Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974. LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Landhelgismálið Það hefur ekki vantað stóru orðin hjá foringjum Sjálfstæðis- flokksins þegar rætt hefur verið um landhelgismálið á undan- förnum árum. Þeir hafa gert litið úr 50 milna landhelgi, en þess i stað boðað 200 milna landhelgi „þegar á þessu ári”, þeas. fyrir árslok 1974. En nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn i rikisstjórn og hefur tekið þar við forystuhlutverki. Fyrsti boðskapur hinnar nýju stjórnar var ekki útfærsla land- helginnar i 200 milur „á þessu ári”, eins og lofað hafði verið, heldur var nú talað um útfærslu i 200 milur fyrir árslok 1975. Enginn, sem þekkir raunverulega stefnu forystumanna Sjálfstæðis- flokksins i landhelgismálinu, getur tekið loforðið um 200 milur á næsta ári alvarlega. Reynslan hefur sýnt, að for- ingjar Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan verið i hópi þeirra sem tregastir hafa verið til raunhæfra aðgerða i landhelgismálinu. Þeir komu i veg fyrir stækkun land- helginnar i tið viðreisnar- stjórnarinnar og felldu tillögu um útfærslu i 50 milur á meðan þeir höfðu meirihluta á alþingi með Alþýðuflokknum. Nú lofa þeir miklu i landhelgis- málinu vegna þrýstings frá almenningsálitinu. En hvað eru þeir raunverulega að gera i þessu lifshagsmunamáli þjóðarinnar þessa dagana? Nokkrum dögum eftir að núverandi rikisstjórn var mynduð skrifaði Visir, að nú ætti nýlega i ritstjórnargrein i Timanum, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins i vinstri stjórninni hafi sýnt hreystimennsku i þvi að vilja lækka laun verkafólks á siðast liðnu vori. Þórarinn hefur aldrei verið nákvæmur I frá- sögnum sinum, og þó allra sist, þegar hann hefur þurft að styðjast við tölur. Þórarinn virðist ekki hafa áttað sig á, hvað raunverulega fólst i bráðabirgðalögum vinstri stjórnarinnar, sem sett voru i maimánuði s.l. Með þeim lögum var ákveðið að visitölubætur á laun 15,5 K-stig, sem áttu að koma til framkvæmda 1. júni, skyldu ekki verða greiddar á timabilinu frá 1. júni til 1. september. Þess i stað voru hins vegar ákveðnar sérstakar ráð- stafanir, sem bæta áttu launþegum upp þessa breytingu. Og hverjar voru þessar ráðstaf- anir? Þær voru: 1. Niðurgreiðslur á vöruverði voru auknar um 8,0 K-stig. 2. Hækkunum á landbúnaðar- vörum, sem hefðu átt að koma fram 1. júni var frestað, sem nam 4 K-stigum. 3. Verðstöðvun var ákveðin, og þar með komið i veg fyrir hækkanir, sem metnar voru á 3,5 K-stig. Samtals gerir þetta 15,5 kaup- gjaldsvisitölustig. Hér voru þvi ákveðnar mótaðgerðir til jafn- vægis við frestun visitölu upp- bótar, þannig aö launþegar töpuöu ekki i launum. Kjaraskerðingin kom ekki til Stefnan er íhaldsins ekkert að vera til fyrirstöðu viö aö semja viö Vestur-Þjóðverja i landhelgismálinu. Og siðan hófst mikill áróður i blöðum Sjálfstæðisflokksins fyrir nauðsyn þess að semja sem fyrst við Þjóðverja um veiðar i 50 milna landhelginni svo að hægt væri að lækka tolla á nokkrum sjávarafurðum okkar i löndum Efnahagsbandalagsins. Tollar þeir, sem hér er um að ræða hafa sáralitla þýðingu fyrir þjóðar- búskap okkar og eru blátt áfram hlægilegir i samanburði við þá brýnu nauðsyn að vernda fisk- veiðilandhelgina fyrir aukinni ásókn vestur-þýskra togara. Og nú hefur verið tilkynnt, að sérstök sendinefnd islenskra embættismanna sé farin til samningaviðræðna um land- helgismálið við V-Þjóðverja og eigi viðræðurnar að fara fram i Bonn. Utanrikisráðherra, Einar Agústsson, hefur upplýst, að viðræður þessar eigi sér stað vegna óska Sjálfstæðisflokksins, sem vilji kanna möguleika á samningum við Vestur-Þjóð- verja. Nú er aðeins eitt ár eftir af þeim tima, sem Bretar hafa heimild til veiða i 50 milna land- helginni. Samningurinn við þá rennur út 13. nóvember 1975. Vestur-Þjóðverjar hafa algjör- lega neitað að fallast á hliðstæðan samning og Bretar gerðu. Þar sem helmingur samnings- timans við Breta er þegar liðinn, átti nú, að sjálfsögðu, að neita öllum frekari undanþágu- samningum um veiöar i fiskveiöi- landhelginni. Landhelgina átti að verja af svo fuliri einurð og undanbragðaiaust, þvi auðvelt er að sjá svo um, að Vestur-Þjóð- verjar geti ekki stundað hér veiðar áfram, sé fullu afli okkar beitt við gæsluna. Nýr hersetu- samningur Þá hefur rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar gert nýjan hersetu- samning við Bandarikjastjórn. Hinn nýi samningur þræðir stefnu Sjálfstæðisflokksins i hinum svo- nefndu „varnarmálum” og reyndar um leið einnig stefnu Bandarikjastjórnar. Stefna Sjálf- stæðisflokksins og stefna Banda- rikjastjórnar er nefnilega algjör- lega hin sama i herstöðvarmálinu hér á landi. 1 nýja samningnum er það tekið skýrt fram, að sú endurskoðun varnarsamningsins frá árinu 1951, sem vinstristjórnin hafði krafist, sé hér með úr sögunni Það hlýtur að hafa verið stór stund fyrir Einar Agústsson utanrikisráðherra að eiga þess kost að standa frammi fyrir sinum bandarisku starfsbræðrum og lýsa þvi yfir, að sú endur- skoðun varnarsamningsins, sem hann hafði áður talið nauðsynlega og á þeim grundvelli, að herinn færi frá Islandi, að nú teldi hann þá endurskoðun ónauösynlega.og vildi þvi semja um dvöl hersins á íslandi um ófyrirsjáanlegan tima. I nýja samningum er gert ráð fyrir að Bandarikin láti gera 468 nýjar ibúðir á vallarsvæðinu og þær verði byggðar úr varanlegu efni. Þessar nýju ibúðar- byggingar eru ákveðnar um leið og það er upplýst, að mest hafi búið utan vallarsvæðisins 270 ameriskar fjölskyldur og einstak- lingar, og nú sé ráðgert að fækka i hernámsliðinu um 420 menn. Þá er nú i hinum nýja samningi gert ráð fyrir auknu samstarfi hersins við ýmsa innlenda aðila, og eru sérstaklega nefndir þessir: landhelgisgæsla, almannavarnir og almenn flugþjónusta lslendinga. Augljóst er að nýi samningurinn gerir ráð fyrir stórauknum umsvifum hersins á Keflavikursvæðinu, og reyndar einnig stórfelldum fram- kvæmdum Islendinga, ef til nýrrar flugstöðvarbyggingar kemur. Rætt hefur veriö um 7 — 8000 miljón króna framkvæmdir. Þessar nýju framkvæmdir Bandarikjamanna á herstöðva- svæðinu eru mikið fagnaðarefni stuðningsmanna Varins lands, einkum þeirra manna i þeim hópi, sem best hafa hreiðrað um sig I verktaka- og gróðafélögum hernámsins. Nýi forsætisráðherrann, Geir Hallgrimsson, gerði sér ábyggi- lega vonir um nokkurn gróða i þessu sambandi, og ekki er ósennilegt, að Framsóknarmenn- irnir I „Regin h/f”, undir stjórnarformennsku forstjóra SIS, eigi einnig von á talsverðum gróða. Nýi hersetusamningur Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokksins er táknrænn fyrir óendanlega umhyggju þessara flokka fyrir jafnvæginu i byggð landsins. Dýrtíöarmálin A meðan Sjálfstæðisflokkurinn var i stjórnarandstöðu ásakaði hann vinstri stjórnina fyrir óða- verðbólgu. Þá sögðu Sjálfstæðis- menn að hækkandi verðlag i landinu stafaði eíngöngu af rangristjórnarstefnu, og ekki var annað á þeim herrum að heyra, en að þeir kynnu örugg ráð við dýrtiðarvandamálinu. 1 tið vinstri stjórnarinnar þýddi ekki að benda Sjálfstæðis- mönnum á þá staðreynd, að hráefnisverð erlendis hefði hækkað um rúmlega 100% á rúmu ári, og að almenn verðhækkun erlendis ætti sinn þátt i verð- hækkunum hér á landi. En hvað hefur nú gerst i dýrtiðarmálunum siðan Sjálf- stæðisflokkurinn tók við stjórnar- forystunni? Hvað hafa tveir Matthiasar, einn Thoroddsen og sjálfur Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæöisflokksins, megnað að gera I verðbólgu- málunum? Jú, dýrtiðin hefur stóraukist i þeirra valdatið. Þeir hafa heimilað Reykjavikurborg að hækka hitaveitugjöld, rafmagns- verð og strætisvagnagjöld um 40- 60%. Þeir hafa samþykkt hækkun á landbúnaðarvörum, sem nemur 35-45% og þeir hafa heimilaö hækkun á nær öllu verðlagi i landinu, jafnt á nauðsynjavörum sem öðrum varningi og á þjónustugjöldum. Þeir, sem höfðu sagt, að tekjur rikissjóðs væru orðnar allt of miklar og þær þyrfti að skera niður, hafa nú á nokkrum mánuðum hækkaö tekjur rikissjóðs um samtals 4000 miljónir króna miðað við ár. Hvar eru þeirra dýrtiðarráð- stafanir? Þær eru hvergi finnanlegar, nema i þeirri ákvörðun aö banna allar iaunahækkanir til samræmis viö vaxandi dýrtíö.Er það kannski tilfellið, að sú dýrtið, sem þeir fjösuðu sem mest um I stjórnarandstöðunni hafi einungis verið kaupgjaldiö, — ekki verðlagiö sjálft, sem kaup- menn og þjónustuaðilar ákveða? A stuttum stjórnunartima núverandi rikisstjórnar hefur dýrtiðin I landinu aukist um 20- 25%, án þess að laun hafi hækkað á móti, nema að litlu leyti til þeirra, sem lægst laun hafa. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Timans, mikill áhugamaður um myndun þeirrar ihaldsstjórnar, sem nú ræður I landinu, segir greina fyrr en samstjórn ihalds og Framsóknar hafði tekið við. Astandið i dýrtiðarmálunum er vissulega alvarlegt I dag. Hver verðhækkunin rekur aðra, og stjórnarblöðin skrifa daglega um nauösyn þess að heimila meiri veröhækkanir. Þær verð- hækkanir, sem nú ganga yfir, bitna með fullum þunga á launa- fólki i landinu, þvi ríkisstjórnin hefur bundið visitöluna fasta þar til 1. júni á næsta ári. Verslunin tapar Nú eru birtir miklir útreikn- ingar um tap verslunarinnar. Til viðbótar við áílan sönginn um taprekstur togara, tap fiskibáta, tap frystihúsa, tap alla rekstrar- fyrirtækja Reykjavikurborgar, og tap iðnaðarins, þá kemur nú söngurinn um tapið hjá kaup- mönnum og heildsölum. Morgunblaðið er óttaslegið vegna alls þessa tapreksturs og það segir að nú verði að heimila fyrirtækjum og stofnunum að verðleggja á „raunhæfan hátt” vörur og þjónustu, en neita ekki um „sanngjarnar” verð- hækkanir, eins og vinstri stjórnin hafi gert. tJtreikningar kaup- manna og heildsaia um tap- rekstur og bága afkomu eru eflaust ekkert lakari, en út- reikningar þeir, sem ihaldsblööin hafa stagast á nú um nokkurt skeiö, varðandi afkomu fyrir- tækja Reykjavíkurborgar og ýmissa útgeröaraöila. Reikningslega vantar t.d. Hita- veitu Reykjavikur fé til að standa undir miklum stofnfram- kvæmdum, en eigi að siður er slórgróði á rekstursreikningi hitaveitunnar.Hiðsama er einnig að segja um afkomu margra fisk- verkunarstöðva i landinu. Þær Framhald af bls. 6.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.