Þjóðviljinn - 23.10.1974, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 23. október. 1974.
uoðviuiniA
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
ER ÞETTA KARLMENNSKA FRAMSÓKNARFLOKKSINS?
Leiðarahöfundur Timans, Þórarinn
Þórarinsson, formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins segir i blaði sinu i gær að
ráðherrar Alþýðubandalagsins i vinstri
stjórninni hafi beitt sér fyrir þvi að kaup-
hækkanirnar samkvæmt kjarasamning-
unum á siðast liðnum vetri yrðu minni en
raun varð á, en ekki fengið þvi ráðið.
Þessi kenning er að þvi leyti rétt, að Al-
þýðubandalagið og ráðherrar þess töldu
sjálfsagtog skylt, að framfylgt yrði mark-
aðri stefnu heildarsamtaka verkalýðsins,
Alþýðusambands íslands um aukinn
launajöfnuð og þar með meiri hækkun til
þeirra, sem minna höfðu fyrir, en hinna,
sem betur voru á vegi staddir. Sú niður-
staða, sem varð i þessum efnum i kjara-
samningunum, var þvi i andstöðu við
stefnu Alþýðubandalagsins á sama hátt og
hún var i andstöðu við stefnu Alþýðusam-
bands íslands.
Alþýðubandalagið hafði ekki þá, og hef-
ur ekki heldur nú áhuga fyrir þvi að auka
bara krónutölu launanna heldur vill það
leggja sitt af mörkum i baráttu verkafólks
fyrir auknum kaupmætti og auknum
launajöfnuði, kjarabótum i raun.
Formaður þingflokks Framsóknar-
flokksins kemst svo að orði i blaði sinu, að
Alþýðubandalagið og pólitiskir fyrirrenn-
arar þess hafi „langoftast staðið öðrum
flokkum framar i kaupgjaldsbaráttunni”,
og bætir við, að með tilliti til fyrri ferils
Alþýðubandalagsins i kjaramálum hafi
þeir Magnús Kjartansson og Lúðvik
Jósepsson unnið „hreystiverk” með þvi að
standa fyrir kosningar að aðgerðum, sem
tóku nokkurn kúf af launahækkunum, sem
ýmsir starfshópar höfðu náð, umfram
hækkanir láglaunafólksins. Hér veður
maðurinn að sjálfsögðu reyk.
,,Hreystiverk” Alþýðubandalagsmanna
svo notað sé orðalag Þórarins var ekki
fólgið i þvi að standa gegn þróun til aukins
launamisréttis, heldur i hinu að verja til
fulls, að heita mátti, kjör láglaunafólksins
gegn harðvitugum kröfum forystu Fram-
sóknarflokksins um skerðingu þeirra.
Leiðarahöfundur Timans segir, að ráð-
herrar Alþýðubandalagsins hafi „tekið
karlmannlega á málum” á liðnu vori og
má það sjálfsagt til sanns vegar færa, en
þegar hins vegar er látið að þvi liggja, að
þátttaka Framsóknarflokksins nú i árás
gróðaaflanna á lifskjör láglaunafólks beri
vott um karlmennsku i forystuliði flokks-
ins, — þá er nú skörin heldur betur farin
að færast upp i bekkinn.
Kenning Framsóknarflokksins er nú sú,
að óhjákvæmilegt hafi verið, að þurrka út
með einni stórárás rikisvaldsins bróður-
partinn af þeim kjarabótum, sem tekist
hafði að tryggja verkafólki á árum vinstri
stjórnarinnar, —þvi ella hefði atvinnulifið
hreinlega stöðvast og fólk þvi ráfað um
kauplaust og atvinnulaust.
Trúi þeirri kenningu hver sem vill, og
gleymi þá ekki heldur þeirri staðreynd að
á árum vinstri stjórnarinnar tvöfaldaðist
afrakstur þjóðarbúsins, það sem til skipta
kemur milli þegnanna.
Þoli islenskir atvinnurekendur ekki að
borga þvi fólki, sem nú hefur kringum
40.000,- kr. i laun á mánuði fyrir dagvinnu,
tvöfaldar þær láglaunabætur, sem nú hef-
ur verið hent i fólk, — þá halda talsmenn
Framsóknarflokksins og rikisstjórnarinn-
ar þvi fram, að þetta sé vegna þess að slikt
kaup væri hærra en þjóðfélagið geti borið
og kröfur um það „ekki byggðar á raun-
veruleika”.
Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið halda
þvi hins vegar fram og við þykjumst hafa
fært að þvi rök, að hér sé of hátt kaup
verkafólks ekki meinið, heldur sé eitthvað
bogið við atvinnureksturinn, og það þjóð-
félag þar sem þjóðarframleiðslan er um
þrjár miljónir króna yfir árið á hverja
fimm manna fjölskyldu i landinu, ef at-
vinnulifið fær með engu móti þrifist án
þess að kjör fólks, sem hefur innan við 600
þús. i árstekjur fyrir dagvinnu séu stór-
lega skert, eins og nú hefur verið gert. Þvi
þjóðfélagi þarf að breyta, og það veru-
lega.
En nú heyrir Framsóknarflokkurinn
bara með hægra eyranu og hefur bundið
rækilega fyrir vinstra augað. Þess vegna
sjá talsmenn hans engin úrræði önnur en
niðurskurð á kaupmætti verkafólksins.
Það er ekki karlmannlegt af Framsókn-
arflokknum, að taka þátt i stóráhlaupi
Geirs Hallgrimssonar og braskarastéttar-
innar á lifskjör lágtekjufólks, — og það er
ekki heldur kvenlegt.
Siðasta ganga Framsóknarflokksins,
flokks sem átt hefur stuðning fjölmargra
félagshyggjumanna, er til marks um það,
að flokkurinn er nú pólitiskt viðrini, —
bandingi þeirra stjórnmálaafla, sem flest-
ir kjósendanna ætluðu honum að berjast
gegn.
Fórnarlömb laga
um hlutafélög?
og stjórnarmenn eru Jón
Baldvinsson og Ogmundur Hauk-
ur Guðmundsson. Þeim hefur
gengið örðuglega að tilgreina
þriðja stjórnarmanninn, sem
skylt er að hafa. Hlutafélag þetta
var stofnað með 100 þús. kr.
hlutafé og er eitt hundruða skrif-
borðshlutafélaga, einkum i bygg-
ingariðnaðinum. Enda þótt þeir
hafi beðið um gjaldþrotaskipti á
búi Tjarnarbóls stunda þeir bygg-
Framhald á 11. siðu.
Tjarnar
bóls-
málið
Forráðamenn Tjarnarbóls h.f. segja aö Ibúar þessa ófrágengna fjöl-
býlishúss nr. 8 viö Tjarnarból skuldi þeim 5.5 milljónir króna, en Ibó-
arnir véfengja þaö.
Svo virðist sem íbúar
Tjarnarbóls 8 eigi það á
hættu að verða fórnarlömb
gildandi löggjafar um
hlutafélög, sem gerir
mönnum kleift að stofna
„Glistrups-félög", hirða á-
góða, hlaupa síðan frá öllu
saman i gjaldþroti, enda
þótt sömu menn eigi ann-
ars staðar umtaisverðar
eignir.
Þegar eigendur Tjarnarbóls
h.f. fóru fram á gjaldþrotaskipti
var lagt hald á bókhald fyrirtækis
þessa. Telja þeir félagar sig eiga
um 9,5 milj. kr. i eignum á móti
liðlega 6,6 milj. kr. I skuldir.
Eignirnar sem forráðamenn
Tjarnarbóls h.f. telja fram eru:
Skuldir ibúðakaupendanna 5,5
milj. kr., 5 herbergi i kjallara,
sem þeir telja sig eiga, vinnupall-
ar og fleira að upphæð samtals
um 9,5 milj. kr. Á móti séu skuld-
irnar: Veðskuldir að fjárhæð um
4,7 milj. kr., vixilskuldir 1,9 milj.
kr. og loks skuldir við kaupendur
ibúðanna vegna þess sem er ó-
frágengið í húsinu og þeir félagar
vilja greiða af eignunum. Hafa
þeir orðað möguleika á „skulda-
jöfnun”.
En kaupendur ibúðanna eru al-
deilis ekki þeirrar skoðunar aö
„eignirnar” séu rétt fram taldar i
þvl sem aö ofan greinir. Véfengja
kaupendurnir sérstakiega aö þeir
skuldi seljendunum 5,5 milj. kr.
Forráðamenn Tjarnarbóls h.f.
Atvinna ■ Atvinna
Starfsmenn óskast
að vöruafgreiðslu vorri til að stjórna lyft-
ara og til algengrar vöruafgreiðslu. Upp-
lýsingar hjá verkstjóra.
RÍKISSKIP
Hafnarskrifstofan
í Reykjavík
óskar eftir að ráða eftirfarandi
starfsfólk:
Skrifstofumann
Skrifstofustúlku.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Reykjavikurborgar.
Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 1.
nóv. næstkomandi.
Hafnarstjórinn i Reykjavík.