Þjóðviljinn - 23.10.1974, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur. 23. október. 1974. Arsenal — West Ham X Arsenal, sem lengst allra liða hefur setið I 1. deild samfleytt, er nú i „dauðasætinu” og tapaði 0-2 fyrir Tottenham á laugar- daginn. Stöðugt dregst liðið neð- ar og neðar, og segja kunnugir að kraftaverk þurfi til að það falli ekki á þessu keppnistlma- bili i 2. deild. West Ham gengur öllu betur — raunar miklu betur — og i siðustu 7 leikjum hefur liðið hlotið 12 stig og rifið sig af botninum upp i miðja deild með Billy Jennings, markakónginn frá 3. deildarliðinu Watford, i aðalhlutverki, en það var ein- mitt hann sem skoraði eina markið i leik West Ham gegn Ipswich, sem lauk mjög óvænt með 1-0 sigri West Ham. Þar með missti Ipswich endanlega af efsta sætinu til Liverpool, og Manch. City skaust einnig upp fyrir og er nU i 2. sæti. Burnley — Everton 2 Mönnum þótti framlina Ever- ton ekki gæfuleg á laugardaginn i 1-1 leiknum gegn Chelsea. Þá sótti Everton látlaust nær allan ieikinn, en ekkert gekk að skora fyrr en á siðustu minútunum að jöfnunarmarkið kom úr vita- spyrnu. En vissulega ber að hafa það i huga að allir eiga sina slæmu daga og leikmenn Ever- ton hafa til þessa leiks verið sókndjarfir og markheppnir, enda er liðið i toppbaráttunni. Burnley átti sér ekki viðreisnar von gegn Stoke á heimavelli og hefur aðeins eitt lið i 1. deild fengið á sig fleiri mörk á þessu keppnistimabili. Það segir þó 1 ekki alla söguna, þvi Burnlðy hefur verið öllum öðrum liðum iðnara við markaskorunina, og er markatalan hjá liðinu 23-23. Chelsea — Stoke 1 Hinn kunni framkvæmda- stjóri hjá Chelsea, Dave Sexton, hefur nú látið af störfum hjá lið- inu og er tekinn við Q.P.R. Chel- sea hefur gengið illa i haust, og taugaspenna er farin að þjaka leikmenn. Hvorki meira né minna en 7 leikmenn liðsins voru bókaðir i ieiknum gegn Everton, einn meira að segja rekinn af leikvelli undir lokin. Jafntefli Chelsea i þeim leik verður þó vissulega að teljast spor i rétta átt, Everton á heimavelli eru engin lömb að Arangur Leeds síðasta áratug: Ekki neðar en í 4. sæti Keppnistimabilið, sem nú stendur yfir, virðist ætla að veröa nokkuö erfitt fyrir Leeds. Hinn nýi framkvæmdastjóri þess, Brian Clough, á i vök að verjast. Hann tók við liðinu i rúst, og ýms- um finnst að framfarirnar undir forystu hans séu ekki nógu örar. Meistararnir frá i fyrra ná sér ekki almennilega á strik, það er eitthvað sem , viröist vanta til- finnanlega — eitthvaö sem enginn getur þó gert sér fyljilega ljóst hvað er. Eftir að Don Revie hætti I haust voru gerðar miklar breytingar á Leeds. Clough keypti af mikilli hörku nýja leikmenn, t.d. Duncan McKenzie frá Nottingham Forest og siðan þá John McGovern og John O’Hare frá Derby. Þessi mannakaup og fleiri virðast þó enn ekki bera árangur. Leeds á ávallt i vök að verjar og er ekki öruggur sigurvegari i neinum leik. Ef litið er á árangur Leeds sið- ustu 10 árin má þó sjá hve mikið stórveldi þetta lið hefur verið i ensku knattspyrnunni. Leeds hefur aldrei farið niður fyrir 4. sæti, tvisvar sinnum unnið meistaratitilinn og fimm sinnum hafnað i öðru sæti. leika við, en Chelsea tókst þó að næla sér i dýrmætt stig þar á laugardaginn. Stoke var hinn öruggi sigurvegari i leik sinum gegn Burnley, en þar skoruðu þeir John Marsh og Geoff Hurst sitthvort markið. Ég er ekki frá þvi að Chelsea fari að koma til á næstunni, þar er margt sem bendir til þess, að liðið dvelji ekki langdvölum á botninum. Coventry — Carlisle 1 Það verður ekki annað sagt, en að framherjar þessara liða hafi verið skotglaðir og mark- heppnir á laugardaginn. Carlisle kom öllum á óvart og sigraöi Derby 3-0, og Coventry gerði 4-4 jafntefli gegn Middles- bro. Carlisle lék þarna sinn langbesta leik á keppnistimabil- inu, og þvi kann það e.t.v. að koma mörgum spánskt fyrir sjónir að ég spái liðinu ósigri I þessum leik. — En eru það ekki alltaf þeir vitlausustu, sem vinna i getraununum? Derby — Middlesbro 1 0-3 tap Derby fyrir Carlisle var skellur, sem erfitt var að kyngja. Trúlega verður þessi leikur nokkuð harður varnar- leikur, þvi eftir 4-4 jafntefli Middlesbro gegn Coventry er liklegt, að vörn liðsins verði tek- in rækilega i gegn, og það sama verður vafalaust uppi á teningn- um hjá Derby. Ipswich— Manch. City X Tvimælalaust einhver harð- asti leikur seðilsins. Hér verður ekkert gefið eftir, þvi liðin berj- ast I öðru og þriðja sæti, og ef Ipswich tapar i þessum leik er toppbaráttan trúlega úr sögunni i bili. Manch. City, sem sigraði Luton 1-0 á laugardaginn, er i öðru sæti með jafnmörg stig og Liverpool og stendur þannig öllu betur að vigi en Ipswich, sem á skömmum tima hefur hrapað úr fyrsta sæti i það þriðja og er nú með 17 stig. Heimavöllurinn hefur þó verið Ipswich drjúgur, — liðið hefur ekki tapað þar leik það sem af er timabilinu. Ips- wich lék á laugardaginn án sinna skærustu stjarna, þeir Whymark og Viljoen gátu ekki leikið með og er óvist hvort þeir verði báðir með i þessum leik. Liverpool — Leeds 1 1 krafti mikils styrkleika og ofurlitillar heppni er Liverpool komið á toppinn og gerir sig llk- legt til að hremma meistaratit- ilinn. Vissulega hafa sigrarnir undanfarið verið nokkuð naum- ir, heppnin kemur liðinu oft til bjargar á örlagastundu, en það er lika viðurkennt, að ekkert lið kemst langt i knattspyrnunni á styrkleikanum einum — heilla- disirnar verða að vera með i förinni. Annars er það almennt talið, að Liverpool væri hvorki fugl né fiskur án hins stórkost- lega markvarðar sins, Rey Clemence, sem er óðum að vinna sér fastan sess i enska landsliðinu. Leeds mun að þessu sinni leika án landsliðs- varnarmannsins Normans Hunter, en hann meiddist illa á laugardaginn og var borinn af leikvelli. Luton — Tottenham X Tottenham skildi Arsenalliðið eftir á botninum með þvi að sigra það á laugardaginn 2-0. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, en nú hefur Tottenham tveggja stiga forskot og er af hættusvæði i bili. Það er eins með Tottenham og Liverpool, markvöröurinn Pat Jennings heldur lifinu i liðinu, og i leikn- um gegn Arsenal varði hann oft meistaralega. Newcastle — Leicester 1 Miðað viö úrslitin á laugar- daginn er þessi spá óneitanlega út i hött. Leicester sigraði þá Sheff. Utd. 3-0 og voru það jafn- framt fyrstu mörk liösins I siö- ustu 6 leikjum. Newcastle tap- aði hins vegar 3-0 fyrir Birming- ham og var þar með bundinn Eru hamingjudagar Leeds á enda i bili? Það virðist a.m.k. Ijóst að Billy Bremner og félagar hans munu ekki fagna jafn ákaft i lok deilda- keppninnar i ár og þeir gerðu þegar þessi mynd var tekin, en hún sýnir Leeds fagna bikarmeistaratitli árið 1972. Meðfylgjandi tafla sýnir árangur Leeds í deilda - keppninni. Fremst er keppnistímabilið tilgreint, sfðan leikjaf jöldi, þá unnir leikir, jafntef li og töp, síðan skoruð mörk og fengin, þar á eftir kemur stigatalan og loks i hvaða sæti liðið hafnar að mótinu loknu. 19E4-65 42 26 9 7 83 52 61 2 1965-66 42 23 9 10 79 38 55 2 1966-67 42 22 11 9 62 '42 55 ■ 4 1967-68 42 22 9 11 71 41 53 4 1968-69 42 27 13 2 66 26 67 1 1969-70 42 21 15 6 84 49 57 2 1970-71 42 27 10 5 72 30 64 2 1971-72 42 24 9 9 73 31 57 2 1972-73 42 21 11 10 71 45 53 3 1973 74 42 24 14 4 66 31 62 1 endir á 13 leikja taplausa göngu Newcastle. Sheff. Utd. — Birming- ham 2 Birmingham er I feiknastuði og vinnur hvern stórsigurinn á fætur öðrum, siðast á laugar- daginn gegn Newcastle 3-0. Trevor Francis er ávallt mað- urinn „á bak við liðið” og er hann hreinasti gimsteinn fyrir Birmingham. Sheff. Utd. á hreinlega enga vörn um þessar mundir. Eftir 0-3 tap fyrir Leic- ester hefur liöið fengið á sig 24 mörk 1 14 leikjum, og eru það flest mörk, sem lið hefur fengiö á sig I 1. deild á þessu keppnis- timabili. Wolfes — Q.P.R. 1 Q.P.R. á ekki miklu láni að fagna um þessar mundir. Liðið hefur hrapað nokkuð niður stigatöfluna og verður á útivelli að teljast veikari aðilinn I þess- um leik. Oxford — Fulham 2 Það er mikið deilt um Ful- ham. Sérfræðingarnir rifast um hvort það sé á upp- eða niðurleið og allir játa, að þetta lið er nokkuð mikið spurningamerki. Staðan í 1. deild Liverpool 13 9 1 3 21-8 19 Man.City 14 8 3 3 18-15 19 Ipswich 14 8 1 5 18-9 17 Everton 14 4 9 1 19-16 17 Stoke 13 6 4 3 20-15 16 Middlesbro : 13 6 4 3 19-14 16 Derby 14 5 6 3 21-18 15 Newcastle 13 5 5 3 19-19 15 Burnley 14 7 1 6 23-23 15 West Ham 14 5 4 5 25-22 14 Birmingham 114 6 2 6 20-20 14 Wolves 14 4 6 4 15-15 14 Sheff. Utd. 14 5 4 5 19-24 14 Carlisle 14 5 3 6 12-12 13 Coventry 13 3 6 4 18-23 12 Leeds 13 4 3 6 16-15 11 Chelsea 13 3 5 5 13-20 11 Leicester 12 3 4 5 16-18 10 Tottenham 13 4 1 8 16-20 9 QPR 13 2 5 6 11-16 9 Luton 14 1 6 7 12-21 8 Arsenal 13 2 3 8 12-20 7 Marka- hæstir í 1. deild Þeir Trevor Francis frá Birmingham og Frank Worthington eru nú marka- hæstu leikmenn i 1. deild i Englandi; er þar átt við skor bæði i deild og deildarbikarn- um, með 10 mörk hvor. Næstir koma svo Malcolm Macdonald (Nevcastle) með 9 mörk, Francis Lee (Derby) Brian Kidd (Arsenal) og Alan Clark (Leeds) með 8 mörk hver, Phil Boersma (Liver- pool) Billi Jennings (West Ham) Billy Bond (West Ham) Bob Latchford (Everton) John Tudor (Newcastle,allir með 7 mörk.) I 2. deild er Ray Graydon (Aston Villa) markahæstur með 12 mörk.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.