á bifreiðaverkstæðinu. — Þú nefndir að slátrun stæði ekki yfir nema 5-6 vikur á ári. Nu virðist, af þvi að lita yfir slátur- hússbygginguna, að i henni séu bundnar margar miljónir og reyndar miljónatugir. Er það ekki fremur óheppileg nýting á svo dýru og miklu mannvirki? — Þetta er vissulega vandamál i sambandi við sláturhúsið. Það eru gerðar stifar kröfur varð- andi allan búnað hússins og hreinlætisaðstöðu. Einnig höfum við kostað miklu fé til að öll að- staða fyrir starfsfólk sé góð. Ég geri ráð fyrir að þetta hús kosti um 200 miljónir króna þegar stór- gripahúsið er fullbyggt. 1 kindasláturhúsinu gerum við ráð fyrir að geta lógað um 3 þús- und kindum á dag miðað viö 10 tima vinnu, og þann hámarks starfsmannafjölda, sem i húsinu geta starfað. A þessu hausti ger- um við ráð fyrir að slátra 60-65 þúsund fjár og af þvi ætlum viö Helgi Rafn Traustason að fá liðlega 900 tonn af kjöti. Varðandi frekari nýtingu húss- ins, höfum við verið að velta þvi fyrir okkur að fara úti það, að pakka kjöti i neytendapakkning- ar. Eins höfum við ráðgert að vera með úrbeiningu á stórgripa- kjöti þar. Þá hefur komið til tals að hefja sláturgerð eftir að slát- urtiðinni er lokið. Af þessu sést að við höfum fullan hug á að nýta húsið betur en við höfum getað gert fram að þessu. Við vonumst til þess að stór- gripahúsið verði starfrækt allt ár- ið þvi stórgripaeign hefur aukist mjög mikið hér i sýslunni undan- farin ár. Sem dæmi um það má nefna, að 1951 var innvegin mjólk hjá mjólkursamlaginu liðlega 2 miljónir kilóa. 10 árum siðar, eða 1961, hafði mjólkurmagnið tvö- faldast, var orðin rúmar fjórar miljónir kilóa, og aftur hafði mjólkurmagnið tvöfaldast 1971 og var þá kilóaf jöldinn kominn yfir 8 miljónir. 1 fyrra var mjólkurinn- leggið orðið meir en 9 miljón kiló. — Hvað finnst þér erfiðast við rekstur Kaupfélags Skagfirö- inga? — Það hefur býsna mikið verið umleikis hjá okkur á þessu ári. Það er ekki einasta að við höfum staðið fyrir byggingu sláturhúss- ins, heldur höfum við einnig endurnýjað vélakost mjólkur- samlagsins og eytt i það um 50 miljónum króna. Heildarfjárfest- ingin á siðasta ári var um 116 mil- jónir króna, og ég gæti trúað þvi að f járfestingin i ár yrði um 80-90 miljónir króna. Erfiðleikarnir eru ef til vill mestir við lánsfjáröflun. Hjá stofnlánasjóði landbúnaðarins, þangað sem við leitum eftir fjár- magni til að reisa og endurnýja vinnslustöðvarnar, eru þær yfir- leitt látnar mæta afgangi, þar ganga fyrir framkvæmdir ein- stakra bænda. Viö höfum ekki fengið það óafturkræfa framlag, sem við eigum að fá út á slátur- húsið úr framleiðnisjóð landbúna arins, en hann er févana, svo við veröum að biða eftir að fá fé úr honum, og enginn veit hve lengi. -úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.